Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Side 14
14 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Slagsíður á Alþingi Þegar lög eru sett á Alþingi til að setja niður deilur, er ekki hægt að reikna með efnahagslega hágkvæmri niðurstöðu. Pólitísk hagkvæmni er allt annað en efna- hagsleg hagkvæmni og verður oft að ráða ferðinni til þess að halda sæmilegum friði í þjóðfélaginu. Sjávarútvegsfrumvarpið, sem rætt hefur verið um og deilt að undanfórnu á Alþingi, er dæmigerð tilraun af þessu tagi. Meginhlutverk þess er að koma til móts við sjónarmið sjómanna, sem leiddu til átaka á vinnumark- aði í vetur. Því er stefnt gegn svonefndu kvótabraski. Frumvarpið felur í sér auknar hömlur á sölu kvóta og dregur þannig úr möguleikum kvótakerfisins til að kalla á sjálfvirka hagræðingu í greininni, svo sem með samþjöppun kvóta á færri og virkari hendur. Fijáls sala er bezta leiðin til að jafna framboð og eftirspum. Bezt hefði verið að láta við þær breytingar sitja að setja á fót nefnd sjómanna og útvegsmanna til að úr- skurða, hvort kvóti sé fluttur fram og aftur milli skipa til þess eins að rýra kjör sjómanna; og banna, að kostnað- ur vegna kvótakaupa komi niður á aflahlut sjómanna. Því miður var ekki hægt að ná sátt um slíka leið, því að of margir aðilar vildu einnig koma böndum á kvótasöl- ur sem slíkar, enda eru margir íslendingar leynt og ljóst andvígir markaðsbúskap. Velferðarstefna í atvinnulífi er nær hjarta margra þingmanna en markaðshyggjan er. Annað dæmi gefur góða innsýn í ríkjandi viðhorf á Alþingi. Stjómarandstaðan er á móti lagafrumvarpi um lyflasölu, af því að það færir lyfjasölu í þéttbýli að nokkru leyti inn í stórmarkaði og lækkar álagningu og þar með lyflaverð í þéttbýh umfram lyflaverð í dreifbýli. Þessi afstaða felur í sér, að margir þingmenn geta ekki sætt sig við, að lífskjör batni í þéttbýh, ef það eykur mismun dreifbýhs og þéttbýhs. Þeir vilja jöfnuð og þeir vilja jöfnuð í átt til fátæktar, ef ekki er kostur á öðru. Svo rík er andstaðan í þjóðfélaginu gegn markaðsbúskap. í rauninni em þingmenn um leið að ganga erinda lyf- sala, sem em áhrifamiklir og andvígir auknum markaðs- búskap í lyfsölu. Þetta er í samræmi við, að Alþingi geng- ur erinda ahra annarra þrýstihópa, sem hafa aðstöðu til að láta að sér kveða umfram venjulega borgara landsins. Sáttafrumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótakerfið, breytingartihögur sjávarútvegsnefndar við það sama frumvarp, svo og andstaðan við lyfsölufrumvarpið end- urspegla það hlutverk, sem Alþingi hefur tekið að sér sem sáttasemjari mihi hávaðasamra þrýstihópa. Auðvitað á Alþingi fremur að leita sátta en efna th úlfúðar með setningu laga. Hepphegt er, að það setji lög, sem þjóðin sættir sig við að fara eftir; eða að það fari að minnsta kosti eins konar meðalveg mihi ólíkra sjónar- mið á þann hátt, að allir séu hæfhega ósáttir. Því miður hefur þessi fagra mynd skekkzt í tveimur atriðum, sem hér hefur verið vikið að. í fyrsta lagi er á Alþingi óeðhleg slagsíða gegn tveimur þáttum þjóðlífs- ins, annars vegar gegn þéttbýlinu, einkum höfuðborgar- svæðinu; og hins vegar gegn frjálsum markaðsbúskap. í öðru lagi ríkir vaxandi ójafnvægi annars vegar í áhrifum vel skipulagðra þrýstihópa á alþingsmenn og áhrifum almannahagsmuna hins vegar. Víðtækir hags- munir, svo sem hagsmunir skattgreiðenda og neytenda, verða yfirleitt að víkja fyrir háværum sérhagsmunum. Umræður og atvæðagreiðslur á Alþingi síðustu dagana fyrir sumarfrí draga dám af þessu óeðhlega ástandi, sem veldur því, að Alþingi nýtur lítillar virðingar. Jónas Kristjánsson Glæpaveldi dafnar í Rússlandi Eitt af því sem Rússland, eins og önnur fyrrum Sovétlýð- veldi, tók í arf frá Sovétríkjunum er glæpastarfsemi sem haföi komið sér fyrir sem ríki í ríkinu. Valda- kerfið og afbrotavefurinn voru samvaxin. í fangabúðum Stalíns var það mótuð stefna af opinberri hálfu að glæpamenn skyldu vera forréttindahópur, bæði til að magna niðurlægingu og áþján pól- itísku fanganna og auðvelda starf fangabúöastjómanna. Meðan alræði Kommúnista- flokksins ríkti var þess þó gætt að leitast við að halda athæfi glæpa- flokkanna innan vissra marka, að minnsta kosti í Evrópuhluta Sovét- ríkjanna. Á skömmum valdatíma Júrí Andrópofs var til að mynda gerð gangskör að því aö hreinsa til í spillingarbælum í æðri röðum flokksins. Upplausn alræðis Kommúnista- flokksins, sundurlimun Sovétríkj- anna og fráhvarfið frá miðstýrðu hagkerfi til markaðar gerðust svo með skjótum hætti, án þess að upp væra komin þau stjórntæki og eft- irlitskerfi sem eru kjölfesta lýð- ræðis við lögbundna stjóm og markaðsbúskap. Lagasetningu skortir um hvað eina sem slíku til- heyrir. Þar að auki eru stofnanir ríkisins haldnar meinsemdum sem rekja má aftur fyrir valdatíma kommún- ista en mögnuðust meðan hann stóð. Embættisfærsla er ofþanin, án samstiliingar og mútuþæg. Dómstólarnir eru yfirleitt gagns- lausir eða verr en það þegar þeir gerast verkfæri valdhafa á hverj- um stað. Löggæslan er vankunn- andi, vilhöll og gegnsýrð af fjár- málaspillingu. Allir þessir van- kantar magnast svo við verðbólgu sem rýrir sífellt fastlaunatekjur opinberra starfsmanna. Úr þessum jarðvegi er sprottin glæpaaldan sem nú gengur yfir Rússiand og komst í heimsfréttir í vikunni þegar þingmaðurinn An- drei Ajsderdis var skotinn við heimkomu á þriðjudagskvöld. Ajsderdis stjórnaði banka áöur en hann settist á þing. Síðan hefur hann gefið út vikurit þar sem hann birti fyrir nokkru hsta með nöfhum 266 glæpaforingja, dulnefnum þeirra og upptalningu á illvirkjum sem hver og einn er tahnn bera ábyrgð á. Birting hstans var viðbragð Ajsd- erdis viö óöldinni í Moskvu síðustu mánuöi. Glæpamenn hafa háð götubardaga og gert út leyniskytt- ur til að vega hver annan án þess lögreglan vhji eða geti rönd við reist. Kaupsýslumenn, einkum stjórnendur og eigendur banka, Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson hafa verið skotnir niður tugum saman á götum höfuðborgarinnar Moskvu en lögreglan hefst ekki að. Eftir morðið á Ajsderdis hefur Rússlandsþing lýst vantrausti á Viktor Jerín innanríkisráðherra en sýnir engan ht á að bæta úr þeim gloppum í lagasetningu um einkavæðingu og viöskipti sem er ein höfuðástæða þess hversu kom- iö er. Voðinn sem við blasir er rakinn í skýrslu frá Rannsóknarmiðstöö félags og efnahagsmálastefnu við forsetaembættið sem Isvestia birti ágrip af í janúarlok. Höfundurinn, Pjotr Fihppof, forstööumaöur stofnunarinnar og fyrrum þing- maður, kemst að þeirri niðurstöðu aö skipulögð glæpastarfsemi sé að ríða htt þróuðum einkarekstri á slig og hafi kverkatak á stjórnkerf- inu. Að minnsta kosti þrír fjórðu til fjórir fimmtu af einkafyrirtækjum og viðskiptabönkum sjá sig til- neydda að greiða glæpaflokkunum fimmtung til tvo fimmtu af hagnaði sínum í „verndarfé". Eha vofa yfir skemmdarverk, íkveikjur eða morð. Þýðingarlaust er að leita vemdar lögreglu eða dómstóla. Fihppof reiknar út að fjárkúgim af fyrirtækjum, mútukröfur við leyfisveitingar og hvers konar af- greiðslur og einokunarverðlagning í skjóli oíbeldishótana valdi fjórð- ungi verðbólguaukningar sem á síðasta ári nam 20% á mánuði að meðaltali. Leggur Fihppof til að komið verði á stofn vel launaðri löggæsludeild sem heyri beint undir forsetann til að fást við glæpastarfsemina og hafi hún vald til að hneppa grunaða í gæsluvarðhaid. Hann leggur meg- ináherslu á að í shka stofnun megi ekki ráða nokkum mann úr gömlu innanríkis- og örygismálaráðu- neytunum sem hafi verið gerspiht. Úm miðjan þennan mánuð var jarðaður í einum virðulegasta graf- reit Moskvu vellauðugur glæpafor- ingi að nafni Otari Kvantrishvili, sem leyniskytta skaut á færi þegar hann kom út úr baðhúsi með lif- vöröum sínum. Kvantrishvili var ættaður frá Georgíu en hann komst í feitt sem þjálfari hjá Dynamo, íþróttahði Moskvulögreglunnar. Ymsir nafnkunnustu íþróttamenn, skemmtikraftar og borgarmála- frömuðir Moskvu fylgdu honum til grafar. Magnús Torfi Ólafsson Boris Jeltsín Rússlandsforseti og Viktor Tsjenomirdin forsætisráðherra stinga saman nefjum við undirritun samkomulags um félagsmálafrið i Kreml á fimmtudag. Andstæðingar Jeitsíns kalla samkomulagið skrípa- leik. Símamynd Reuter Skodanir annarra Hin nýja S-Afríka „Kosningamar í S-Afríku marka ekki aðeins endalokin á stjóm hvítra heldur einnig upphafið að hinni nýju S-Afríku. Hundruð bandarískra fyrir- tækja tóku fjármuni sína út úr S-Afríku á sínum tíma vegna refsiaðgerða sem beitt var gegn S-Afríku. Eitt af baráttumálum Mandela, sem verður án efa næsti forseti landsins, verður aö fá þá fjármuni aftur inn í landið en þá verður hann fyrst að sannfæra fyrir- tækin um að hann sé fær um að koma á traustri markaðshyggjustjórn." USA Today, 27. april 1994 Framtíð Rússlands „Rússland hefur alla buröi til að geta orðið auð- ugt land. Það býr ekki aðeins yfir olíu- og gasauðlind- um heldur einnig menntuðu fólki sem hefur mikla og góða reynslu í iðnaöi. Efnahagsvöxtur Rússlands er meiri en stjómir Vest- urlanda höfðu þorað að vona í byrjun ársins. Það sem ógnar hins vegar hagvexti er óstöðugleiki í stjórnarfari og sú fjölgun sem orðið hefur í skipu- lagðri glæpastarfsemi. Herald Tribune, 23.-24. apríl 1994 Nixon og endurbætur „Það er vert fyrir bandaríska þingmenn að íhuga þann misbrest sem orðið hefur á endurbótum þeim sem komu í kjölfar afsagnar Richard Nixons. Water- gate-hneykslið fjallaði ekki aðeins um innbrot heldur einnig um peninga frá hagsmunaaðhum sem kröfð- ust pólitiskra greiða. Þessir íjármunir sphltu stjórn Nixons alveg eins og þeir halda áfram aö spiha stjórninni í dag. USA Today, 28. apríl 1994

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.