Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 36
44
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994
Sviðsljós
Þau Jackie og John voru sannarlega
fulltrúar hlns raunverulega amer-
íska draums, ung, glæsileg og rík.
33ja ára ekkja meö tveimur ungum
börnum yfirgefur Hvíta húsið á leið
til jarðarfarar.
Jackie til hægri ásamt móður sinni Janet og systur Lee. Myndin var tekin
þegar Janet var enn gift föður Jackie, Black Jack.
Jacqueline Kennedy Onassis er fallin
frá aðeins 64 ára að aldri og heims-
blöðin keppast við að minnast þess-
arar einstæðu konu sem bandaríska
þjóðin dáði. Jackie kærði sig aldrei
um sviðsljósið og hefur ekki gefið
viðtal í 25 ár þannig að blöðin hafa
fátt eitt skrifað um hana í einkalíf-
inu. Hins vegar hefur Jackie aldrei
gleymst og myndir af henni hafa
birst reglulega í blöðum, sérstaklega
þar sem hún er á gangi í Central
Park í New York en þar tók hún sér
heilsugöngu upp á hvern dag. Jackie
bjó einmitt skammt frá garðinum við
Fimmtu breiðgötu og hafði útsýni
yfir hann úr gluggum íbúðar sinnar.
Flestir þekkja sögu hennar. Jackie
fæddist með silfurskeið í munninum
á Long Island 28. júlí 1929. Hún var
dóttir John Vemou Bouvier III og
Janet Lee Bouvier. Þau hjónin skildu
árið 1940 en móðir hennar giftist aft-
ur tveimur árum síðar Hugh Auc-
hincloss.
Eftir menntaskólanám hélt Jackie
til Parísar þar sem hún stundaði
frönskunám í eitt ár. Hún útskrifað-
ist frá George Washington háskólan-
um í Washington DC áriö 1951.
I starfi sínu sem blaðamaður
kynntist hún ungum stjórnmála-
manni, John Fitzgerald Kennedy.
Þegar þau gengu í hjónaband í New-
port Rhode Island í september 1953
var hann 36 ára en hún 24ra. Jackie
gekk með fyrsta barn þeirra árið
1956. Barnið, sem var stúlka, fæddist
andvana. Jackie fæddi aðra dóttur í
nóvember 1957, Caroline. Hún var
aðeins þriggja ára þegar faðir hennar
varð forseti Bandaríkjanna. Sonur-
inn John John fæddist þremur vik-
um eftir að John F. Kennedy varð
forseti. Enn varð Jackie barnshaf-
andi og í ágúst 1963 ól hún son,
Patrick Bouvier Kennedy, en hann
lést tveimur dögum eftir fæðingu.
Þegar Jackie varð forsetafrú í
Hvíta húsinu breyttist ýmislegt þar.
Hún lét „yngja“ upp útlit hússins auk
þess sem hún bauð sjónvarpsmönn-
um í heimsókn en það var í fyrsta
- og því er lítið vitað um einkalíf henncir
skipti sem sjónvarpsútsending var
frá einkaíbúð forsetans.
Það þarf ekki að rifja upp hinn eft-
irminnilega dag í nóvember 1963 í
Dallas þegar John F. Kennedy var
myrtur. Um þann atburð hafa verið
gerðir ófáir sjónvarpsþættir og bíó-
myndir.
Jackie olli Bandaríkjamönnum
verulega miklum vonbrigðum þegar
hún gekk í hjónaband með gríska
auðkýfingnum Aristotle Onassis í
október 1968. Hjónaband þeirra var
hins vegar varla meira en á pappír-
unum. Onassis lést árið 1975 og eftir
það lifði Jackie rólegheitahfi langt
frá sviðsljósinu. Hún lagði mikið upp
úr fjölskyldulífi. Börn hennar og
barnabörn voru mikið hjá henni.
Jackie kaus að vinna úti þó hún ætti
næga peninga til að gera ekki neitt.
Hún starfaði hjá bókaútgáfunni Do-
ubleday í New York um langt skeið
og gaf út að minnsta kosti fimmtíu
bækur þar á meðal bók um Michael
Jackson.
Helsti vinur hennar til margra ára
var viðskiptajöfurinn Maurice
Tempelsman sem var fæddur í Belg-
íu árið 1929. Hann var ellefu ára þeg-
ar foreldrar hans flúðu til Bandaríkj-
anna undan nasistum. Faðir hans
átti viðskipti með demanta og
Maurice tók við fjölskyldufyrirtæk-
inu.
John Kennedy yngri er ókvæntur
en hefur verið kenndur við leikkon-
una Daryl Hannah. Carohne og eig-
inmaður hennar Ed Schlossberg eiga
þrjú börn, Rósu, sem er fimm ára og
skírð í höfuðið á 104 ára langömmu
sinni, Tatiana sem er 4ra ára og John
Bouvier Kennedy sem er ársgamall.
Jackie Kennedy kaus að deyja
heima hjá sér. Hún hafði háð erfiða
baráttu við krabbamein í eitlum og
læknar gátu ekkert meira fyrir hana
gert. Hún var jarðsett viö hlið fyrri
eiginmanns, Johns F. Kennedys og
barna þeirra tveggja.
Myndirnar hér á síðunni lýsa best
sérstæöu lífshlaupi þessarar glæsi-
legu konu.
Síðasta myndin sem tekin var af Jackie Kennedy Onassis. Myndin var tekin
i Central Park en meö henni er vinur hennar, Maurice Tempelsman, dóttir-
in Caroline og sonur hennar, John.
Brúðhjón Jackie og John F.
Kennedy voru gefin saman 14. sept-
ember 1953.
Jackie og John ásamt börnum sín-
um tveimur, Caroline og John John.
Ólyginn
... að leikkonan Drew Barry-
more, sem er 19 ára, hefði gifl
sig fyrir stuttu. Sá lukkulegi mun
vera Jeremy Thomas, 31 árs.
Drew sló rækilega I gegn I kvik-
myndinni E.T. á sínum tíma, að-
eins sjö ára, en peningarnir sem
hún þénaði fóru aflir i fíkniefni
og áfengi. Leikkonan fór í með-
ferð vegna ofneyslu þessara
efna aðeins þrettán ára. Hún
skrifaði bók um lif sitt fjórtán ára.
...að leikkonan Mia Farrow
hefði mikinn áhuga á að fjárfesta
á írlandi með þvi að kaupa sér
hús eftir að hún starfaði þar við
kvikmyndaupptökur. Umhverfið
á írlandi gerði henni gott eftir
alla erfiðleikana f sambandí við
skifnaðinn við Woody Allen.
... leikkonan Kim Basinger
hefði mikið sólarexem og yrði
því að forðast sólina svo mikið
sem hægt er. Þegar hún er að
leika í sólskini lætur hún starfs-
fólk halda sólhlíf fyrir sig svo hún
sé i skugga. Auk þess verður
leikkona að bera þykkt lag af
sólarvörn á sig.
... að leikkonan Whoopi Gold-
berg hefði nú ákveðið að giftast
sínum heittelskaða sfðará þessu
ári en hann mun heita Lyle Trac-
htenberg. Ástarsambandi henn-
ar og leikarans Teds Dansons
lauk fyrir skömmu en ekki leið á
löngu áður en Whoopi var orðin
ástfangin á nýjan leik enda geng-
ur þetta þannig fyrir sig i Holly-
wood.
... að prins Guíllaume, sonur
stórhertogans af Lúxemborg,
hefði trúlofast fyrlr stuttu. Sú
heppna er hln franska Sibillia
Welller, 26 ára, en hún er af
borgaralegum ættum. Guillaume
er þriðji sonur hertogans og sá
síöasti þeirra sem gengur í
hjónaband.
Hin dáða Jackie:
Gaf ekkert
viötal í 25 ár