Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Metlækkun raungengis Raungengi íslenzku krónunnar lækkaöi mikiö á síö- asta ári og er eitthvert þaö lægsta, sem orðið hefur. Þetta er gengiö á mæhkvarða verðlags- og launabreytinga hér og í helztu viðskiptalöndum okkar. Þessi staöa er okkur hagstæö og mun skapa skilyrði til góörar uppsveiflu í efnahagsmálum á næsta ári, verði ekki breyting á. Sitt- hvaö fleira hefur gengið okkur í haginn í efnahagsmál- um, og má nefna htla sem enga verðbólgu, lækkun vaxt- anna, eyöingu viöskiptahaha við útlönd og raunlækkun erlendra skulda. Því skyldu menn ekki ætla, aö efnahags- málin séu okkur andsnúin í öllu. Mælt á mæhkvaröa hlutfahslegs framfærslukostnaöar hér og í viðskiptalöndunum lækkaöi raungengi krónunn- ar um 5,5 prósent á síðasta ári og hefur ekki mælzt jafn- lágt síðan árið 1985. Sé mælt á mæhkvarða hlutfahslegs launakostnaðar, lækkaði raungengið um 9,4 prósent og er í sögulegu lágmarki frá því mæhngar hófust fyrir þremur áratugum. Frá þessu segir í nýútkomnu hefti af Hagtölum mánaðarins, sem Seðlabankinn gefur út, og enn fremur, að búizt sé við frekari lækkun raungengisins á yfirstandandi ári. Ef svo fari sem horfir, verði raun- gengi krónunnar, mælt á verðlagskvarða, hið lægsta, sem mælzt hefur síðan árið 1971. Þetta felur í sér, að samkeppnisstaða innlendra at- vinnugreina er með bezta móti, að því er tekur til gengis- ins, og hefur ekki mælzt jafnhagstæð síðan árið 1986. Það sést, ef litið er á svonefnda vísitölu samkeppnis- stöðu, sem Seðlabankinn reiknar. Hún gefur einnig vís- bendingu um ytri verðskhyrði atvinnugreinanna með því að mæla hlutfallslega þróun afurða- og aðfangaverðs greinanna. Samkeppnisstaða útflutnings- og samkeppnis- iðnaðar batnaði í fyrra frá árinu áður, en samkeppnis- staða sjávarútvegs versnaði. Á yfirstandandi ári er á hinn bóginn búizt við, að samkeppnisstaða ahra atvinnu- veganna batni frá fyrra ári. Th dæmis er gert ráð fyrir, að staða samkeppnisiðnaðar batni verulega og verði í sögulegu hámarki að því leyti, miðað við vísitöluútreikn- ingana. Orsakir hins lága raungengis eru fyrst og fremst hinir hófsömu kjarasamningar, sem hér ghda. Segja má, að launþegar hafi lagt sig fram th þess að spilla ekki efna- hagnum og fært th þess fórnir. Hið lága raungengi nýtist okkur th dæmis þannig, að það er helzta skýringin á, að viðskiptahahinn við útlönd varð enginn á síðasthðnu ári. Þessar aðstæður í gengismálum þurfa að haldast og greiða fyrir eflingu útflutnings og nýjungum í atvinnulíf- inu. Lágt raungengi ætti að gefa th kynna, að staða krón- unnar sé thtölulega sterk, þótt án efa komi upp kröfur um fellingu þess vegna tekjumissis í sjávarútvegi. Seðla- bankinn segir, að gjaldeyrisstaðan sé óvenjusterk á fyrstu mánuðum yfirstandandi árs og styðji vel við hið nýja gjaldeyrisfrelsi. Mhlibankaviðskipti með gjaldeyri með þátttöku Seðlabankans hófust í fyrravor, og þar með fengu markaðsöfl meiri áhrif á gengið en fyrr. Gengislækkunin í júní í fyrra var nauðsynleg þrátt fyrir lágt raungengi. Hún leiddi ekki th verulegra verð- hækkana. Að öhu samanlögðu verður að áhta, að stefnan í gengismálum hafi gefizt vel. Gengi hefur verið thtölu- lega stöðugt. Á núverandi samdráttarskeiði er nauðsynlegt að búa eftir fóngum í haginn fyrir nýja eflingu framleiðslunnar í landinu. Metlækkun raungengisins er þáttur í því. Haukur Helgason. Andstæðingar kosninga í Suður- Afríku fá skelli Átökin í Suður-Afríku, þegar dregur að fyrstu þingkosningum þar með þátttöku allra lands- manna, án mismununar eftir kyn- þáttum, hafa snúist um það hvort landið á að vera ein heild eða leys- ast upp i smáríki ættbálka. Frede- rik W. de Klerk, forseti og foringi Þjóðarflokksins, og Nelson Mand- ela, foringi Afríska þjóðarráðsins, náðu samstöðu á undirbúnings- fundum um stjórnskipun með sterku miðstjómarvaldi eftir kosn- ingarnar 26. til 28. apríl. Sýnt þykir að það þing muni kjósa Mandela forseta. Við það vill hluti Búa, afkomenda fyrstu evr- ópsku landnemanna af hollenskum ættum, ekki sætta sig og krefst stofnunar sérstaks Búaríkis. Á sömu sveif leggjast leiðtogar sumra ættbálkaríkja svertingja, heima- landanna sem sett vora á stofn til að fylgja eftir stefnu kynþáttaað- skilnaðar sem Þjóðarflokkurinn aðhylltist til skamms tíma. Leiðtogar heimalanda og aðskiln- aðarsinna meðal Búa tóku saman höndum í bandalagi. Markmið þess var að leitast við að gera þingkosn- ingamar ómerkar með því að neita þátttöku og hóta valdbeitingu til að fylgja þeirri stefnu eftir. Nú hafa mál snúist svo að banda- lag þetta er í upplausn. íbúar heimalandanna hafa risið upp gegn valdhöfum sem þar hafa ríkt með harðstjórn til að krefjast réttar til að taka þátt í kosningunum. Til- raun hægrisinnaðra Búa til íhlut- unar með vopnavaldi í heimalandi hefur svo orðið til þess að þeirra hreyfing er líka klofin í hófsama og öfgasinnaða. Straumhvörf urðu þegar upp- lausn varð í heimalandinu Bophut- hatswana í fyrri viku. Þúsund manna liö herskárra Búa fór þang- að fýlufór. Heimalandsherinn skaut þrjá af foringjunum í stað þess aö fagna liðsaukanum og Suð- ur-Afríkuher fylgdi komumönnum á brott. Constandt Viljoen, fyrrver- andi yfirhershöfðingi Suður-Afr- íku, hafði áður lagt til að aðskilnað- Erlend tíðindi Magnús Torfi Olafsson arsinnar meðal Búa tækju þátt í kosningunum. Nú greip hann tæki- færið, sleit bandalagi við Eugene Terre’Blanche, foringja and- spyrnuhreyfingar Búa og frum- kvööul hrakfararinnar til Bophut- hatswana, og lagði fram framboðs- lista í kosningunum. Síðan hefur Suður-Afríkustjórn sett annað heimaland, Ciskei, und- ir beina stjóm sína af sömu ástæö- um og hið fyrra. Valdhafanum var steypt af því íbúarnir vilja verða hluti af sameinaðri Suöur-Afríku. Þessi atburðarás hefur nú ein- angrað Inkatha-frelsisflokkinn og Mangosuthu Buthelezi, foringja hans og höfðingja Súlúmanna. Hann hefur lengi barist fyrir að heimalandið KwaZulu í Natalfylki og hluti annars, Transkei, verði fullvalda ríki ættbálksins. Fram til þessa hefur hann þvemeitaö þátt- töku í kosningunum. Lengi hefur verið ljóst að vopnað- ar sveitir Inkatha hafa átt mestan þátt í hjaðningavígum svertingja innbyrðis sem tahð er að hafi vald- ið dauða á fimmtánda þúsund manna síðustu fjögur ár. Upphafið var árásir í Natal á fylgismenn Afríska þjóðarráðsins sem náð hafði verulegum ítökum meðal Súlúmanna. Ekki bætir því úr skák fyrir But- helezi að fyrir viku birti dómarinn Richard Goldstone, sem falin hefur verið rannsókn á vígaferlunum, skýrslu þar sem vitnisburðir leiöa í ljós að yfirmenn í suðurafrísku lögreglunni hafi látið Inkatha- mönnum í té vopn og þjálfað hryðjuverkasveitir þeirra. Tilgang- urinn er aö spilla fyrir þróun Suð- ur-Afríku til lýðræðis og kynþátta- jafnréttis með því að etja hópum svertingja hverjum gegn öðrum. De Klerk brást við skýrslu Gold- stones dómara með því aö setja þrjá lögregluforingja með hers- höfðingjanafnbót af og fyrirskipa framhaldsrannsókn með þátttöku rannsóknarlögreglumanna frá öðr- um löndum. Goldstone dómari kvaðst skýra frá rannsókn sem ekki er enn á enda kljáð „af því að takist þeim sem hafa einsett sér frekari undirróður að ónýta kosn- ingarnar væri þýðingarlaust að rannsaka málið eftir á“. Buthelezi neitar allri vitneskju um samstarf Inkatha við lögreglu- foringja í einkaherferð gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar sem þeir áttu að þjóna en fyrir ligg- ur óyggjandi vitneskja um fjár- streymi til Inkatha úr undirróðurs- sjóðum lögreglunnar fyrr á árum. Þá koma niðurstöður Goldstones dómara heim og saman við það sem Afríska þjóðarráðið hefur lengi haldið fram. Magnús Torfi Ólafsson Lögreglumenn i Bisho, höfuðborg heimalandsins Ciskei, fagna afsögn einvaldsins Oupa Qgozo á miðvikudag. Símamynd Reuter Skodanir annarra Slagsmál um veiöikvóta „Slagsmálin um fiskveiðikvóta fyrir spænska togara í norskri lögsögu urðu aðildarviðræðum Nor- egs að Evrópusambandinu næstum að falli. Og nú er í uppsiglingu deila um samninga Svía um veiðar í Eystrasalti. Það gerist allt of oft að viðbótarfiskur „uppgötvast" við samningaborðið. Og árangurinn er sá að auðlindum sjávarins er ógnað. Þaö hefur sýnt sig aö þaö era ekki bara taugaveiklaðir fiski- fræðingar sem gera of mikið úr hættunum." Úr forystugrein Politiken 23. mars. Refsiaðgerðir gegn N-Kóreu „Stjómvöld í Norður-Kóreu geta enn komist hjá átökum viö samfélag þjóðanna með því að standa við loforðið sem þau gáfu fyrr í mánuðinum um að leyfa eftirlitsmönnum aö koma aftur í kjarnorku- verksmiðjumar til að ljúka starfi sínu. Að öðrum kosti eiga þau yfir höfði sér efnahagslegar refsiað- gerðir fyrir að standa ekki við samninginn um tak- mörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna. Svo kann að fara að Clinton eigi ekki annarra kosta völ en að beita takmörkuðum refsiaðgerðum vegna þrjósku stjórnvalda í Pyongyang." Úr forystugrein New York Times 23. mars. Verðbólgudraugurinn skelfir „Óttinn við verðbólguna ræður nú ríkjum á íjár- málamörkuðum og hefur orðið til þess að vextir í Bandaríkjunum hafa verið aö síga upp á við. Hækk- andi vextir eru nú orðnir einhver mesta ógnunin sem steðjar að áframhaldandi vexti bandarísks efnahags- lífs. Tilkynning seðlabankans um lítilsháttar hækk- un skammtímavaxta var ætluð til að sýna áhyggju- fullum fjárfestum að bankinn væri vakandi og starfi sínu vaxinn.“ Úr forystugrein Washington Post 24. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.