Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 Nærmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, verðandi borgarstjóra: Rökföst kona og skelegg, með ríka réttlætiskennd Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur svo sannarlega verið í sviðsljósinu síðustu vikur og mánuði. Eftir harða kosningabaráttu stóð hún uppi sem sigurvegari og sest í stól borgarstjóra þann 13. júní næstkomandi. En hver er hún þessi skelegga kona sem stóð upp þegar álagið var sem mest í kosningabaráttunni og flutti samherjum sínum snarpa baráttu- og hvatningartölu, þegar hún hefði kannski átt að þurfa mest á slíku að halda sjálf? Ingibjörg Sólrún ólst upp að Ferju- vogi 15 í Reykjavík, dóttir hjónanna Gísla Gíslasonar og Ingibjargar Ní- elsdóttur. Hún er yngst 5 systkina, á eina systur og þrjá bræður. „Bræð- urnir sögðu að hún fengi alltaf allt og réði öllu. Hún var stundum dálítið erfið við þá, en systrunum kom vel saman,“ segir móðir hennar. í Vogahverfmu var mikið af böm- um og því oft glatt á hjalla. Ingibjörg Sólrún þótti býsna ákveðin strax sem barn, þótt hún væri bæði lítil og grönn. Raunar var hún alltaf minnst í bekknum sínum enda yngst, fædd í desember. Hún varð snemma vinmörg og eignaðist fljótt stóran kunningjahóp. „Strákunum fannst hún svolítið frek,“ rifjar móðir hennar upp, „en hún hafði alltaf forystu fyrir vina- hópnum, án þess að trana sér fram, og var vel liöin." Hún fór í Vogaskóla þegar hún hafði aldur til og tók svo landspróf þaðan í fyllingu timans. „Henni gekk alltaf afskaplega vel í skóla. En hún var ólík mörgum bekkjarsystrum sínum að því leyti að hún var ekkert mikið fyrir að leika sér að dúkkum. Hún vildi miklu fremur fara í alls konar leiki, eða lesa bækur, bæði gamlar og nýjar,“ segir móðir hennar. Ingibjörg Sólrún stóð gjarnan fyrir því að settir voru upp leikþættir í hverfinu. „Hún var þá oft leikstjóri og lék líka eitt af aðalhlutverkun- um,“ segir Helga Bogadóttir, sjúkra- þjálfari og ein af æskuvinkonum hennar, og bætir því við að vinkona hennar hafl alltaf verið framarlega í flokki, hún hafi hlaupið hraðast, búið til skemmtilegustu leikina og svo framvegis. Móðir Ingibjargar Sól- rúnar bætir því við að hún hafl haft í nógu að snúast og m.a. tekið öflugan þátt í barnastarfinu í Langholts- kirkju. „Hún var mjög atorkusamur krakki," segir móðir hennar, „ en hún var ekkert mikið fyrir innistörf, svo sem að vaska upp, taka til eða hafa fínt í herberginu sínu. Hins veg- ar var hún fljót að bregða við ef ég bað hana um að snúast fyrir mig, fara út í búð eða eitthvað slíkt." Á unglingsárum eyddi Ingibjörg Sólrún tímanum gjaman með félög- um sínum en var lítið fyrir að „elta uppi skemmtistaði". Hún fór að leiða hugann að stjómmálum á þessum árum. Faðir hennar og hún voru mjög á öndverðum meiði, hann sjálf- stæðismaður en hún sveigðist til rót- tækni. Hann hafði unnið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og dóttirin lagt hönd á plóginn. En þegar hún var um fermingu harðneitaði hún aö vinna meira fyrir þann flokk. Feðginunum hljóp stundum kapp í kinn þegar stjórnmál bar á góma. „Ég reyndi að sansa þetta ef ég gat því að sjálfri hefur mér alltaf leiðst pólitískt þras,“ segir móðir hennar. Að landsprófl loknu lá leið Ingi- bjargar Sólrúnar í Menntaskólann við Tjörnina og síðan í Háskólann. Þar tók hún virkan þátt í stúdenta- pólitíkinni og varð m.a. formaöur stúdentaráðs. Rökföstog skelegg Þegar Ingibjörg Sólrún kom heim eftir tveggja ára nám í Danmörku sumarið 1981 var í gangi umræða um kvennaframboð til borgarstjómar- kosninga. Hún tók þátt í þeim undir- búningi og 1982-1988 sat hún í borg- arstjórn fyrir kvennalistann. „Það var mjög áhugavert aö starfa með henni á þeim vettvangi," segir Katrín Fjeldsted sem þá var borgar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Hún er greind og skynsöm kona. Hún var ötull talsmaöur minnihlut- ans á þessum tíma. Það var stundum sverðaglamur milli hennar og þáver- andi borgarstjóra, Davíðs Oddsson- ar. Maður getur dáðst að ræðu- mennsku fólks þótt maður sé ekki sammála því efnislega og ég leyfi mér hiklaust að gera það hvað varðar Ingibjörgu Sólrúnu. Hún er rökfóst og skelegg. Hún notar leið raka og umræðu, hún er ekki mjúk kona, hún er hörð kona, tel ég. Svo held ég að hún hafi annan mjög góðan kost, ég held að hún eigi af- skaplega vænan mann. Það segir heilmikið um fólk hvernig maka það velur sér. Ég held að saman séu þau með býsna víðan sjóndeildarhring. “ Árið 1991 var Ingibjörg Sólrún kjörin á þing. Oft hefur hvesst hressi- lega í kringum hana í þingsölum. Björn Bjarnason, formaður utanrík- ismálanefndar, hefur starfað með henni í nefndinni: „Mín reynsla af samstarfi við hana varðandi störf 1 utanríkismálanefnd lýtur ekki síst að meðferð EES- samningsins í nefndinni en um það mál héldum við fjölmarga fundi. Það kom í ljós, við meöferð þess máls, að Ingibjörg Sólrún tók rökum og hún áttaði sig á gildi samningsins. Það er kannski eitt af þeim atriðum sem geröu hana álitlegan kost sem fram- bjóðanda til borgarstjóra í Reykja- vík. Hún greiddi síðan ekki atkvæði með en sat hjá við afgreiðslu málsins á Alþingi. Afleiðingarnar voru þær að Kvennalistinn vék henni úr utan- ríkismálanefnd. En sem stjórnmálamaður er hún fylgin sér og getur vafalaust verið grimrn." Þegar kosningabaráttan fyrir borg- arstjórnarkosningarnar nú komst í algleyming biðu margir spenntir eft- ir því að sjá hvernig Ingibjörgu Sól- rúnu reiddi af, hvort henni tækist að sameina þá hópa sem fylktu sér undir merki Reykjavíkurlistans. Voru viðmælendur blaösins, sem til þess þekktu, sammála um að þar heíði hún komiö á óvart. „Hún er mun klárari heldur en fólk ímyndar sér, duglegri og sjálfsgagn- rýnni. Hún er mjög fljót að setja sig inn í mál og gerir það af mikilli skyn- semi og yfirvegun," segir einn sam- starfsmanna hennar úr kosninga- baráttunni. „Hún er yfirburðamann- eskja í stjórnmálum að þvi leyti hve gagnrýnin hún er í hugsun, ekki síst á sjálfa sig. Hún var persónugerð í þessari kosningabaráttu, sem var ekki hennar ósk, en hún tók sem ákveðna nauðsyn. Hún skildi það sjálf að hún var að axla mikla ábyrgð meö því og að það eru miklar vænt- ingar gerðar til hennar. En hennar Fjölskyldan á fermingardegi yngstu dótturinnar, f.v.: Ingibjörg Níelsdóttir, Halldóra Jenny, Ingibjörg Sólrún og Gísli Gíslason. Fyrir aftan bræðurnir, f.v.: Kristinn Hilmar, Kjartan og Óskar. LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 37 Ingibjörg Sólrún með systur sinni, Halldóru Jenny. „egó“ hefur ekkert blásið út við þetta. Hún gerir sér fulla grein fyrir sinni stöðu og sinni persónu þrátt fyrir öll þessi læti.“ Rík réttlætiskennd Viðmælendum verður sumum tíðrætt um hve ríka réttlætiskennd Ingibjörg Sólrún hafi. „Þegar henni er misboðið á því sviði getur fokiö í hana. En hún hefur mjög mikla sjálf- stjóm.“ „Hún virðir skoðanir annarra og hefur alltaf gert það,“ segir Helga, æskuvinkona hennar. Þá er Ingibjörgu Sólrúnu talið það mjög til tekna að hún hafi alltaf „sýnt sjálfstæði sitt“. Meira að segja í hinu viðkvæma EES-máli hafi hún gert það. Hún hafi ekki týnt rótunum frá því að hún var námsmaður og hafi unn- ið sem Sóknarkona. Hún sé af al- þýðuheimili og gleymi „ekkert þessu fólki sem er þarna úti“. Menn hafa velt því fyrir sér hverjir séu helstu ráðgjafar Ingibjargar Sól- rúnar og hvaöa hópar fylki sér um hana. Sem helstu ráðgjafar eru oftast nefnd þau Stefán Jón Hafstein og Kristín A. Árnadóttir, auk eigin- manns hennar Hjörleifs Svein- björnssonar, sem kunnugir segja að sé „einn af hennar allra bestu ráð- gjöfum". Þá hafa fjölmargir skólafé- laga hennar haldið tryggð við hana, svo sem klíkur úr Vogaskóla, Menntaskólanum við Tjörnina og úr stúdentapólitíkinni. Hún sækir einn- ig talsvert í Máls- og menningarhóp- inn, en hún hefur setið í stjórn útgáf- unnar. Úr þeim hópi eru nefndir til sögunnar sem vinir, stuðningsmenn og jafnvel ráðgjafar í gegnum tíðina Halldór Guðmundsson útgáfustjóri og Ömólfur Thorsson. ' „Hún er mjög traustur vinur,“ seg- ir Helga Bogadóttir, „og alltaf sama manneskjan sama hvað á gengur. Það er hennar höfuðkostur, hve hún er heíl.“ Fermingarbarniö Ingibjörg Sólrún. Upphaflega átti hún að heita Sólrún. En Ingibjörg Kristmundsdóttir, móðuramma hennar, vitjaði svo rækilega nafns, með því að koma fram í draumum foreldra hennar, að þau ákváðu að skíra dótturina Ingibjörgu Sólrúnu. Þær nöfnurnar fæddust báðar á gamlársdag og Ingibjörg Sólrún er sögð lifandi eftir- mynd langömmu sinnar. Systkinin Hjörleifur og Ámý Sveinbjömsböm: Gift inn í pólitíkina Hjörleifur og Árný telja sjálfsagt að makar ráði nokkru um hve mikinn þátt þeir taki í opinberum veislum og móttökum. DV-mynd GVA Systkinin Hjörleifur og Amý Sveinbjömsbörn eiga ýmislegt fleira sameiginlegt en að tilheyra sömu fjölskyldunni. Þau eru nefni- lega bæði gift stjórnmálamönnum sem hafa verið býsna áberandi í pólitísku flórunni í gegnum tíðina. Makar þeirra Hjörleifs og Ámýjar era Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson. Og þar sem makarnir hafa verið þaulsætnir í sviðsljósinu, nú síðast Ingibjörg Sólrún í borgarstjórnar- slagnum, þótti tilvalið að fá þau systkinin í stutt spjall og athuga hvemig þetta pólitíska amstur lítur út frá þeirra sjónarhomi. En fyrst að upphafinu. Hjörleifur og Árný eru fædd í Reykjavík, nán- ar tiltekið í vesturbænum, böm Sveinbjörns Einarssonar og Huldu Hjörleifsdóttur. Systkinin eru fjög- ur talsins, þrjár systur og Hjörleif- ur. Ein systirin til viðbótar, Ing- veldur, er einnig gift „inn í pólitík- ina“, eins og einhver orðaði það, því hún er gift 5. manni á lista sjálf- stæöismanna á Seltjarnarnesi, Jóni Sigurðssyni. Hann komst ekki inn í bæjarstjóm að þessu sinni, var næstur inn, eins og sagt er, og sum- ir vilja skrifa það á reikning Reykjavíkurlistans. „Það er alveg spurning," segir Höörleifur. „Manni sýnist að það framboð hafi haft svolítil áhrif á nágrannasveitarfélögin, svo sem Seltjarnames og Mosfellsbæ, þar sem aðeins dró úr fylgi sjálfstæðis- flokksins. Það má því ímynda sér að Reykjavíkurlistinn hafi fellt hann óbeint. En við verðum bara aö gera þetta upp næst þegar fjöl- skyldan hittist!" Fjórða systirin, Ágústa, er gift Magnúsi Magnússyni sálfræðingi, sem er „afskaplega pólitískur mað- ur“, að því er mágafólk hans segir. Aðspurð um hvort íjölskylduboð- in séu ekki fjörleg hjá svo litríkri fjölskyldu segja systkinin svo vera. „Viö erum sammála um að vera ósammála," segir Hjörleifur og Ámý bætir við að „þjóðmálin séu tekin svona vítt og breitt en einstök flokksmál eða einstakar ákvarðan- ir“ séu ekki mikiö rædd. Það sé líka yfirleitt svo að ef einhveija vanti í fjölskylduboðin þá séu það Össur og Ingibjörg Sólrún. „Það er ekki endilega til að firra aöra vandræð- um sem þau era fjarverandi heldur er vinnutími þeirra oft þannig," segir Hjörleifur sposkur. Aðspurö segist Ámý aldrei hafa verið sérlega flokkspólitísk en hafi auðvitað skoðanir á því sem sé að gerast í kringum hana hverju sinni. „Maður er kannski í þessum fjöl- menna hópi pólitískra munaðar- leysingja,“ segir Hjörleifur. „Flokkakerfið hér hefur verið svo rosalega frosið svo lengi. Þetta eru alltaf sömu flokkamir, sömu styrk- leikahlutfóllin og þeir eru farnir að endurspegla verr og verr hags- muni í þjóðfélaginu. Það er alla- vega afstaða í öllum flokkum. Þú kýst eitthvað og svo er það bara eitthvert óvissuferðalag með þetta atkvæði. Að því leytinu til er mjög margt fólk sem ekki hefur fundið sig innan einhverra flokka og ég held að margt af því fólki fagni ein- mitt svona deiglu eins og Reykja- víkurlistinn er. Það er þá allavega von til þess að einhver hreyfing komist á þessa hluti." Enn í afmælinu Össur eignar sér gjarnan heiður- inn af því að hafa leitt Ingibjörgu Sólrúnu og Hjörleif saman. Össur og Árný höfðu verið saman frá því í menntaskóla og þegar þau hófu háskólanám kynntust þau Ingi- björgu Sólrúnu í gegnum stúdenta- pólitíkina. Hún tók raunar við af Óssuri sem formaður stúdentaráðs og var ágæt vinkona hans og Árnýjar áður en Hjörleifur kom til sögunnar. Það var svo á því herrans ári 1982 að Össur var á leið í afmæli tíl Ingi- bjargar Sólrúnar. Hjörleifur var nýkominn frá Kína, þar sem hann hafði verið við nám, og tók Össur hann með sér í boðið. Sú heimsókn leiddi til annars og meira því Hjör- leifur er „enn í afmælinu", eins og Össur orðar það. Mikill erill Eilífar símhringingar og ýmiss konar erill er eitt af því sem fylgir heimilum fólks sem er í störfum Ingibjargar Sólrúnar og Össurar. En hvernig skyldi mökum þeirra líka þetta? „Ég hef verið að vinna heima undanfarnar vikur þannig að ég hef orðið meira var við þetta en ella,“ segir Hjörleifur. Árný segir að almennt í pólitíkinni vilji fólk koma skoöunum sínum á fram- færi. Það telji sig oft vera með góð mál sem það vilji koma á framfæri við rétta aðila og slái stundum á þráðinn af þvi tilefni. „Maður lendir oft í því að ræða við þetta fólk...,“ segir hún, ...og verður eins konar ritari," skýtur Hjörleifur inn í. „Hingað hefur auðvitað hringt fullt af fólki með hamingjuóskir eftir kosning- arnar og annað slíkt, sem er af- skaplega vel meint og ekkert að þvi.“ Þegar talið berst að opinberam móttökum og áliti þeirra á þeim segir Árný að hún hafi ekki þurft aö standa mikið í slíku. „Össur er ekkert veisluglaöur maður," segir hún. Hjörleifur segir að fjöldi fólks haldi aö þingmenn séu í endalaus- um veislum. Hið rétta sé að það sé viðburður ef þingfólki sé boðið eitt eöa annað. Hitt sé annað að fólk í aðstöðu þeirra Ámýjar geti ráðið því að nokkm að hve miklu leyti það sæki opinberar veislur. Frægt sé dæmið af frú Mitterrand, for- setafrú Frakklands, sem sjáist nær aldrei með manni sínum í slíkum veislum eða móttökum. Þau Ámý eru sammála um að sjálfsagt sé að fólk ráði þessu en gangi ekki inn í eitthvað sem það haldi að sé ein- hver skylda. Heima að þýða bók Þegar sýnt þótti að það stefndi í kosningabaráttu með tilheyrandi fjarvistum Ingibjargar Sólrúnar frá heimilinu ákvað Hjörleifur að taka sér frí frá blaðafulltrúastarfi sínu á BSRB og setjast við þýðingar heima hjá sér, í og með tÚ að geta verið með sonunum tveim. Fyrir valinu varð bókin Wild Swans eftir Jung Chang. Þetta er saga þriggja kynslóða í Kína og höfundurinn segir sína sögu, móöur sinnar og ömmu. í leiðinni segir hún sam- tímasögu Kína á áhrifaríkan hátt. En hér verður botninn sleginn í þetta létta spjall með skemmtilegu atviki frá kosninganóttinni. Hjör- leifur hafði hringt frá kosninga- vökunni á Hótel íslandi í syni sína þar sem þeir vom í pössun. Hann spurði þann sem varð fyrir svörum hvort þeir bræöurnir væru aö fylgjast meö talningunni í sjón- varpinu. Piltur svaraði að bragði: „Nei, við erum ekkert að því, við emm bara að spila lönguvitleysu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.