Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 19 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Tilgangurinn með komu minni hingað til Grindavíkur er að sanna mig sem þjálfara. Það hefur verið mjög gaman hér í bænum. Hér er frábær forysta á bak við knatt- spymudeildina og það réð úrshtum þegar ég ákvað að taka við þjálfun liðsins. Þegar ég kom hingaö lofaði ég því einu að allir þeir leikmenn sem verða hér með mér í tvö ár verða betri knattspyrnumenn.“ Þetta sagði knattspyrnusnillingur- inn Lúkas Kostic sem spilaði með hinu sigursæla Skagaliði í þrjú ár. Það fór ekki á milli mála hver var sá besti hér á landi, hann átti frábær ár með Akranesi. Þegar Kostic ákvað að taka við Grindavíkurliðinu og þjálfa það í tvö ár greip um sig mikill fógnuður í Grindavík. Þangað kom hann svo í nóvember og það fór ekki fram hjá neinum heimamanna að konungur- inn væri mættur í bæinn. . Kostic og fjölskylda hans fengu ís- lenskan ríkisborgararétt í fyrra. Hann hefur verið mjög ánægður meö dvölina hér á landi. Ágóðavini hér „Hér á ég góða vini. íslendingar eru frábært fólk og mjög vinsamlegt í alla staði. Þegar ég kom til íslands árið 1989 talaði ég hvorki íslensku né ensku, en ég hef verið að læra íslensk- una með tímanum. Nú skil ég hana betur en ég tala.“ Kostic leggur mikið upp úr góðum aga. Þegar strákamir í liðinu voru að mæta 10-15 mínútum of seint á æfingu, fengu þeir einfaldlega ekki að vera með. „Hjá mér snýst aUt um að ná góðum aga. Við verðum að gera okkur grein tyrir því að agi leiðir til betri árangurs. Ég get ekki spáð fyrir um hvernig tímabilið muni enda hjá okkur, hvort við munum fara upp í 1. deild eða ekki. Ég er með góðan mannskap sem er tilbúinn aö leggja mikið á sig í sumar. Ég er mjög ánægður hér, það snýst allt um knatt- spymu hjá mér. Ég er í mjög góðri vinnu þjá trésmíðafyrirtækinu Grindinni hér í bænum. það fer ekki á milli mála að hér er n\jög duglegt fólk og vinnuhópurinn frábær." Lúkas Kostic lottóvinningur Grindvikinga, en þeir hafa veriö mjög ánægðir með störf hans, ásamt Pálma Ingólfssyni, aðstoðarmanni sínum DV-myndir Ægir Már Erfitt aö skipta í Grindavík er annar Júgóslavi, Jankovic, sem hefur spilað með lið- inu í tvö ár og staðið sig mjög vel. Þeir félagar hafa þekkst lengi og spil- uðu saman í hði í Júgóslavíu í fimm ár í atvinnudeildinni. Kostic hefur ekki gert upp hug sinn um hversu lengi hann ætlar að búa í Grindavík, en sagði að það gæti verið allt frá tveim og upp í tugi ára. hann sagði að það hefði verið mjög erfitt að yfir- gefa Akranes. „Þegar ég var búinn að gera það upp við mig að ég ætlaði að fara að þjálfa í Grindavík sagði ég við konu mína að ég ætlaði að fara út í nokkr- ar mínútur, í mesta lagi hálftíma. útiveran varð þó lengri því það það tók mig þrjá tíma að losa mig við mestu spennuna. Þessi þrjú ár á Skaganum hafa verið bestu ár ævi minnar. Þar fæddist yngri sonur minn, Alexander. Við Guðjón þjálfari vorum mjög góðir vinir, hann er frá- bær þjálfari og félagi. Hann á eftir að gera góða hluti með KR-inga, ég er sannfærður um það.“ Kostic sagðist stefna á að fara út til Ítalíu og hitta þar kunningja sinn, Savicevic hin snjalla leikmann Ac Milan, sem átti stórleik gegn Barcel- ona í Evrópukeppni meistaraliða í vikunni. Þar sagðist hann ætla aö læra meira varðandi þjálfun en myndi aðeins hafa skamma viðdvöl. Þegar Kostic var spurður hvort hann ætlaði að spila með liðinu í sumar svaraði hann: „Ég vona ekki, en ef einhver meiðsl veröa á mönnum er ég tilbúinn til að bregða mér inn á. Ég er þó ekki í eins góðu formi og ég var þegar ég lék með Skagamönn- um.“ Lúkas Kostic ásamt fjölskyldu sinni, Svetlönu Björgu Kostic og sonunum tveim, Igor Bjarna, tíu ára, og Alexand- er sem veröur tveggja ára í ágúst. Knattspymusnillingurinn Lúkas Kostic: Ætla aö sanna mig sem þjálfara Innflutningur BRETIAND REYKJAVIK Aðeins 3 dagar! Áætlanaskip Eimskips sem lesta vörum í Immingham á fimmtudegi eru komin til Reykjavíkurásunnudegi - gott dæmi um hraða og örugga þjónustu! Nánari upplýsingar um innflutning er að fá á skrifstofum og hjá umboðsmönnum Eimskips. Innflutningsdeild Eimskips Sími: 91-697240 Símbréf: 91-62 26 53 M.G.H. Ltd. í Bretlandi Sími: 90-44-469-571-880 Símbréf: 90-44-469-571-878 EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.