Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Side 10
10
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994
Trimm
Ganga
Sá sem gengur mjög rösklega,
6,4 km/klst. og er 68 kíló brennir
400 hitaeiningum á klukkustund
á göngunni og eykst brennslan
eftir því sem eigin þyngd göngu-
garpsins er meiri. Miðað viö þrjár
klukkutíma langar gönguferðir í
viku þýðir þetta 8,2 kílóa fitutap
á einu ári. Sá sem er 50 kíló að
eigin þyngd brennir 260 hitaein-
ingum á klukkustund og tapar 5,5
kílóum af fitu á ári.
Miðnæt-
urhlaup
Fimmtudagskvöldið 23. júní kl.
23.00 fer miðnæturhlaup á Jóns-
messu fram í annað sinn i Laug-
ardalnum. Þetta sérstæöa hlaup
hefst og endar við sundlaugina í
Laugardal sem verður opin fram
eftir af þessu tilefni og verðlauna-
afiiending fer fram á laugarbakk-
anum að hlaupi loknu. Hlaupnar
verða tvær vegalengdir, 3 km og
10 km. Íslensk-ameríska verslun-
arfélagið er meginstoð hlaupsins
og stytta og allir þátttakendur fá
verðlaunapening og brúsa af
Pantene sjampói og að auki par
af nýjum maraþon sportsokkum
sem eru glæný íslensk fram-
leiðsla. Auk þess fá allir ókeypis
eintak af Distance Running sem
er alþjóölegt tímarit um mara-
þonhlaup. Skráning fer fram í
sundlauginni í Laugardal frá 19.
júní nk. Nánari upplýsingar fást
á skrifstofu Reykjavíkurmara-
þons í síma 813385. í fyrra tóku
940 karlar, konur og böm þátt í
hlaupinu í frábæru veöri og sér-
lega skemmtilegri stemningu. Að
hlaupi loknu er rétt að nota tæki-
færið og velta sér nakinn í dögg-
inni á einhverri af íjölmörgum
grasflötum í dalnum. Það á sam-
kvæmt fornri þjóðtrú að vera
margra meina bót. Munið samt
eftir ákvæðum lögreglusam-
þykktar Reykjavíkur um ósiðlega
hegðan á almannafæri.
Kvenna
hvað?
Nú fer hver að verða síðust að
skrá sig í Kvennahlaupið sem fer
fram um allt land á sunnudag.
Áfram stelpur.
Ekkert íslandsWaup?
Samkvæmt bestu heimildum
trimmsíðunnar tókst ekki að
koma á fyrirhuguöu ísiands-
hlaupi sem hlaupa átti frá Lög-
bergi að Austurvelli 16. júni til
að minnast lýðveldisafmælisins.
Það var ÖL-hópurinn, harðsnú-
frm hlaupahópur öldunga á öllum
aldri sem hugðist koma þessu á.
Ekki tókst aö afla nauðsynlegra
styrktaraðila við tiltækiö. Rætt
er um að koma hlaupinu á í
haust.
ÓsWíðinWaupin
Óshlíðarhlaupiö fer fram í ann-
að sinn 25 júní nk. Eins og nafniö
bendir til er hlaupið um Óshlíð
milli Bolungarvikur og ísaflarö-
ar. Lengsta vegalengdin er hálft
maraþon en einnig er boðið upp
á 4 km og 10 kílómetra hlaup.
Allir fá verðlaunapening og og
vegleg útdráttarverðlaun verða
einnig veitt. Hlaupið er liður í
Kaupstaðarhátíð sem fram fer á
ísafiröi um þessa helgi. Gististað-
ir bjóða hlaupurum afslátt þessa
helgi svo hér gefst tækifæri fyrir
skokkara og hlaupara til þess að
njóta þess besta sem Vestfirðir
bjóða. Kjörið tækifæri til að nýta
suraarfrí, náttúruskoðun og
skokk fyrir alla fiöiskylduna.
Röskleg ganga er góð líkamsrækt og hentar öllum.
- íþrótt sem hentar öllum
Að ganga rösklega er prýöisgóð
íþrótt sem hentar öllum. Rösklegar
gönguferðir, sérstaklega ef þær liggja
um mishæðótt land eða fjöll, eru góð
þjálfun. Ganga er íþrótt sem hentar
vel þeim sem treysta sér af einhverj-
um ástæöum ekki til aö skokka eða
hafa ekki áhuga á því. Ganga er kjör-
in líkamsrækt fyrir fólk á öllum aldri
og sérlega góð fyrir þá sem hafa veika
ökkla, eru of þungir eða einfaldlega
ekki í nógu góðri þjálfun til að
skokka en fyrir þá getur hún verið
nauðsynleg byrjun. Sá sem gengur
andar að sér fersku lofti og kemst í
nána snertingu við náttúruna og
eykur líf sitt lit.
Umsjón
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Styrkirvöðva,
hjarta og lungu
Á göngu er reynt á kálfavöðva,
hnésbótarsin og þjóvöðvana. Þessir
vöðvar styrkjast og veröa betur bún-
Tími á km 5 km 7 km 10 km 15 km hálf- maraþon mara- þon
3.00 15.00 21.00 30.00 45.00 1.03.18 2.06.35
3.10 15.50 22.10 31.40 47.30 1.06.49 2.13.37
3.20 16.40 23.20 33.20 50.00 1.10.20 2.20.39
3.30 17.30 24.30 35.00 52.30 1.13.51 2.27.41
3.40 18.20 25.40 36.40 55.00 1.17.22 2.34.43
3.45 18.45 26.15 37.30 56.15 1.19.07 .2.38.15
3.50 19.10 26.50 38.20 57.30 1.20.53 2.41.45
3.55 19.35 27.25 39.10 58.45 1.22.38 2.45.17
4.00 20.00 28.00 40.00 1.00.00 1.24.24 2.48.47
4.05 20.25 28.35 40.50 1.01.15 1.26.09 2.52.19
4.10 20.50 29.10 41.40 1.02.30 1.27.55 2.55.49
4.15 21.15 29.45 42.30 1.03.45 1.29.40 2.59.21
4.20 21.40 30.20 43.20 1.05.00 1.31.26 3.02.51
4.25 22.05 30.55 44.10 1.06.15 1.33.11 3.06.23
4.30 22.30 31.30 45.00 1.07.30 1.34.57 3.09.53
4.35 22.55 32.05 45.50 1.08.45 1.36.42 3.13.25
4.40 23.20 32.40 46.40 1.10.00 1.38.28 3.16.55
4.50 24.10 33.50 48.20 1.12.30 1.41.59 3.23.57
5.00 25.00 35.00 50.00 1.15.00 1.45.30 3.30.59
5.10 25.50 36.10 51.40 1.17.30 1.49.01 3.38.01
5.20 26.40 37.20 53.20 1.20.00 1.53.32 3.45.03
5.30 27.30 38.30 55.00 1.22.30 1.56.03 3.52.05
5.40 28.20 39.40 56.40 1.25.00 1.59.34 3.59.07
5.50 29.10 40.50 58.20 1.27.30 2.03.05 4.06.09
6.00 30.00 42.00 1.00.00 1.30.00 2.06.35 4.13.11
7.00 35.00 49.00 1.10.00 1.45.00 2.27.41 4.55.22
8.00 40.00 56.00 1.20.00 2.00.00 2.48.47 5.37.34
ir til að mæta álagi. En mikilvægustu
áhrif röskrar göngu eru styrkjandi
áhrif á hjarta, lungu og æðakerfi. En
til þess að ná þeim áhrifum þarf að
ganga nokkuð rösklega. Venjulegur
gönguhraði þess sem fer rólega er 4,8
km/klst. en æskilegt væri að auka
þann hraða í 6,5 km/klst.
Brennir fitu
Rösk ganga er öflug fitubrennsla
því hún er stöðug hreyfing en tiltölu-
lega lítU áreynsla. Því hraðar sem
þú gengur því fleiri hitaeiningar
fjúka. En það er ekki nóg að fara út
og rölta einn hring í kringum blokk-
ina. Fitubrennsla hefst ekki að marki
fyrr en eftir 20 mínútur á röskri
göngu. Gott er að temja sér meðal-
hóf. Ekki þenja þig svo að þú standir
á öndinni og ekki fara svo hægt að
hjartsláttur örvist ekki. Sá sem vill
nýta sér göngur sem líkamsrækt
ætti að ganga 3-4 sinnum í viku í
30-40 mínútur í senn. Gott er að
mæla út nokkrar vegalengdir og
velja sér mislangar leiðir eftir veðri
og vilja. 3-4 kílómetrar í senn duga
byrjanda vel meðan vanur göngu-
garpur rennur 6-7 kílómetra í einu.
Góður stíll
Gott er að temja sér vandaðan
göngustíl strax í upphafi. Hallaðu þér
lítið eitt fram frá ökklum en ekki frá
mitti. Sveiflaðu höndunum hvatlega
á göngunni. Sveiilurnar hjálpa þér
að knýja fæturna áfram og koma
aukinni hreyfingu á efri hluta líkam-
ans. Beygðu olnbogana vel. Fram-
sveiflu handar skal stöðva við
bringubein en baksveiflu við mjöðm.
Spreyttu þig á að taka mismunandi
löng skref og gakktu ekki alltaf á
sléttu malbiki heldur veldu þér
gönguleiöir á malarstígum og fjár-
götum um mishæðótt land. Skemmti-
legar gönguleiðir hggja um Laugar-
dal í ilmandi trjágróöri. Um Elhða-
árdal í nær óspilltri náttúru og um
Ægisíðu og Seltjarnames í sterkri
angan af þara og sjávarlífi. Vilji
menn einsemd og þögn fjalla á göngu
sinni bíður Hengillinn, Esjan og Blá-
fjöllin rétt utan seihngar. Ef menn
skortir félagsskap th þess að ganga
í er um ýmsa möguleika að velja.
Skipulagðir gönguhópar eru starf-
ræktir á höfuðborgarsvæðinu og
auglýsa reglulega starfsemi sína í
dagblöðum. Hananú er þekktur hóp-
ur í Kópavogi og svipaður hópur er
gerður út í Reykjavík. Hafnargöngu-
hópurinn röltir reglulega saman um
götur Reykjavíkur. Síðast en ekki
síst starfa tvö ferðafélög, Ferðafélag
íslands og Útivist sem bjóða í hverri
viku upp á fjölda lengri og skemmri
gönguferða þar sem allir ættu- að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hraðatafla
Þessi tafla sem sýnir mismunandi
skokk- og hlaupahraða á ýmsum
vegalengdum er ágætt hjálpartæki.
Með töflunni getur skokkari fylgst
með framfórum sínum og sett sér
framtíðarmarkmið. Khppið töfluna
út og geymið. Skylt er að geta þess
að tafla þessi er úr fórum Gísla Ás-
geirssonar í Hafnarfirði sem hefur
stundað langhlaup um árabil.
„Þolinmæði þrautir vinnur allar!"
- Það er seiglan sem gildir
Maðurinn er þannig gerður að hann
er ekki alltaf upplagður öhum stund-
um! Ofur eðhlegt! Eða hvað? Jú, ein-
mitt! Þegar við setjum saman æfing-
aráætlanir gerum við ahtaf ráð fyrir
dögum sem menn eru óupplagðir!
Við erum jú engir „róbótar" og hlust-
um á boð líkamans. Ef boðin er skýr,
s.s. þreyta, slen og ómögulegheit, er
betra að sleppa æfingu heldur en að
eiga eitthvað á hættu! Við skulum
samt hafa í heiðri máltækið: „Þohn-
mæði þrautir vinnur ahar“. Reglu-
festa er lykhorð og framfarir byggj-
ast á henni. J.B.H.
19/6-25/6 4. vika
(10km) (21 km) Sunnud. 6 km ról. 12 km ról. Mánud. hvíld hvíld Þriðjud. 4 km ról. 6 km ról. Miðvikud. 5kmjafnt 9kmjafnt Fimmtud. 3 km ról. 4 km ról. Föstud. hvíld hvíld Laugard. 4kmjafnt 5kmjafnt Samt. km 22 36