Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 9 DV Sviðsljós Priscilla Presley nýt- ur lífsins Priscilla Presley, sem er orðin 48 ára gömul, segist loksins finna fyrir því að hún standi ekki lengur í skugga fyrrum eiginmanns síns, El- vis Presley. Eftir að hafa búið með Elvis í fjórtán ár var það nær ómögu- legt fyrir Priscillu að lifa eigin lífi. Almenningur vildi ekki að hún væri neitt annað en frú Presley, jafnvel eftir skilnað þeirra árið 1973. Þegar Elvis féll frá árið 1977 var hún jafnan kölluð ekkjan hans. Priscilla telur að kvikmyndimar Naked Gun, sem hún hefur leikið í, hafi hjálpað henni til að skapa sér eigið nafn. „Þessar bíómyndir hafa gefið fólki nýjar hugmyndir um mig,“ segir hún. „Það sér að ég er ekki postulínsdúkka." Þriöja Naked Gun-myndin er nú sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Priscilla leikur eitt hlutverkiö og hún hefur samþykkt að vera með í fjórðu Naked Gun-myndinni. Hún byijaði leikferil sinn sem Janna í Dallasþátt- unum og eftir að hafa unnið við þá í fimm ár fékk hún fyrsta kvik- myndatilboðið um leik í fyrstu Naked Gun-myndinni. Priscilla hefur einnig verið að koma með á markað snyrtivörur og Omvatn undir eigin nafni. Auk þess þénar hún vel á Elvis og hefur keypt verslanir og veitingahús nálægt Graceland, sem var heimili þeirra Elvis, en þangað streyma milijónir ferðamanna á hveiju ári. Elvis og Priscilla áttu saman eina dóttur, Lisu Marie, en síðan hefur Priscilla eignast son sem nú er sjö ára. Hún býr með barnsfóöur sínum, Marco Garibaldi, sem er tíu árum yngri en hún sjálf. Priscilla segir að það sé auðvelt að sameina starfið og móðurhlutverkið. „Ég vakna klukkan sex á morgnana, keyri síðan soninn í skólann og vinn síðan á skrifstofu minni sex tíma. Eftir skólatíma er ég með syninum," segir hún. I haust ætlar Priscilla að leika í gamanmyndaflokki fyrir sjónvarp sem þá verður hafin framleiðsla á. Hún hefur því nóg að gera og þarf vart að kvíða framtíðinni. Opið virka daga kl. 13-18. ARMASUPRA sérverslun með hermannafatnað Hverfisgötu 64a Sími 622322. WWW EBSB8 I I Er HALFT AR I BILPROFIÐ - eða um það bil? Samkvæmt umferðarlögum má ökunám hefjast sex mánuðum áður en nemandi hefur aldur til að fá ökuskírteini til að aka bifreið eða bifhjóli. Dómsmálaráðherra hefur nú jafnframt nýtt heimild í lögunum og breytt reglugerð um ökunám á þá leið að nú geta foreldrar eða aðrir nákomnir tekið þátt í undirbúningi fyrir ökupróf. Um er að ræða akstursþjálfun sem á að koma til viðbótar hefðbundinni ökukennslu. HVERNIG FER ÞETTA FRAM? Nemandi og leiðbeinandi kynna sér þá möguleika sem fyrir hendi eru í ökunámi og velja ökukennara sem kennir undirstöðuatriði góðs aksturs. Þegar ökukennarinn telur tímabært getur þátttaka leiðbeinanda hafist. Umsóknareyðublað um leyfi til leiðbeinandaþjálfunar fæst hjá ökukennara (eða á lögreglustöð). Umsókn er skilað til lögreglustjóra ásamt vottorði ökukennara um færni nemanda og staðfestingu tryggingafélags. Lögreglustjóri kannar akstursferil þeirra sem vilja leiðbeina og gefur út leyfið ef allt er í lagi, að jafnaði til níu mánaða. Skilyrði leyfisveitingar: • að leiðbeinandi hafi náð 24 ára aldri og hafi gild ökuréttindi til að stjórna þeim flokki ökutækja sem æfa á akstur með og a.m.k. fimm ára reynslu af slíkum akstri, • að leiðbeinandi hafi ekki á undangengnum 12 mánuðum verið án ökuskírteinis vegna ökuleyfissviptingar eða verið refsað fyrir vítaverða aksturshætti. Þegar leyfið er fengið fær leiðbeinandinn bækling Umferðarráðs Leiðbeinandaþjálfun í ökunámi sem hann notar við æfingaaksturinn og merki hjá ökukennaranum til þess að setja á bílinn ÆFINGAAKSTUR Þegar æfingatímabilinu lýkur og ökupróf nálgast tekur ökukennarinn við að nýju og lýkur undirbúningi. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umferðarráði í síma (91)-622000. MINNUMST ÞESS AÐ VARKÁR VEL ÞJÁLFAÐUR ÖKUMAÐUR BREGST BETUR VIÐ ÓVÆNTUM AÐSTÆÐUM í UMFERÐINNI. ÞAÐ ER KJARNI MÁLSINS. MEIRI ÞJÁLFUN - BETRI ÖKUMAÐUR. Auglýsing sem hagkvæmt L getur verið A k að Æ mgeyma!/ ' æfingaaksturs nemanda í atetni :öferðis þegar (leiöbeinandi Lögreglustjórinn Auglýsing sc hagkvæmt il UMFERÐAR RÁÐ 150 Reykjavík I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.