Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Page 16
16
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
Skák
Heimsmeistarar
berjast um yöldin
- Samtök Kasparovs og Shorts beina athyglinni að styttri skákum
Nú ber vel í veiði fyrir íslenska
skákunnendur því að FIDE-heims-
meistarinn Anatoli Karpov er vænt-
anlegur til landsins á morgun,
sunnudag. Karpov mun tefla í at-
skákmóti í Sjónvarpinu á mánudags-
kvöld en það verður sýnt í beinni
útsendingu.
Karpov mun tefla við stórmeistar-
ana Hannes Hlífar Stefánsson, sigur-
vegarann á opna Reykjavíkur- og
Kópavogsmótinu, Helga Ólafsson,
skákmeistara íslands, og Margeir
Pétursson, íslandsmeistara í atskák.
Vfótið verður með sama sniði og at-
ikákmót Mjólkursamsölunnar í
ýrra þegar Judit Polgar vann hugi
Dg híörtu landsmanna. Egiil Eð-
varðsson stjómar útsendingunni og
umsjónarmaður er Hermann Gunn-
arsson.
Fyrirhugað var að eldhúsdagsum-
ræðum frá Alþingi yrði sjónvarpað
beint þetta kvöld en nú hefur þeim
verið frestað. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem skák hefur áhrif á störf
Alþingis. Frægt er að þegar heims-
meistarinn Alexander Aljekín kom
hingað til lands 1931 og tefldi fjöltefli
var hlé gert á þingstörfum svo að
þingmenn gætu fylgst með.
Dagskrá Karpovs er þrautskipu-
lögð en hingað til lands kemur hann
beint frá stórmeistaramóti í Sevilla á
Spáni. Þó hefur veriö reynt að fá
hann til þess að framlengja dvöl sína
hér á landi og taka þátt í 44. helgar-
skákmótinu sem fram fer á Suöur-
eyri við Súgandaflörð 6.-8. maí, á
vegum tímaritsins Skákar og heima-
manna.
Karpov „endurheimti“ heims-
meistaratitilinn í fyrra eftir að Kasp-
Umsjón
Jón L. Árnason
arov og Short klufu sig frá FIDE og
stofnuðu eigin samtök atvinnustór-
meistara, PCA. Karpov er farsælasti
mótaskákmaður allra tíma og er
skemmst að minnast yfirburðasigurs
hans á stórmótinu í Linares í febrú-
ar. Hann er vitaskuld einnig frábær
atskákmaður en yfirburöir hans á
því sviði eru þó ekki eins áberandi
og í lengri skákum. Hann er sem
sagt einn þeirra (fáu) skákmanna
sem bæta árangur sinn við að hugsa!
Atskákmót í Kreml
Skákir meö styttri umhugsunar-
tíma virðast smám saman vera að
ná yfirhöndinni miöað við hefð-
bundnar kappskákir. Þær sýnast lík-
legri til þess aö höfða til almennings,
eru frábært sjónvarpsefni og þar
liggja peningamir. Samtök Kasp-
arovs og Shorts hafa t.a.m. gert
samning við Intel-tölvufyrirtækið
bandaríska sem tekur að sér - auk
kostunar á „áskorendaeinvígjunum"
- að standa fyrir keðju atskákmóta í
Moskvu, New York, London og París
og hraðskákmóti í Múnchen í maí.
Þessi samningur PCA við Intel,
sem hljóðar upp á um 400 milljónir
íslenskra króna, er ómetanlegur fyr-
ir þá félaga Kasparov og Short sem
eiga í harðri samkeppni um tilveru-
rétt við FIDE. Þetta er ekki síður
mikilvægt fyrir Kasparov nú eftir að
Karpov gaf honum „langt nef ‘ með
glæsilegum sigri sínum í Linares.
Keppni FJDE og PCA er um leið
valdabarátta Karpovs og Kasparovs.
Atskákkeppni PCA í fyrmefndum
stórborgum er um leið heimsbikar-
keppni í atskák. Fyrir hvert þessara
móta fer fram opið úrtökumót, þar
sem átta efstu menn vinna sér sæti
í aðalkeppninni. Átta stórmeistarar
til viðbótar eiga fast sæti: Kasparov,
Short, Adams, Sírov, Kamsky,
Kramnik, Anand og Kortsnoj. I
hverju móti nemur verðlaunaupp-
hæðin ríflega ellefu milljónum ísl.
króna og sigurvegari í hefldina
hreppir rúmar sjö milljónir til við-
bótar.
Fyrsta mótið í röðinni var haldiö í
Moskvu um síöustu helgi og móts-
staðurinn var ekki af verri endanum.
Teflt var í Kreml - þaöan sem Sovét-
veldinu var stýrt hér í eina tíð. Hætt
er við að Viktor Kortsnoj, sem tefldi
nú í Rússlandi í fyrsta skipti síðan
Sovétríkin voru og hétu, hafi ekki
liðið allt of vel í návist „krumlunnar
í Kreml“, eins og Högni heitinn
Torfason komst að orði. Kortsnoj
kvaðst hafa kynnst ýmsu um dag-
ana, m.a. komið í yfirheyrsluher-
bergi KGB en til Kremlar hefði hann
aldrei komið fyrr.
Leikar fóru svo að Indverjinn
Viswanathan Anand sigraði, eftir
úrshtaeinvígi viö Vladimir Kramnik.
Anand, sem ætíð hefur verið þekktur
fyrir að tefla hraðar en auga á festir,
virðist á góðri leið með aö verða kon-
ungur atskákmótanna. Nýveriö sigr-
aði hann á öflugu móti í Monaco þar
Karpov FIDE-heimsmeistari tekur þátt i atskákmóti í Sjónvarpinu sem sýnt
verður i beinni útsendingu á mánudagskvöld.
sem blandað var saman atskák og
blindskák.
Kasparov sló Timman út í fyrstu
umferð en tapaði síðan fyrir Kramn-
ik. Lok þeirrar fjörugu skákar birt-
ust í DV í vikunni. Athygli vakti
framganga Nigels Shorts en hann
hefur ekki teflt opinberlega eftir ein-
vígið við Kasparov í fyrra. Short sló
Ehlvest út 1 fyrstu umferð á laglegan
hátt en varð síðan aö játa sig sigrað-
an gegn Ivanfjúk og þar með var
hann úr leik. Skoðum seinni skákina
við Ehlvest sem úrshtum réð en fyrri
skákinni lauk með jafntefli:
Hvítt: Nigel Short
Svart: Jaan Ehlvest
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4
Fischer hafði líka dálæti á þvi að
setja biskupinn á þennan reit. Með
þessari leikaðferð gegn Sikfleyjar-
vöm tókst Short að leggja Kasparov
í einvígi þeirra 1 London í fyrra.
6. - e6 7. Bb3 b5 8. 0-0 Be7 9. Df3 Dc7
10. Hel
Short frestar um stund að setja
drottninguna á g3 sem alla jafna er
gert í þessari stöðu.
10. - 0-0 11. a3 Rc6 12. Rxc6 Dxc6 13.
Dg3 Rh5 14. Dh3 Rf6 15. Bg5 Bb7 16.
He3 Hfe8 17. Hael Kh8 18. Dh4 Rg8
19. Hg3 Dc5 20. Hee3 h6 21. Bxe7 Rxe7
22. Df4 Hf8 23. Hh3 Rg6?
Tapleikur. Nauðsynlegt var 23. -
De5.
8
7
6
5
4
3
2
1
24. Hxh6+! gxh6
Ekki gengur 24. - Kg8 25. Hxg6!
fxg6 26. Bxe6+ Kh7 27. Hh3+ og
vinnur.
25. Dxh6+ Kg8 26. Bxe6!
Þar lá hundurinn grafinn! Hins
vegar ekki 26. Hh3 Hfe8 og riddarinn
á g6 forðar máti. Nú er fátt um vam-
ir því að 26. - fxe6 27. Dxg6+ Kh8 28.
Hh3+ verður mát.
26. - De5 27. Dxg6+ Dg7 28. Dh5 fxe6
29. Hg3 Hf7 30. Dh6 Dxg3 31. hxg3
Tveir hrókar eru meira en jafnokar
drottningar að öðru óbreyttu. Hér
hefur hvítur haft of mörg peð upp
úr krafsinu. Svarta staðan er töpuð.
31. - He8 32. f3 Hee7 33. g4 Bc6 34. Re2
Hh7 35. Dd2 d5 36. e5 Be8 37. c3 Hhf7
38. Rf4 Hg7 39. Kf2 a5 40. De3 a4 41.
Db6 Kf7 42. Rh5 Hg5 43. De3
- Og Ehlvest gafst upp.
Bridge
Islandsbankamótið í tvímenningi:
Ásmundur og Karl
sluppu með skrekkinn
Pörin sem voru í þremur efstu saetunum á íslandsbankamótinu í tvímenn-
ingi. Frá vinstri eru Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðsson sem enduðu
í þriðja sæti, Karl Sigurhjartarson og Ásmundur Pálsson sem urðu í fyrsta
sæti, Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson sem enduðu í öðru sæti.
DV-mynd JAK
Það ríkti mikfl spenna í lokaumferð
íslandsbankamótsins í tvímenningi
því að þrátt fyrir gott forskot Ás-
mundar Pálssonar og Karls Sigur-
hjartarsonar á Jón Baldursson og
Sævar Þorbjömsson var ljóst að sig-
ur þeirra fyrrnefndu hékk á blá-
þræði.
Karl varð fyrir því óláni að ruglast
á rauðu gosunum í fyrsta spili loka-
umferðarinnar og það breytti góðu
spfli í afar slæmt.
Jón og Sævar vom hins vegar að
skora grimmt gegn Jóni Hjaltasyni
og Jóni Inga.
Þegar upp var staðiö áttu Ásmund-
ur og Karl eitt stig tfl góða og það
nægði tfl þess að vinna íslandsmeist-
aratitilinn. Ásmundur vann nú sinn
áttunda titil í tvímenningskeppninni
og skaust fram úr makker sínum til
margra ára, Hjalta Elíassyni, meðan
Karl var að vinna sinn annan titil.
Á fiöratíu og einu ári hafa 50 ein-
staklingar unniö þennan eftirsótta
titfl en þessir hafa unnið oftast:
Ásmimdur Pálsson 8 sinnum
Hjalti Elíasson 7"
Jón Baldursson 4"
Valur Sigurðsson 3 "
Þórarinn Sigþórsson 3"
Við skulum skoða eitt gott spfl hjá
sigurvegurunum.
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
N/allir
♦ Á73
♦ KIO
♦ Á832
+ K1072
* DG4
f Á763
♦ D4
+ DG54
* 10986
f DG854
♦ 10975
+ -
Með Ásmund og Karl í n-s og Jónas
P. Erlingsson og Ragnar Magnússon
í a-v gengu sagnir á þessa leið :
Norður Austur Suður Vestur
llauf pass lhjarta pass
lgrand pass 21auf* pass
2tíglar** pass pass pass
* Biður um tvo tígla
** Sjálfsagt
Karl var að taka nokkra áhættu
með því að stýra spilinu í tígulsamn-
ingi þegar hjartasamningur gat verið
betri. En allavega gat hann ekki setið
í einu grandi.
Jónas spflaði út spaðadrottningu
sem fékk aö eiga slaginn. Hann fann
nú að spila tíguldrottningu í öðmm
slag og Ásmundur drap slaginn.
Hann spilaði síðan hjartakóng, sem
Jónas drap með ás. Tromp er nú
besta framhaldið, en Jónas valdi
spaðagosa. Það var nóg fyrir Ás-
mund. Hann drap á ásinn, tók hjarta-
tíu og trompaði lauf. Síöan kom
hjartadrottning, Ragnar trompaði
meðan Ásmundur losaði sig við
spaðatapslaginn. Ragnar reyndi lítið
lauf, en Ásmundur var á sigurbraut
og lét kónginn. Það var síðan forms-
atriði að trompa lauf og trompa spað-
ann frían. Þrír tíglar unnir og það
gaf 19 stig af 30 mögulegum.
íslandsmót í para-
tvímenningi
íslandsmótið í paratvímenningi
verður haldiö á Akureyri dagana
12.-13. maí. Spilamennskan hefst
klukkan 11 en nánari tímaáætlun
verður gerð um leið og íjöldi para
er ljós, en skráningarfrestur er
til hádegis þriðjudaginn 10. maí.
Spilaöur er barómeter og fer
fjöldi spila mflli para eftir fjölda
þátttakenda. Miðaö er viö að spila
minnst 100 spil. Spilað er um gull-
stig og Evrópustig í þesssari
keppni. Keppnisgjald er krónur
6.600 á parið og greiðist viö upp-
haf keppni. Skráning er á skrif-
stofu BSÍ i síma 91-619360. í fram-
haldi af paratvímenningnum
heldur Bridgefélag Akureyrar
upp á 50 ára afmæli sitt 14. og 15.
mai með stórmóti meö veglegum
peningaverölaunum.
Skráning í bikarkeppni BSÍ er
nú bytjuö og stendur tfl miðviku-
dagsins 11. maí. Dregið veröur í
fyrstu umferð í lok afinælismóts
Bridgefélags Akureyrar. Eins og
undanfarin ár verða spflaðir 40
spfla leikir og sú sveit sem dregin
er á undan á heimaleik og sér um
að koma leiknum á. Gefinn er
ákveðinn tími til að spila hveija
umferð og á fyrstu umferð að
vera lokið 26. júní, annarri um-
ferö 24. júlí, þriðju umferö 21.
ágúst og fjórðu umferð 11. sept-
ember. Undanúrslit og úrslit
verða spfluö helgina 22.-23. okt-
óber. Spilaö er um gullstig í
hverri umferð og keppnisgjald er
greitt fyrir hveija umferð sem
spiluð er. Skráð er á skrifstofu
BSÍ.
f 92
♦ KG6