Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 23 Friðrik Þór Olafsson, 9 ára, er mættur á hestbak og heilsar Frey. DV-myndir EJ Leynist lækninga- máttur í íslenska hestinum? íslenski hésturinn er ekki ein- göngu notaður í hringvallaþeyting. Staða hans hefur styrkst stöðugt vegna fjölbreytileika og traustleika. Notkunarmöguleikar eru margir og meðal þeirra sem njóta þeirrar ánægju að umgangast hann eru fjöl- fatlaðir einstaklingar. Ásta Pétursdóttir, sem er lærður þroskaþjálfi með viöbótarnám í geð- hjúkrun, hóf að þjálfa fatlaða ein- staklinga á hesti í febrúar og annar nú ekki eftirspurn. „Vinn eftir hippotherapy" „Ég vinn eftir hippotherapy-kenn- ingunni," segir Ásta. „Hugtakið er skiigreint sem meðferð fyrir fólk þar sem hreyfingar hestsins eru mark- visst nýttar til að ná fram eðlilegri vöðvaspennu, réttri líkamsstöðu og auknum vöðvastyrk. Hesturinn er notaður sem tæki. Rannsóknir, sem hafa verið gerðar, sýna að þegar hestur hreyfir sig fær sá sem á honum situr milli 90 og 110 hreyfingar í mismunandi áttir á hverri minútu. Þessar hreyfingar eru svipaðar því þegar fólk er að ganga. Það er þetta atriði sem er svo mikilvægt. Jafn- vægið styrkist og það slaknar á vöðv- unum. Til að ná hámarksárangri nota ég ekki hnakk heldur gjörð með tveimur handíongum til að nýta hita hestsins og nána snertingu við vöð- vana. „Ég dansa, ég dansa" Stúlka sem ég þjálfa og hefur verið í hjólastól alla ævi varð svo uppnum- in þegar hún fór á bak í fyrsta skipti að hún hrópaði: „Ég er að dansa, ég er að dansa.“ íslenski hesturinn er talinn einn sá besti til þessara hluta vegna ein- staks lundarfars, stærðar, styrks og fjölbreytilegra gangtegunda. Hann er nýttur tii lækninga fyrir fatlaða á Norðurlöndum, í Sviss og Þýska- landi. Ég er ekki reiðkennari. Ég lít á þetta sem líkamsþjálfun. Ég er með sex mismunandi fatlaða einstaklinga á viku og anna ekki eftirspum því að milli 15 og 20 eru á biðlista. Hver einstaklingur þarf mismun- andi æfingar og ég vinn þær í sam- ráði við sjúkraþjálfara og þroska- þjálfa viðkomandi aðila. Það sem þessir einstaklingar eiga sameigin- legt er að þeir eru spastískir. En ég hef orðið vör við ótrúlega slökun hjá þessum einstaklingum á hestbaki. Sumir geta ekki slaknað en Ásta Pétursdóttir, Friðrik Þór Ólafs- son og Freyr. á hestbaki verður ótrúleg breyting á þeim. Andlega hliðin mikilvæg Vellíðanin er ekki eingöngu líkam- leg. Það hefur geysilega mikið að segjá fyrir fatlað fólk að komast á hestbak. Umgengni við dýrin gefur því heilmikið og að fá tækifæri til að umgangast annað fólk og finna að það sé til. Sjáifstraustið eflist og lífs- andinn. Það er ekki hægt að lýsa því hve andleg upplifun þessara ein- staklinga er mikil. Ég hef verið með sama hestinn í þessu frá upphafi. Hann er 15 vetra gamall og heitir Freyr. Ég þjálfaði hann sérstaklega í mánuð áður en ég fór að nota hann. Traustirhestar Slíkir hestar verða að vera ákaflega traustir. Stundum verð ég að sitja fyrir aftan fólkið og flesta verður að setja upp á hestinn af palii þannig að Freyr verður að vera taugasterk- ur. Hestamannafélagið Fákur hefur verið mér innan handar og ég hef fullt leyfi frá Haraldi Haraldssyni framkvæmdastjóra til að nýta mér allt það sem hægt er að nota á svæði Fáks. Þá fæ ég að vera í Reiðhöllinni tvisvar í mánuði endurgjaldslaust en hana rekur íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar. Fyrir þetta er ég þakklát. Ef fengist fyrirgreiðsla á þessu sviði er hægt að gera ótrúlega hluti fyrir þetta fólk. Ég ætla að halda áfram að kynna mér þessi mál og er að fara til Noregs að mennta mig betur á þessu sviði,“ segir Ásta Pét- ursdóttiraðlokum. -EJ Kjúklingatilboð um helgina Föstudag, laugardag, sunnudag Dæmi 1: Pakki fyrir 4, kr. 1500 375 kr. á mann* Dæmi 2: Pakki fyrir 6, kr. 2200 367 kr. á mann* Dæmi 3: Kjúklingaborgari, franskar og sósa kr. 440 *2 bitar, franskar, sósa, salat á mann. Kentucky Fried Chlcken Faxafeni 2 • S: 680588 Hjallahrauni 15 • S: 50828 Shellskálanum Selfossi • S: 98-23466 Opið frá ll-22 Vantar þig rafmagn í sumarbústaðinn? Afsláttur tengigjalda 1994 Rafmagnsveitur ríkisins hafa undanfarin tvö ár veitt afslátt á tengigjöldum í sumarhús í skipulögðum hverfum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Nú hefur verið ákveðið að veita slíkan afslátt í þriðja og síðasta sinn sumarið 1994. Meginforsendur þessa af- sláttar eru sem fyrr, að hægt sé í samráði við umsækjendur að ná fram aukinni hag- kvæmni í framkvæmdum. Lágmarksgjald, kr. 167.000 (án vsk) lækkar um 32.000 kr, í 135.000 kr eða um tæp 20%. Eftirfarandi skilyrði eru sett fyrir afslættinum: 1. Afsláttur er aðeins veittur ef um er að ræða skipulagt sumarhúsahverfi sem þegar hefur verið rafvætt að einhverju leyti. 2. Um ný hverfi sem ekki hafa verið rafvædd enn, verður fjallað sérstaklega og fer ákvörðun um afslátt m.a. eftir fjölda umsækjanda í hverju tilviki og þéttleika byggðar. 3. Umsókn um heimtaug þarf að berast fyrir 15. maí 1994. 4. Rafmagnsveiturnar munu yfirfara umsóknir og gefa svör um afslátt í lok maí. 5. Ganga þarf frá greiðslu tengigjalda fyrir 10. júní 1994. Auk staðgreiðslu, er umsækj- endum boðið að greiða tengigjöld með raðgreiðslum (VISA/EURO) á allt að 18 mánuðum. 6. Verktími (dagsetning) verði ákveðinn í samráði umsækjenda og Rafmagnsveitn- anna. Umsækjendur í hverju hverfi tilnefni tengilið. 7. Umsækjendur munu sjá til þess að nauðsynlegum frágangi innan lóðarmarka, sam- kvæmt gildandi skilmálum í gjaldskrá, sé lokið á réttum tíma, sbr. lið 5. 8. Afsláttur þessi gildir til haustsins 1994, meðan aðstæður vegna tíðarfars o.fl. leyfa að mati Rafmagnsveitnanna. Umsækjendum frá fyrra ári sem ekki fengu afgreiðslu 1993, er bent á að endurnýja umsóknir sínar. 20. mars 1994 kl RAFMAGNSVEITUR RIKISINS tifandiafl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.