Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 31
38 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1994 Iþróttir DV kynnir þátttökuliðin í HM í knattspymu - D-riðill: Argentína alla leið einu sinni enn? - Nígería og Búlgaría geta gert það gott en Grikkir taldir veikastir í D-riölinum þykja Argentínumenn sterkastír enda eitt af sigursælustu liðum á HM undanfarin ár. Nígería og Búlgaría munu líklega bítast um annað sætíð og gætu bæði komist áfram en Grikkir eru taldir vera með veikasta liðið í riðlinum og fæstir reikna meö mikill mótspymu frá þeim. Góðir sóknarmenn Argentína hefur leikið þrívegis til úrslita um heimsmeistaratítílinn frá 1978, og sigrað tvisvar. Argentínska liðið hefur ekki verið sérlega sann- færandi síðustu misserin, komst naumlega í úrslit HM eftir aukaleiki við Ástralíu, en reynsla undanfar- inna ára er sú að Argentína stendur sig alltaf best þegar mest Uggur við. Diego Maradona verður eílaust í sviðsljósinu enda þó hann sé ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri tíð. Argentína hefur um þijá snjalla framherja að velja, Claudio Caniggia, Abel Balbo og Gabriel Batistuta, sem hver og einn getur orðið stjarna liðs- ins í keppninni. Alfio Basile tók við liði Argentínu í árslok 1990 og hefur gert það tvíveg- is að meisturam Suður-Ameríku. Argentína hefur leikið 10 sinnum í úrsliturn HM, 1930, 1934, 1958, 1962, 1966, 1974, 1978, 1982, 1986 og 1990. Veðbankar telja Argentínu vera í 5.-6. sæti yfir sterkustu liðin á HM. Besta Afríkuliðið? Nígería er hð sem margir bíða spenntir eftir aö sjá spUa á HM því það er taUð eitthvert hið sterkasta sem Afríka hefur nokkra sinni teflt fram - jafnvel betra en Kamerún var í síðustu keppni. Nígeríumenn unnu afisannfærandi sigur í Afríkukeppni landsliða fyrr á þessu ári. Flestir leikmanna Nígeríu leika meö evrópskum Uðum og eru því með góða reynslu sem atvinnumenn. Sá sem flestra augu munu beinast að er miðheijinn Rashidi Yekini, markakóngurinn í úrslitum Afríku- keppninnar. Daniel Amokachi er annar sóknarmaöur sem vert er að gefa auga og þá þykir hinn 19 ára Sunday OUseh vera geysilegt efni. Clemens Westerhof frá HoUandi hefur þjálfað lið Nígeríu undanfarin fjögur ár. Nígería hefur aldrei áður komist í úrsUt HM. Veðbankar meta Nígeríu á biUnu 9-17 á styrkleikalista HM. Stoichkov og félagar Ekkert Uð komst í úrsUt HM á jafn dramatískan hátt og Búlgaría, sem vann ótrúlegan útisigur á Frökkum í lokaleik riðlakeppninnar, með marki á síðustu mínútu, og oUi með því þjóðarsorg í Frakklandi. Búlgarir hafa aldrei sett mark sitt að ráði á stórmót knattspyrnunnar en eru sennilega Uklegri til þess nú en nokkru sinni fyrr. Búlgörsku leikmennimir spila flestir utan heimalandsins og fræg- astur þeirra er Hristo Stoichkov, snilUngurinn frá Barcelona sem gæti orðið stórstjarna keppninnar ef Búlgaría nær langt. EmU Kostad- inov, maðurinn sem skoraði bæði mörkin í leiknum fræga gegn Frökk- um, er annar lykUmaður. Búlgaría hefur 5 sinnum komist í úrsUt HM, 1962, 1966, 1970, 1974 og 1986. Veðbankar telja Búlgari vera á bil- inu 13-17 á styrkleikaUsta HM. Grikkir á heimavelli Grikkir, sem nú þreyta frumraun sína í úrsUtakeppni HM, eru taldir vera veikasta Evrópuþjóðin í keppn- inni og sú sem síst þykir líkleg til afreka. Grikkir komu á óvart með því að vinna sinn riðU í undankeppn- inni en tveir 1-0 sigrar gegn íslandi gerðu þar gæfumuninn fyrir þá. Grísku leikmennimir hafa litla reynslu og enginn þeirra hefur spilað utan heimalandsins. En eitt atriði gæti vegið þungt fyrir þá í Bandaríkj- unum - þar bíður mikill fjöldi grískra innflytjenda eftír þeim með óþreyju og þeir munu nánast leika sem á heimavelU. Reyndustu menn Grikkja eru sóknarmaðurinn snjalli, Dimitr- is Saravakos, og bakvörðurinn Strat- os Apostolakis. Alketas Panagoulias hefur þjálfað Grikki frá 1991, en hann var einnig landsUðsþjálfari frá 1971 til 1981. Veðbankar telja Grikki á biUnu 18-21 á styrkleikaUsta HM. Oscar Ruggeri, fyrirliði Argentínu, varð heimsmeistari 1986 ásamt Diego Maradona en aðrir í liðinu hafa ekki þá reynslu að baki. Austin Okocha, tvítugur miðjumaður hjá Nígeríu og mikið efni. Hristo Stoichkov, Búlgarinn snjalli, ætlar sér stóra hluti á HM. Panayotis Tsalouhidis er einn af lyk- ilmönnum Grikkja. 21.6. Argentína-Grikkl...16.30 21.6. Nígería-Búlgaría...23.30 25.6. Argentína-Nígeria...20.00 26.6. Búlgaría-Grikkl....16.30 30.6. Grikkland-Nígería...23.30 30.6. Argentína-Búlgaría .23.30 Leikið í Boston, DaUas og Chicago. Markverðir: Sergio Goicochea.................River Plate Luis Islas...............Independiente Norberto Scoponi......Newell’s Old Boys Varnarmenn: Jorge BoreUi....................Racing Club Femando Caceres...............Zaragoza (Spáni) Jose Chamot.....................Foggia (ítaUu) Heman Diaz.......................River Plate Oscar Ruggeri.............San Lorenzo Roberto Sensiqi..................Parma (ítaUu) Sergio Vasquez.................CatoUca (Chile) Miðjumenn: Jose Basualdo............Velez Sarsfleld Alejandro Mancuso.........Boca Juniors Diego Maradona...............landsUðiö Hugo Perez...............Independiente Femando Redondo...............Tenerife (Spáni) Leonardo Rodriguez...Atalanta (Ítalíu) Diego Simeone...................SevUla (Spáni) Sóknarmenn: Abel Balbo........................Roma (Ítalíu) Gabriel Batistuta...........Fiorentina (ítaUu) Ramon Medina Bello....Yokohama (Japan) Claudio Caniggia..................Roma (Ítalíu) Ariel Ortega.....................River Plate Markverðir: WUfred Agbonavbare .......Vallecano (Spáni) Alloy Agu..........................Liege (Belgíu) Peter Rufai...........Go Ahead (Hollandi) Varnarmenn: Austin Eguavoen.................Kortrijk (Belgíu) Mike Emenalo...................Molenbeek (Belgíu) Emeka Ezeugo......Kispest Honved (Ungv.) Ben Iroha........................Vitesse (HoUandi) Stephen Keshi..................landsliðið Chidi Nwanu...................Anderlecht (Belgíu) Uche Okafor...................ACB Lagos Uche Okechukwu.......Fenerbache (Tyrkl.) Sunday OUseh.......................Liege (Belgíu) Miðjumenn: Efan Ekoku............Norwich (Englandi) Finidi George.......................Ajax (Hollandi) Austin Okocha......Frankfurt (Þýskalandi) Thompson Oliha ....Africa Sports (Fílab.str.) Samson Siasia........Nantes (Frakklandi) Sóknarmenn: Mutiu Adepoju........R. Santander (Spáni) Daniel Amokachi......Club Brugge (Belgíu) Emmanuel Amunike.......Zamalek (Egyptal.) Victor Ikpeba......Mónakó (Frakklandi) Rashidi Yekini.......V. Setubal (Portúgal) Markverðir: Borislav Mikhailov...Mulhouse (Frakkl.) Plamen Nikolov..................Levski Sofla Varnarmenn: Petar Hubchev...................Levski Sofia Nikolai Uiev....................Levski Sofia Trifon Ivanov.......Real Betis (Spáni) IlianKiriakov................Deportivo (Spáni) Emil Kremenliev.................Slavia Sofia Tzanko Zvetanov.................Levski Sofia Miðjumenn: Krasimir Balakov...Sporting (Portúgal) Daniel Borimirov................Levski Sofia Boncho Guenchev.....Ipswich (Englandi) Georgi Georgiev...................Etar Yordan Lechkov.....Hamburger (Þýskal.) Zlatko Yankov...............Valladolid (Spáni) Sóknarmenn: Petar Alexandrov.................Aarau (Sviss) Ivalio Andonov....................CSKA Sofia Emil Kostadinov..................Porto (Portúgal) Petar Mihtarski.................Levski Sofia Nasko Sirakov...................Levski Sofia Hristo Stoichkov.............Barcelona (Spáni) Ivalio Yordanov....Sporting (Portúgal) VeUio Yotov.....................Levski Sofia Markverðir: Kostas Haniotakis...............OFI Krít Hristos Karkamanis.................Aris Saloniki Antonis Minou...................Apollon Varnarmenn: Alexis Alexiou.....................PAOK Saloniki Stratos Apostolakis.......Panathinaikos Yannis Kalitzakis.........Panathinaikos Kiriakos Karatqidis..........Olympiakos Thanassis Kolitsidakis...........ApoUon Stelios Manolas.....................AEK Aþenu Miðjumenn: Kostas Antoniou...........Panathinaikos VassiUs KarapiaUs............Olympiakos Sawas Kofidis......................Aris Saloniki Anastassios Mitropoulos.......AEK Aþenu Nikos NiobUas.............Panathinaikos Yorgos Toursounidis.......PAOK Saloniki Panayotis Tsalouhidis........Olympiakos Nikos Tsiantakis.............Olympiakos Sóknarmenn: Alexandros Alexandris...............AEK Aþenu Vasslis Dimitriadis............AEKAþenu Kostas Frantzeskos........Panathinaikos Nikos Mahlas....................OFIKrít Dimitris Saravakos........Panathinaikos LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 39 Iþróttir DV kynnir þátttökuliðin í HM í knattspyrnu - A-riðil: Stendur Kólumbía undir væntingum? - útlit fyrir harða baráttu Sviss, Rúmeníu og Bandaríkjanna A-riðillinn gætí orðið einn jafnasti og erfiðasti riðillinn í heimsmeist- arakeppninni í Bandaríkjunum. Þar leika heimamenn ásamt hinu skemmtilega liði Kólumbíu, Sviss og Rúmeníu, og hvert mark kann að reynast afar dýrmætt í þeirri bar- áttu. Ekki er ólíklegt að þrjú liöanna komist í 16 liða úrslit. Kólumbíu spáð sigri Flestir eiga von á því að Kólumbía vinni riðihnn en liðið er talið eitt hið sterkasta í heiminum um þessar mundir. Tveir sigrar á Argentínu í undankeppninni, þar af 5-0 á úti- velh, segja mikið um styrkleikann. í Bandaríkjunum þarf höið að sýna sig og sanna og standa undir þeim vænt- ingum sem gerðar eru til þess. Þrír leikmenn era líklegir til að verða mest í sviðsljósinu. Faustino Asprhla, hinn snjalli sóknarmaður sem hefur slegið í gegn með Parma á Ítalíu, Carlos Valderrama, miðju- maðurinn hárprúði sem er geysilega leikinn, og sóknarmaðurinn Adolfo Valencia. Þjálfari hðsins er Francisco Mat- urrana sem stýrði liðinu 1987-1990 og tók aftur við því 1992. Kólumbía hefur tvisvar komist í úrsht HM, 1962 og 1990. Veðbankar telja Kólumbíu 5.-6. sterkustu þjóðina á HM. Langþráð hjá Sviss Sviss hefur ekki leikið í úrslitum HM í 28 ár og kom á óvart með því að verða fyrir ofan Portúgal og Skot- land, og stigi á eftir Ítalíu, í undan- keppninni. Liðið þykir vel skipulagt og er ekki auðsigrað, enda hefur það aðeins tapað einu sinni í síðustu 18 leikjum sínum. Sóknarmaðurinn Stephane Chap- usiat hefur leikið mjög vel í þýsku knattspyrnunni og verður væntan- lega áberandi á HM, en hinir leik- reyndu André Egh og Georges Bregy, báðir vel á fertugsaldri, era ákaflega mikhvægir, ásamt miðjumanninum ítalskættaða, Ciriaco Sforza. Bhl Hodgson frá Englandi þjálfar Sviss og þykir hafa unnið mjög gott verk meö hðið. Sviss hefur leikið sex sinnum í úr- shtum HM, 1934,1938,1950,1954,1962 og 1966. Veðbankar telja Sviss vera í 10.-16. sæti í styrkleika á HM. Hvað gera Rúmenar? Rúmenar komust í úrslitakeppnina með mjög góðum endaspretti, á kostnað Tékka og Walesbúa. Þeir féhu út á vítaspymukeppni gegn írum í 16-liða úrslitunum í síðustu keppni og stefna á betri árangur nú og ættu að eiga góða möguleika á að komast áfram úr riðhnum. Rúmenar eiga marga snjaha knatt- spyrnumenn sem hafa getið sér gott orð í evrópskri knattspyrnu. Þar er „konungur Karpatafjallanna", Ghe- orghe Hagi, fremstur í flokki en Flor- in Raducioiu, Dan Petrescu, Ionut Lupescu og Miodrag Belodedici eru allt leikmenn í fremstu röð. Anghel Iordanescu tók við þjálfun Rúmena þegar þrír leikir voru eftir af undankeppni HM. Rúmenía hefur leikið 5 sinnum í úrshtum HM 1930,1934,1938,1970 og 1990. Veðbankar telja Rúmeníu vera í 11.-17. sæti í styrkleika á HM. Falla heimamenn út? Gestgjafar á HM eru vanalega taldir eiga möguleika á heimsmeistaratitl- inum enda hefur heimaþjóðin unnið keppnina flmm sinnum. En engir trúa því að Bandaríkjamenn hampi HM-styttunni, nema kannski ein- staka maður í þeirra röðum. Bandaríska liðið er einstakt að því leyti að kjami þess hefur búið saman og æft í Kalifomíu í meira en ár og þeir leikmenn spha ekki með neinu félagsliði, enda engin atvinnudeild í Bandaríkjunum. Búast má við því að Roy Wegerle og John Harkes, sem eru sjóaðir úr ensku knattspyrn- unni, og hinn marksækni Frank Klopas verði í lykhhlutverkum, en annars má búast við því að mest reyni á markvörsluna og vörnina. Bora Mhutinovic frá Júgóslavíu þjálfar bandaríska hðið en hann hef- ur áður stýrt Mexíkó og Costa Rica í úrshtum HM með góðum árangri. Bandaríkin hafa komist 4 sinnum í úrsht HM, 1930 (3.^4. sætí), 1934, 1950 og 1990. Veðbankar telja Bandaríkin vera í 17.-20. sæti í styrkleika á HM. Faustino Asprilla lék mjög vel með Parma á Italíu i vetur og gæti slegið endanlega i gegn með Kólumbíumönnum i Bandaríkjunum í sumar. Adrian Knup, efnilegur framherji hjá Sviss, spilar með Stuttgart. Gheorghe Hagi ræður ferðinni á miðjunni hjá Rúmenum. Roy Wegerle, framherjinn leikni, er helsta tromp heimamanna. Markverðir: Oscar Cordoba..................America Cali Farid Mondragon...Argentinos Jun. (Arg.) Jose Maria Pazo.................Junior Varnarmenn: Andres Escobar................Nacional Medellin Luis Herrera..................Nacional Medellin Alexis Mendoza..................Junior NestorOrtiz........................... Diego Osorio..................Nacional Medehin Luis Carlos Perea....Independiente Medelhn Whson Perez....................America Cali Miðjumenn: Leonel Alvarez.................America Cali Herman Gaviria................Nacional Medellin Gabriel Gomez.................Nacional Medelhn Harold Lozano..................America Cali Fredy Rincon...................America Cali Mauricio Serna................Nacional Medehin Carlos Valderrama...............Junior Sóknarmenn: Victor Aristizabal....Nacional Medehin Faustino Aspriha..........Parma (ftalíu) Antony de Avila................America Cali Adolfo Valencia..................Bayem (Þýskal.) Ivan Valenciano.................Junior Markverðir: 1 Tony Meola................landsliöið 12 JiirgenSommer.......Luton (Englandi) 18 BradFriedel.....Newcastle (Englandi) Varnarmenn: 2 Mike Lapper...............landshðið 3 MikeBums..................landshðið 4 CleKooiman........Cruz Azul (Mexikó) 17 Marcelo Balboa...........landsliðið 20 PaulCahgiuri..............landsliðið 21 Femando Clavijo............landshðið 22 Alexi Lalas...............landsliðið Miðjumenn: 5 Thomas Dooley.............landsliðið 6 John Harkes.........Derby (Englandi) 7 HugoPerez.................landsliðið 9 TabRamos...........Real Betis (Spáni) 13 CobiJones..................landshðiö 15 Claudio Reyna..............landshðið 16 Mike Sorber................landshðið Sóknarmenn: 8 Emie Stewart....Willem II (Hollandi) 10 RoyWegerle.......Coventry (Englandi) 11 Eric Wynalda.......Bochum (Þýskal.) 14 Frank Klopas..............landsliðið 19 Joe-MaxMoore...............landshðið 18.6. Bandar.-Sviss....15.30 18.6. Kólumbía-Rúmenía .23.30 22.6. Rúmenía-Sviss....20.00 22.6. Bandar.-Kólumbía...23.30 26.6. Bandar.-Rúmenía....20.00 26.6. Sviss-Kólumbía...20.00 Leikið í Detroit, Los Angeles og San Francisco. Markverðir: Martin Brunner............Grasshoppers Stefan Huber.....................Aarau Stefan Lehmann....................Sion Marco Pascolo.................Servette Varnarmenn: André EgU.....................Servette Alain Geiger......................Sion Dominique Herr....................Sion Marc Hottiger.....................Sion IvanQuentin.......................Sion Martin Rueda.....................Luzem Júrg Studer...................Lausanne Miðjumenn: Thomas Bickel.............Grasshoppers Georges Bregy..............Young Boys Sebastian Foumier.................sion Christophe Ohrel..............Servette Ciriaco Sforza....Kaiserslautern (Þýsk.) Alain Sutter...................Númberg (Þýsk.) Patrick Sylvestre.............Lausanne Thomas Wyss........................St. Gallen Sóknarmenn: Stephane Chapuisat....Dortmund (Þýsk.) Adrian Knup..................Stuttgart (Þýsk.) Nestor Subiat...................Lugano Markverðir: Stefan Gabriel Preda...Petrolul Ploiesti Florin Prunea...................Dinamo Búkarest Bogdan Stelea....................Rapid Búkarest Varnarmenn: Miodrag Belodedici.....Valencia (Spáni) Gheorghe Mihali.................Dinamo Búkarest Corneliu Papura..........Univ. Craiova Dan Petrescu.............Genoa (ítahu) Daniel Claudiu Prodan...........Steaua Tibor Selymes.....Cercle Brugge (Belgíu) Miðjumenn: IuUan Chirita....................Rapid Búkarest Constantin Gilca................Steaua Gheorghe Hagi...........Brescia (ítahu) Ionut Lupescu......Leverkusen (Þýskcd.) Dorinel Munteanu ....Cercle Bragge (Belgiu) Basarab Nica Panduru............Steaua Gheorghe Popescu........PSV (HoUandi) Ovidiu Stinga.............Univ.Craiova Sóknarmenn: IUeDumitrescu...................Steaua Marian Ivan.....................Brasov Viorel Moldovan.................Dinamo Búkarest Florin Raducioiu.......AC MUan (Ítalíu) Ioan Vladoiu.....................Rapid Búkarest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.