Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 38
46 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 Fréttir Mosfellshelöi iilastœöi )xarð Leiralækur Bílastæöi Tæpistigur Bílastæöi Almannagjá Kerlíngarhraun Kðrastaöa- ^igur Stekkjargjð Miöaftans- Arnar- drangur klettur Langistlgur írekklngar- Prestæ krókur RÚVog\ kvlkmsafn Skðtar Bamagull Fornbilar o.fl. Lögrótta' Þingpallur Hátiöarpallur jstokks-^ Dxarðrhólmi Jakobs- Bílastæöi Leirar Veitingar Blaöa" Þjónustu- miöstöö Valla- krókur Skötutjörn Uw.C. Svelghóll Sandhólastigur Flosagjð Fjðsagjá Töngjá Kolsgjó Bilastæöl Gjðbakka Gönguleiö Hðagjð; Þlngvallahraun Hátíðardagskráin á Þingvöllum 17. júní: nvl I |6j.i*.i,ii Siltra H..inn.Tgjð Búist við 60.000 manns - eittþúsundbömsyngja Undirbúningur fyrir 50 ára afmæli íslenska lýöveldisins, sem haldiö veröur á Þingvöllum þann 17. júní, er kominn á fullt og 80 manna úr- valslið leggur nótt við dag til þess að svæöiö verði tilbúið í tæka tíð. Aö sögn Steins Lárussonar, fram- kvæmdastjóra þjóðhátíöarnefndar, er búist viö í kringum 60.000 manns á Þingvallasvæðið. Þjóðhátíöarnefnd býst við lágmarksfjölda 35-40.000, verði veðriö í sínu versta skapi. Til viðmiðunar má geta þess að í kring- um 55.000 manns heimsóttu Þingvelli árið 1974. „Séu allir teknir með má reikna með að á fimmta þúsund manns muni vinna við hátíðina á sjálfan afmælisdaginn ef með eru taldir allir þeir er sjá um skemmtiatriði," sagði Kolbrún Halldórsdóttir, starfsmaður þjóðhátíðamefndar, á blaðamanna- fundi sem boðað var til á Þingvöllum í vikunni. Hátiðardagskráin Morgundagskráin hefst með því að kirkjuklukkum verður hringt um allt land um hálfníuleytið. Fjölsýning hefst kl. 9 á Þingvöilum en það er alþýðuleikhús sem sér um fjölda skemmtíatriða á svæðinu. Síðan flyt- ur séra Hanna María Pétursdóttir þjóðgarðsvörður hugvekju í Al- mannagjá. Að því búnu verða flutt lúðrastef eftír ýmsa höfunda. Lýð- veldisklukkur í Þingvallakirkju hringja til þingfundar á Lögbergi klukkan 11 en þar tala forsetí ís- lands, forseti Aiþingis og fulltrúar þingflokkanna. Hátíðardagskráin hefst strax upp úr hádegi með söng hátíðarbama- kórs sem samanstendur af hvorki fleiri né færri en eitt þúsund bömum af öllu landinu. Einnig mun blandað- ur hátíðarkór syngja ýmis ættjaröar- lög og þjóðhöfðingjar Norðurland- anna og íslenskir ráðamenn flytja ávörp. Hennar hátígn Margrét Þór- hildur Danadrottning og hans hátign Karl XTV. Gústav Svíakonungur flytja ávörp kl. 14.10-14.16. Hans há- tígn Haraldur V. Noregskonungur og forseti Finnlands Martti Athissari flytja sín ávörp frá kl. 14.20-14.26. Auk þess verða fluttir ýmsir þættir úr sögu og menningu íslands á hátíð- arsviðinu. Fjölsýning Síðar um daginn hefst síðdegisdag- skrá á léttari nótum á hátíðarpallin- um með skemmtidagskrá fyrir böm, dægurtónlist undanfarinna 50 ára og ýmsum skemmtiatriðum. Á fjölsýningunni verður meðal annars á dagskrá harmoníkuball, fornbílar aka um svæðið, flugvélar sýna listflug, fomir aldarhættir verða vaktir upp, „Kjarvalar“ með snjáða hattskúfa og trönur mála lita- dýrð hraunsins, þjóðkunnir höfund- ar flytja ljóö sín og annarra, saga lýðveldisins verður rakin í léttum dúr, fjöldareið eitt hundrað manns auk hópreiðar fólks í horfnum emb- ættisbúningum, sýningar á gömlum tækjum og tólum Ríkisútvarpsins og Pósts og síma, kvikmyndasýningar með gömlum heimildamyndum í kvikmyndatjcddi og fleira. Einnig verður leikaðstaða fyrir börn auk stórkostlegrar húsdýrasýn- ingar og álfar, leppalúöar og grýlur verða á ferð um svæðið. Leikhópur- inn Augnablik sér um leiklistar- veislu fyrir böm og Flugbjörgunar- sveitin verður með sýningaratriði í Almannagjá. Fjöldi flugvéla flýgur yfir svæðið um hádegið og fimleika- sýning Fimleikasambands íslands verður á boðstólum. Þáttur barna Öll böm á íslandi hafa lagt sitt af mörkum til afmælisins og Elín G. Ólafsdóttir, sem á sæti í þjóðhátíðar- nefnd, minntist á að ættjarðarlögin hafi hljómað í flestum skólum í allan vetur. Einnig minntist hún á allar þær teikningar sem bömin hefðu gert í tilefni afmælisins að ógleymdu kórstarfi en árangur þess fá gestir að hlýða á þann 17. júni. Þjóöhátíðin er hugsuð sem menn- ingarsamkoma og skemmtun fyrir alla íjölskylduna og fólk á öllum aldri. Mikil áhersla er lögð á þátt bama í hátíðinni og hún verður ekki síst vettvangur fyrir börn og bama- fjölskyldur. í grunnskólum landsins hefur í vetur farið fram ítarleg kennsla og upplýsing um sögu lýð- veldisins, þjóðsöng, skjaldarmerki og íslenska fánann. Landinn í rútu Á Þingvöllum verða útisalerni sem kostuðu í kringum 8 miljónir en þau veröa í um 180 talsins. Einnig verður komið fyrir stórum sölutjöldum. Steinn Lárusson kvaðst vonast til þess að koma íslendingum upp í rútubíla á afmælisdaginn en það hef- ur hingað til ekki þótt auðvelt. Lang- ferðabílar verða í förum frá kl. 7 til hádegis frá Reykjavík og frá kl. 15.30 frá Þingvöllum. Brottfarir verða frá Mjódd og Umferðarmiðstöðinni. Báðar akreinar verða notaðar í austurátt að Þingvöllum fram að hádegi og síðan í vestur til Reykja- víkur frá kl. 15. Önnur akreinin verð- ur ætiuð langferðabifreiðum. Gert er ráð fyrir að tilbúin verði 18 þúsund bifreiðastæði á 4 stöðum fyrir þjóðhátíð. Fólk er hvatt til aö sameinast um bifreiðar og reyna eft- ir fremsta megni að hafa eins fá sæti laus í hverri bifreið og kostur er. Heilunarskóli út- skrifar nemendur Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstööum; „Bestu læknarnir eru fæddir heil- arar og nota þann hæfileika í starfi sínu meðfram hefðbundnum lækn- ingum,“ segir Guðrún Tryggvadóttir -. á Egilsstöðum en hún starfrækti í vetur heilunarskóla þar. Nemendur voru 16 og var kennt eitt kvöld í viku, alls 15 kvöld. Útskrifaðir úr heilunarskólanum geta þessir nýju heilarar sótt um starfsleyfi hjá bresku heilunarsam- tökunum. Þar í landi vinna heilarar inni á sjúkrahúsum og sjúklingar getað fengið þá til sín ef þeir óska. Nemendur heilunarskólans. Guörún Tryggvadóttir með blómvönd lengst til vinstri. DV-mynd Sigrún Ægir Sigurgeirsson á Keðju.6 v. var stigahæsti knapi mótsins. DV-myndir Magnús Ólafsson Áslaug Inga Finnsdóttir er efnilegur knapi og sigraði i tölti barna á Goða, 8 v. Hún var einnig stigahæsta barn mótsins. Faðir hennar, Finnur Karl Björnsson, bóndi í Köldukinn, heldur i beislið. Hestamót I Húnaveri Magnús Ólafason, DV, HúnaÞingi: Héraðsmót Hestaíþróttadeildar Austur-Húnavatnssýslu var haldið í Húnaveri nýlega. Fjölmargir þátt- takendur skráðu sig á mótið en mæt- ing þeirra var verri en vonir stóðu til. Helstu úrsht voru þau að í tölti sigraði Hjörtur Karl Einarsson á Sókratesi. Ægir Sigurgeirsson á Kol- flnnu sigraöi í fjórgang og Ægir sigr- aði einnig í fimmgang á Svala. í gæð- ingaskeiði sigraði Angela Berthold á Reyk. í fjórgangi unglinga sigraði Ij I | “ ’ ■* ' Erlendur Valdimarsson á Hörku og í tölti unglinga sigraði Ólafur Magn- ússon á Ketti. í fjórgangi unglinga sigraði Þorgils Magnússon á Fló og í tölti barna sigraði Áslaug Inga Finnsdóttir á Goða. Stigahæsti knapi mótsins var Ægir Sigurgeirsson. vtafii aiiljci émKr k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.