Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Guðmundur Stephensen, 11 ára, íslandsmeistari í borðtennis: Byrj aði að spila þriggja ára - stefnir á atvinnumennsku í útlöndum í framtíðinni Guðmundur á hundrað og þrjátíu verðlaunapeninga fyrir borðtennis og fótbolta og sautján bikara. Hér er nýjasti bikarinn sem hann hlaut um síðustu helgi þegar hann varð yngsti íslandsmeistari landsins i meistaraflokki. Guðmundur ásamt móður sinni, Sigríði Sigurðardóttur, og bræðrum, Ólafi og Matthíasi. Faðir Guðmundar, Pétur Stephensen, var fjarri góðu gamni en allir karlmennirnir á heimilinu eru miklir borðtennisaðdáendur. Sigriður segist hins vegar ekki snerta við iþróttinni. DV-myndir Brynjar Gauti „Það er góð tilfmning að vera orð- inn íslandsmeistari. Ég hef stefnt að þessu,“ segir Guðmundur Stephen- sen, 11 ára, íslandsmeistari í borð- tennis í samtali við DV. Guömundur hefur vakið mikla athygli að undan- fömu fyrir leikni sína í borðtennis en hann hefur leikið með landslið- inu. Guðmundur á 130 verðlauna- peninga og sautján bikara fyrir frá- bæra frarhmistöðu sína á undanförn- um árum þótt ekki sé hann hár í loft- inu. „Ég hef eiginlega alist upp með borðtennisnum. Pabbi spilar borð- tennis og einnig eldri bróðir minn, Ólafur, sem er sextán ára. Við eram með borðtennisborð á heimilinu og því var auðvelt að grípa spaðann. Ég náði varla upp á borðröndina þegar ég var byrjaður að spila," segir Guð- mundur og segist hafa veriö aðeins þriggja ára gamall þegar hann var búinn að ná valdi á íþróttinni. „Það er mikiil borðtennisáhugi í ættinni og þess vegna vaknaði áhugi minn snemma,“ segir hann. Guð- mundur er í Víkingi í borðtennis en spilar fótbolta með Fram. „Ég er Frammari,“ segir hann, „en Fram er ekki með borðtennis." Það tekur mikinn tíma að verða snjall í borðtennis. Guðmundur æfir fimm sinnum í viku í TBR og auk þess æfir hann með landsliðinu þar fyrir utan. Þetta er því timafrekt. Þegar menn hafa mikinn áhuga á fótbolta líka og spila í fimmta flokki er varla mikill tími eftir fyrir annað. Enda segist Guðmundur ekki hafa mikinn áhuga á sjónvarpi eða bíói. Hann tekur þó skólanámið alvarlega og þykir gaman að læra, sérstaklega stærðfræði. Betri en pabbinn Guðmundur byijaði upphaflega í Víkingi þegar hann fór að fara með fóður sínum, Pétri Stephensen, á æfingár. Pétur hefur verið öflugur borðtennisleikari og hefur keppt í eldri flokkum með góðum árangri. Sonurinn er þó mun sterkari og er yngsti íslandsmeistari í meistara- flokki hér á landi. Útlendingar hafa þegar komið auga á þennan sterka borðtennismann. Hann sigraði til dæmis sér mun eldri Svía fyrir stuttu en Svíar eru meðal þeirra fremstu í heiminum í borðtennis. Á fimmtudag hélt Guðmundur ásamt landsliðinu til Birmingham í Englandi þar sem hann tekur þátt í Evrópumóti landshða. Guðmundur er yngsti keppandinn á mótinu. Móð- ir hans, Sigriður Sigurðardóttir, var að þvo af honum þegar helgarblaðið leit í heimsókn til þeirra. „íþróttirnar taka mikinn tíma hjá Guðmundi. Hann er bara svo yfirvegaður og ró- legur yfir þessu. Það virðist ekkert raska ró hans,“ segir Sigríður. Yngri bróðir Guðmundar, Matthías 8 ára, spilar líka borðtennis og hefur gaman af. Hann segist vera mjög stoltur af bróður sínum og fylgist með honum. Hann gat þó ekki horft á íslandsmeistarakeppnina um helg- ina vegna þess að hann lá í flensu. Það þótti htla bróður heldur súrt í brotið. Góðir skólafélagar Guðmundur er í sjötta bekk í Laug- amesskóla. Hann segist fá mjög já- kvæð viðbrögð hjá skólafélögunum og frægðin hafi ekki áhrif í skólan- um. Sigríður segir að Guðmundur eigi góða og vandaða skólafélaga þannig að hann hafi aldrei orðið fyr- ir áreitni heldur þvert á móti hafi þeir samglaðst honum. Þegar Guðmundur er spuröur hver •sé leyndardómurinn á bak við vel- gengni hans er hann fljótur að svara: „Æfingin." Hann er þó lítið fyrir að tala um velgengnina og fer undan í flæmingi þegar hann er spurður hvort fjölskyldan sé ekki montin af honum. „Jú, jú,“ segir hann lágt. Þar sem Guðmundur býr í Laugar- ásnum er glæsilegt útsýni yfir Laug- ardalinn. Bræðumir þrír og Pétur pabbi þeirra horfa þó ekki á knatt- spyrnuleiki út um gluggann, eins og vel væri hægt, heldur fara ævinlega á völhnn. Pétur er Hafnfirðingur og kunnur FH-ingur, situr m.a. í stjórn FH og er þekktur stuðningsmaður hðsins. Það eru því þrjú íþróttafélög sem skipta máh á þessu heimili; Vík- ingur, Fram og FH. Valdner er átrúnaðargoðið Guðmundur, sem veröur tólf ára í júní, segist ætla að veria íslands- meistaratitil þann sem hann hefur nú hlotið og reyna að halda honum. Atvinnumennska í borðtennis í út- löndum er draumurinn sem hann vonast th að rætist í framtíðinni. - En hvert er þitt átrúnaðargoð í borðtennis? „Það er Svíi, Valdner. Hann er at- vinnumaður og mjög góður,“ segir Guðmundur og er fljótur til svars. Guðmundur segir að menn geti orðið mjög ríkir á atvinnumennsku í borðtennis og Valdner sé einn af þeim sem hafa auðgast á íþróttinni. Guðmundur segist fylgjast með íþróttinni úti í heimi í gegnum mynd- bandsspólur sem hann skoðar. Strákar á þessum aldri eru miklir aðdáendur bandarísku körfuknatt- leiksdeildarinnar, NBA og svo er einnig með Guðmund. Hann segist fylgjast með NBA þótt hann æfi ekki körfuknattleik. - En á íslandsmeistarinn sitt eigið borðtennisborð? „Fjölskyldan á saman gamalt borð sem við spilum á hér heima.“ í apríl fer fram aldursskipt íslands- meistaramót þar sem Guðmundur ætti að keppa í unghngaflokki. Hann keppti með meistaraflokki um síð- ustu helgi þar sem hann vann ís- landsmeistaratitilinn. Guðmundur segist einnig mega spila upp fyrir sig á íslandsmeistaramótinu í apríl þannig að hann er ekki einvörðungu bundinn við sinn flokk. Hann segist ekki vera búinn að ákveða með hvaöa flokki hann æth að leika en að sjálfsögðu stefnir hann á að verða íslandsmeistari í annað sinn. Páskar í Birmingham Guðmundur er langyngstur í landsliðinu í borðtennis sem nú keppir í Birmingham. Vafalaust verður tekið eftir þessum unga og efnilega leikmanni þar. „Ég ætla að reyna að standa mig eins vel og ég get,“ segir hann. Guðmundur mun njóta páskanna í Englandi því ferðin tekur tólf daga. Faðir hans ætlar með sem fararstjóri þannig að Guðmund- ur verður ekki alveg aðskihnn frá fjölskyldunni. Guðmundur hefur áður keppt í út- löndum því hann fór með A-landshð- inu til Möltu. Einnig tók hann þátt í landsleik við Fæeyinga í Færeyjum fyrir stuttu þar sem íslendingarnir báru sigur úr býtum. „Það verða allnokkur mót í sumar sem ég mun taka þátt í þannig að það verður nóg að gera,“ segir Guðmundur. Án efa verða margar fréttir af þessum unga meistara á næstunni og spennandi aðfylgjastmeðhonum. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.