Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 7 DV - Fréttir Hæstiréttur þyngdi refsingu: Tveggja ára f ang- elsi fyrir árás í kirkjugarði Greiöir 600 þúsund krónur í miskabætur Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu um eitt ár yfir 48 ára karlmanni, Ei- ríki Oddssyni, en hann var dæmdur í 1 árs fangelsi í Héraösdómi Reykja- víkur í desember sl. fyrir tilraun tii nauðgunar og alvarlega líkamsárás í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík í október 1992. Auk tveggja ára fangelsis er maðurinn dæmdur til að greiða fórnarlambinu, 56 ára konu, um 600 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn, sem hefur staðfastlega neitað sakargiftmn, hef- ur ekki áður gerst sekur um meiri háttar refsivert brot. Málavextir eru þeir að um morgun- inn 12. október 1992 kom lögreglan að manninum og konunni liggjandi við leiði í kirkjugarðinum. Heyrst höfðu neyðaróp frá konunni. Sam- kvæmt lýsingum var konan viti sínu f]ær, skjálfandi og aðeins í sundur- tættum bol og öðram sokknum. Kon- an reyndist fingurbrotin og með áverka um allan líkamann. Eftir að fundum þeirra bar saman um kvöldið fóra þau á göngu um vesturbæinn og ákváðu að fara inn í kirkjugarðinn. Konan kvaðst hafa flúið undan manninum þegar hann fór að leita á hana og rífa utan af henni fötin. Hún taldi að maðurinn hefði ekki náð fram vilja sínum en bæði’voru þau ölvuð. Maðurinn kvaðst ekki hafa verið að leita á kon- una en gat ekki gefið skýringar á þvi hvers vegna hún var nær nakin þeg- ar lögreglan kom á vettvang. Að mati Hæstaréttar bentu aðkoma á vettvangi og læknisvottorð til lang- varandi atlögu að konunni. Með hlið- sjón af því þyngdi rétturinn refsing- una um eitt ár. Málið dæmdu Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Gunnar M. Guðmundsson, Guðmundur Jónsson og Hjörtur Torfason. Sá síð- asttaldi skilaði séráliti og vildi að dómur héraðsdóms yrði staðfestur þar sem ákærði hefði ekki áður gerst brotlegurviðhegningarlög. -bjb/Ótt Meðferð páskaunga til skammar: Ungar til sýn- is haf a verið vængbrotnir - segir Jórunn Sörensen „Hún er furðuleg þessi „af því þau eru svo sæt“-árátta. Krakkar era að vesenast með ungana en það er eins og fólk átti sig ekki á því að þeir eru mjög viðkvæmir," segir Jórunn Sör- ensen, formaður Sambands dýra- vemdarfélaga á íslandi. Jórunn á þarna við svo kallaða páskaunga sem mikið er haldið á lofti nú fyrir páskahátíðina. Hún segir aö kennarar í einum Reykjavíkurskól- anna hafi orðið sér úti um nokkra hænuunga til að gleðja nemendurna. „Krakkar era að vesenast með þá. Ég veit um eitt dæmi þess aö ungi hafi vængbrotnað, auk þess sem þeir fá hvorki vott né þurrt þá tvo eða þtjá daga sem þetta stendur yfir. Þeir era náttúrlega logandi hræddir enda í umhverfi sem þeir þekkja ekki,“ segir Jórunn. Hún segir að skárri kostur væri að sýna þá í réttu umhverfi. Kjörinn kostur til þess væri að leyfa bömum að heimsækja Húsdýragarðinn og hafa þar unga hjá hænu í stað þess að vera að vesenast með þá á stöðum sem þessum. Hún segir að ekki verði lögð fram kæra vegna athæfis sem þessa en nauðsynlegt sé að vekja fólk til um- hugsunarumþetta. -pp t&í’tíi- ______________2_____ Þjóðhátíð í Selásskóla Sannkölluð þjóðhátíðarstemning í sýningunni reyndu krakkamir að var öll hin skemmtilegasta enda ríkti í Selásskóla í gær þegar 400 skapa stemningu frá þjóðhátíðinni á greinilegt að krakkamir höfðu lagt nemendur skólans, aðallega ellefu til Þingvöllum 17. júní 1944 þegar ís- mikið á sig til að hátíðin mætti tak- tólf ára krakkar, voru með þjóðhátíð- lendingar lýstu yfir stofnun lýðveld- ast sem best. arsýningu, söng og upplestur, á sal. isins og tókst það afar vel. Sýningin DV-mynd ÞÖK JSlómatilboð ÓfLl/Ú Gróðurmold, Maxicrop blómaáburður. 12 lítrar, kr. 270 500 ml, kr. 180 ATHUGIÐ BREYTTAN AFGREIÐSLUTÍMA 0PI0 10-22 ALLA DAGA frœ, r&&/r && u/ar^ Átrfuar 0'ar&&£áta/?/c?utur cýtrú/r0? úrvu/-0'0?t ver& garðshornSS við Fossvogskirkjugarð Sími 40500 áíitó®$ik£. 177.502 z I Það eru ekki margir sem geta boðið jafn fullkomna eldhúsinnréttingu (og þá meinum við FULLKOMNA) fyrir þetta verð. Hvítlakkaðar hurðir. Ljósalistar og sýnilegar úthliðar úr beyki eða annarri viðartegund. KAM innréttingar eru alíslensk framleiðsla. Sjón er sögu ríkari. Líttu við í sýningarsal okkar, úrvalið kemur þér á óvart. mögnuð verslun í mjódd Álfabakka 16 @ 670050

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.