Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 43 Er það betra að vera feitur og reyklaus en grannur með sígarettu? Getur þú ímyndað þér Humphrey Bog- art sílspikaðan eins og Amerikana af Vellinum. Reykingamað - ur hefur orðið Nökkvi læknir hitti Snjólf Reykjalín bókbindara á Landspít- alalóðinni um daginn. Þeir höfðu verið saman til sjós endur fyrir löngu, fyrir daga kvótakónganna, meðan ennþá var fiskur í sjó. Snjólfur stóð á stórköflóttum brún- um náttslopp og flókainniskóm og reykti af áfergju við einar útidym- ar. Hann leit iUa út, kinnfiskasog- inn og tekinn í andliti, magur og hokinn. Hárið var grátt og þunnt, greitt aftur á hnakka. Þeir tóku tal saman. Eftir kurteislegt hjal um borgarstjómarkosningar, knatt- spyrnu og gamla skipstjóra spurði Nökkvi hvað Snjólfur væri að gera á slopp á þessum guðsvolaða stað. Snjólfur sagðist liggja inni vegna rannsókna. „En ástæðan fyrir því að ég stend hérna úti eins og hver annar utangarðsmaður," bætti hann við, reiðilegri röddu, „er sú að við megum ekki reykja innan- dyra nema í andstyggilegri reyks- konsu sem minnir helst á gasklefa frá þriðja ríkinu. Þetta er meira fasistasamfélagið. Reykingamenn eru ofsóttir af yfirvöldum, læknum og alls konar forræðishði sem allt telur sig vita og kunna. Guðrún Helgadóttir alþingismaður er sko mín kona þótt ég hafi aldrei fylgt henni í póhtík. Hún hefur tekið upp hanskann fyrir okkur reykinga- menn í baráttunni við þessi lækna- fífl.“ Snjólfur saug í sig reykinn með nautnasvip. „Þetta andreyk- ingafólk segist fá í sig of mikinn reyk í návist reykingamanna. Ef þetta þolir svona illa smáreyk; af hveiju hættir það bara ekki að anda?“ Hann hóstaði nokkmm sinnum og sagði: „Nei, hvað væri lífið án 20-30 sígarettna á dag. Leiðinlegt sjónvarp Tilveran er ekki svo skemmtileg. Sjáðu t.d. sjónvarpið. Þar em ann- að hvort víkingamyndir eftir Hrafn Gunnlaugsson eða vandamála- þættir um regnskógana í Brasilíu og minnkandi fijósemi ánamaðka. Er hægt að ætlast til að maður sitji yfir þessumfjanda án þess að fá sér reyk? Annars leiðist mér mest þetta kjaftæði um peningana sem ég er búinn að eyða í sígarettur. Einu sinni hitti ég andreykinga- postula sem sagðist vera búinn að reikna út hversu miklu ég heföi eytt í tóhak á 25 árum. Hann sagöi: Ef þú hefðir ekki reykt ættirðu 2 BMW bíla og eitt einbýlishús. Jæja, vinur, svaraði ég. Átt þú kannski 2 BMW bíla. Mér sýnist þú alltaf vera á gömlu Lödunni? Hann snarþagn- aði, pilturinn sá.“ Snjólfur hló gleðivana hlátri, hóstaði og saup hveljur en hélt síðan áfram. „Svo leiðist mér afskaplega mikið þetta kjaftæöi um minnkaðar lífslíkur reykingamanna. Ég þekki mann sem er 85 ára og hefur reykt í 45 ár og lifir enn. Eða allt bullið um Á læknavaktínm úthaldsleysi reykingamanna. Ég get farið allra minna ferða þrátt fyrir reykingarnar. Hættulegt að hætta Um daginn gekk ég eina 400 metra í einum rykk án þess að stoppa. Ég get meira að segja geng- ið upp stiga og reykt um leið. Svo þarf sæmilegt úthald til að hósta eins mikið og ég geri. Annars er stórhættulegt að hætta að reykja. Fjölmargir hafa fitnað og fengið hamborgararass vegna þess. Er það betra að vera feitur og reyklaus en grannur með sígarettu? Getur þú ímyndað þér Humphrey Bogart sílspikaðan eins og Ameríkana af Vellinum. Einn vinur minn hætti að reykja eftir að hafa reykt í 30 ár. Eftir 2 mánuði lenti hann í bil- slysi og dó. Ekki borgaði það sig fyrir hann að hætta að reykja." Snjólfur tók sér málhvíld, kveikti sér í nýrri rettu og hélt áfram. „Einu sinni hætti ég að reykja út af öllu helvítis röflinu um peninga- eyðslu, úthaldsleysi og veikindi. Það er ekki mikil kúnst. Eftir 4 klukkutíma uppgötvaði ég að þetta var tómt bull og byijaði aftur. Þetta sannaði fyrir mér að ég get hætt hvenær sem er.“ Snjólfur tók upp sígarettupakka og velti honum milli handa sér. „Hvað ertu að gera héma?“ sagði Nökkvi, hikandi. „Það eru einhveijar breytingar á lungunum á mér sem þeir eru að rannsaka," sagði Snjólfur dauflega. „En það er örugglega ekki vegna reykinga heldur mengunar í and- rúmsloftinu. Auk þess er verið að rannsaka æðaþrengsli í fótunum. Það er sennilega vegna þess að ég hef alltaf gengið í þröngum sokk- um.“ Hann þagnaði en bætti svo við: „Að mínu viti eru reykingar bæði hollar og gagnlegar. Öll þessi veikindi mín í lungum og æðum stafa sennilega af mengun, matar- æði og þrálátu kvefi. Auk þess var víst mamma mikið með kvef meðan hún gekk með mig. Þeir vilja meina læknamir að þetta stafi allt af reykingum en ég segi eins og Guð- rún Helgadóttir: Þetta eru noma- veiðar. Allar þessar greinar um skaðsemi reykinga eru sennilega lygaþvættingur og læknahroki." Nökkvi kastaði á hann kveðju og fór leiðar sinnar. Eftir stóð Snjólfur með sígarettuna sína og taldi sjálf- um sér áfram trú um nytsemi þess sem var að leggja hann í gröfma. Allir fá frfan bol í dag frá ki. 10.00-17.00 sem kaupa gallajakka hjá okkur. Verð kr. 3.900-4.900. Ath. Kvengallabuxur kr. 1.000. Verslunin Greinir Skólavörðustíg 42, sími 621171 Lausafjáruppboð Eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, ýmissa lögmanna og stofnana fer fram nauðungarsala á ýmsu lausafé, bifreiðum o.fl. laugardaginn 11. júní nk. kl. 13.30 i uppboðssal í Tollhúsinu við Tryggvagötu (hafnarmegin). Eftir kröfu Tollstjórans ótollaðar vörur, m.a. skófatnaður, alls konar fatnað- ur, Calsium Cloride, rafmagnsvörur, snyrtivörur, skothylki, ca 2.300 stk., leikfangaþrautir, bómullarvörur, búsáhöld, örbylgjuofn, stólar og borð, um- búðir fyrir fisk, 1100 kg, skrúfur og boltar, alls konar húsgögn, alls konar varahlutir, geisladiskar, vefnaðarvara, eldhúsinnréttingar, plastprófílar, 1 pl. Lift-Vans, 8346 kg, leiktæki, ca 900 kg, vatnsbyssur, ca 1300 kg, vöðlur, 4 pl. plast, ca 12.000 kg, 1 gm. dekk, ca 11.000 kg, stálvír, ca 780 kg, borð- búnaður, alls konar húsgögn, teppi, lampar, koparplötur, fiskvinnsluvél, 2 cl krani, 2700 kg, bifr. Plymouth Volaré, árg. 1978, Citroen BX19, árg. 1984, Camping Trailer, ca 500 kg. Eftir kröfu ýmissa lögmanna, Gjaldheimt- unnar í Reykjavík, banka, sparisjóða og fl. Bifr. KC-880 Ford, árg. 1986, 6 víxlar, hver að fjárhæð kr. 220.000, með gjalddögum 12.10.'94,12.11 .'94, 12.12.'94, 12.1 .'95, 12.2.'95, 12.3.'95, allir útg. 11.6.'93 af Ester Antons- dóttur til greiðslu af Þorbirni Pálssyni og ábektir af Karli Pálssyni, sjónvarps- tæki, hljómflutningstæki, alls konar húsmunir og tæki, málverk, alls konar skrifstofutæki, fatnaður og margt fleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN I REYKJAVÍK Deildarsérfræðingur Tímabundin ráðning Verkefni: Námskrár- og námsefnisgerð, eftirlit með ökunámi (að nokkru leyti kvöldvinna), gerð prófa, prófdæming, önnur verkefni á starfssviði Umferðar- ráðs. Skilyrði: Menntun í uppeldis- og kennslufræðum eða sálfræði, reynsla af gerð námskrár, námsefnis eða prófa, ökukennararéttindi, þekking á tölfræðilegri úrvinnslu og tölvum. Reynsla af fjölmiðlun eða út- gáfustarfsemi æskiieg. Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Á. Jóhannesson deildarstjóri í síma 91 -622000 eða 91 -676603 (heima). Skriflegar umsóknir berist fyrir hádegi 20. júní nk. á eyðu- blöðum sem hér fást. 150 Reykjavík If UMFERÐAR RAÐ Styrkir til markaðssetningar á EES-svæðinu Ríkisstjórnin veitir á þessu ári styrki til útflytjenda til sértækra markaðsaðgerða á hinu Evrópska efnahags- svæði (EES). Starfshópur á vegum utanríkisráðu- neytis annast úthlutun. Ekki verða veittir styrkir vegna almennra launa starfsmanna, vöruþróunar, fjárfest- inga í aðföngum, vélum eða tækjum. Um styrki geta sótt fyrirtæki, einstaklingar eða stofn- anir. Umsækjendur skulu leggja fram umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá utanríkisráðu- neytinu og hjá Útflutningsráði islands. Gert er ráð fyrir að styrkirnir geti að jafnaði numið um þriðjungi af kostnaðaráætlun hvers verkefnis, þó aldrei meiru en helmingi og ber umsækjendum að gera grein fyr- ir því hvernig þeir hyggjast frjármagna mismuninn. Utanríkisráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um ofangreinda styrki. Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. og umsóknum skal skilað til utanríkisráðuneytisins, viðskiptaskrifstofu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavík, bréfasími 624878 eða Útflutningsráðs islands, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, bréfasími 17222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.