Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Fordkeppnin: Þær keppa til úrslita Ford Models í New York hefur valiö sex stúlkur til aö taka þátt í Fordkeppninni hér á landi. Þaö eru heldur færri stúlkur en áður hafa veriö í úrslitum. AIls sendu rúmlega eitt hundrað stúlkur myndir af sér í keppnina. Ein af þessum sex stúlkum sem kynntar eru hér á síðunum mun fara utan í apríllok til New York eða Par- ísar þar sem atvinnutískuljósmynd- ari mun mynda hana. Þær myndir veröa síðan notaðar sem nokkurs konar inntökupróf í keppnina Super- model of the World sem fram fer á Flórída í sumar. Það eru Disney World og MGM sem halda keppnina með Ford Models og verður hvergi til sparað til að gera þá hátíð sem glæsilegasta. Því fylgja þó einnig mjög auknar kröfur um útlit þeirra stúlkna sem taka þátt í keppninni en þær eiga allar að vera súperfyrirsæt- ur. Það er þvi ljóst að Fordsigurvegar- inn hér heima þarf að leggja á sig stranga líkamsrækt daglega áður en - úrslitin kynnt í DV á miðvikudag haldið verður í myndatökurnar. Þess ber að geta að stúlkumar sex sem taka þátt í keppninni að þessu sinni hafa ekki fengið tækifæri til að þjálfa sig enda tíminn naumur frá því úrslitin eru kynnt þar til sigur- vegari verður vahnn. Fordstúlkan 1994 mun prýða forsíðu páskablaös DV en þá verða einmitt úrsht keppn- innar kynnt. Það eru Eileen Ford og starfsfólk hennar hjá Ford Models í New York sem velja sigurvegarann eftir ljósmyndum og myndbandsupp- töku. Það var Helga Jónsdóttir forðunar'- fræðingur sem farðaði stúlkumar fyrir myndatökuna með NO NAME snyrtivörum. Svavar Örn hjá Salon Veh sá um hárgreiðsluna en hann notar REDKEN hársnyrtivörur við vinnu sína. Það var tískuverslunin Sautján sem lánaði kjólana sem stúlkurnar eru í og þær eru ahar í HANES sokkabuxum. Jóna Láms- dóttir hjá Módel 79 aðstoðaði við uppsetningu á myndunum. -ELA Svavar Örn hjá Salon Veh greiddi stúlkunum með REDKEN hársnyrti- vörum. Hér greiðir hann Halldóru Halldórsdóttur. Helga Jónsdóttir förðunarmeistari farðaði með NO NAME snyrtivörum. Hér farðar hún Ingu Dóru Jóhannsdóttur. DV-myndir Brynjar Gauti ': r,:- Nafn: Inga Dóra Jóhanns- dóttir. Fæðingardagur og ár: 6. ágúst 1975. Hæð: 174 sm. Staða: Nemandi á þriðja ári í Verslunarskóla Islands. Áhugamál: Líkamsrækt, aðal- lega eróbikk sem ég hef stundað í Ræktun. Hefur þú starfað við fyrirsætu- störf: Ég hef verið hármódel nokkrum sinnum en ég hef mikinn áhuga á fyrirsætustörf- um og þess vegna sótti ég um í keppnina. Foreldrar: Guðrún Einarsdóttir og Jóhann Helgason. Heimili: Seltjarnarnes. Nafn: Birna María Antons- dóttir. Fæðingardagur og ár: 8. mars 1977. Hæð: 176 sm. Staða: Nemandi á fyrsta ári í Verslunarskóla íslands. Hefur hug á lyfjafræði í framtíðinni. Áhugamál: Skíðaíþróttin, ferðalög til útlanda og hvers kyns list. Hefur þú starfað við fyrirsætu- störf: Ég hef starfað hjá Mód- el 79 og Wild og farið á nokk- ur námskeið. Systir mín sendi myndina af mér í keppnina. Foreldrar: Helga Torfadóttir og Anton Bjarnason. Heimili: Reykjavík. Nafn: Elísabet Davíðsdóttir. Fæðingardagur og ár: 28. júní 1976. Hæð: 176 sm. Staða: Nemandi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og er ákveðin í að fára síðar í áframhaldandi nám, kannski læknisfræði eða arkitektúr. Áhugamál: Það er ekki margt, aðallega skólinn, leiklist og ferðalög. Hefur þú starfað við fyrirsætu- störf: Aldrei. Ég sótti um í þessa keppni að gamni mínu enda höfðu margir hvatt mig til þess. Foreldrar: Emma Axelsdóttir og Davíð Lúðvíksson. Heimili: Reykjavík. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.