Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 15 Nýr borgarstjóri fær völdin í höf- uðborg landsins í sínar hendur eft- ir nokkra daga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem settist í baráttu- sæti Reykjavíkurlistans fyrir örfá- um mánuðum, tekur þá við lykla- völdum í Ráðhúsinu við Tjömina af Áma Sigfússyni, núverandi borgarstjóra. Úrslit borgarstjórnarkosning- anna í Reykjavík eru merkilegur póhtískur atburður sem vafalaust mun hafa ýmsar breytingar í fór með sér á næstu mánuðum og misserum. Þá er ekki síður merkileg sú breytta ásýnd flokkanna sem birt- ist í sjálfri kosningabaráttunni. Þetta á bæði við um minnihluta- flokkana í fráfarandi borgarstjórn, en þeir sýndu óvenjulega samstöðu að baki vinsælum foringja, og Sjálf- stæðisflokkinn sem setti upp nýtt andlit. Afar forvitnilegt verður að sjá hvort áhrifin vara til langframa eöa reynast einungis skammvinn tískusveifla. Félagshyggja í sókn? Sigurvegararnir í Reykjavík, og talsmenn þeirra fjögurra flokka sem stóðu að baki Reykjavíkurlist- anum, hafa gjarnan túlkað úrslitin á þann veg aö félagshyggjan sé í sókn á nýjan leik eftir nokkurt hlé. Þetta á einnig við um suma ráð- herra Alþýðuflokksins í núverandi ríkissfjóm en ekki er ósennilegt að kosningaúrslitin hafi nokkur áhrif á innanflokksátökin þar á bæ. Aðrir em mun varkárari í dóm- um um þetta efni og telja hæpið að búast við miklum pólitískum svipt- ingum á landsvísu í kjölfar kosn- inganna. Og þeir hafa mikið til síns máls. Þannig era engar líkur á að sigur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fagnar sigri í borgarstjórnarkosningunum i Reykjavik. áhrif á afstöðu forystumanna stjórnmálaflokka hér á landi. Víða erlendis, einkum þó í Bandaríkjunum, hafa stjórnmála- menn hins vegar lengi miðað störf sín og stefnu að miklu leyti við nið- urstöður margvíslegra kannana á skoðunum almennings. Kannanir eru fréttir Meðan á kosningabaráttunni stóð vora birtar niðurstöður margra skoðanakannana um fylgi listanna tveggja í Reykjavík. Enda eru slík- ar kannanir besta aðferðin sem þekkt er til að gefa almenningi hugmynd um hver sé afstaða fólks til framboða á hverjum tíma. Birting skoðanakannana er því eðlilegur hluti almennrar frétta- mennsku hjá þeim fjölmiðlum sem leggja metnað sinn í að gefa lesend- um sínum, hlustendum eða áhorf- endum sem nákvæmastar upplýs- ingar um stöðu mikilvægra mála meðal þjóðarinnar. Samt eru sumir alltaf að agnúast út í skoðanakannanir og birtingu þeirra. Einstaka stjórnmálamenn vilja jafnvel láta takmarka ritfrels- ið í landinu með því að banna með lögum birtingu niðurstaðna skoð- anakannana viku eða hálfan mán- uð fyrir kosningar. Helsta röksemd þeirra er sú að skoðanakannanir geti haft óeðlileg áhrif á kjósendur rétt fyrir kjördag. Fyrir nokkram árum voru slíkar hugmyndir reifaðar á Alþingi. Þar var samþykkt þingsályktun um að gert skyldi úttekt á því hvort setja ætti lög eöa reglur um skoðana- kannanir. Menntamálaráðherra skipaði nefnd í málið fyrir fjóram árum. Hún skilaði áliti sumarið 1991. Tími breytinga Reykjavíkurlistans leiði til sameig- inlegs framboðs vinstri flokka, tveggja eða fleiri, í alþingiskosn- ingum að ári. Til þess era flokkarn- ir of rótgrónir í eigin fari, of bundn- ir viö eigin sögu, hefðir og valda- kerfi. Þótt ungt fólk í þessum flokkum knýi vafalaust á um nánara sam- starf þá mun það ekki hagga for- ystú flokkanna að ráði. Um þetta ber reynsla síðustu áratuga aug- ljóst vitni. í þessu sambandi er lærdómsríkt að gefa því gaum að úrshtin í Reykjavík hafa engin áhrif haft á myndun meirihluta í öðrum bæjar- félögum. Jafnvel þar sem vdnstri flokkarnir svokölluðu era sameig- inlega með meirihluta bæjarfull- trúa keppast þeir vdð að ná sam- starfi vdð sjálfstæðismenn. „Sókn“ félagshyggjunnar er nú ekki meiri en svo. Mannúð og mildi Hitt er svo annað mál að ásýnd sumra stjómmálaflokka kann að breytast í kjölfar þessara kosninga. Hjá Alþýðuflokknum ræðst það að nokkra leyti á flokksþingi sem haldið verður eftir eina vdku. Þótt formannsslagurinn veki auðvdtað mesta athygh á krataþinginu er ekki síöur forvitnilegt að sjá hvern- ig tekið verður á helstu þjóðmálum: atvdnnuleysinu, lífskjörunum, vel- ferðarkerfinu, aðild að Evrópu- sambandinu og fleiri málum sem eru og veröa í brennidepli. Niöurstaða flokksþingsins kann einnig að gefa til kynna hvort auknar líkur séu á nýju ríkisstjóm- armynstri eftir næstu kosningar. Líklega verður þó enn forvdtni- legra að sjá áhrif kosninganna í Reykjavík á stærsta stjórnmála- flokk þjóðarinnar, Sjálfstæðis- flokkinn. Árni Sigfússon, sem skóp sér sterka stöðu sem áhrifamikih leið- togi í Sjálfstæðisflokknum með frammistöðu sinni í kosningabar- áttunni, færði stefnu og ásýnd flokksins mjög til vdnstri. Mannúð og mildi eru þau gildi sem hann setti á oddinni. Stefna hans var augljós andstæða vdð þá hörku sem einkennt hefur ásýnd flokksins í landsmálapóhtíkinni. Það kæmi ekki á óvart að Ámi yröi fljótlega sterkur talsmaður hinna mjúku gilda innan Sjálfstæð- isflokksins á landsvísu, og jafnvel að shk áherslubreyting ætti sér að einhveiju leyti stað þegar fyrir næstu þingkosningar. Könnun fyrir sex mánuðum Annars er þaö táknráent fyrir nútíma stjómmál að það skyldi verða skoöanakönnun sem sann- færði oddvita þeirrá flokka er setið hafa í minnihluta í borgarstjóm- inni síðasta áratuginn eða svo um að rétt væri að fara í sameiginlegt framboð undir forystu Ingibjargar Sólrúnar - að þaö væri leið til sig- Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri urs í borginni. Fyrir aðeins sex mánuðum var Framsóknarflokkurinn algjörlega andvígur sameiginlegu framboði minnihlutaflokkanna í höfuðborg- inni. Á þeim tíma var hugmyndin um slíkt samstarf því almennt talin heyra sögunni til. Þá birti DV niðurstöður skoðana- könnunar sem kom mikilli hreyf- ingu á framboðsmálin í höfuðborg- inni. Það var í lok nóvember í fyrra. Þessi könnun sýndi glögglega að ef flokkamir fjórir myndu bjóða fram hver í sínu lagi eins og venju- lega ætti Sjálfstæðisflokkurinn vís- an auðveldan sigur í borginni. En jafnframt að sameiginlegt framboð minnihlutaflokkanna gæti hæg- lega náð meirihluta - fengi 54,5% atkvæðanna á móti 45,5% fylgi Sjálfstæðisflokksins. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir var oddviti Framsóknarflokksins í borginni enn fastákveðinn í að bjóða fram flokkshsta. „Þaö er al- veg skýrt að Framsóknarflokkur- inn ætlar aö bjóða fram sérhsta í borgarstjómarkosningunum," sagði Sigrún Magnúsdóttir í vdðtah við DV daginn sem niðurstaða könnunarinnar var kynnt í blað- inu. Daginn eftir birti DV niöurstööur skoðanakönnunar um vdnsældir þeirra borgarstjóraefna sem þá voru einkum í umræðunni. Þar kom í Ijós að Ingibjörg Sólrún var vdnsælh meðal borgarbúa en starf- andi borgarstjóri, Markús Öm Antonsson. Sama dag opnuðu framsóknar- menn loks fyrir möguleikann á samstarfi, en þó ekki um framboð. „Mér finnst koma fyllilega th greina að minnihlutaflokkarnir bjóði fram sérhsta en hafi sameig- inleg málefni og sameiginlegt borg- arstjóraefni," sagði Sigrún Magn- úsdóttir vdð DV. Þannig fór boltinn af stað og má fullyrða að skoðanakönnun hafi ekki í annan stað haft jafn mikil Bann andstætt almannaheill í nefndaráhtinu segir ma.a.: „Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að ekki beri að setja lög eða reglur um skoðanakannanir á ís- landi. Fiölmörg rök eru gegn setn- ingu slíkra laga eða reglna.“ Nefndin fjallaði sérstaklega um þær röksemdir aö niðurstööur skoðanakannana geti haft óeðlileg áhrif á hvaö kjósendur geri á kjör- dag. „Þetta era getsakir sem rann- sóknir hafa ekki staðfest,” segir í áhti nefndarinnar sem taldi að „áhrifin af birtingu á áreiðanlegum niðurstöðum skoðanakannana séu miklu fremur fólgin í því að veita kjósendum nýjar upplýsingar. Þess vegna bryti lagasetning sem bann- aði birtingu shkra niðurstaðna í bága vdö almannaheill." Nefndin tók einnig undir það sjónarmið að birting skoðanakann- ana væri eöhleg fréttamennska. „Það skyti því skökku við ef banna ætti fjölmiðlum að birta þessar upplýsingar fremur en aðrar upp- lýsingar um gang stjórnmála yfir- leitt,“ segir í nefndaráhtinu. Gegn slíkum rökum verða tihög- ur um boð og bönn harla léttvæg, enda fela þær beinlínis í sér thraun th ritskoðunar. Landsmenn þurfa á öðru að halda nú þegar minnst er fimmtíu ára afmæhs stjórnar- skrár lýðveldisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.