Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Qupperneq 38
46 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 Fréttir Mosfellshelöi iilastœöi )xarð Leiralækur Bílastæöi Tæpistigur Bílastæöi Almannagjá Kerlíngarhraun Kðrastaöa- ^igur Stekkjargjð Miöaftans- Arnar- drangur klettur Langistlgur írekklngar- Prestæ krókur RÚVog\ kvlkmsafn Skðtar Bamagull Fornbilar o.fl. Lögrótta' Þingpallur Hátiöarpallur jstokks-^ Dxarðrhólmi Jakobs- Bílastæöi Leirar Veitingar Blaöa" Þjónustu- miöstöö Valla- krókur Skötutjörn Uw.C. Svelghóll Sandhólastigur Flosagjð Fjðsagjá Töngjá Kolsgjó Bilastæöl Gjðbakka Gönguleiö Hðagjð; Þlngvallahraun Hátíðardagskráin á Þingvöllum 17. júní: nvl I |6j.i*.i,ii Siltra H..inn.Tgjð Búist við 60.000 manns - eittþúsundbömsyngja Undirbúningur fyrir 50 ára afmæli íslenska lýöveldisins, sem haldiö veröur á Þingvöllum þann 17. júní, er kominn á fullt og 80 manna úr- valslið leggur nótt við dag til þess að svæöiö verði tilbúið í tæka tíð. Aö sögn Steins Lárussonar, fram- kvæmdastjóra þjóðhátíöarnefndar, er búist viö í kringum 60.000 manns á Þingvallasvæðið. Þjóðhátíöarnefnd býst við lágmarksfjölda 35-40.000, verði veðriö í sínu versta skapi. Til viðmiðunar má geta þess að í kring- um 55.000 manns heimsóttu Þingvelli árið 1974. „Séu allir teknir með má reikna með að á fimmta þúsund manns muni vinna við hátíðina á sjálfan afmælisdaginn ef með eru taldir allir þeir er sjá um skemmtiatriði," sagði Kolbrún Halldórsdóttir, starfsmaður þjóðhátíðamefndar, á blaðamanna- fundi sem boðað var til á Þingvöllum í vikunni. Hátiðardagskráin Morgundagskráin hefst með því að kirkjuklukkum verður hringt um allt land um hálfníuleytið. Fjölsýning hefst kl. 9 á Þingvöilum en það er alþýðuleikhús sem sér um fjölda skemmtíatriða á svæðinu. Síðan flyt- ur séra Hanna María Pétursdóttir þjóðgarðsvörður hugvekju í Al- mannagjá. Að því búnu verða flutt lúðrastef eftír ýmsa höfunda. Lýð- veldisklukkur í Þingvallakirkju hringja til þingfundar á Lögbergi klukkan 11 en þar tala forsetí ís- lands, forseti Aiþingis og fulltrúar þingflokkanna. Hátíðardagskráin hefst strax upp úr hádegi með söng hátíðarbama- kórs sem samanstendur af hvorki fleiri né færri en eitt þúsund bömum af öllu landinu. Einnig mun blandað- ur hátíðarkór syngja ýmis ættjaröar- lög og þjóðhöfðingjar Norðurland- anna og íslenskir ráðamenn flytja ávörp. Hennar hátígn Margrét Þór- hildur Danadrottning og hans hátign Karl XTV. Gústav Svíakonungur flytja ávörp kl. 14.10-14.16. Hans há- tígn Haraldur V. Noregskonungur og forseti Finnlands Martti Athissari flytja sín ávörp frá kl. 14.20-14.26. Auk þess verða fluttir ýmsir þættir úr sögu og menningu íslands á hátíð- arsviðinu. Fjölsýning Síðar um daginn hefst síðdegisdag- skrá á léttari nótum á hátíðarpallin- um með skemmtidagskrá fyrir böm, dægurtónlist undanfarinna 50 ára og ýmsum skemmtiatriðum. Á fjölsýningunni verður meðal annars á dagskrá harmoníkuball, fornbílar aka um svæðið, flugvélar sýna listflug, fomir aldarhættir verða vaktir upp, „Kjarvalar“ með snjáða hattskúfa og trönur mála lita- dýrð hraunsins, þjóðkunnir höfund- ar flytja ljóö sín og annarra, saga lýðveldisins verður rakin í léttum dúr, fjöldareið eitt hundrað manns auk hópreiðar fólks í horfnum emb- ættisbúningum, sýningar á gömlum tækjum og tólum Ríkisútvarpsins og Pósts og síma, kvikmyndasýningar með gömlum heimildamyndum í kvikmyndatjcddi og fleira. Einnig verður leikaðstaða fyrir börn auk stórkostlegrar húsdýrasýn- ingar og álfar, leppalúöar og grýlur verða á ferð um svæðið. Leikhópur- inn Augnablik sér um leiklistar- veislu fyrir böm og Flugbjörgunar- sveitin verður með sýningaratriði í Almannagjá. Fjöldi flugvéla flýgur yfir svæðið um hádegið og fimleika- sýning Fimleikasambands íslands verður á boðstólum. Þáttur barna Öll böm á íslandi hafa lagt sitt af mörkum til afmælisins og Elín G. Ólafsdóttir, sem á sæti í þjóðhátíðar- nefnd, minntist á að ættjarðarlögin hafi hljómað í flestum skólum í allan vetur. Einnig minntist hún á allar þær teikningar sem bömin hefðu gert í tilefni afmælisins að ógleymdu kórstarfi en árangur þess fá gestir að hlýða á þann 17. júni. Þjóöhátíðin er hugsuð sem menn- ingarsamkoma og skemmtun fyrir alla íjölskylduna og fólk á öllum aldri. Mikil áhersla er lögð á þátt bama í hátíðinni og hún verður ekki síst vettvangur fyrir börn og bama- fjölskyldur. í grunnskólum landsins hefur í vetur farið fram ítarleg kennsla og upplýsing um sögu lýð- veldisins, þjóðsöng, skjaldarmerki og íslenska fánann. Landinn í rútu Á Þingvöllum verða útisalerni sem kostuðu í kringum 8 miljónir en þau veröa í um 180 talsins. Einnig verður komið fyrir stórum sölutjöldum. Steinn Lárusson kvaðst vonast til þess að koma íslendingum upp í rútubíla á afmælisdaginn en það hef- ur hingað til ekki þótt auðvelt. Lang- ferðabílar verða í förum frá kl. 7 til hádegis frá Reykjavík og frá kl. 15.30 frá Þingvöllum. Brottfarir verða frá Mjódd og Umferðarmiðstöðinni. Báðar akreinar verða notaðar í austurátt að Þingvöllum fram að hádegi og síðan í vestur til Reykja- víkur frá kl. 15. Önnur akreinin verð- ur ætiuð langferðabifreiðum. Gert er ráð fyrir að tilbúin verði 18 þúsund bifreiðastæði á 4 stöðum fyrir þjóðhátíð. Fólk er hvatt til aö sameinast um bifreiðar og reyna eft- ir fremsta megni að hafa eins fá sæti laus í hverri bifreið og kostur er. Heilunarskóli út- skrifar nemendur Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstööum; „Bestu læknarnir eru fæddir heil- arar og nota þann hæfileika í starfi sínu meðfram hefðbundnum lækn- ingum,“ segir Guðrún Tryggvadóttir -. á Egilsstöðum en hún starfrækti í vetur heilunarskóla þar. Nemendur voru 16 og var kennt eitt kvöld í viku, alls 15 kvöld. Útskrifaðir úr heilunarskólanum geta þessir nýju heilarar sótt um starfsleyfi hjá bresku heilunarsam- tökunum. Þar í landi vinna heilarar inni á sjúkrahúsum og sjúklingar getað fengið þá til sín ef þeir óska. Nemendur heilunarskólans. Guörún Tryggvadóttir með blómvönd lengst til vinstri. DV-mynd Sigrún Ægir Sigurgeirsson á Keðju.6 v. var stigahæsti knapi mótsins. DV-myndir Magnús Ólafsson Áslaug Inga Finnsdóttir er efnilegur knapi og sigraði i tölti barna á Goða, 8 v. Hún var einnig stigahæsta barn mótsins. Faðir hennar, Finnur Karl Björnsson, bóndi í Köldukinn, heldur i beislið. Hestamót I Húnaveri Magnús Ólafason, DV, HúnaÞingi: Héraðsmót Hestaíþróttadeildar Austur-Húnavatnssýslu var haldið í Húnaveri nýlega. Fjölmargir þátt- takendur skráðu sig á mótið en mæt- ing þeirra var verri en vonir stóðu til. Helstu úrsht voru þau að í tölti sigraði Hjörtur Karl Einarsson á Sókratesi. Ægir Sigurgeirsson á Kol- flnnu sigraöi í fjórgang og Ægir sigr- aði einnig í fimmgang á Svala. í gæð- ingaskeiði sigraði Angela Berthold á Reyk. í fjórgangi unglinga sigraði Ij I | “ ’ ■* ' Erlendur Valdimarsson á Hörku og í tölti unglinga sigraði Ólafur Magn- ússon á Ketti. í fjórgangi unglinga sigraði Þorgils Magnússon á Fló og í tölti barna sigraði Áslaug Inga Finnsdóttir á Goða. Stigahæsti knapi mótsins var Ægir Sigurgeirsson. vtafii aiiljci émKr k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.