Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Page 12
12
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
Erlend bóksjá
Bretland
Skáldsögur:
1. Thomas Keneally:
Schindler's List.
2. Jeffrey Archer:
Honour among Thieves.
3. Vikram Seth:
A Suitable Boy.
4. James Clavell:
Gal-Jin.
5. Jackie Cotlins:
American Star.
6. Catherine Cookson:
The Year of the Virgins.
7. P.D. James:
The Chíldren of Men.
8. Joanna Trollope:
The Rector's Wife.
9. Terry Brooks:
The Talismans of Shannara.
10. Terry Pratchett:
Johnny and the Dead.
Rit almenns eðlis:
1. J. McCarthy 8i J. Morrell:
Some Other Rainbow.
2. Jung Chang:
Wild Swans.
3. Alan Clark:
Diaries.
4. Gordon West:
Jogging Round Majorca.
B. Brian Keenan:
An Evil Cradlíng.
6- Stephen Fry:
Paperweight.
7. Nick Hornby:
Fever Pitch.
8. William Dalrymple:
Cíty of Djinns.
9. James Gleíck:
Genius.
10. Christopher Hiiton:
Torvill and Dean.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Peter Hoeg:
Froken Smillas
fornemmelse for sne.
2. Míchael Crichton:
Kuglen.
3. Bjarne Reuter:
En rem af huden.
4. P.G. Wodehouse:
Lad PSmith klare den.
5. Toni Morrison:
Sula
6. John Grisham:
Pelikan Notatet.
7. Kazuo Ishiguro:
Resten af dagen.
(Byggt á Politiken Sendag)
Frá nasistum
til mafíósa
Þessar tvær spennusögur, Thunder
Point og Pronto, eiga efnislega fátt
sameiginlegt. Önnur sækir sögukjarn-
ann í atburöi síðari heimsstyrialdar-
innar. Hin gerist í heimi glæpa og lög-
gæslu í Bandaríkjum nútimans.
Sögumar eru hins vegar báðar,
hvor með sínum hætti, vel gerðar,
læsilegar og spennandi.
Martin Bormann og
hertoginn af Windsor
Jack Higgins hefur sótt efnivið í
bestu spennusögur sínar til síðari
heimsstyijaldarinnar. Hann sló fyrst
í gegn með þeirri frægu sögu The
Eagle has Landed sem fjallar um til-
raunir þýskra nasista til að ráða
Winston Churchill, forsætisráðherra
Breta, af dögum.
Hann hefur síðan samið fjölda
spennusagna og þær bestu hafa teng-
ingu við sögulega atburði.
Þótt Thunder Point gerist að lang-
mestu leyti í nútímanum eru rætur
söguþráðarins í löngu liðnum at-
burðum. Higgins nýtir tvennt sem
margir hafa lengi spáð í; annars veg-
ar hugmyndir manna um að Martin
Bormann, nánasti samstarfsmaður
Adolfs Hitlers síðustu ár stríðsins,
hafi komist lífs af í lok heimsstyrjald-
arinnar og flúið til Suður-Ameríku.
Hins vegar gælur hertogans af
Windsor, sem sagði af sér sem kon-
ungur Bretlands til að geta kvænst
konunni sem hann elskaði, við Adolf
Hitler og nasista.
Hér segir frá því þegar áhugakafari
finnur þýskan kafbát á hafsbotni. í
bátnum finnur hann dagbók sem
gefur til kynna að Bormann hafi
Umsjón:
Elías Snæland Jónsson
komist meö bátnum til Karíbahafs-
ins og haft í fórum sínum eldfimt
skjal, pólitískt séð, undirritað af her-
toganum af Windsor. Þegar þetta
fréttist hefst æðisgengið kapphlaup
þeirra sem hagsmuna eiga að gæta
til að verða fyrstur til að komast yfir
umrædd gögn.
Áflótta undan
mafíósum og löggu
Elmore Leonard er einn virtasti
spennusagnahöfundur Bandaríkj-
anna um þessar mundir. Sögur hans
gerast í undirheimum bandarískra
stórborga. Söguhetjumar era gjarn-
an einkaspæjarar eða glæpamenn.
í Pronto segir frá Harry Arno sem
hefur um langt árabil rekið ólöglegan
veðbanka í Miami Beach í umboði
kunns mafíuforingja. Hann hefur
auðgast vel á þessum viðskiptum og
komið fiármunum fyrir í erlendum
bönkum.
En þegar lögreglan fær áhuga á
mafíuforingjanum lendir Harry á
milli steins og sleggju. Lögreglan vill
neyða hann til að hjálpa sér við að
sanna sakir á mafíósann sem bregst
við með því að fyrirskipa aftöku
Harrys. Honum tekst að vísu að flýja
til útlanda en fljótlega eru bæði fyrr-
um glæpafélagar hans og lögreglan á
eftir honum.
Sagan er létt og skemmtileg og at-
burðarásin hröð og spennandi.
Það má mæla með báðum þessum
sögum sem ágætri afþreyingu í kom-
andi sumarleyfi.
THUNDER POINT. Höfundur: Jack Higglns.
Signet, 1993.
PRONTO.
Höfundur: Elmore Leonard.
Dell, 1994.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Client,
2. Thomas Keneally:
Schindler's List.
3. Belva Plain:
Whispers.
4. Larry McMurtry:
Streets of Laredo.
5. Sue Grafton:
,,J" is for Judgement.
6. John Jakes:
Homeland.
7. Amanda Quick:
Deception.
8. James A. Michener:
Mexico.
9. Mary Higgins Clark:
l'll Be Seeing You.
10. Sue Miller:
For Love.
11. Larry Bond:
Cauldron.
12. Barbara Kingsolver:
Pigs in Heaven.
13. Robert B. Parker:
Paper Doll.
14. Greg lles.
Spandau Phoenix.
15. Catheríne Marshall:
Christy.
Rit almenns eðlis:
1. Thomas Moore:
Care of the Soul.
2. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
3. Deborah Laake:
Secret Ceremonies.
4. Joan W. Anderson:
Where Angels Walk.
5. Maya Angelou:
I Know why theCaged Bird
Sings.
6. Aphrodite Jones:
Cruel Sacriflce.
7. Peter Mayle:
A Year in Provence.
8. Benjamin Hoff:
The Tao of Pooh.
9. Gait Sheehy:
The Silent Passage.
10. Deborah Tannen:
You Just Don't Understand.
11. Rush Limbaugh:
The Way Things Ought
to Be.
12. Bernie S. Siegel:
Love, Medicine, and
Miracles.
13. Gerry Conion:
In the Name of the Father.
14. Peter Mayle:
Toujours Provence.
15- Benjamin Hoff:
The Te of Piglet.
(Byggt á New York Times Book Review)
Vísmdi
Þiing frumefni finn-
ast í himingeimnum
Vísindamenn rýna út i geiminn i leit að þungum frumefnum.
Brokkálið
gegn krabba
George Bush, fýrrum forseti
Bandaríkjanna, lá ekkert á þeirri
skoöun sinni að honum þætti
brokkálið vont, gerði það reyndar
útlægt úr Hvíta húsinu. Vísinda-
menn verða hins vegar hrifnari
af þvi með hvetjum deginum sem
líður vegna góðra eiginleika þess
í baráttunni gegn krabbameini.
í nýlegri rannsókn visinda-
manna við Johns Hopkins há-
skólann í Bandaríkjunum kemur
fi-am að efni eitt sem finnst í
brokkáli er duglegt við aö vernda
dýr gegn krabbameini.
Framfarir í eðlisfræði kunna
að opna nýjar leiðir fyrir notkun
leysigeisla, allt írá því að nema
mengun í andrúmsloftinu til rat-
sjártækja sem forða bílum frá því
að lenda í árekstrum.
Bylgjulengd hefðbundinna
leysigeisla, sem eru notaðir m.a.
í stafrænum boðskiptakerfum og
í geislaspilurum, er á milli þess
að vera næstum innrauð og sýni-
leg en nýi leysigeislinn er allur á
innrauða sviðinu,
Vísindamenn segja að beina
megi hinum nýju leysigeislum að
reykháftim verksmiðja og mæla
magn eitraöra lofttegunda. Eðlis-
fræðingar hafa lokið miklu lofs-
orði á hina nýju tækni.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Stjömufræðingar um allan heim
eru nú í sjöunda himni þar sem búið
er að gera við Hubble geimsjónauk-
ann. En Hubble var þó langt frá því
að vera gagnslaus áður en sjón hans
var leiðrétt. Sfiörnufræðingur einn
uppgötvaði nefnilega nýlega, með
aðstoð gagna frá Hubble frá því fyrir
viðgerðina, þyngstu frumefnin sem
nokkru sinni hafa fundist handan
sólkerfisins okkar.
Meira en 98 prósent alls þess sem
stjörnufræðingar geta séð í alheimin-
um er gert úr aðeins tveimur af létt-
ustu frumefnunum, vetni og helíum.
Þrátt fyrir áralanga rýni út í ómæl-
isvíddir geimsins höfðu vísindamenn
þó ekki fundið neitt þyngra en tin en
í kjama þess eru 50 róteindir. Og það
var Hubble sem kom auga á tinið.
Jason Cardelli við Wisconsin há-
skólann í Madison hefur hins vegar
fundið vott af miklu þyngri frumefn-
um, blýi og þallíni, sem hafa annars
vegar 82 róteindir og hins vegar 81
róteind í kjama sínum. Frumefni
þessi fundust í risastóru gasskýi í
fiögur hundruð ljósára fiarlægð frá
jörðu.
Cardelh fann ummerki eftir þessi
þungu frumefni með því að rannsaka
ljós frá sfiömu sem fengið hefur
nafniö Zeta Ophiuchi en hún er hin-
um megin við gasskýið, í fimm
hundmð ljósára fiarlægð. Ef ljós frá
stjömu fer í gegnum gasský á leið
sinni til jarðar drekka atóm og mó-
lekúi í skýinu hluta ljóssins í sig.
Sérhvert frumefni í skýinu drekkur
aöeins í sig Ijós af ákveðinni bylgju-
lengd og það veröur til þess að eyður
myndast í htrófi stjörnunnar. Mjög
nákvæm litrófssjá um borð í Hubble
greindi einkenni blýs og þallíns í lit-
rófi útfiólublás ljóss sem skein frá
Zeta Ophiuchi í gegnum skýið.
Öll frumefni í alheiminum, nema
vetni, helíum og kannski litíum, sem
öll mynduðust við Miklahvell, eru
mynduö inni í sfiörnum eða við
sprengingu sprengistjama. Fræði-
menn hafa spáð fyrir um hversu
hratt stjömur mynda mörg af þyngri
frumefnunum en ekki hefur verið
hægt að fylgjast með því úti í himin-
geimnum.
„Við höfum gert þá grundvallar-
uppgötvun að þessi efni eru þarna til
staðar og að hægt sé að fylgjast með
þeim. Næsta skref er að kanna
hvemig þau dreifast um stjömuþok-
una,“ segir Cardelii.
Hann gerir ráð fyrir að þau þrjátíu
frumefni, sem eru milli tins og tallíns
í lotukerfinu, séu einnig til úti í
geimnum og að einhver þeirri muni
einhvern tímann sjást.
Sýnileg
baktería í
Bakteríur eru alla jaína svo litl-
ar að mannlegt auga fær ekki
greint þær nema með aðstoð smá-
sjártækninnar. Kvikindi þessi
eru venjulega 0,5 til 5 míkrómetr-
ar en við getum ekki greint neitt
sem er minna en 100 míkrómetr-
ar, eða tíundi hluti úr millimetra,
að lengd.
Nú hefur hins vegar fundist
baktería sem er 600 míkrómetrar
aö lengd og er hún þar með
lengsta baktería sem vitaö er um.
Hún fannst í þörmum fisks nokk-
urs í Rauða hafinu.
Steinaldar-
maður
áflótta
Steinaldarmaðurinn sem
fannst vel varöveittur í ís í Ölpun-
um árið 1991 var á flótta frá þorpi
sínu og lést aðeins nokkrum kíló-
metrum frá takmarki sínu fyrir
5300 árum.
Vísindamennirnir sem rann-
saka líkamsleifar Ötzis, eins og
þeir kalla steinaldarmanninn,
hafa uppgötvað mannabústað
skammt frá þeim staö þar sem
ferðalangurinn gaf upp öndina.
Fijókorn sem fundist hafa á föt-
um Ötzis og verkfærum benda til
þess að hann hafi verið frá Suö-
ur-Tíról. Að öllum líkindum var
þorpið hans í Venostadálnum, um
tuttugu kílómetra frá þeim stað
þar sem hann lést.