Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1994 4t Erlendbóksjá Bretland Skáldsögur: 1. Jilly Cooper: The Man Who Made Hus- bands Jealous. 2. John le Carré: The Night Manager. 3. Jack Higgins: Thunder Point. 4. Thomas Keneally: Schindler's Ust. B. Vikram Seth: A Suitable Boy. 6. Jeffrey Archer: Honour among Thieves. 7. Jackie Collins: American Star. 8. James Clavell: Gal-Jin. 9. Minette Walters: The Scutptress. 10. P.D. James: The Chitdren of Men. Rit almenns eðlis: 1. J. McCarthy 8i J. Morrell: Some Other Rainbow. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. Alan Clark: Diaries. 4. Blake Morrison: And When Did You Last See Your Father? 5. Brian Keenan: An Evil Cradling. 6. Jill Tweedie: Eating Children. 7. Margaret Forster: Daphne du Maurier. 8. Nick Hornby: Fever Pitch. 9. R. Grant 8» D. Naylor: The Making of Red Dwarf. 10. William Dalrymple: City of Djinns. (Byggt á Tho Sunday Timos) Danmörk Skáidsögur: 1. Peter Heeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 2. Kirsten Thorup: Den yderste graense. 3. Jorn Riel: Satans til Higgenbottom. 4. Donna Tartt: Den hemmelige historie. 5. Dan Turéll: Vrangede billeder. 6. John Grisham: Pelikan Notatet. 7. Bjame Reuter; En rem af huden. (Byggt 6 Polittken Sondag) Saddam hefnir sín Saddam Hussein, einræðisherra í írak, mátti lúta í lægra haldi fyrir Bandaríkjamönnum og bandamönn- um þeirra í Persaflóastíðinu. Ekki er að efa að hann brennur í skinninu að ná fram hefndum á bandarískum stjómvöldum. En hvernig? Eitt svar við því er gefið í nýjustu spennusögu breska rithöfundarins og stjómmálamannsins Jeífreys Archers en hún er nú komin út í enskri pappírskilju. Sagan heitir „Honour Among Thieves" og fjallar um hefnd Saddams og viðbrögð bandarískra stjórnvalda. Sjálfstæðisyfir- lýsingunni rænt í sögunni er áætlun Saddams í sjálfu sér einföld. Hann hyggst láta ræna hinni einu, sönnu sjálfstæðis- yfirlýsingu Bandaríkjanna, sem er einn best varðveitti þjóðardýrgripur vestra, og brenna hana fyrir framan sjónvarpsvélarnar á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna, 4. júlí. Til að hrinda þessari fyrirætlan í framkvæmd gera sendimenn Sadd- ams samning við helstu sérfræðinga í glæpum; bandarísku mafíuna. Til að byrja með gengur allt sam- kvæmt áætlun. En svo komast bandarísk stjómvöld aö því hvaö er um að vera og grípa til gagnráðstaf- ana til að bjarga hinu sögufræga skjali. Ástæðulaust er að rekja söguþráð- inn frekar; það gæti spillt ánægju væntanlegra lesenda. En niðurstað- an kemur auðvitað ekki á óvart. Margfaldur metsöluhöfundur Jeífrey Archer er margfaldur met- söluhöfundur sem fór að skrifa Umsjón: Elías Snæland Jónsson spennusögur til að bjarga fiárhag sínum. Áður leitaði hann frægðar og frama í íþróttum og stjómmálum og varð yngsti þingmaðurinn í neðri deild breska þingsins áriö 1969. Fyrstu spennusöguna, „Not a Penny More, Not a Penny Less,“ samdi Arc- her er þingmennsku hans lauk árið 1974. Hún varð strax metsölubók. Þær skáldsögur og smásögur sem Archer hefur síðan sent frá sér hafa allar slegið í gegn í sölu þótt gagnrýn- endur hafi látið sér fátt um finnast. Margar þeirra hafa orðið tilefni leik- inna sjónvarpsmyndaflokka sem m.a. hafa sést í íslensku sjónvarpi. Þar má nefna „Kane and Abel“ og „First among Equals" sem fiaUar um breskt stjórnmálalíf. Þessi nýja saga mun hins vegar slá öll met í sölu Archer-bóka enda miklu til kostað af hálfu útgefend- anna. Þegar sagan kom út innbundin í fyrra var jafnvirði um 150 milljóna íslenskra króna varið til að kynna og auglýsa söguna. Saian varð í sam- ræmi viö það. Það kom Archer hins vegar þægi- lega á óvart aö breskir gagnrýnendur tóku upp á því aö hæla þessari sögu um hefnd Saddams. Mörgum þeirra þótti „Honour among Thieves" bæði skemmtileg og spennandi lesning. Einn kaUaði höfundinn „frábæran sögumann". Archer kvaðst stein- hissa á lofi úr svo óvæntri átt. Og vissulega er gaman að lesa þessa bók. Archer tekst að fá lesand- ann til að trúa söguþræði sem þó er afar ósennUegm-. Atburðarásin er viðburðaríkur og hlutirnir gerast hratt eins og vera ber hjá snjöllum sj ónhverfingamanni. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Higgins Clark: l'll Be Seeing You. 2. Patricia D. Cornwetl: Cruel & Unusual. 3. Dean Koontz: The Funhouse. 4. Johanna Lindsey: Surrender My Love. 5. John Grisham; The Client. 6. Sue Grafton: ,,J" Is for Judgement. 7. Susan Isaacs: After All These Years. 8. James Clavell: Gai-Jin. 9. Sandra Brown: Where there's Smoke. 10. Barbara Kingsolver: Pigs in Heaven. 11. Belva Plain: Whispers. 12. Thomas Keneally: Schindler's List. 13. Catherine Marshall: Christy. 14. Robert Ludlum: The Scorpio lllusion. 15. William Diehl: Primal Fear. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Sout. 2. Bailey White: Mama MakesupHer Mind. 3. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 4. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 5. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 6. Susanna Kaysen: Girl. Interrupted. 7. Cornel West: Race Matters. 8. Robert D. Kaplan: Balkan Ghosts. 9. Deborah Laake: Secret Ceremonies. 10. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 11. Gail Sheehy: The Silent Passage. 12. Peter Mayle: A Year in Provence. 13. Deborah Tannen: You Just Don't Understand. 14. Peter Ð. Kramer: Listening to Prozac. 15. Bernie S. Siegel: Love, Medicine, and Miracles. (Byggt á Naw Vork Timas Book Review) Vísindi Geitur í prót- Líftæknin lætur ekki að sér hæða: Fallhlíf á ínframleiðslu Bandarískt fyrirtæki tók nýlega í notkun geitabýli í Massachu- settsfylki þar sem ætlunin er að framleiða prótín til notkunar i lyfiagerð. Geitur, sem hefur verið breytt með erfðatækni og mannleg gen sett í þær, verða notaðar við framleiðsluna. Geiturnar fram- leiða prótínin í mjólk sinni á mun ódýrari hátt en mögulegt er í hefðbundnum verksmiðjum. Að sögn fyrirtækisins er hugs- anlegt að prótínin verði notuð viö meðferð á MS-sjúkdóminum og krabbameini, svo eitthvað sé nefnt. Veðurfarsdag- bókin lesin Þýska rannsóknaskipið Sonne er um þessar mundir undan ströndum Pakistans þar sem vís- indamenn eru að reyna að lesa í „veðurfarsdagbók" jarðarinnar, ef svo má að orði komast. Vís- indamennirnir gera sér vonir um að geta með þessum hætti ferðast tíu þúsund ár aftur í tímann. Dagbókin er í raun setlög á hafsbotni á landgrunninu. Þessi staður var valinn vegna þess aö þar eru lög af árframburöi sem hefur borist í hafiö i aldanna rás og verða lögin nú skoðuð í krók og kring. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Frankentómatar í amerískar verslanir Þetta eru nú bara venjulegir tómatar en liftæknitómatarnir eru sagðir alveg jafn góðir, ef ekki betri. Þeir kalla hann „frankentómat", nýja erfðatæknilega breytta tómat- inn sem bandaríska matvæla- og lyfiaeftiriitið, FDA, hefur lagt bless- un sína yfir og segir að sé boðlegur mannamatur. Meira en það, hann er alveg jafn öruggur, ef svo má að orði komast, og venjulegur tómatur. Tómatur þessi kallast á amerísku „Flavr Savr“, eöa sá sem varðveitir bragðiö, og veröur hann fyrsti erfða- breytti tómaturinn sem bandarískir neytendur geta nálgast í hillum stór- markaða vestanhafs. Hinn nýi tómatur er látinn þrosk- ast á jurtinni til að hann verði sem bragðmestur og hann á að viðhalda þroska sínum án þess að rotna. Þannig getur hann verið lengur í búðarhillunum. Venjulegir tómatar eru tíndir grænir og gasi síðan dælt á þá til aö þeir fái rauða litinn. Þeir verða hins vegar oft harðir og bragð- litlir fyrir bragðið. „Frankentómaturinn" hefur mætt andspymu frá ýmsum umhverfis- vemdarsinnum og meistarakokkum sem em andvigir því að verið sé eitt- hvað að föndra við náttúrulegan mat. Að sögn fyrirtækisins sem fram- leiðir nýja tómatinn var tilgangurinn sá að gefa neytendum kost á því að fá tómata með „sumarbragði" aUt árið um kring. „Okkur er það mikið gleöiefni að geta nú boðið neytendum tómata sem þeir vita að bragðast jafn vel og nýir tómatar," segir Roger Salquist, fram- kvæmdastjóri framleiðslufyrirtæk- isins. Talsmaður hóps, sem kennir sig við óspillt matvæh, tilkynnti hins vegar að almenningur um landið allt yrði hvattur til að sniðganga tómatinn góða. Matvælaeftirlitið segir þetta vera í fyrsta skipti sem samþykkt sé heilsu- fæðutegund sem framleidd er með líftækni. FDA hafði áður leyft sölu á erfðabreyttum mjólkurhormón til að auka nyt í kúm og árið 1990 var veitt samþykki fyrir hleypiefni sem notað er til ostagerðar. Sérfræðingar segja að á næstu sex árum muni um fimmtíu nýjar erfða- breyttar matvörur koma á markaö- inn, þar á meðal kartöflur sem drekka í sig minni fitu við steikingu og kommeti með hærra prótínmagni en nú er. svifflugur Sumir uppfinningamenn fá bestu hugmyndir sínar þegar þeir eru í baði en aörir þegar þeir horfast í augun við sjálfan dauð- ann. Þannig var þaö með Banda- ríkjamanninn Boris Popov. Dag nokkum lauk svifílugferð hans með ósköpum og á meðan véhn var aö hrapa til jaröar lof- aði hann sjálfum sér því að finna upp fallhlíf á flugvéhna ef hann slyppi lifandi úr brakinu. Verfiulegar fallhlífar henta ekki fyrir svifílugur og aörar smávél- ar þar sem flest slysin gerast svo nærri jörðu að fallhlífin nær ekki að opnast. En Popov sá við því með því að setja failhlífina ofan á væng vélarinnar og skjóta henni upp með rakettu ef hún ætlar að hrapa. Hljóðbylgj- umareru óhollar Umfangsmikil rannsókn í Ástr- alíu hefur leitt í ljós að meiri hætta er á að konur sem fara oft í sónarskoðun ali börn sem vega of lítiö við fæðinguna. Svo virðist sem hættan á að fóstrið verði of létt sé þriðjungi meiri ef konan fer í fimm sónar- skoðanir milli 18. og 38. viku meðgöngunnar en ef hún fer í aðeins eina skoöun. Hljóðbylgjur þessar eru notað- ar m.a. til aö ákvaröa hvenær fæðingin veröur og til skoöa fóstriö með tilliti til þess hvort það sé vanskapað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.