Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. JtJNÍ 1994 Sérstæð sakamál Húnfékkhann ekki Sheila Cooper fæddist í Höfðaborg í S-Afríku fyrir miðja öldina. Hún var sextán ára þegar móðir hennar dó og þremur árum síðar kvæntist faðir hennar á nýjan leik. Samband Sheilu og stjúpmóöurinnar var ekki sem best og þegar Sheila var orðin tuttugu og tveggja ára fluttist hún að heiman. Hún settist að í leiguíbúð í Green Point, einni út- borga Höfðaborgar. Vandi Sheilu var þó ekki leystur. Hún. var einmana og langaði til þess að kynnast ungum manni sem gæti gefið lífi hennar nýjan tilgang. Brátt eignaðist hún vin, Christop- her Brehmen, en hann var vélstjóri í flotanum. Hann var mjög hrifrnn af henni og vildi kvænast henni en hún hafnaði honum á þeim for- sendum að hann væri aðeins vinur og hún vildi að samband þeirra yrði eins og milli systkina. Áhugaverður ungurmaður Nokkrum mánuðum eftir að Sheila fluttist að heiman kynntist hún öðrum ungum manni, Andre Cussons. Hann var af frönsku for- eldri, tveimur árum yngri en hún og yngstur þriggja systkina. For- eldrar hans voru mjög hrifnir af honum og ætluðu honum stórt hlutverk í lífinu. Og Sheila hugsaði á sama veg eftir að kynni þeirra höfðu staðið um hríð. Þótt hann væri dálítið yngri en hún og henni fyndist hann stundum svolítið barnalegur sá hún í honum allt sem hún gat óskað sér, mann sem elsk- aði hana, vildi eignast með henni böm og gæti gefið henm betra heimili en það sem hún haiði átt í uppvextinum. Andre hafði nýlokið grunnnámi í sjóliðsforingjaskóla flotans þegar hann kynntist Sheilu. Hann hreifst mjög af henni og má segja að um ást við fyrstu sýn hafi verið að ræða. Og hún varð heitari eftir því sem mánuðirnir hðu. Vandi í heimahúsum Foreldrar Andres fylgdust vel meö sambandi hans og Sheilu. Ástæðan var þó ekki sú að þeir hrifust af ungu stúlkunni, heldur andúð á henni. Þeir vom þeirrar skoðunar aö Andre ætti ekki að festa ráð sitt strax. Hann ætti að Ijúka náminu í sjóliðsforingjaskól- anum fyrst. Andúðin á Sheilu byggðist meðal annars á því að hún kom frá annars konar og að þeirra mati lakara heimili en Andre hafði átt, en einnig þótti þeim hún í eldra lagi fyrir son þeirra. Andre lét hins vegar ábendingar og aðfmnslur foreldranna sem vind um eyrun þjóta. Hann var ástfang- inn af Sheiiu og þar kom að honum fannst hann þurfa að endurskoða allar áætlanir sínar. Hann sagði sig síöan úr sjóliðsforingjaskólanum og fékk starf á auglýsingadeild Járnbrautarfélags S-Afríku. Bónorð, en ekkertbrúðkaup Þegar rúmlega hálft ár var liðið frá því að Andre og Sheila kynnt- ust kom hún dag einn til Christop- hers Brehem og skýrði honum frá því að Andre hefði beðið sín og færi brúðkaupið fram eftir nokkra mánuði. En það varð ekkert af brúðkaup- inu. Foreldrar Andres lögðu við þvi bann að hann kvæntist og skipuðu honum að fara í skólann á nýjan leik. Hann tók þessu þunglega í fyrstu. Sheilu var hins vegar ljóst að foreldrar Andres lögðu hart að honum að falla ekki frá fyrri áætl- unum sínum. Þess vegna varð hún hrædd við að hann sneri við henni bakinu. Þá fékk hún þá hugmynd að yrði hún ólétt neyddist Andre til að kvænast henni. Dagamir höu og Sheila varð aö viðurkenna fyrir sjálfri sér að tíi- finningar Andres í hennar garð væm nú orðnar aðrar en þær höfðu verið. Hann kom æ sjaldnar í heimsókn. Og reyndi hún að hringja heim til hans svaraði móðir hans alltaf í símann. Þegar hún heyrði hver var að hringja lagði hún á án þess að segja orð. Bréfið Dag einn var Sheila það illa hald- in að hún vildi gera tilraun til að koma sambandinu við Andre í fyrra horf. Hún fór á fund Brehems og bað hann um að ræða við Andre fyrir sig. Hann gerði það og sneri tíl baka með bréf frá honum. Það var á þessa leið: „Kæra Sheila. Ég hef orðið að taka þá dapurlegu ákvörðun að slíta sambandi okkar. Við verðum að reyna aö gleyma hvort öðru. Mér þykir það leitt en öðmvisi get- ur það ekki verið. Foreldrar mínir hafa ekki neytt mig til að yfirgefa þig. Það er algerlega mín eigin ákvörðun." Þegar hér var komið vissi Sheila Andre Coussons, í búningi sjóliðs- foringjaefnis. að hún var ólétt og nú fór hún að íhuga sjálfsvíg. Síðar lýsti hún hug- myndum sínum mn það á þann veg að ætlunin hefði verið að gera það svo Andre myndi ætíð hugsa til hennar. Næsta verk hennar var að fara út í búð og kaupa skamm- byssu. Þá gekk hún frá erfðaskrá. Síðasti fundurinn Sheila ætíaði þó að leyfa sér eitt áður en hún yfirgæfi þennan heim. Hún ætíaði að eiga stutta stund með Andre og segja honum frá því að hún væri ólétt. Henni tókst aö ná til hans í síma þar sem hann var á vinnustað og féllst hann á að koma heim til hennar. Andre kom nokkru eftir hádegið. Um það bil tíu mínútum síðar hringdi Sheila grátandi á dyra- bjöllu nágranna síns og sagði: „Hjálpaðu mér. Ég var að drepa Andre.“ Andre fannst látinn á gólfinu í íbúð Sheilu. Hafði hann verið skot- inn fimm skotum í höfuð og bijóst. Málið kom fyrir sakadóm í Höfða- borg rúmum tveimur mánuðum síðar. Þar hélt saksóknarinn, P.B. Blackenberg, því fram að Sheila hefði myrt Andre Coussons af ásettu ráði. „Þegar hann neitaði að kvænast henni eftir að hafa heyrt að hún var ólétt voru örlög hans ráðin,“ sagði hann. Málsbætur Verjandi Sheilu, Gerald Gordon, sem var einn kunnasti lögmaður í S-Afríku, sagði að atvikið hefði ver- ið slys. Sheila hefði keypt skamm- byssuna allmörgum dögum áður með sjálfsvíg í huga. Kæmi það vel fram af erfðaskránni sem hún hefði verið búin að ganga frá. í vitnastúlku skýrði Sheila svo frá að hún hefði tekið skammbyss- una og beint að eigin höfði þegar Andre hefði sagt henni að hann hygðist ekki kvænast henni. Ég setti hlaupið upp að höfðinu, en hann sat bara og horfði á mig,“ sagði hún. „Svo man ég að ég sá blossana standa fram úr hlaupinu. Andlit hans kom nær og nær og það blæddi úr því. Á því augnabliki sem ég skaut skotunum var ég al- veg tilfinningalaus." Niðurstaða kviðdóms í ræðu sinni til kviðdómenda sagði Herbstein dómari. „Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ungfrú Sheila Cooper hafi gefið sanna skýringu á gjörðum sínum og ég á erfitt með að sjá að henni hafi í raun gengið annað til en að fremja sjálfsvíg. Ég held að hún hafi ekki vitað hvað hún var að gera þegar hún hleypti af skotunum sem urðu Andre Coussons að bana.“ Kviðdómendur sátu á rökstólum í tvo tíma en tilkynntu síðan að þeir teldu Sheilu Cooper „saklausa af nokkrum glæp“. Nokkrum mánuðum eftir sýkn- una eignaðist Sheila dóttur en hún gaf hana þegar í stað. „í hvert sinn sem ég hefði litið á barnið hefði það minnt mig á Andre,“ sagði hún við fréttamann. „Þess vegna varö ég að gefa hana og ég vil ekki fá að vita hvar hún er.“ Hjónabönd Sheila giftist nokkru síðar Christ- opher Brehem og eignuðust þau tvö böm. Hún átti hins vegar erfitt með að vera ein þann tíma sem maður hennar var á sjó. Hjónabandinu lauk því með skilnaði. Aftur giftist Sheila en aUt fór á sama veg. Hún fann ekki hamingj- una og því lauk þessu hjónabandi eins og því fyrra. í þriðja sinn giftist hún og þá virt- ist loks sem hún hefði fundið sér lífsforunaut. Hún býr nú í einbýlis- húsi í Muizenberg, im fjöratíu kíló- metra utan við Höfðaborg. En ham- ingjusöm hefur hún í raun aldrei verið og því lýsir hún sjálf meðal annars á þennan hátt: „Sumar nætur er ég svo þreytt að ég sef draumlausum svefni. En svo koma aðrar nætur þegar ég ligg andvaka og þá er sem ég heyri rödd Andres. Hann segir lágt, svo næst- um líkist hvísli: „Þú munt aldrei geta gleymt mér, Sheila. Þú munt aldrei flnna frið.““ Heldurfastvið gamla framburðinn „Ég held enn fram því sem ég sagði forðum," segir Sheila, „að ég man ekki það sem gerðist. Þetta var slys. Það eina sem ég man er að ég drap Andre. Vinir mínir hafa sagt mér að tíminn lækni öll ár. En í mínu til- viki á það ekki við. Tíminn læknar ekki mín sár. Ég á mann, böm og bamabörn og lifi fyrir þau en djúpt í hjarta minu býr Ándre, maðurinn sem ég dáði, og svipti lífi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.