Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 Útlönd Stuttar fréttir i>v Watson dæmdur ífjögunramán- aðafangelsi Norskur dómstóll hefur dæmt Paul Watson, leiö- toga Sea Shep- herd samtak- anna, og kær- ustu hans, Lisu Distefano, til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir aö gera tilraun til aö sökkva norsku hvalveiðiskipi í desember áriö 1992. Watson og kærasta hans búa í Bandaríkjunum og er því alls óvíst hvenær dómnum verður framfylgt. Skadsemi reyk- ingaámeð- göngutíma Konur sem reykja á meðgöngu- timanum eiga mun meira á hættu eignast börn með einhvers konar fæðingargalla á útlimum en þær konur sem ekki reykia. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerö var af ungverskum læknum og birt í British Medical Journai fyrir skömmu. Læknarnir segjast hafa sannað að konur sem reykja eignist ekki aðeins lítil og veikburða börn og eigi auk þess mun fremur ó hættu að missa fóstur heldur sé það 60% algengara aö þær eignist börn með ýmsa fæðingargalla á útlim- um. Læknarnir skýröu frá því aö ein af hveijum fimm óléttum konum 1 Ungvetjalandi reyktu á meðgöngutímanum. ViljaaðNorð- mennhættð hvalveiðum Grænfrið- ungarhafasent frá sér yfirlýs- ingu þar sem þeir hvetja Norðmenn til að leggja niður hvalveiðar í ábataskyni í ár þar sem þeir segja að hætta sé á að stofiiinn sé mun minni en tölur frá Noregi hafi gefiö til kynna. Talsmenn Grænfriöunga segja að nokkrir fulltrúar á alþjóða hvalveiðiráðstefnunni, sem hald- in var í Mexíkó í síöasta mánuði, hafi lýst þvi yfir að þeir efuðust um aðferöir þær sem notaðar hafa veriö af Norðmönnum viö talningu á hrefnum og því gæti stofninn í Norðaustur-Atlants- hafi verið undir 86.700. Heuter, NTB Indónesía: Erlendar kauphallir: Lágmarki náð í London og París Hlutabréfavísitölur í helstu kaup- höllum heims eru í lágmarki um þessar mundir. Þann 1. júní geröist það að FT-SE100 í London og CAC-40 í París náðu botninum það sem af er. þessu ári. FT-SE100 hefur ekki verið lægri síðan í júlí á síðasta ári en CAC-40 hefur ekki fariö niður fyrir 2000 stig í mörg ár. Lítils háttar vaxtalækkun í Frakk- landi varö til þess að CAC-40 steig aðeins upp á við á fimmtudag. í Lon- don fór FT-SE 100 sömuleiðis upp á við á ný. Dow Jones vísitalan í New York hefur haldist frekar stöðug undan- fama viku og er örlitlu hærri en fyr- ir viku. Tölur inni á gröfunum til hliðar em frá fimmtudeginum, að Frankfurt og Milanó undanskildum. Yf ir 150 létust í f lóðbylgjum Að minnsta kosti 150 manns létust í flóöbylgjum sem urðu af völdum jarðskjálfta sem skók austurhluta Jövu í Indónesíu í gær. Skjálftinn mældist 5,9 stig á Richter og óttast er að tala látinna eigi eftir að verða mun hærri. Um 500 leitarmenn vinna nú hörð- um höndum við leit að fólki en flóð- bylgjumar skullu yfir um kl. 1 eftir miðnætti þegar flest fólk var sofandi. Mikill fjöldi bygginga gereyðilagðist og sömuleiðis tugir fiskibáta. Lög- regluyfirvöld segja tugi líka liggja á víð og dreif og hjálparstarf erfitt. „Ég taldi alls 12 flóðbylgjur. Fólk varð skelfingu lostið og hljóp inn í bænahús og burt frá ströndinni. Nú em allir hræddir um að fleiri flóö- bylgjur eigi eftir aö koma,“ sagði fiskimaður sem varð vitni að nátt- úruhamfomnum. Flestir þeirra sem létu lífið voru úr fiskimannafjölskyldum sem bjuggu nærri ströndunum. „Þau höfðu enga möguleika á að verja sig þar sem þau vora sofandi þegar þetta dundi yfir,“ sagði yfir- maður lögreglunnar. Indónesíska eyjahafið er á miklu jarðskjálftabelti og jarðskjálftar ríða þar yfir meö vissu millibili. Um tvö þúsund manns létu lífið í síðasta öfluga jarðskjálftanum sem skók eyj- una Flores á Austur-Balí árið 1992. Reuter Hermenn (rá S-Jemen hreinsa sprengjur áður en þær verða notaðar gegn andstæðingunum í norðri. Harðir bar- dagar geisa enn milli stríðandi fylkinga og spennan í nánd við borgina Aden og þorpið Saber magnaðist í gær. Símamynd Reuter Ref siaðgerðum beitt fljótlega Framkvæmdastjóri Alþjóða kjam- orkumájastofnunarinnar, Hans Blix, skýrði Öryggisráði Sameinuðu þjóö- anna í gær frá stöðu mála varðandi deiluna um eftirlit með kjamorku- málum í Norður-Kóreu en búist er við að refsiaðgerðum gegn N-Kóreu- mönnum verði beitt mjög fljólega. N-Kóreumenn hafa bmgðist hart við öllu tali um refsiaðgerðir og m.a. hótað að fara ekki eftir sáttmálum þeim sem Alþjóða kjamorkumála- stofnunin (LAEA) hefur sett um tak- mörkun og öryggi varðandi kjarn- orkuvopn. Auk þess hafa þeir hótað því að refsiaðgerðir gagnvart þeim muni hafa alvarlegar afleiðingar í fór með sér. Kínverjar telja að refsiaðgerðir ættu að taka gúdi í næstu viku en Bandaríkjamenn segjast vilja fá Blix til Bandaríkjanna á sinn fund til að ræða málið. Jeltsín hefur skýrt Clinton frá til- lögum Rússa um ráðstefnu sem hald- in yrði á milli Bandaríkjanna, Norð- ur- og Suöur-Kóreu, Japans, Kína, IAEA, SÞ og Rússlands til að reyna að finna lausn á deilunni. Hann segir að refsiaðgerðum gegn N-Kóreu skuli ekki beitt fyrr en reyna hefði verið að koma ráðstefnu á. Reuter Hlutabréfavísitölur í kauphöllum - 3200 3150 3100? 3050' 3000 2950 2900 2850 Kr. M • 2050C •> 200( II951 ■1900C' 2dS0y8 M J bmob Kaupmannahöfn 1400 1200 . 1000 - 800 600 Kr. VI A HBl M J _ 363,83 M J 18500 21009,00 8000 y**4,44 Kr. M A M J Kr. M A M J ; bbU Ðour*e 1550 650\V 1 640 - V 1500 1450^ 1400 DZU 1446,42 1 Kr. M A M J Kr. M A M J ov 25 drukknuðu Að minnsta kosti 25 manns drúkknuðu þegar bát hvolfdi á Bengalflóa í gær. ísraelar hafa komiö þunga- vopnum sinum fyrir á landamær- unum við Líbanon. Davíð í Helsinki Davíð Odds- son forsætis- ráðherra er nú staddur á fundi Bilderberg- klúbbsins í Helsinki. í Bilderberg- klúbbnum eru ýmsir frammámenn í viöskipta- og stjómmálalífinu. Riðuveiki Búið er að banna slátraram í þýska ríkinu Rhineland-Pfalz aö slátra nautgripum frá Bretlandi vegna riöuveiki. Fimmárliðin Fimm ár eru nu liöin frá fiölda- morðunum á Torgi hins him- neska friðar. Hommar í Disneylandi Um 12 þúsund hommar og les- bíur ætla að koma saman í Dis- neylandi á Flórída í dag. Ljón drepast Tugi Ijóna hafa drepist í Afríku vegna ókunns sjúkdóms. FJóð í Bangladess Yfir 25 þúsund manns lokuðust inni á heimilum sínum vegna mikilla flóða í Bangladess. Fórnariamba minnst Bill Clinton Bandaríkjafor- seti minntist innrásar bandamanna í seinni heims- styrjöldinni á Ítalíu með því að fara að gröf 7.862 bandariskra hermanna. Hann fór einnig á fund fyrrum hermanna í stríðinu. MorðiníRúanda Sérstakur sendimaður SÞ fer til Rúanda í næstu viku til að rann- saka hver beri ábyrgð á morðun- um þar. FJórir létust Fjórir múshmskir hermenn lét- ust og fjórir lögreglumenn særð- ust í óeiröum í Egyptalandi í gær, Brottför Serba Sérstakur sendimaður SÞ, Ak- ashi, ræðir við leiötoga Serba um brottflutning frá Gorazde. Ahtisaariivanda? Ahtisaari, forseti Finn- lands, segist vona að stjórn hans haldi áfram völdum þrátt fyrir af- sögn leiðtoga íhaldsflokks- ins, Pertti Salolainen, í gær. Hungursneyð Fimm þúsund manns hafa iátist úr hungri í héraði í Eþíópíu. Réttarhöld Réttarhöld fara fram yfir þrem- ur herforingjum sem sakaðir eru um morð á 50 manns í uppreisn- inni gegn Ceausescu. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.