Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1994 Viku - hestaævintýri í sveit fyrir 12 til 15 ára hressa krakka íslenskir góöhestar bjóða ungling- um 12 til 15 ára upp á vikudvöl aö Núpi í Fljótshlíð. Fyrstu 4 dag- ana verður byrjendanámskeið og tilsögn fyrir þá sem lengra eru komnir, auk styttri skoðunar- og reiðtúra. Þrjá síðustu dagana er farið í fjallaferð og komið heim að Núpi seinni part 7. dags. Þátttakendur fá hesta og reiðtygi á staðnum en einnig er hægt að hafa með sér eigin hest og reiðtygi ef óskað er. Leitið nánari upplýsinga í síma 98-78316. Takmarkaður fjöldi í hverjum hóp. ÍSLENSKIR GÓÐHESTAR NÚPI, FLJÓTSHLÍÐ. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 7. júní 1994 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar. 1 stk. Nissan Patrol (skemmdur) (D) 1993 1 stk. Nissan Patrol pickup m/húsi (D) 1987 1 stk. Subaru 1800 station 1990 1 stk. C M C Suburban 1988 1 stk. Mitsubishi L-300 (skemmdur) 1986 1 stk. Audi 200fólksbifreið 1986 1 stk. Toyota Corolla 1991 3 stk. Nissan Micra 1988-89 1 stk. Chevrolet Suburban (D) 1987 1 stk. Mercedes Benz 1628 (D) 1986 1 stk. Ford Econolinesendiferðabifr. 1981 1 stk. Arctic Cat vélsleði 1987 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki 1 stk. vatnstankur, 10.000 I, án dælu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. Æf RÍKISKAUP Ú t b o & t k i I a árangril BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844, BRÉFASÍMI 9 1-626739 Spurningaleikur Svör 1) Anna Chlumsky 2) 1972 3) 13 ára 4) Los Angeles Færið svörin inn í auglýsinguna sem birtist í DV sl. fimmtudag og sendið til Krakkaklúbbs DV. Skilafrestur er til 10. júní ’94 Matgæðingur vikunnar Kjúklinga- réttur, pasta „Ég ætla að gefa uppskrift að kjúklingarétti sem ég fékk upphaf- lega hjá tengdamóður minni. Þessi uppskrift er dæmigeröur „mömmumatur" og hún hefur ver- ið notuð lengi í fjölskyldunni." Þetta segir Margrét Stefánsdóttir söngkona sem er matgæðingur DV að þessu sinni. Margrét gefur einn- ig uppskrift að ljúffengu brauði sem tilvaiið er að bera fram með kjúklingaréttinum. Þá lætur hún fljóta með uppskrift að pastarétti sem hún segir upplagt að elda á góðviðrisdegi í sumar. En fyrst er það kjúklingarétturinn sem er í senn einfaldur og góður. í hann fer: 1 kjúklingur 1 dós Campbell’s Cream Chicken Soup u.þ.b. 2 tesk. karrí kjúklingakrydd ijómi örlítið af sýrðum rjóma Kjúklingurinn er kryddaður lítil- lega með kjúklingakryddi og grillaður. Síðan er súpan þynnt með ijóma þannig að úr verður sósa. Hún er krydduð með karríi og svolitlu kjúklingakryddi og sýrða rjómanum blandað saman við. Kjötið er skorið af kjúklingn- um, sett saman við sósuna og allt sett í smurt eldfast mót. Rifnum ostri er stráð yfir og bakað við 180 -ognýttbrauð Margrét Stefánsdóttir, söngkona og matgæðingur DV. gráður í um 20 mínútur, eða þar til að osturinn er vel bráðinn. Með þessum rétti er gott að bera fram hrísgrjón, salat og brauð. Og þá er komið að umræddri brauðupp- skrift. í hana fer: 2 /i bolli heilhveiti 'A bolh sólkjamafræ (eöa önnur fræ) 6 tesk. lyftiduft 1 tesk. salt 'A 1 AB-mjólk Öllu blandað saman, hrært og sett í smurt form. Gott er að strá svolitlu af fræjum yfir brauðið. Bakað við 180 gráður í u.þ.b. eina klukkustund. „Þessa uppskrift fékk ég hjá söng- kennaranum mínum, Rut Magnús- son,“ segir Margrét. Pastarétturinn rekur svo lestina, en í hann fer: pastaskrúfur 2- 3 hvítlauksrif 50 g gráðaostur paprikuduft (eftir smekk) 250 g rækjur 3- 4 dl ijómi Hvítlauksrifin eru marin og steikt í ólífuolíu og gráðaosturinn síðan settur út í og bræddur með hvítlauknum. Rjómanum blandað saman við og kryddað með papr- ikuduftinu. Að síðustu er rækjun- um blandað saman við. Stundum þarf aö þykkja sósuna örlítið með hveitijafningi, en yfirleitt er hún þó hæfilega þykk sé farið eftir upp- skriftinni. Pastaskrúfurnar eru soðnar og bornar fram með rækju- sósunni, hvítlauksbrauði og græn- metissalati. Margrét skorar á systur sína, Sig- ríði Stefánsdóttur, sem er fóstra og húsmóðir á Sauðárkróki, að sýna listir sínar í matargerðinni í næsta helgarblaði. Hinhliðin Langar að hitta Tracy Lord - segir útvarpsmaðurinn Davíð Þór Jónsson Davíð Þór Jónsson er annar helmingur hinna skemmtilegu Radíus-bræðra sem koma fram í Dagsljósi Sjónvarpsins. Hann er einnig annar tveggja umsjónar- manna Górillunnar sem er nýr sumarglensþáttur á Aðalstöðinni 90,9. Þá hefur Davíð Þór nýlokið við að þýða1 söngleikinn Hárið ásamt Baltasar Kormáki leikara en frumsýning á því verður í júlí. Loks má nefna að Davíð Þór er einstæð- ur tveggja barna faðir aðra hveija viku. Það er grínistinn sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Davíð Þór Jónsson. Fæðingardagur og ár: 5. janúar 1965. Maki: Enginn. Börn: Þau eru þijú. Hulda, fædd 4.4. 1983, ísold, fædd 24.2. 1990, og Númi, fæddur 24.9. 1991. Bifreið: Mazda GT, árgerð 1984. Starf: Útvarpsmaður, skemmti- kraftur, nemi og þýðandi. Laun: Þau eru eftir afköstum. Áhugamál: Ég er svo heppinn að geta unnið við það sem ég hef áhuga á og stunda nám í guöfræði sem er einnig mitt áhugamál. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég fékk þijár tölur í fyrsta drætti en síöan ekki neitt. Ég hef reyndar verið latur að spila síðan. Hvað fimist þér skemmtilegast að gera? Ég get ekki látið hafa það eft- ir mér. Hvað finnst þér leiðinlegast að Davíð Þór Jónsson, ný útvarps stjarna á Aðalstöðinni. gera? Bijóta saman blautt tjald eft* ir útilegu eina helgi. Uppáhaldsmatur: Mér finnst allur matur góður sem er búinn til úr góðu hráefni. Úppáhaldsdrykkur: Miðað við það magn sem ég drekk hlýtur það að vera kaffi. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Guðgeir Leifsson. Uppáhaldstímarit: Ég les lítiö tíma- rit en Andrés önd er góöur. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Það eru tvær konur sem gefa mér heitt í hjartaö og það eru dætur mínar tvær. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég hef megnustu fyrir- litningu á þessari ríkisstjóm og öllu því sem hún hefur gert. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Tracy Lord. Uppáhaldsleikari: Steinn Ármann Magnússon. Uppáhaldsleikkona: Tracy Lord. Uppáhaldssöngvari: Atli Geir Grét- arsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi- björg Sólrún. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Homer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Simpson fjölskyldan. Uppáhaldsveitingahús: Miðað við hversu oft maður heimsækir þau hlýtur það að vera Kaffibarinn. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Prinsippsins vegna er ég andvígur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Aðalstöðin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jakob Bjamar Grétarsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Ég horfi aldrei á Stöð 2 þar sem ég á ekki ruglara. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ásta R. Ólafsdóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Berlín og Kaffibarinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: FH. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Bara að halda áfram að starfa við það sem mér finnst skemmtilegt. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Hvaða sumarfríi? —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.