Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Fréttir Óvenjulegt ástand 1 nýju íjölbýlishúsi 1 Kópavoginum: Fjölskyldur f lýja vegna há- værra ástaleikja nágranna Inga Björk Steinsdóttir og Birna Höskuldsdóttir hata þurtt aö (iýja íbúðir sinar ásamt fjölskyldum sínum og búa nú hjá ættingjum. DV-mynd Ægir Már „Við höfum þurft aö þola þvílík óiiljóð þrisvar á dag að við gáfumst að lokum upp og höfum flutt út. Þetta ástand hefur varað í sjö mánuði eða frá þvi flutt var í blokkina. Við höfum ítrekað reynt að ná fram rétti okkar án árangurs," segja þær Inga Björk Steinsdóttir og Bima Höskuldsdóttir. Þær hafa ásamt fjölskyldum sínum þurft að flýja úr glænýrri blokk í Kópavoginum vegna tíðra og há- værra ástaleikja nágranna sinna. Báðar þessar íjölskyldur voru að stækka við sig innan félagslega kerf- isins og segjast hafa verið mjög ánægðar að hafa loks fengið fjögurra herbergja íbúðir en þá dundi þetta yfir. „Það er ekki búandi í þessum stigagangi," segja þær. Húsnæðis- nefnd hefur ekki boðið þeim annað húsnæði. „Óhljóðin glumdu um húsið“ „Við fluttum inn sl. haust ásamt íbúum í fjórum öðrum íbúðum. Strax á öðru degi fórum við að heyra óhljóð úr einni íbúðinni. Við héldum fyrst að þar væri einhvers konar ofbeldi á ferðinni. Óhljóðin glumdu um húsið. Síðan fórum við að átta okkur á að þetta væri ekki olbeldi heldur kyn- lífsstunur eða öliu heldur óp sem enduðu með einhvers konar gráti. Það má helst líkja þessum hljóðum við gelt í hundi og er mjög hvimleitt til lengdar að hlusta á þetta. Við þurftum að þola þetta þrisvar sinn- um á dag stundum þrjá tíma í einu. Við höfum vaknað upp á nóttunni við óhljóðin, síðan byijar þetta aftur árla morgims og loks eftir hádegi. Þetta fólk er ekki útivinnandi. Þar sem við erum heimavinnandi urðum við mest varar við þetta á daginn og bömin auðvitað líka. Börnin eru mikið spurð um þetta í skólanum því þetta er farið að berast út um hverf- ið,“ segja þær. „Það halda kannski einhverjir að þetta sé grín en það er ekkert grín að búa við þetta enda höfum við gef- ist upp. Við erum búnar að leita til fjölskyldudeildar Félagsmálastofn- unar Kópavogs, til lögreglu, hús- næðisnefndar og jafnvel félagsmála- ráðuneytisins. Það virðist enginn gera neitt í málunum. Barnavemd- amefnd heimsótti fólkið í kjölfar kvörtunar okkar, þar sem þau eru með ung böm, og skoðaði aðstæður en urðu ekki vitni að hávaðanum. Það urðu hins vegar menn frá hús- næðisnefnd. Auk þess höfum við tek- ið upp óhljóðin á segulband og spólan er hjá Félagsmálastofnun. Það er ömurlegt fyrir okkur að vera á göt- unni með fjölskyldur okkar en við gátum ekki búið við þetta lengur. Því miður er eins og ekki sé tekið mark á okkur,“ segja þær Inga og Birna. Seglst ekki geta að þessu gert Þær segjast hafa rætt við þessa hávæm íbúa en án árangurs. „Konan sagði aðeins að hún gæti ekkert að þessu gert. Hún hefði reynt að bíta í kodda en þaö dygði ekki,“ segja þær. „íbúarnir eru gjörsamlega búnir að fá nóg enda getur ekki nokk- ur maður ímyndað sér hvað það er hvimleitt aö hlusta á þetta. Mann langar ekkert til að heyra í fólki stimda kynlíf sitt enda á það aö vera einkamál hvers og eins,“ segja þær. „Það er sannarlega ekkert einkamál þegar það heyrist út á bílaplan.“ „Það verður að’gera eitthvað fyrir þetta fólk því ekki getur þetta gengið til lengdar. Vandamáhð verður alltaf fyrir hendi ef ekkert verður gert í þessu." Dæmi um verðmun áfengra drykkja — hæsta verö/lægsta verö — 900 krónur ----------------------———--------— 800 700 600 500 400 300 200 100 Verðkönnun Samkeppnisstoöiunar á veitingahúsum: Verðlækkun á bjór TvM. vodkl i kók Whlte Russlan Tuborg grön Irlsh Coffeo hef ur ekki skilað sér til neytenda - verðmunUr á gosglasi getur verið allt að 111 % í nýrri verðkönnun Samkeppnis- stofnunar í 107 veitingahúsum á höf- uðborgarsvæðinu kemur fram að verðlækkun á bjór hjá ÁTVR hafi ekki skilað sér nema að óverulegu leyti til neytenda. Heineken og Beck’s hafa t.d. lækkað að meðaltali um rúm 5% hjá ÁTVR frá því 1 júlí 1992 en ekki nema um tæplega 1% í veitingahúsum á sama tímabili. Með- alhækkun á sterkum drykkjum í veitingahúsum er hins vegar svipuð hækkunum ÁTVR. Könnunin náði til allmargra áfeng- istegunda, gosdrykkja og bjórs og athygh vakti að verðmunur á hæsta og lægsta verði á gosglasi getur verið allt að 111%. Hæsta verð var hjá Holiday Inn, Hótel Borg og í Perl- unni, eða 190 kr. glasið, en lægsta verðið var hjá American Style í Skip- holti, 90 kr. glasið. Mestur var verð- munurinn á glasi af Dry Martini eða 125%. Það kostaði á bilinu 400-900 krónur. Formannsskipti á miðstj ómarfundi Framsóknarflokksins: Halldór vill þing- kosningar í haust - segir samningaviöræður við Evrópusambandið kalla á kosningar „Við framsóknarmenn höfum ávallt trúaö á mátt þjóðarinnar sjálfrar til að bjarga sér án utanað- komandi hjálpar. Við höfum hins vegar getað aðlagað hugsjónir okkar að breyttu alþjóðlegu umhverfi og við þurfum að gera það í æ ríkari mæli,“ sagði HaUdór Ásgrímsson í sinni fyrstu ræðu sem formaður Framsóknarflokksins. Miðstjómarfundur Framsóknar- flokksins hófst síðdegis í gær á þvi aö Steingrímur Hermannsson sagði af sér formennsku í flokknum. Frá og með morgundeginum tekur Stein- grímur við starfi bankastjóra í Seðla- bankamun og hættir þar með bein- um afskiptum af stjómmálum. Miö- stjómarfundinum lýkur í dag. í rseðu sinni sagði Halldór það eitt af mikilvægustu verkefnum næstu mánaða að ganga til samninga við Evrópusambandið. í slíkum viðræð- um yrði að ganga út frá þeirri afstöðu Alþingis að hafna aðild. Hann undir- strikaði þó að reynslan af samstarfi íslendinga við nágrannaþjóðir sýndi, svo ekki yrði um villst, að alþjóðlegt samstarf hefði styrkt menningu og sjálfstæði þjóðarinnar. Halldór sagöi líklegt að viðræður viö Evrópusambandið kæmust á skrið næsta haust og vetur. Við slík- ar aðstæður væri eðlilegt að kosning- ar færa fram þegar í haust. Viðkom- andi ríkisstjórn yrði að hafa skýrt Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær sagði Steingrimur Hermanns- son af sér eftir 15 ára formennsku. Halldór Ásgrímsson varaformaður tók við formennsku. Eins og sjá má á myndinni var létt yfir þeim Steingrími og Halldóri við þessi timamót. umboð til samningaviðræðna og eins væri eðlilegt að stjórnmálaflokkar útskýrðu fyrir kjósendum hver stefna þeirra væri. Dijúgur hluti ræðu Halldórs fjall- aði um efnahags- og atvinnumál á íslandi. Hann lagði áherslu á aö setja þyrfti leikreglur í þjóðfélaginu sem ykju jöfnuð og jafnrétti. Þá sló hann á ótta manna við erlendar fjárfest- ingar hér á landi og sagði þær nauð- synlegar til að vinna á atvinnuleys- inu. „Uppgangur óheftrar markaðs- hyggju hefur verið mikill í heiminum en staðreyndin er sú að slíkar stefnur era á undanhaldi. Gróðahyggjan veldur því að fleiri og fleiri samfé- lagsþegnar verða undir og það skap- ar slíkan óróa í samfélögunum að ekkert verður við ráðið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.