Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1994 Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður: Skarpgreindur samningamaður í skólanum," segir Jens Pétur Hjalte- sted bekkjarbróðir Sigurjóns, eða Jonna eins og hann var kaliaður, úr Verslunarskóla íslands. „Hann átti mjög auðvelt með að læra. Við lásum mikið saman í gegnum Versló fyrir prófin og jafnvel þó að Jonni væri að spila um allt land um helgar og á Keflavíkurvelli í miðri viku var hann aldrei á eftir mér eða öðrum félaga okkar í lestrinum. Hann las nefnilega undir prófin í rútum, í pásum og hvenær sem hann gat tekið bækur upp. Jonni er mjög fylginn sér í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Jens Pétur. „Jonni var líka mjög góður í músík og það var skemmtilegt að ræða hana við hánn. Jonni leit aldrei á sig sem frægan poppara þó hann væri í vinsælustu hljómsveitunum." Harður í bisness Lárus Ýmir Óskarsson kvik- myndagerðarmaður, sem nú starfar hjá Sænska sjónvarpinu í Stokk- hólmi, hefur unnið talsvert með Sig- urjóni. „Við Sigurjón erum búnir að þekkjast vel í fimm ár. Ég kynntist honum þegar ég bað hann að vera með í að framleiða kvikmyndina Ryð. Þetta var fyrsta og eina íslenska kvikmyndin sem hann hefur fram- leitt. Siguijón kom mér strax fyrir sjónir sem mjög vel gefinn og klár náungi með mikið vit, hvort sem er á fjármálum eða kvikmyndum. Við höfum brallað ýmislegt og Sigurjón á í fyrirtæki sem ég hef unnið með sem heitir Hillingar. Einnig höfum við verið að skipuleggja kvikmynd sem verður gerð næsta vor í Evrópu, sennilega í Póllandi og Frakklandi. Hann mun framleiða þá mynd en ég leikstýra en myndin verður fyrir al- þjóðamarkað," sagði Lárus Ýmir. Þegar hann var beðinn að lýsa Sig- urjóni nánar svaraði hann: „Það er óhætt að segja að hann kemur vel fyrir og er mjög sjarmerandi. Hann er elskulegur en þó röggsamur og afit gengur vel sem hann tekur sér fyrir hendur. Siguijón er skipulagð- ur og það er kraftur í kringum hann. Ég held að hann sé einhver mesti afkastamaður sem ég hef kynnst. Hann er með mörg járn í eldinum og sinnir öllu vel sem hann gerir. Eins og menn verða að vera sem standa í viðskiptum þá er hann mjög ákveðinn og harður. Auk þess er hann afburðasnjall samningamaður. Siguijón er heilinn á bak við Propaganda Films að mínu viti. Ef Sigurjón setur peninga í fyrirtæki þá er eitthvert vit í þvi. Hans af- skipti af Stöð 2 munu þýða betri Stöð 2,“ segir Lárus Ýmir. Hann segir að Siguijón búi í góðu einbýlishúsi í Los Angeles sem Roy Rogers byggði upp- haflega sem sumarhús. „Það er eng- inn flottræfilsháttur í kringum Jonna. Hann býr í ljómandi góðu húsi en hann slær ekki um sig, hvorki í því né ööru.“ Fjármálavit ívöggugjöf Sigurjón er sagður hafa mikið fjár- málavit og einn skólabróðir hans sagði aö það hefði hann líklega feng- ið í vöggugjöf. Hann sá um fjármál allra þeirra hljómsveita sem hann starfaði með en auk þess átti hann stóran þátt í aö Hljóðriti varð að stöndugu fyrirtæki á þeim tíma. Sig- uijón útdeildi dauðum tímum í stúdíóinu til kóra og kvartetta í stað þess að láta það standa autt. Sigurjón er fæddur á Akranesi. Hann átti einn bróður, Karl Sig- hvatsson tónhstarmann, sem lést fyrir fáum árum. Móðir hans, Sigur- borg Siguijónsdóttir, er einnig látin. Foreldrar Sigurjóns skildu en móðir hans giftist aftur Ragnari Ingólfs- syni. Sigurjón er kvæntur Sigríði Þóris- dóttur kennara og eiga þau einn son, Þóri Snæ. Sigríður hefur verið kenn- ari á Skógum þar sem hún hefur verið með tilraunakennslu og hefur því oft dvahð hér á landi um nokk- urra mánaöa skeið. Sigurjón Sighvatsson hefur lagt fé í mörg fyrirtæki á íslandi eins og Stöð 2, Domino’s pizza og kvikmyndafyrirtækið Hiliingar, svo eitthvað sé nefnt. Menn eru sammála um að hann sé afburðasnjall fjármálamaður. Siguijón Sighvatsson kvikmynda- gerðarmaður í Hollywood hefur ver- ið sá maður sem fréttir vikunnar hafa snúist um eftir aö hann jók hlutabréfaeign sína í Stöð 2 og felldi þar með meirihluta stjórnarinnar. Sigurjón hefur verið búsettur í Los Angeles undanfarin sextán ár og rek- ið þar fyrirtækið Propaganda Films ásamt vini sínum og skólabróður Steve Gohn. Fyrirtækið var í þeirra eigu þar til fyrir þremur árum er þeir seldu meirihlutann til Polygram sem hafði verið minnihlutaeigandi. Sigurjón og Steve gerðu hins vegar samning th sex ára um áframhald- andi starf hjá fyrirtækinu þar sem sá fyrmefndi er stjórnarformaður. Sigurjón átti tuttugu ára stúdents- afmæh frá Verslunarskóla íslands fyrir ári en um leið útskrifaðist sonur hans þaðan. Siguijón, sem fékk ein- kunnina 8,25 á stúdentsprófi, hafði á námsárunum verið bassaleikari vin- sælustu hljómsveita landsins svo sem Flowers, Ævintýris og Brimkló- ar. Sphamennska flestöh kvöld kom þó eúd í veg fyrir að hann stundaði nám sitt af mikilli eljusemi og dugn- aði. Hann þótti mjög ólíkur öðmm poppuram og leit á spilamennskuna sem vinnu th að íjármagna nám sitt. Siguijón var mikhl reglumaður og tók ekki þátt í hinu villta lífi poppara á sjöunda áratugnum. Að loknu stúdentsprófi fór hann í bókmenntir í Háskóla íslands og það- an í kvikmyndagerð. Ameríka hehl- aði hann á þeim árum og þeir sem th hans þekkja segja að hann hafi séð framtíð í kvikmyndagerð og því hafi hann vahð það fag. Hann var hins vegar alltaf hrifinn af íslenskum bók- menntum og sögu. „Tilkynningaskyldan mun kalla sjálfvirkt" Tökum höndum saman um aðgerðir sem auka öryggi sjófarenda. Annað kvöld, 5. júní kl. 21 ;15, verður á dagskrá sjónvarpsins þátturinn „Tilkynningaskyldan mun kalla sjálfvirkt”. í þættinum verður sjálfvirka tilkynningaskyldan kynnt. Ábyrgur og fylginn sér „Siguijón hefur frábært fjármála- vit og þaö fann ég strax og ég kynnt- ist honum í Los Angeles. Hann var strax einstaklega fær að gera samn- inga,“ segir Valdimar Leifsson kvik- myndagerðamaður en hann var að- eins á undan Sigurjóni Sighvatssyni í kvikmyndanámi í Los Angeles á sínum tíma. „Sigurjón var mikih námsmaður og þó hann hafi litið út eins og aðrir hljómsveitarstrákar var hann mjög málefnalegur þegar maður ræddi við hann um hin ýmsu mál. Hann var mjög ábyrgur og stóð við allt sem hann sagði. Á inntökuprófi í Versló var hann hæstur og stóð sig mjög vel Við hvetjum alla sjómenn til að horfa á þennan þátt! Samgönguráðuneytið óskar sjómönnum og aðstandendum þeirra til fiamingju með sjómannadaginn. Sex matarkörfup á mánuði afl verð- mæti 30 Oásund hvep. 63 27 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.