Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Síða 31
! LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 43 „Eg er alltaf viðbúin höfnun, kannski er ég farin að hafna honum án þess að vita af því eða vilja það. Eg er allavega ákveðin í því að verða fyrri til.“ Nökkvi læknir og aíbrýðisemin Einu sinni rak á fjörur Nökkva læknis unga stúlku aö nafni Guð- veig og vildi hún ræða samband sitt við strák nokkurn. „Ég er svo hrylli- lega afbrýðisöm. Hann má bara ekki líta á aðrar stelpur. Þá verð ég ofsa- lega reið og fer stundum í fýlu sem stendur í heilan dag. Ég er alveg viss um að hann hefur aldrei haldið fram hjá mér en samt verð ég alveg brjáluð þegar hann lítur á einhverja aðra. Hann hefur nokkrum sinnum hótað að fara frá mér en ég vil allt til vinna að hann fari ekki. Ég mundi deyja ef ég vissi að hann hefði verið með einhverri annarri." Hún þagnaði og virti fyrir sér gaml- ar dapurlegar málverkaeftirprent- anirnar sem héngu á veggjum lækn- isstofunnar. Vorrigningin barði skítugar rúðumar. Nökkvi leit á stúlkuna og strauk flngrum gegnum hár sér. Hann lagaði slifsishnútinn og sagði eftir stutta þögn: „Afbrýði- semi er ein þessara neikvæðu til- flnninga sem algengar eru í öllum mannlegum samskiptum. Hún staf- ar yfirleitt af óöryggi og lítilli sjálfs- virðingu. Innst inni finnst þér þú vera lítils virði.“ Þá brotnaði stúlk- an skyndUega niður og játaði það grátandi á öxl Nökkva að hún skildi ekki hvað strákurinn sá við hana. Hún var aUtaf viðbúin því að sam- bandið tæki enda. Þegar strákurinn hennar leit á aðra stelpu skaut sú hugsun upp kolhnum að hann væri skotnari í henni en sér enda fannst henni allar stelpur sætari en hún sjálf og betur vaxnar. Strákgreyið virtist ekki hafa neinar slíkar til- finningar og varð bæði sár og hissa þegar hún sakaði hann um framhjá- hald. Hún sagðist bíða eftir endalok- um þessa sambands án þess að vilja að það tæki nokkru sinni enda. „Ég er aUtaf viðbúin höfnun... kannski er ég farin að hafna honum án þess að vita af því eða vUja það. Ég er allavega ákveðin í því að verða fyrri til.“ Nökkvi mælti þá spekingslega: „Ástin blómstar ekki í svona and- rúmslofti. Ef afbrýðisemi verður öll- um öðrum tilfinningum yfirsterkari er full ástæða til þess að spyrna við fæti og hugsa máUn. Engin mann- eskja getur gert þá kröfu til lífsins að vera alltaf miðpunktur tilver- unnar. Bæði strákar og stelpur halda áfram að virða fyrir sér heim- inn þó að þau séu í föstu sambandi, strákar gefa stelpum auga og stelpur skoða stráka og er það fuUkomlega eðUlegt. Slík forvitni á ekki að verða sá ásteytingarsteinn sem þú lýsir.“ Álæknavaktmni Hann hallaði sér aftur í stólnum og lygndi aftur augunum. Ýmis fræg og safarík afbrýðimorð Uðu gegnum huga hans eins og myndir á tjaldi. En minnisstæðust var honum þó gömul frásögn frá Ólympsfjalli. Nökkvi á Ólympsfjalli „Ég ætla að segja þér sögu, Guð- veig,“ sagði Nökkvi. „Afbrýðisemi, hégómleiki og öryggisleysi eru al- systkini í stórum hópi neikvæðra tilfinninga. Eitt sinn hélt Pelevs, vinur minn, brúðkaup sitt á Ólympsfjalli að viðstöddu fjöl- menni. Öllum sem einhvers máttu sín var boðið nema Eris, þrætugyðj- unni. Hún fyUtist reiði og beiskju og ákvað því að spUla veislunni. Tók hún gullepU og varpaði inn í veis- lusaUnn. A eplið hafði hún letrað: „Handa þeirri fegurstu." í veis- lusalnum voru margar fagrar og hégómlegar konur sem allar gerðu kröfu til eplisins. Fastast deUdu þær Hera, Aþena og Afródíte. Ungur konungssonur, París að nafni, var til þess fenginn að skera úr um þennan ágreining. AUar reyndu gyðjurnar að hafa áhrif á sveininn unga en svo fóru leikar að Afródíte hlaut ephð, enda hafði hún mútað piltinum með fegurstu konu verald- ar. EftirmáUn urðu hörmuleg. Margra ára styrjöld um borgina Tróju braust út með ægUegum af- leiðingum. Ófriðarbálið logaði glatt um árabil enda var í sifellu heUt á það særðu stolti, afbrýðisemi, ör- yggisleysi, hégómleika, ótta við höfnun og beiskju. Á langri ævi hef ég skynjað vel fánýti afbrýðisem- innar eins og ílestra annarra mann- legra tilfinninga. Afbrýðisemin á ætt sína og óðul í aldingarði öryggis- leysisins," sagði Nökkvi ogbrosti blíðlega en jafnframt girndarlega til stúlkunnar. Sögulok „Þetta var skrýtin saga,“ sagði stúlkan. „Ég má ekki láta afbrýði- semina stjórna lífi mínu lengur. Líf- ið má ekki verða ein samfelld Tróju- styrjöld. Kannski ég fari og efli sjálfsöryggið í erobikk. Þar er líka fullt af sætum strákum." Svipurinn varð fuUur eftirvæntingar. „Gerðu það,“ sagði Nökkvi, „ekki sökkva þér niður í fúlan pytt afbrýðisemi og sjálfsvorkunnar." Þau kvöddust, stúlkan fór og eftir sat Nökkvi lækn- ir, fullur afbrýðisemi gagnvart öU- um þeim fjölmörgu sem voru yngri en hann sjálfur. „Ég hefði átt að bjóðast til að útvega henni miðaldra reyndan elskhuga tU að styrkja sjálfsmat þeirra beggja. Þá hefði hún sparað sér eróbikktímana," tautaði hann með sjálfum sér. Hann fór í frakkann og hvarf út í vorkuld- ann. Aðalfundur Félags matreiðslumanna verður haldinn þriðjudaginn 29. mars nk. kl. 14.30 í Þara- bakka 3, í sal IOGT. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Hef öðlast málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi Ásgeir Árni Ragnarsson héraðsdómslögmaður Málfiutningur, uppgjör slysabóta og önnur skaðabótamál, samningar um viðskiptasérleyfi (franchising) og önnur samn- ingagerð, eignaumsýsla, skilnaðarmál, skipti þrotabúa og dánarbúa, réttargæsla o.fi. S. 687403 ______________Lögmenn Skeifunni 19 UTBOÐ Tilboð óskast í innréttingar og frágang húsrýmis á 1. hæð við Hofsvallagötu 53. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fasteignadeildar, Pósthússtræti 5, frá og með þriðjudeginum 29. mars 1994 gegn 10.000,- króna skilagjaldi. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu fasteignadeildar þriðju- daginn 19. apríl 1994 kl. 11.00. Reykjavík, 24. mars 1994, Póst- og símamálastofnunin Verkakvennafélagið Framsókn Orlofshús sumarið 1994 Byrjað verður þriðjudaginn 5. apríl að taka á móti umsóknum félagsmanna varðandi dvöl í orlofshúsum félagsins. Þeir sem ekki hafa áður dvalið í húsunum hafa forgang til umsókna til 11. apríl. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins að Skipholti 50A frá kl. 9-17 alla daga. Ath. Ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Félagið á 3 hús í Ölfusborgum, 1 í Flókalundi, 2 á HúSafelli, 1 í Svignaskarði, 1 á Kirkjubæjar- klaustri og íbúð á Akureyri. Einnig er boðið upp á dvöl á Ein- arsstöðum og lllugastöðum. Stjómin ^ RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins. óska eftir tilboóum í eftirfarandi: Rarik-94005 132 kV útbúnaður Rarik-94006 40 MVA, 132/66 kV aflspennir Útboösgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 29. mars 1994 og kosta kr. 2.000,- hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, fyrir kl. 14.00 þriðjudag- inn 17. maí 1994. Veröa þau þá opnuð að vió- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.