Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 16. JUNI 1994 Fréttir___________________________________ Fjármálaráðherra boðar langtímaáætlun í ríkisflármálum: Fjárlagahalla verði eytt á f imm árum - að óbreyttu myndi hallinn verða á þriðja tug milljarða 1998 til að ná niður útgjöldum ríkisins og Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra kynnti í ríkisstjóminni á þriðjudag skýrslu um áætlun í rík- isfjármálum 1995 til 1998. Áætlunin miöar að því aö jöfnuöi verði náð í ríkisbúskapnum á tímabilinu. Skýrslan var unnin í fjármálaráðu- neytinu með aðstoð Seðlabanka ís- lands og Þjóðhagsstofnunar. í skýrslunni eru skoðuð tvö dæmi varðandi framþróun ríkisfjármála. Annars vegar er um að ræða halla- dæmi sem byggir á framreikningi útgjalda og tekna á grundvelli gild- andi laga, reglna og samninga. Hins vegar er um að ræða tilbúið jafnaðar- dæmi sem gerir ráö fyrir því að jöfn- uður náist í ríkisfiármálum. í báðum tilvikum er byggt á mati Þjóðhags- stofnunar á efnahagshorfum næstu fjögur ár að teknu tilliti til mismim- andi þróunar í ríkisfjármálum. Fram kemur í þessum útreikning- um að verði ekki gripiö til aðhaldsað- gerða í ríkisfjármálum muni halh ríkissjóðs tvöfaldast á næstu fjórum árum og skuldimar aukast um þriðj- ung. Með aðhaldsaðgerðum megi hins vegar ná jafnvægi 1998 og stöðva skuldasöfnunina. Hagvöxtur yröi umtalsvert meiri í jafnaðardæminu og nálgast 3 prósent í lok tímabilsins. í jafnaðardæminu myndu raun- vextir lækka verulega, eða í 3,5 pró- sent, en í halladæminu myndu þeir hækka um minnst 2 prósent og fara í 7 prósent 1998. I jafnaöardæminu myndi atvinnuleysi verða innan viö 5 prósent samanborið við 6 prósent í halladæminu. Auk þessa reiknast fjármálaráöu- neytinu til að starfsskilyröi atvinnu- greina muni batna til muna verði leið aöhaldsaðgerða farin. Lækkun vaxta muni leiða til aukinna fjárfest- inga og almenn eftirspum í atvinnu- lífinu ykist án þess að stöðugleika í efnahags- og gengismálum væri stefnt í hættu. Síðast en ekki síst er þaö mat fjármálaráðherra aö við- skiptajöfnuður verði í jafnvægi tak- ist að eyða fjárlagahallanum og ná jafnvægi í ríkisbúskapnum. í skýrslunni er bent á ýmsar leiðir minnka fjarlagahallann. Lögð er áhersla á að lækka samneysluútgjöld um ailt að 4 prósent fram til ársins 1998 og auka kostnaöarþátttöku al- mennings vegna ýmiss konar opin- berrar þjónustu. Gert er ráð fyrir því aö dregið verði úr framlögum til ein- staklinga, fyrirtækja og samtaka. í þessu sambandi eru nefnd framlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sveitarfélaga, almannatrygginga og landbúnaðar. Þá er í jafnaðardæm- inu gert ráð fyrir um fimmtungs samdrætti í fjárfestingu frá fjárlög- um 1994. DV Ámastofiiun: Stefán Karlssontal- inn hæfastur Stefán Karlsson handritafræð- ingur er talinn hæfastur þeirra umsækjenda sem sótt hafa um stöðu forstöðumanns Árnastofn- unar. Sérstök dómnefnd hefur farið yfir umsóknir um stöðuna og skilað áliti sínu um umsækj- endur. Áleit nefndin að Stefán Karls- son og Sverrir Tómasson varu hæfir til að gegna embætti/or- stöðumanns Stofiiunar Arna Magnússonar. Það þýöir að þriðji umsækjandinn, Guörún Nordal, kemur ekki til greina. í áliti dómnefndarinnar segir að Stefán teljist mjög vel hæfur til að gegna starfinu og Sverrir vel hæfur. Þessi greining byggist á viðteknu matskerfi á umsækj- endum í stöður sem þessar þar sem umsækjendur eru greindir sem hæfir, vel hæfir og mjög vel hæfir. Álit dómnefhdarinanr fer fyrir deildarfund í heimspekideild Há- skólans 21. júní. Deildai-fundur skilar síöan tillögu um ráðningu í starfið til menntamálaráðherra. Er búist við að hann taki ákvörð- un og ráði í stöðuna fljótlega eför aö hafa fengið tiilöguna í hendur. Norðmenn vissu allt um klippurnar okkar „Norðmenn vissu allt um klipp- umar okkar, þeir komu oft að skoða hjá okkur. Ég man ekki hvort það voru þeir eða Danir sem fengu gefins hjá okkur eintak af þeim. Þeir vissu allt um þær,“ segir Guðmundur Kjæmested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Nokkrar vangaveltur hafa veriö um þaö hvaöan Norðmenn hafi þekk- ingu sína á því að klippa aftan úr togskipum. Þaö er ljóst að helsta vopn Norömanna í þessum átökum er séríslenskt fyrirbrigði. Guömund- ur Kjæmested varð fyrstur íslend- inga til að nota þessa íslensku upp- finningu Péturs Sigurðssonar, fyrr- um forstjóra Landhelgisgæslunnar. Guðmundur, sem klippti aftan úr 60 togurum í landhelgisstríðinu, lýsir því hvemig hann fór að með klipp- - segir Guömundur Kjæmested umar: „Maður kom venjulega bakborðs- megin að þeim undir 45 gráða homi og fór rétt aftan viö þá og fram með þeim á stjórnborða. Við létum klipp- umar fara strax þegar viö settum á ferð. Við keyrðum á 20 sjómílna ferð og slökuðum út á fullu. Þegar við vorum komnir fram með þeim hægð- um við á og létum khppumar sökkva. Þegar þær vom sokknar settum við á ferð og klipptum. Ef skipstjómarmaður vill ekki láta klippa hjá sér þá hífir hann á fullu þar til víramir standa beint niður. Það em ekki nema aular sem láta khppa aftan úr sér. Þetta gerðu Þjóð- verjamir, það var ahtaf erfiðara að eiga viö þá en Bretana," sagði Guð- mundur Kjæmested, fyrrum skip- herra. Togvírar klipptir . . . Klippur Varðskip klippir aftan úr togara (séð að ofan) ^..........-I----------v „I SkuttogarTp Skuttogari Varöskip I dag mælir Dagfari í naf ni lýðveldisins Á morgun rennur afmælisdagur lýðveldisins upp. Þá höldum viö upp á fimmtíu ára sjálfstæði. Það þykir ekki við hæfi að íslendingar hMdi upp á afmæhð heima hjá sér og þaö dugar ekki minna en þeir flölmenni á Þingvelh til að sýna sjálfum sér og öðrum hvað þeir era óskaplega glaðir vegna afmæhsins. Þjóðhátíöamefnd segist reikna með áttatíu þúsund manns í afmæl- ishófið. Þetta væri nú aht saman gott og blessað ef þjóðin hefði einhvem skilnihg á þýðingu þess að mæta á Þingvelh. Mönnum er sem sagt ekki alveg ljóst hvaða tilgangi það þjónar. Á Þingvöhum er haldin guös- þjónusta og fundur alþingismanna og þangað koma erlendir þjóðhöfð- ingjar og flytja ávörp og allt verður þetta í beinni útsendingu í sjón- varpi og enginn hefur neitt við það að athuga að guðsmennimir og þingmennimir og þjóöhöfðingjam- ir geri sér glaðan dag á hátíðlegri stundu. Meira að segja norski kóngurinn kemur til að bera klæði á khppumar. Hitt vefst fyrir sauðsvörtum al- múganum hvaða erindi hann eigi innan um þetta stórmenni. Áður I :ihi_____: fyrr tíðkaðist að almenningur hóp- aðist saman til að horfa upp th höfðingjanna og í kommúnistaríkj- unum var það th siðs að safna sam- an múgi og margmenni th aö klappa fyrir hinum útvöldu for- ingjum á tylhdögum... Maður hélt að þetta hefði lagst af með kommúnismanum og lotn- ingin fyrir valdinu ætti ekki að koma með fyrirmælum að ofan. Samt er ætlast th að íslendingar fjölmenni á Þingvöh th að taka ofan fyrir stórmenninu. Jú, jú, segir þjóðhátíðamefnd. íslendingar verða að sýna sam- stöðu. íslendingar veröa að láta í ljós ættjarðarást sína með því að mæta austin. Þjóðhátíðamefnd bannar mönnum aö visu að aka um á einkabifreiðum og þjóðhátíðar- nefiid lokar veginum nema í eina átt, þannig að þeir sem á annað borð hlýða fyrirmælunum í nafni föðurlandsins og fóstuijarðarinnar em reknir upp í rútur eins og fé og verða að standa sína plikt með því að syngja Öxar viö ána í rút- unni. Síðan verða þeir lokaðir af á Þingvöhum þangað th nefndinni þóknast að hieypa mönnum heim aftur. Á meðan verður sungið Hver Annað skhyrði sem sett er af þjóðhátíðarnefndinni, væntanlega th að votta lýðveldinu enn og aftur virðingu sína, er að skikka menn th að éta SS-pylsur og ekkert nema SS- pylsur og þamba kók og pepsí að fomíslenskum sið. Mönnum er ráölagt að taka með sér regnfot og vaðstígvél th aö verjast hinni ís- lensku veðráttu. Og svo syngja menn aftur Hver á sér fegra fóður- land? þegar þeir em komnir í vað- málsflíkumar. Inn á milli hoppa álfar og huldu- fólk um vellina og kannske verða seldar blöörur th að hafa ofan af fyrir bömunum sem þama eiga að hrekjast undan veðri og vindi th að geta klappað fyrir stórmenninu. Að fengnum þessum útskýring- um ætti öhum aö vera ljóst aö skyldan kahar og nú er að bregöast fljótt og vel við. Sauðsvartur alm- úginn er ómissandi. Áttatíu þús- und manna áætlun nefndarinnar er sennhega í lægri kantinum. Mið- aö við fööurlandsástina sem brenn- ur í bijósti landans væri eðlhegt að búast við öðmm hveijum ís- lendingi, aö minnsta kosti, sem svari kallinu. Þetta er þaö spenn- andi og ögrandi uppákoma á Þing- völlum að Dagfari efast um að nokkur hehvita maöur láti slíkt tækifæri sér úr greipum ganga. Það fara alhr sem vetthngi geta valdiö. Að minnsta kosti allir sem eiga regnúlpur. Nú, ef það verður rosaiega kalt á Þingvöhum og rigningin verður lárétt í útsynningnum geta menn flúið inn í rúturnar aftur og beðið I þangað th þær leggja aftur af staö í bæmn. I rútunum geta menn sungið og fengiö SS-pylsur á nýjan leik og haldiö uppi þjóiðlegri stemn- ingu og lýðveldishátíðin verður þeim ógleymanleg. Sérstaklega . i þegar þjóðhöfðingjunum bregður j I fyrir út um rúðumar á rútunni og þá syngja menn aftur Öxar við ána og Fram, fram fylking og gráta klökkum tárum yfir ættjörðinni. Dagfari hvetur aha sanna íslend- inga að mæta. Þetta verður ein- stakur viðburður. Dagfari I a ser fegra fóðurland?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.