Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 15 Átök í þorskastríði íslendinga og Breta. Nú er hlutverkum skipt og bresk herskip taka islenska togara fyrir „sjóræningjaveiðar" i lögsögu sem Bretar hafa einhliða ákveðið. DV-mynd Bragi Hamskipti í tísku Heimurinn er leiksvið, segir William Shakespeare í einu verka sinna. Og vissulega má líta á sögu og samtíö mannsins sem eins konar leikrit, fjölskrúðugt og margbrotíð. Þar skiptast á skin og skúrir, sorg og hamingja, sköpun og hnignum. Þannig er manniífið sjálft í marg- breytileika sínum og í því verki hafa allir eitthvert hlutverk. Mannleg reynsla hefur einnig skemmtilega tilhneigingu til að endurtaka sig meö öfugum for- merkjum. Þess vegna lenda ein- staklingar og þjóðir gjaman í mót- sögn við sjálfa sig á leiksviöinu mikla. Eins og til dæmis Bretar og ís- lendingar í nýjasta anga gamal- kunnra deilna um fiskveiðilögsögu. Einhliða útfærsla íslendingar hafa gegnum tíðina knúið fram stækkun fiskveiðilög- sögu með einhliða útfærslum - í tólf mílur, 50 mílur og 200 mílur. Landsmönnum var að sjálfsögðu ljóst að slík útfærsla gat ekki stað- ist svokölluð viöurkennd alþjóða- lög á þeim tíma, enda markmiðið einmitt að knýja fram breyttan al- þjóðarétt. Þess vegna var því ítrek- að hafnað að fara með útfærslu fiskveiðilögsögunnar fyrir Al- þjóðadómstóhnn. Einhhða útfærsla var talin eina leiðin tíl að tryggja yfirráð íslend- inga yfir fiskistofnunum. Þar væri um lífshagsmuni íslensku þjóðar- innar að tefla og þess vegna ótækt að bíða þess að það tækist með við- ræðum á fjölþjóðlegum ráðstefnum að breyta alþjóðlegum hafréttí í það horf að strandríkin fengju mun víö- tækari fiskveiðilögsögu en áöur þekktist. Allir vita hvernig Bretar brugð- ust viðútfærslunni í 12 mílur, síðar 50 mílur og loks 200 mílur. Erlend- ir togarar héldu áfram veiðum. Bresk herskip voru send á vettvang til að aðstoða togara Bretaveldis við „sjóræningjaveiðarnar" á hinu umdeilda hafsvæði við ísland. Upp rann tími þorskastríöa. Klettar í hafinu í landhelgisstríðum okkar, og reyndar enn í dag, höfum við hald- ið fast við þá gömlu ákvörðun að miða fiskveiðilögsöguna út frá klettum í hafinu. Þetta á ekki síst við um Kolbeins- ey - smáklett sem er óðum að hverfa í hafið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tíl að lappa upp á eyjuna með íslenskri steinsteypu. Bretum þóttí framferði íslend- inga í landhelgismálinu forkastan- legt. En andóf þeirra varð ekki th þess að stööva þróunina í hafréttar- málum. íslendingar höfðu sigur að lokum. 200 mhna fiskveiðhögsaga hlaut almenna viðurkenningu og telst nú alþjóðalög. Bretar sættu sig að lokum við þessa niðurstöðu. Og nú virðast þeir heldur betur hafa lært af vinnubrögðum íslendinga. í það minnsta feta þeir nú dyggi- lega í fótspor landans með aðgerð- um sínum á Rockah-svæðinu. Þeir hafa tekið sér 200 mhna fiskveiði- lögsögu umhverfis klettinn þann, beita herskipum sínum th að taka erlenda togara sem þar veiða, færa þá tíl hafnar og sekta fyrir ólögleg- ar veiðar. Þar á meðal var togari sem er í eigu íslendinga en skráður erlendis. í breska hlutverkinu Auðvitað hafa íslendingar mik- iha hagsmuna að gæta á þessu svæði. Og í því sambandi er rétt að vekja athygli á því að einn ís- lendingur hefur öðrum fremur haldið á lofti kröfu íslands um hluta af landgrunninu á Hatton- Rockah svæðinu - Eyjólfur Konráö Jónsson alþingismaður. Þraut- seigja hans í málinu er aðdáunar- verð, ekki síst í ljósi ósveigjanlegr- ar afstöðu Breta og oft á tíðum tak- markaðs áhuga íslenskra stjóm- valda. En það breytir ekki því að hér hafa orðið endaskipti á hlutverk- um: Bretar taka sér einhliða 200 mhna fiskveiðhögsögu sem þeir viöur- kenna að sé varla í samræmi við alþjóðalög og framfylgja lögsög- unni með gæsluskipum sínum. ís- lendingar neita aö viðurkenna þessa lögsögu og senda veiðiskip inn á svæðið. Bretar taka íslenska „landhelgisbrjóta" og sekta þá. Það vantar eiginlega bara að ís- lendingar sendi „fallbyssubáta" sína á staðinn og að Bretar útvegi sér eintak af khppunum frægu. Það tekur vafalaust nokkurn tíma að venjast þeirri thhugsun aö íslendingar, sem um áratugaskeið hafa verið í fararbrodddi í baráttu strandríkja gegn erlendum „sjó- ræningjaveiðum" breskra togara, skuli nú komnir í hlutverk Breta - og öfugt. Hamskipti í pólitík En kannski er þaö bara komið í tísku um þessar mundir að hafa endaskiptí á hlutunum og bregða sér í hlutverk andstæðingsins? Lítum á hamskipti sjáifstæöis- manna í borgarmálapólitíkinni í Reykjavík. Af fréttum síðustu daga mættí ætla að borgarstjómarflokkur Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri sjálfstæðismanna hafi hvergi kom- ið nærri stjóm Reykjavíkur síð- ustu árin, hvað þá áratugina. Og jafnvel að sjálfstæðismenn í borg- inni séu á hraðleið th Kvennahst- ans. Nýi borgarstjórinn gengur um Ráðhúsið í Reykjavík á mjúkum inniskóm og talar af föðurlegri hiýju um fjölskylduna, börnin, barnaheimhi og leikskóla. Og eins og th að kóróna góðmennskuna samþykkja sjálfstæðismenn að láta opna fæðingarheimih sem þeir höfðu áður lokað. Og fá blómvönd í þakklætisskyni - að vísu áður en í ljós kom að það em engir pening- ar fyrir hendi til að opna heimihð fyrir kosningar! Já, mýktín er mikh, enda stutt th kosninga. Og í kosningum skiptir auðvitað mestu máh að sigra. Mannfórnir Það fór hins vegar htíð fyrir mýktínni við undirbúning fram- boðshsta sjálfstæðismanna. Þvert á móti birtist harði hnefinn á bak við mjúka yfirborðið glögg- lega í þeim miklu mannfómum sem einkennt hafa Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík síðustu mán- uöina. Allt frá því skoðanakannanir fóru að gefa sterklega th kynna að flokkurinn gæti hæglega tapað meirihlutanum í borginni hefur veriö hreinsaö th í borgarstjómar- flokknum af mikilh hörku. Fyrst var slegið flokkslegri skjaldborg um borgarstjórann fyrrverandi. Reyndir borgarfuh- trúar sem höfðu hug á að keppa við hann um efsta sætí hstans í prófkjöri áttu við svo búið enga möguleika. Einn þeirra, Katrín Fjeldsted, dró sig í hlé frekar en að fara í prófkjör þar sem fyrsta sætíð var í reynd frátekið. Næst kom röðin að Sveini Andra sem fyrir skömmu var á hraðri uppleið í flokknum. Það þurfti að kenna einhveijum um SVR-klúðrið sem hafði fælt marga kjósendur í burtu. Sveinn Andri lá beinast við, enda opinber talsmaður í máhnu, þótt hann hefði einungis verið að framkvæma það sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafði fahð honum að gera. Sömu aðhar og tryggðu borg- arstjóranum þáverandi „rúss- neska“ kosningu í fyrsta sæti í prófkjörinu sáu th þess aö Sveinn Andri var sendur í „síberíska“ út- legð. Júhus Hafstein, sem að mati sjálf- stæðismanna hafði lent í „vondum málum", fór sömu leiö. Og gömul borgarstjórnarkempa sjálfstæðis- manna, Páh Gíslason, var send út í póhtískt myrkur fyrir það eitt að hafa elst. En aht kom fyrir ekki. Skoðana- kannanir eftir prófkjörið sýndu að fylgi sjálfstæðismanna hafði htið sem ekkert aukist. Þá var sjálfum borgarstjóranum fómað. Og eftirmaður hans færður í mjúka skó. Hin kalda pólitík Mörgum þykir þetta harkaleg meðferð á mönnum sem flestir hafa vafalítíð lagt mikið á sig og sína nánustu „fyrir flokkinn“. En svona er nú hið kalda andht stjórnmálanna þar sem mannfóm- ir eru algengar. Samstaða einstakl- inga, tryggð, vinátta - aht þetta má sín hths andspænis miklum póhtískum hagsmunum. Og sumir hreykja sér jafnvel af þvi aö geta tekiö póhtíska samherja snyrthega af lífi vegna raunvem- legra eða ímyndaðra hagsmuna flokksins. Wihiam Gladstone, einn slægastí stjómmálarefur Breta, sagði th dæmis að einn mikilvægasti eigin- leiki sérhvers forsætísráðherra væri að vera góður slátrari. Hann gegndi embættí forsætis- ráðherra Bretíands um langt árabil og talaði því af mikhh reynslu. Margir stjómmálamenn sam- tímans em ekki síður afkastamikl- ir póhtískir slátrarar. Það hefur th dæmis vakið sérstaka athygh í Bandaríkjunum að Bih Chnton, sem var víst talinn frekar á mjúku nótunum í kosningabaráttunni, virðist einstaklega sýnt um að slátra vinum sínum til margra ára ef hætta er talin á að þeir skaði forsetann póhtískt. Og Clinton sker víst svo rækhega á böndin við þessa gömlu vini sína að það er engu líkara en að hann hafi aldrei þekkt þá. Þannig verða hin mannlegu við- horf gjaman undir í stjómmála- baráttunni - sem er auðvitað ein ástæða þess hversu mörgum finnst tílhugsunin ein um póhtíska þátt- töku ógeðfehd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.