Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. ______________________________________________________ Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 26. MARS 1994. Odd Olsen, t.v., er leiðangursstjóri 18 skiðagöngumanna sem ætla yfir Grænlandsjökul á 10 dögum. Kjell Einar Andersen hefur umsjón með öllum búnaði í leiðangrinum. Myndin var tekin er þeir félagar voru að lesta flug- vél íslandsflugs á Reykjavíkurflugvelli I gær. Þaðan lá leið þeirra til Ammas- salik á austurströnd Grænalands. DV-mynd Brynjar Gauti Sú hætta er fyrir hendi - segir Brynj ólfur Helgason, „Mikil vaxtalækkun á ríkisvíxl- mjög góð en þeir eiga í erfiðleikum um að undanfömu hefur vakið at- með að ávaxta sitt fé innanlands," hygli en nú bendir ýmislegt til að sagði Yngvi en bjóst ekki við vaxta- vextir muni varla lækka meira og hækkunum næstu daga. líklega hækka á næstunní. Ástæð- „Almennt séð er ljóst að innláns- an er einföld: Það er unnt að ávaxta vextir geta ekki oi’ðið mikiö lægri fé erlendis, án þess að taka neina erlenda gengisáhættu, á mun hetri kjörum. Leíti fé í einhverjum mæli úr landi má að auki búast við aukn- um þrýstingi á gengi krónunnar,“ segir Yngvi Harðarson hagfræðing- ur í ritinu Gjaldeyrismálum í gær. í samtali við DV sagðist Yngvi fyrst og fremst eiga víð hankana. „Stórir aðilar, eins og bankar og sparisjóðir, geta ávaxtað fé á milli- bankamarkaöi erlendis með litlum tilkostnaðí. Með því að dreifa fé í takt við gengisvog íslensku krón- urmar er erlend gengisáhætta úti- lokuð. Lausaflárstaða bankanna er en þeir eru í dag. Ekki geta innláns- vextir farið niður á núllið. Það or ekkert sem bendir til þess að við á íslandi getum haldið lægra vaxta- stigi en helstu viðskiptalönd okk- ar,“ sagði Brynjólfur Helgason, að- stoðarhankastjóri í Landsbankan- um, i samtali við DV. Brynjólfur sagði að eins og staðan væri í dag væri ekkert svigrúm til vaxtahækkana. „Innlánsvextir hækka ekki án þess að útlánsvextir hækki. En ef merki sjást mn fjármagnsflótta úr landinu gæti það breyst. Það er hlutur sem við þurfum að fylgjast mjög velmeð á næstunni. Sú hætta er ávallt fyrir hendi að vextir hækki," sagði Brynjólfur. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráöherra sagði við DV að umræða um vaxtahækkun væri út í hött. „Auðvitað geturn við fengið hærri vexti í útlöndum í áhættu^árfest- ingum. En það fást ekki hærri vext- ir í tryggum lánaviðskiptum held- ur en eru hér á ríkisvíxlum. Ég á ekki von á að bankar og sparisjóðir hækki vexti. Verðbólgan er litil sem engín og gengið er stöðugt. Því ættu vextir að hækka við þær að- stæður? Hins vegar er mjög erfitt fyrir þá að lækka vexti meíra. Það er ekki vegna aðstæðna á mark- aðnum heldur vegna mikilla út- lánatapa bankanna," sagði Sig- hvatur. -bjb Veðrið á sunnudag og mánudag: Víðaskúrir Á sunnudag verður suðaustan- og austanátt, hvassviðri við norðvesturströndina en mun hægara annars staðar. Skúrir yerða víða, einkum þó sunnan- og austanlands. Á mánudag verður sunnan- og suðaustanátt, stinningkaldi eða allhvasst suðvestanlands en hægara annars staðar. Sunn- an- og suðvestanlands verður rigning en úrkomulaust annars staðar. Veðrið 1 dag er á bls. 61 LOKI Ætla menn í sjómann við Sighvat út af vöxtunum? Hreppar mega banna skotveiðar á heiðum Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgamesi: Sveitarfélögum er heimilt að banna skotveiðar á heiðarlöndum í eigu þeirra samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Vesturlands og sá dóm- ur á trúlega eftir að hafa fordæmis- gildi. Heimildir sveitarfélaga til að banna skotveiði á heiðarlöndum hef- ur verið umdeildur. Forsagan er sú að tveir menn gengu til rjúpna í Geitlandi sem er tungan milli Geitár og Hvítár í Hálsa- hreppi í Borgarfirði og í eigu Hálsa- og Reykholtsdalshrepps. Þeir fóru til rjúpna á landinu þrátt fyrir að veg- farandi benti þeim á að rjúpnaveiðar væru bannaðar samkvæmt ákvæð- um sveitarstjórnarinnar. Mennirnir játuðu að hafa ætlað að ganga til rjúpna en ekki haft neitt upp úr krafsinu vegna veðurs. Þeir voru dæmdir sekir um tilraun til brots á lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun. Svæðið sem um ræðir er nefnt afréttarlandið Geitland í af- sali til Hálsahrepps frá 27. maí 1926. Fram kemur í dómsorðinu að ekki sé kunnugt um að talað hafi verið um Geitland sem afréttarland fyrr en í umræddu afsaii. Þykir það því ekki hafa þýðingu við úrlausn þessa máls enda geti þýðing þess hugtaks verið mismunandi og það eitt og sér getur ekki sagt til um hvernig eignar- haldi á landi sé háttað. Ætla yf ir Grænlandsjökul í vestur. Takmarkið er að komast stranda á milli á 10 dögum og yrði það skemmsti farartími yfir jökulinn til þessa. Ferðin er farin til minningar um Fridtjov Nansen en hann fór fyrstur manna yfir jökulinn á skíðum. Tveir vélsleðar munu fylgja göngumönn- unum og draga firnin öll af farangri og búnaði á þar til gerðum sleðum. Helmingur farangursmanna er Norðmenn en aðrir koma frá Banda- ríkjunum, Sviss, Póllandi og Nýja- Sjálandi. Ef vel gengur er ætlunin að ganga á skíðum yfir jökulinn á hverju ári. -hlh Átján skíðamenn ætla að fara á skíð- um þvert yfir Grænlandsjökul yfir páskana. Þeir munu leggja upp frá Ammassalik á þriðjudaginn og halda I.AMXSSAMBANl) ÍSl.. RAK\ KRKIAKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.