Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 9 i>v . Menning Karlakór Reykjavikur Karlakór Reykjavík- uríLang- holtskirkju Tónleikar voru í Langholtskirkju sl. flmmtudagskvöld. Karlakór Reykjavíkur söng. Björk Jónsdóttir, sópran, Guðlaugur Viktorsson, ten- ór, og Jóhann Ari Lárusson, sópran, sungu einsöng. Anna Guðný Guð- mundsdóttir lék á píanó. Stjórnandi var Friðrik S. Kristinsson. Á efnis- skránni voru ýmis sönglög, íslensk og erlend. Þetta voru fjórðu tónleikarnir sem Karlakórinn heldur nú og var Lang- holtskirkja full út úr dyrum. Karlakórinn hefur sýnt það fyrr í vetur að hann er í góðu formi og lætur þá áhugi tónleikagesta ekki á sér standa. Efnisskráin var fjölbreytt að þessu sinni og mátti heyra þarna trúarleg lög jafnt sem veraldleg, sum alkunn og önnur minna þekkt. Inn á milli kórlaganna, sem voru flest, var skotið einsöngslögum. Meðal laga sem hljómuðu sérlega fallega má nefna t.d. Fyrstu vordægur, sem var flutt með góðum styrkbrigðum og einkar skýrum textaframburði og hinn sér- kennilega fagra madrigala Alta trinita beata, þar sem samhljómurinn Tórúist Finnur Torfi Stefánsson naut sín mjög vel. Hið tilkomumikla söngljóð Stjáni blái kom einnig mjög vel út og sama má segja um Finlandíu. Kórinn flutti þessi verk með mjög fallegum hljómi og vel útfærðri túlkun . Fleiri lög mætti nefna en þetta verður látið duga hér. Einsöngvararnir Guðlaugur Viktorsson, barna- stjarnan Jóhann Ari Lárusson og Björk Jónsdóttir áttu einnig ágætt fram- lag. Björk söng Vilja Lied eftir Lehar með ágætum tilþrifum. Karlakórinn getur verið ánægður með frammistöðu sín og áhuga tónleikagesta. Sé strangasta mæhkvarða beitt getur hann þó enn bætt sig í einstökum þátt- um. Má þar nefna kontrapunktískan söng, sem ekki var mikið af á þess- um tónleikum, en vottaði þó fyrir ónákævæmni þar sem honum brá fyrir. Góð hugmynd Neshreppur utan Ennis leitar eftir hugmyndum um nýtingu mannvirkja á Gufuskálum í Nes- hreppi utan Ennis. Hugmyndum skal skila til skrifstofu Neshrepps utan Ennis, félagsheimilinu Röst, 360 Hellis- sandi, sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 93-66637. Neshreppur utan Ennis Samhjólp Tímarit um trúmál og mannlegt samfélag Stofnað 1983 4 tölublöð á ári/verð aðeins kr.1620 Áskriftarsímar 91-611000 & 610477 TENNISHÖLLIN opnuð í maí - tryggið ykkur völl Tímapantanir í síma: 689909/38719. Besta fermingargjöfin í ár! Holl og heilsusamleg áskrift í tennis. Gjafabréf- greiðslukjör Upplýsingasími: 689909 DALSMÁR/ 9-11 200 KÓPAVOGUR SÍMI: 689909/38719 Bestu kaupin í lambakjöti á aðeins398kr./kg. ínœstu verslun *Leiðbeinandi smásöluverð Verðið á 1. flokks lambakjöti í hálfum skrokkum lækkar um heil 20%. Fáðu þér ljúffengt lambakjöt í næstu verslun á frábæru verði, aðeins 398 krónur kílóið. HVERT KILO flf LflfllBflKJÖTI LÍEKKAR Ufl) HCILflR QIDKROflUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.