Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Page 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. ...... 7 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994. Tjomð um 140 milljomr - hefium framleiðslu aftur á mánudag, segir Birgir Sævar Jóhannsson framkvæmdastjór „Viö vorum meö sölu og dreif- ingu í gangi í dag en öll önnur starf- semi lá niðri. Við vorum að króa af síöustu eldana og slökkva þá fram undir hádegi en samt er ekki búið að kæfa eldinn algjörlega. Það er glóð og gjæringar í umbúðunum og það rýkur úr öllu. Ennþá koma upp eldar hér og þar meðan slökkviliðsmennirnir eru að hreinsa ofan af hæðinni og moka út. Mér heyrist að tjón á áhöldum, vélum og húsnæði nemi 100 millj- ónum eða meira, auk þess sem tjón á umbúðum og lager nemi 40 núllj- ónum króna," segir Birgir Sævar Jóhannsson, framkvæmdasfjóri Nord Morue, dótturfyrirtækis SÍF í Jonzae í Frakklandi. Eldur kom upp á annarri hæð í 800-900 fermetra verksmiöjuhús- næöi Nord Morue um niuleytið að íslenskum tíma í fyrrakvöld. Eld- urinn læsti sig í umbúðir á lager á efri hæð verksmiðjunnar og gjör- eyðilagðist sú hæð, auk þess sem töluvert fjón varð á neðri hæðinni. Lagerþakið brann og þök á nær- liggjandi húsum skemmdust. Ekki er vitað um eldsupptökin en rann- sóknarlögregian vinnur í málinu og er búist viö að þaö skýrist upp úr hádegi í dag. Starfsemi fyrirtækisins stöðvað- ist að rnestu í gær. Gengið verður úr skugga um stöðu máia um helg- ina og reynt að útvega nýjar birgð- ir af umbúðum. Á mánudagsmorg- un hefst þurrkun og pökkun á salt- fiski og framleiðsla á tilbúnum salt- fiskréttum. Aðrar deildir verk- smiðjunnar verða lokaðar þar til búið verður að kanna skemmdir, þrífa, koma vélum í gang og end- urnýja filmur og umbúðir. Ónnur framleiðsla byrjar trúlega um miðja næstu viku þó aö einhverjar deildir verði lokaöar meðan þök verða endurbyggð og húsnæöi lag- að. -sjánánarbls. 2 Bemard Granotier: Ekki í gedrannsókn Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins að Frakkinn Bernard Granotier, sem handtekinn var i fyrradag vegna brunans í safnaðar- heimili Bahá’ía, yrði látinn sæta geð- rannsókn. Þá féllst Héraðsdómur einungis á . að tæpan helming þess gæsluvarð- haldstíma sem RLR krafðist að Granotier yrði úrskurðaöur í. RLR fór fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. júní. DV kemur út mánudaginn 2. maí. Smáauglýsingadeild DV er opin í dag til kl. 16, lokað verður á morgun, 1. maí. Opið verður mánudaginn 2. maí frá kl. 9-22. Síminn er 632700. s. 814757 HRINGRÁS ENDURVINNSLA Kaupum kapla og rafmagnsvír LOKI Ást er... að hafa hátt! Tökur eru vel á veg komnar á kvikmynd Michaels Chapmans, Kjartanssögu, fyrsta hluta. Rúmlega hundraö manns eru nú undir Sólheimajökli þar sem nokkrar senur eru teknar. Um er að ræða vikingamynd og á myndinni má sjá Gunnar, sem leikinn er af hinum danska Sven Ole Thorsen, berjast viö tvo ribbalda. Sjá nánar á bls. 2. DV-mynd GVA Reimleikar: Húsráðandi rak óboðnu gestina út „Við fundum fyrir nærveru ein- hverra um leið og við fluttum í hús- ið. Þetta lýsti sér þannig að það fór ónotatilfinning um fólk og svo heyrð- ust einhver torkennileg hljóð. Ég sá hins vegar tvær og stundum þrjár manneskjur sem ekki vildu fara úr húsinu. Eg ákvað að tala við þetta fólk. Fyrst ætlaði það ekki að viija að fara en mér tókst að reka það út eftir samtöl og fyrirbænir. Fólkið fór þangað sem það á að fara, í ljósið," sagði íbúi við Suðurgötu í Keflavík, í samtali við DV. Maðurinn flutti í umrætt hús fyrir nokkru ásamt fjölskyldu sinni. Urðu þau strax vör við að þau voru ekki ein í húsinu. Nærveran lýsti sér þannig að þeir sem ekki sáu neitt fylltust ónotatilfinningu og torkenni- leg hljóð heyrðust. Húsráöandi, sem reyndar er miðill, sá hins vegar þijár manneskjur sem ekki vildu fara úr húsinu. Má segja aö þar hafi komið vel á vondan. Viðmælandi okkar sagðist ekki hafa veriö hræddur. „Það er ekkert að vera hræddur viö, þetta er bara smáfyrirgangur. Það er einungis hægt að vera hræddur við lifandi fólk,“ sagði hann. Veðrið á sunnudag og mánudag: Áfram hlýtt Á sunnudag verður suðaustanátt, nokkur strekkingur suðvestanlands en hægari annars staðar. Skýjað verður um allt land og rigning um landið sunnanvert, hiti 4-10 stig. Á mánudag verður hæg suðaustlæg eða breytileg átt og skýjað um mestallt land. Dálítil súld verður með suður- og austurströndinni en annars þurrt. Áfram verður hlýtt. Veðrið 1 dag er á bls. 53

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.