Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Page 26
34
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
Sviðsljós
Ólyginn
... að Ralph Fiennes, sem leikur
í Lista Schindlers, væri nýkvænt-
ur leikkonunni Alex Kingston og
byggi i London. Hann er elstur
sex systkina í listamannafjöl-
skyldu. Þótt hann sé kurteis og
rólegur á yfirborðinu sjóða tll-
finningarnar undir niðri, að þvi
er haft er eftir leikstjórum.
... að Rosie
Óttalaus með Isabellu Rossellini
og Jeff Bridges, hefði verið orðin
fikniefnaneytandi þegar hun var
12 ára og stundaö þjófnað. Móð-
ir Rosie var einstæð móðir með
11 börn og fátæktin var mikil.
Rosie komst þó í menntaskóla
en uppgötvaðist á dansgólfi.
... að það hefði verið Rebecca
Broussard sem rak Jack Nlchol-
son á dyr. Jack varð svo æstur
eftir atburðinn að hann réðst á
bíl saklauss ökumanns með golf-
kylfu. Rebecca fær um 50 millj-
ónir á ári i meðlag með sér og
börnunum, auk hússins sem þau
búa i.
Kennedy væri
öskureiöur yfir þvi að verslanak-
eðjan Hennes & Mauritz notaói
látna bræður hans í auglýsingu
um bómultarbuxur og að meint
ástkona þeirra, Marilyn Monroe,
syngi hugljútt lag f auglýsing-
Barist um
frægð ogvöld
Aðstæður Gere-hjónanna þykja
dæmigerðar fyrir lifið í Hollywood.
Aðskilnaður hjóna vegna vinnu var-
ir oft vikum saman, vinnan er erflð
og freistingarnar margar. Og skiln-
aðirnir ófáir.
Hjónabandseijurnar hjá kvik-
myndastjömunum í Hollywood eru
sagðar erfiðari en eijur venjulegra
hjóna. Því er haldið fram að stjörn-
urnar skipti sér meira af því í hvers
konar fatnaði makinn gengur eða
hvemig hann lítur út. Stjörnurnar
rífast einnig meira um hvert eigi að
fara út að borða og við hvaða borð
eigi að sitja á veitingastað. Og svo
hafa þær áhyggjur af því á hvaða
frumsýningar þeim er boðið og ekki
boöið.
Stórt áhyggjuefni er hvort hjón-
anna eigi fleiri aðdáendur. Holly-
woodhjón nokkur, sem era með
sama umboðsmann, eru sögð hringja
í hann sitt í hvoru lagi á hveijum
degi til að spyija hvað þau hafi feng-
ið mörg aðdáendabréf hvort um sig
síðasta sólarhringinn.
Það er mikil áhersla lögð á að líta
út sem „fullkomið" par. Og það reyn-
ist oft þrautin þyngri þegar innbyrð-
is er barist um frægð og völd.
Tilefni
stórra fyrirsagna
Don Johnson og Melanie Griffith
era núna tilefni stórra fyrirsagna og
það er ekki í fyrsta sinn. Fyrir mán-
uði var hjónaband þeirra nærri farið
út um þúfur eftir að Melanie hafði
sett út á drykkju Dons.
Hjónaband þeirra er dæmi um leik-
arahjónaband þegar stjarna annars
dvínar á meðan stjarna hins rís.
Melanie og Don giftust ung en skildu.
Hann varð alþjóðleg stjama vegna
hlutverks síns í Miami Vice sjón-
... að daglega hringdi fjöldi
manna til Gracelands, heimilis
Elvis Presley, tii að fá að tala við
rokkkónginn sjáifan. Að sögn
starfsmanna Gracelands fá hinir
sömu taugaófall þegar þefm er
sagt að átrúnaðargoð þeirra hafi
l.í lv It«. ij
Cindy Crawford og Richard Gere hafa litinn tima til að vera saman.
Seinna hjónaband Melanie Griffith og Don John-
son er sagt vera i hættu.
Tom Arnold og Roseanne Barr eru nú að reyna ElizabethTaylorogRichardBurtonskildutvisvar.
að ná sáttum.
tfi 15 tmtiiifirfvntti niivifrrfri’irinlíiii
i fiítnttiiitfnitíiötwtftmotfjimmiiii s
varpsmyndaflokknum. 1989 giftust
þau aftur og eignuðust dótturina
Dakota sem nú er fjögurra ára.
Framleiðslu Miami Vice þáttanna
var hætt og stjama Dons dvínaöi á
meðan Melanie fékk viðurkenningar
fyrir kvikmyndaleik. Eftir að hafa
veriö edrú í tíu ár fór Don að drekka
aftur. Melanie, sem sjálf hefur verið
áfengissjúklingur, sá hættumerki og
sótti um skilnað fyrir mánuði.
Jack Nicholson og Rebecca Brouss-
ard skildu þegar hún tilkynnti að
hún ætlaði út á vinnumarkaðinn aft-
ur eftir að hafa verið heima og sinnt
tveimur bömum þeirra. Nicholson
vildi hafa konu sína heima.
Allir stóðu í þeirri trú að hjóna-
band fyrirsætunnar Christie Brin-
kley og söngvarans Billy Joel væri
til fyrirmyndar. Þau hafa nú tilkynnt
að þau ætli aö skilja eftir níu ára
hjónaband. Roseanne Barr var í
fréttunum í síðustu viku eftir aö hafa
sótt um skilnaö frá manni sínum
Tom Amold sem hún hefur verið
gift í fimm ár. Þau era nú að reyna
Billy Joel og Christie Brinkley hafa tilkynnt um skilnað.
að ná sáttum.
Meðal umtöluðustu hjónaskilnaða
í kvikmyndaheiminum era skilnaðir
Elizabeth Taylors og Ricards Burt-
ons og Franks Sinatra og Ava Gardn-
er. Hjá þeim fyrrnefndu var valda-
baráttan sögð hörö. Hjá þeim síðar-
nefndu skein frægðarsól Gardner
hæst áður en Sinatra náði sér á strik
með From Here to Etemity. Þetta var
álag sem þeirra hjónaband þoldi
ekki.
Hollywood:
Frægðin fer illa
með hiónaböndin
Fyrir nokkrum vikum kvaddi Ric-
hard Gere konu sína, Cindy Craw-
ford, og hélt til Indlands. Kveðju-
stundin fór reyndar ekki fram á flug-
vellinum heldur rétt náðu þau að
segja nokkur orð hvort við annað
áður en Cindy lagði sig eftir erfiðar
myndatökur.
Stuttar samvistir Gere og Crawford
hafa kynt undir orðrómi um að
hjónabandið standi á völtum fótum.
Fullyrt er að þau hafi í raun flutt
hvort frá öðru og séu að undirbúa
skilnað. Cindy er sögð hafa snætt
kvöldverð með Randy Gerber, mann-
inum sem hún átti vingott viö fimm
áram áður en hún giftist Gere í des-
ember 1991.