Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Hvalveiðum lokið? Á meðan íslenskir stjómmálamenn deila um hvort íslendingar eigi á nýjan leik að ganga í Alþjóða hvalveiði- ráðið fagna hvalfriðunarmenn í nágrannalöndunum sigri friðunarsjónarmiða á ársfundi ráðsins sem er nýlokið í Mexíkó. Erlendis virðist almennt htið á niðurstöður ársfundar- ins sem staðfestingu þess að hvalveiðar í atvinnuskyni séu nánast úr sögunni. Hvalfriðunarmenn telja sig hafa náð mun meiri árangri á fundinum en þeir þorðu að vona fyrirfram en hvalveiðiþjóðirnar sitja eftir sundrað- ar ^g vanmáttugar. Á ársfundinum var samþykkt tillaga um griðasvæði fyrir hvali á suðurhveh jarðar. Japanir greiddu einir atkvæði á móti. Danir stóðu að samþykktinni þrátt fyrir harða andstöðu Færeyinga en fuhtrúar Norðmanna fengu sér kaffi á meðan atkvæðagreiðslan fór fram. Það hefur vafahtið verið hluti af samkomulagi Norðmanna við bandarísk stjómvöld. Nýja griðasvæðið nær frá Suðurskautslandinu að fer- tugustu breidaargráðu en þó aldrei inn fyrir fiskveiðilög- sögu Argentínu og Chile. íVrir er hhðstætt hvalfriðunar- svæði á Indlandshafi. Tahð er að á griðasvæðinu séu heimkynni um 90% ahra hvala. s. Samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins er stefnt gegn hvalveiðum Japana sem hafa þriggja mánaða frest til að mótmæla ákvörðuninni. Það munu þeir líklega gera. Hins vegar er alveg óvíst hvort þeir treysta sér til að virða samþykktina að vettugi í verki enda hafa hvalfrið- unarmenn lýst þessari niðurstöðu sem dauðadómi yfir japönskum hvalveiðum. Ársfundurinn samþykkti einnig án atkvæðagreiðslu að fallast á svokahað stjórnunarkerfi til að ákveða veiði- kvóta - en jafnframt að fresta framkvæmd þess um óá- kveðinn tíma. Jafnvel þótt þetta nýja kerfi komi ein- hvem tíma til framkvæmda, sem er með öllu óvíst, er talið að þær ströngu kröfur sem gerðar em til rann- sókna, eftirhts og varkámi við ákvörðun á stærð kvóta muni koma í veg fyrir að hvalveiðar geti borið sig. Þrátt fyrir málamyndasamþykkt stjómunarkerfisins er hvalveiðibannið frá árinu 1986 í fullu gildi. Engin breyting er fyrirsjáanleg í þeim efnum næstu árin. Þvert á móti em þegar komnar fram hugmyndir um að fylgja eftir samþykktinni um griðasvæði á suðurhveli jarðar með stofnun sams konar griðasvæðis fyrir hvah á Norð- ur-Atlantshafi. Erlendir ijölmiðlar, þar á meðal enska stórblaðið The Times, spá slíkri þróun. Við þessar aðstæður er það að sjálfsögðu óskhyggja að halda að innganga í Alþjóða hvalveiðiráðið opni Is- lendingum leið til að taka að nýju upp hvalveiðar í at- vinnuskym. Ljóst er að samkomulagið, sem Bandaríkja- menn höfðu forgöngu um bæði fyrir og á ársfundinum í Mexíkó, hafði það að meginmarkmiði að viðhalda hval- veiðibanninu án þess að fleiri hvalveiðiþjóðir en íslend- ingar fæm úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Það hefur Banda- ríkjamönnum væntanlega tekist. Fundurinn í Mexíkó sendi skýr skhaboð til ahra hval- veiðiþjóða annarra en Bandaríkjamanna sjálfra sem fá á hverju ári leyfi th að slátra friðuðum hvölum við Alaska. Skhaboðin eru þessi: Hvalveiðar í atvinnuskyni em á síðasta snúningi. Þeim er að ljúka í Suðurhöfum og á norðurhveh jarðar verður hvalveiðibanni ekki af- létt fyrr en Alþjóða hvalveiðiráðið hefur fuhkomnað stjómunarkerfi sem gerir hvalveiðar óarðbærar. Ehas Snæland Jónsson Kjósendur trúa sósíalistum fyrir markaðsvaeðingunni Eftir síöari nmferð þingkosninga í Ungverjalandi á sunnudaginn eru sósíalískir flokkar, stofnaðir upp úr örmum umbótasinna í gönflu kommúnistaflokkunum, komnir til valda á belti ríkja við vesturlanda- mæri Rússlands sem einnig nær yflr Litháen og Pólland. Svona gagnger skipti á valdastólum í öll- um þrem löndunum í öðrum fijálsu þingkosningunum frá því valda- einokun kommúnista lauk, ber vott um að þar dafnar að minnsta kosti lýðræði. Kjósendur hafa fengiö rétt til að velja og hafna þeim sem gefa kost á sér til landstjórnar og nota hann rækilega. Þessi framvinda er eindregnari en bjartsýnustu lýðræðissinnar höfðu þorað að vona, þegar yfirráð- um sovétveldisins lauk fyrir flmm árum. Ekkert ríkjanna þriggja átti aö baki sterka lýðræðishefð frá tímabilinu milli heimsstyrjalda. Þjóðemissinaðar einvaldsstjórnir ríktu þá lengst af. Margir óttuðust að í sama horf myndi sækja þegar kommúnistar hrökkluðust frá völdum og við tók erfitt umskiptatímabil frá miðstýr- ingu til markaösbúskapar. En önn- ur hefur orðið raunin. Meira að segja í Ungverjalandi fengu þjóð- ernissinar innan við tvo af hundr- aði atkvæða í nýafstöönum kosn- ingum og býr þó þriðjungur Ung- verja í nágrannríkjunum Rúmen- íu, Slóvakíu og leifum Júgóslavíu viö töluverðar þrengingar af hálfu Slóvaka, Rúmena og Serba. Ungverski sósíalistaflokkurinn fékk kjörna 209 menn á þing skipað 386. Næstir koma Frjálsir demó- kratar með 70 þingsæti en Lýðræð- isvettvangur íhaldsflokka sem stóð að fráfarandi ríkisstjórn náði ekki tiunda hluta þingsæta. Á stjórnar- flokknum bitnar jöfnum höndum Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson óánægja með erfitt ástand efna- hagsmála og andstaða viö tilhneig- ingu forustu hans til að móta menningarstarfsemi og íjölmiðlun eftir sínu höfði og hagsmunum. í upphafi kosningabaráttunnar lét ríkisstjórnin þannig reka tugi frétta- og dagskrárgerðarmanna frá ljósvakafjölmiðlum ríkisins en uppskar ekki annað en fyrirlitn- ingu almennings. Gyula Horn, foringi sósíahsta, varð heimskunnur þegar hann var utanríkisráðherra í síðustu stjórn kommúnista og kom ásamt starfs- bróður sínum frá Austurríki með vírklippur í höndum að girðing- unni á landamærum ríkjanna til að byrja á að rífa hana niður. Þetta var undanfarinn að falli Berlín- armúrsins. Nú vill Horn fyrir hvem mun fá Frjálsa demókrata til stjórnarsam- starfs við sig. Þar með væri saman kominn í stjóminni þorri hæfustu manna Ungverja í efnahagsmálum, en meginverkefni hennar verður að fást við vandann sem þar er uppi. Ungverjaland skar sig úr öörum ríkjum Austur-Evrópu síðustu ára- tugi kommúnistastjómarinnar að því leyti að þar var létt miðstýring- arhöftum af atvinnulífi og fiármál- um. Frekari markaðsvæðing gat þvi gengið greiðar en annars staðar á þessum slóðum eftir „kerfaskipt- in“ eins og Ungverjar nefna enda- lok kommúnistastjórnarinnar. Skoðanakannanir bera með sér að meira en helmingur Ungverja þakkar Gyula Horn öðrum fremur að „kerfaskiptin" áttu sér stað og það átakalaust. Nú telja þeir hann og samherja hans hæfasta til að stýra markaðskerfinu þannig að dragi úr vanköntunum sem verið hafa áberandi til þessa, fiöldaat- vinnuleysi og verulegri verðbólgu. Forstjórar fyrirtækja og mennta- menn era áberandi í forustusveit flokksins og hann hefur meirihluta bæði í stjórnun verkalýðshreyfing- ar og atvinnurekenda. Ungverskir kjósendur segjast meta stjómmálamenn eftir hæfi- leikum þeirra, hvort heldur er á sérsviði eða í stjórnun. Þessi af- staöa kjósenda hefur nú fært sós- íalistum sigur og gengi þeirra héð- an af fer eftir því hversu þeir standa undir þeim vonum. í rauninni er þetta sama afstaða og lyfti Algirdas Brasauskas til valda í Litháen og Waldemar Pawl- ak í Póllandi í forustu fyrir samtök- um sem kenna sig við lýðræði og vinstrimennsku. í kommúnista- ríkjunum urðu menn að ánetjast valdaflokknum vildu þeir hafa áhrif eða fá að njóta hæfileika sinna, hvað sem leið raunveruleg- um stjórnmálaskoðunum. Nú eru því fyrrum kommúnistar kallaðir til af kjósendum að reyna að gera markaðsvæðinguna sársauka- minni fyrir almenning. Gyula Hom kemur úr kjörklefa á sunnudaginn. Rétt fyrir fyrri umferð kosninganna brákaöist hann á hálslið- um og úlnliðsbrotnaði í bílslysi. Rannsakað er hvort um tilræði hafi verið að ræða. Símamynd Reuter Skoðanir aimarra Björgum hvölunum „Hverju getum við bjargað ef við getum ekki bjargað hvalnum? Veiðar í heila öld hafa nær útrýmt öllum stórhvelunum. Það var samt síðbúin viður- kenning á hættunni sem steðjar að hvalastofnunum sem lá að baki uppgangi umhverfisvemdarhreyfing- arinnar. Söngur hvalanna og myndir af sporðaköst- um þeirra hafa laðað jafnvel hina mestu efasemdar- menn inn í raöir hreyfingarinnar grænu.“ Úr forustugrein Guardian 28. maí. Vantar konur í æðstu stöður „Danmörk er samfélag þar sem jafnrétti kynj- anna er tiltölulega mikið. Þátttaka kvenna í atvinnu- lífinu hefur aldrei verið meiri og velferðarsamfélagið hefur styrk til þess að geta stuðlað að því að bæði kynin geti sameinað atvinnu og fiölskyldulíf. Á einu sviði virðumst við þó vera á eftir. Ef stjórnmálin eru undanskilin eru tiltölulega fáar konur í æðstu valda- stöðum, bæði í einkageiranum og hinum opinbera.“ Úr forustugrein Politiken 1. júní. Milljónir á faraldsfæti „Fólksflutningar eru að verða eitt af þessum miklu öflum sem breyta stjórnmálum heimsins og hvergi meira en í Evrópu. Að lokinni heimsstyrjöld- inni síðari einangmðu jámtjaldið og Miðjarðarhafiö Vestur-Evrópu í heilan mannsaldur frá íbúum aust- an hennar og sunnan. Á tíunda áratugnum, tímum ódýrra flugfargjalda og lítils landamæraeftirlits, em milljónir manna á faraldsfæti í leit að velsæld eða á flótta undan styijöldum heima fyrir.“ Úr forustugrein Washington Post 30. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.