Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Síða 9
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994
9
dv Útlönd
Balladurlegtar
ráðahjáfrönsk-
um ungdómi
Edouard
BaRadur, for-
sætísráöherra
Frakklands,
hefur efnt heiti
sem hann gaf
œsku landsins
eftir að stúd-
entar efndu til
mótmælaaðgerða um að leita
ráða hjá henni um framtíð lands-
ins og stöðu ungmenna.
Níu milljón ungmeimi á aldrin-
um 15 til 25 ára fá sendan spurn-
ingahsta þar sem þau eiga m.a.
að gefa svör við fullyrðingum á
borö við: „Mér finnst ég vera
Evrópumaður“ og „Skólinn veitir
góðan undirbúning fyrir atvinnu-
líílð“. Þá er unga fólkinu boðið
að setja óskir sinar á blað,
Áframhaldandi
aukning á iðn-
framleiðslu
Mikill vöxtur er hlaupinn i iðn-
aðarframleiðsluna í Flnnlandi og
eykst hann stööugt. í apríl var
framleiðslan 9,7 prósentum meiri
en í sama mánuði í fyrra.
Mesta aukningin varð ínnan
málmiönaðarins, bæði i skipa- og
bílaframleiðslu. Þá varð einnig
veruleg framleiðsluaukning innan
trjávöru- og pappírsiðnaðar í aprfl.
Finnska hagstofan kynnti einnig
nýjustu útreikninga á vísitölu
framfærslukostnaðar og reyndist
verðbólgan frá maí í fyrra til jafn-
iengdar í ár aðeins vera 0,2 prósent.
Gummersættist
við norskan
starfsbróður
John Gummer, umhverflsráð-
herra Bretlands, hefur sæst heil-
um sáttum við Thorbjöm Bemt-
sen, norska starfsbróður shm,
sem eitt sinn kaliaði hann skíta-
labba.
Ráðherramir sættust þegar
Gummer kom til Óslóar í vikunni
aö sitja tveggja daga ráðstefnu
SÞ um súrt regn.
„Við erum góðir vinir núna,“
sagði Gummer og tók utan um
koilegann. Og aðspurður sagðist
hann ekki erfa ummælin við
Berntsen. „Við emm báðir
stjómmáiamenn."
Berntsen kallaði Gummer
skítalabba á sínum tíma vegna
mengunarinnar sem berst frá
breskum verksmiðjum tii Nor-
egs.
BobDolebýrsig
undirforseta-
kosningar1996
Bob Dole,
leiðtogi Repú-
blikanaflokks-
ins í öldunga-
deild Banda-
ríkjaþings, hef-
urfaliðráðgjöf-
um sínum að
ieita eftir
stuðningi peningasaftiara og
skipuleggjenda um landið allt.
Að sögn New York Times eru
þetta fyrstu skrefin til undirbún-
ings fyrir forsetaslaginn árið
1996. Dole hefur þó ekki enn
ákveðið hvort hann ætlar fram.
„Hvort sem ég geri það eða ekki
veröur maöur að vera undir þaö
búinn,“ sagöi Dole í viðtali viö
blaðið í gær.
Dole hefur í tvigang reynt að fá
útnefningu Repúbhkanaflokks-
ins fyrir forsetakjörið, árin 1980
og 1988, en í bæði skiptin varð
hann að lúta í lægra haldi.
Reuter, FNB
1. mingur!
Vertu með
draumurinn gæti orðið að veruleika!