Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. John Grisham: The Client. 2. Roddy Doyle: Paddy Ctarke Ha Ha Ha. 3. Jilly Cooper: The Man Who IVlade Hus- bands Jeatous. 4. John le Carré: The Night Manager. 5. Barbara Taylor Bradford: Angel. 6. Thomas Keneally: Schindler's List. 7. Barbara Vine: Ast'as Book. 8. Jack Híggins: Thunder Point. 9. Jeffrey Archer: Honour among Thíeves. 10. Vikram Seth: A Suitable Boy. Rit almenns eðlis: 1. J. McCarthy & J. Morrell: Some Other Rainbow. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. Alan Clark: Díaries. 4. Jilt Tweedie: Eating Children. 5. Blake Morrison: And When Did You Last See Your Father? 6. Howard Rheingold: Stereogram. 7. John Man: The Penguin Atlas of D-Day. 8. Margaret Forster: Daphne du Maurier. 9. Brian Keenan: An Evil Cradling. 10. Ros Asquith: t Was a Teenage Worríer. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsógur: 1. Kirsten Thorup: Den yderste greense. 2. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 3. Troels Klpvedal: Oerne under vinden. 4. Jorn Riel: Satans til Higgenbottom. 5. Donna Tartt: Den hemmelige historie. 6. Dan Turéll: Vrangede biileder. 7. Bret Easton Ellis: American Psycho. (Byggt é Politiken Sondsg) Olga, Lara og Sívagó læknir Skáldsagan Dr. Sívagó eftir Borís Pasternak ávann höfundi sínum heimsfrægð og nóbelsverðlaun í bók- menntum. En um leið útskúfun og fjandskap í heimalandinu, Sovétríkj- unum. Þar snerust yflrvöld af mikilli hörku gegn Pasternak þegar skáld- sagan var gefin út erlendis árið 1958 og þau neyddu rithöfundinn til að afsala sér nóbelsverðlaununum. Enn í dag er það sagan um ástir og mannraunir Sívagós læknis í rússnesku byltingunni og borgara- styrjöldinni sem fylgdi í kjölfarið sem heldur nafni Pastemaks á lofti utan heimalandsins. Þótt sovéskir kommisarar sæju aðeins gagnrýni á byltingarhetjur sínar í skáldsögunni er það fyrst og síðast lýsingar Past- ernaks á hinni miklu ást Sívagós og Löru sem heillar lesendur. Lifir enn í Moskvu Löngu er vitað að Borís Pasternak hafði ákveðna konu í huga þegar hann skrifaði um Löru í Dr. Sívagó. Sú var ástkona hans til margra ára, Olga Ivinskayja. Hún mátti þola miklar raunir vegna ástar sinnar á Pasternak og býr nú við þröngan kost í Moskvu. Þegar þau hittust fyrst starfaði hún hjá útgáfufyrirtækinu Novy Mir - sinnti þar verkum nýrra höfunda. „Já, það var ást við fyrstu sýn,“ segir hún í nýlegu blaðaviðtali. „Þann dag kom hann til að hitta rit- stjóra sinn. Daginn eftir kom hann aftur til að hitta mig.“ , Pasternak leigði sumarhús fyrir Olgu skammt frá heimili sínu í lista- Olga Ivinskaya er nú 82 ára. Þessi fyrirmynd Löru i skáldsögunni Dr. Sivagó mátti þola átta ára vist í fangabúðum fyrir ást sina á Borís Pasternak. Umsjón Elías Snæland Jónsson mannabænum Peredelkino rétt fyrir utan Moskvu, en þar bjó hann áfram með eiginkonu sinni. „Hann heim- sótti mig þar á hveijum degi,“ segir Olga. „Þar var okkar skjól fyrir um- heiminum." Lenti í Gúlaginu Olga mátti greiða dýru verði fyrir ást sína á Pasternak. Hún var fyrst handtekin árið 1949. Þá bar hún barn hans undir belti. Það fæddist and- vana í þrælkunarbúðum Stahns þar sem hún mátti dúsa í fjögur ár. Þegar Pastemak lést árið 1960 var Olga aftur handtekin og á ný mátti hún þola fangelsisvist í fjögur ár; henni var sleppt árið 1964. Þegar Olga var handtekin öðru sinni árið 1960 hirti sovéska leyni- þjónustan, KGB, helstu eigur hennar - þar á meðal ástarbréf og ástarljóð frá Pasternak. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur henni ekki enn tekist að fá þessar eigur sínar afhentar. Ein ástæðan er andstaða fjölskyldu Pastemaks sem vill sem minnst af Olgu vita. Fjölskyldan rekur sérstakt safn til minja um skáldið og vill fá alla pappíra hans þangað - þar á meðal handritin sem KGB stal á sín- um tíma frá Olgu. „Þessi ljóð tilheyra mér og engum öðrum," segir hún hins vegar. Fræg kvikmynd Davids Leans eftir skáldsögunni um Sívagó lækni var nýlega sýnd fyrsta sinni í kvik- myndahúsum í Moskvu. Olga, sem nú er 82 ára, hafði hins vegar séð hana áður á myndbandi. Hún er ánægð með myndina. Þar er rauði þráðurinn einmitt ástir Sívagós og Löru, sem eru leikin af Omar Sharif og Juhe Christie. Þegar hún horfir á kvikmyndina í myndbandstæki sínu í Moskvu rifjast enn einu sinni upp minningamar frá þeirri tíð þegar hún og Borís Pasternak voru ung og ástfangin. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Scott Turow: Pleading Guilty. 2. Robert Ludlum: The Scorpío lllusion. 3. Stephen King: The Stand. 4. Mary Higgins Clark: l'll Be Seeing You. 5. Patricia D. Cornwell: Cruel & Unusual. 6. Dean Koontz: The Funhouse. 7. John Grisham: The Client. 8. Johanna Lindsey: Surrender My Love. 9. Susan Isaacs: After All These Years. 10. Nancy Taylor: Interest of Justice. 11. Sue Grafton: „J" Is for Judgement. 12. Anne Rivers Siddons: Hill Towns. 13. Barbara Kingsolver: Pigs in Heaven. 14. James Clavell: Gaí-Jin. 15. Elizabeth Joseph: Missing Joseph. Rit aimenns eðlis; 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. Peter D. Kramer: Lístening to Prozac. 3. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 4. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 5. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 6. Lewis B. Puller Jr.: Fortunate Son. 7. Maya Angelou: I Know why the Caged Bírd Sings. 8. Susanna Kaysen: Girl, Interrupted. 9. M. Hammer 8i J. Champy; Reengineering the Corporation. 10. Peter Mayle: A Year in Provence. 11. Cornel West: Race Matters. 12. Deborah Laake: Secret Ceremoníes. 13. Robert D. Kaplan: Balkan Ghosts. 14. Gail Sheehy: The Silent Passage. 15. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh, (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Ekki allir hrifnir af vinsældum heymartækis: Hræddir um að tákn- mál lúti í lægra haldi Heyrnarlausir geta nú lagt viö hlustirnar með aðstoð umdeilds heyrnartækis. Asíubúar drekka mikið af grænu tei og allt bendir til að það sé ekki bara gott, heldur líka meinhollt. Jú, rannsóknir hafa sem sé leitt í ljós að drykkurinn kann að draga úr líkura á krabba- meini í vélinda. Vísindamenn höfðu áður kom- ist að því að græna teiö dró úr tíðni krabba í vélinda hjá rottum og músum. Þeir rannsökuðu þá sjúkraskýrslur 902 fómarlamba sjúkdómsins og 1552 heilbrigðra einstakiinga í Shanghæ og drógu þá ályktun að teið gerði sama gagn hjá mannfólkinu. Brjóstaupp- fyílingar úr kartöflu- sterkju Hollenskir vísindamenn viö kartöfluverksmiðj u segja að kart- öflusterkja kunni að geta komiö í staðínn fyrir sílikon sem brjóstauppfyllingarefni við fegr- unaraögeröir á konum. Þeir hafa nú fengið styrk frá hollenskum stjórnvöldum tíl að kanna málið. Sílikon til brjósta- uppfyllinga hefúr verið mjög umdeilt að undanfíirnu þar sem það getur vaidið ígerð. Umsjon Guðlaugur Bergmundsson Hundruð heymarlausra barna hvarvetna í Evrópu geta nú heyrt raddir, tónlist og önnur hljóð með aðstoð lítils tækis sem komiö er fyrir í innra eyra þeirra. Sum þeirra hafa meira að segja lært að halda uppi samræðum án þess að grípa til vara- lestrar. Ekki eru allir jafn hrifnir af vax- andi vinsældum tækisins, einkum meðal barna, og telja hinir sömu það vera ógnun við ímynd heyrnarlausra og baráttuna' fyrir viðurkenningu táknmálsins. „Heymarlaust fólk litur ekki á sig sem fatlað," segir Johan Weseman, framkvæmdastjóri Evrópudeildar alheimssamtaka heyrnarlausra, sem sjálfur hefur veriö heymarlaus frá fæðingu. „Það lítur á sig sem minni- hlutahóp í menningarlegu og tungu- málslegu tilliti sem hefur sitt eigið mál. Ef heyrnarlaus börn komast í nógu mikla snertingu við táknmálið geta þau þroskast eins eðhlega og hægt er.“ Hann segir að heyrnartækið erid- urspegli viðleitni samfélagsins til að gera heymarlaust fólk að heyrandi en engin trygging sé fyrir því að líf þess skáni þar sem tækið gefi aðeins frá sér mjög frumstæð hljóð. Heyrnartæki þetta virkar þannig að hljóðnemi er settur bak við eyrað og sendir hann hljóð til lítillar tölvu eða hljóðvinnslutækis sem viðkom- andi ber utan á sér. Hljóðvinnslu- tækið sendir síöan merki til mót- tökutækis sem komið er fyrir í bein- inu fyrir aftan eyrað og þaðan er merkjunum beint að elektróðum í kuðungnum í innra eyranu. Rúmlega tíu þúsund manns um heim allan hafa fengið heymartæki af þessari gerð og koma átta þúsund þeirra frá fyrirtæki í Ástralíu. Tvö þúsund og tvö hundrað af þessum átta þúsund tækjum hafa verið sett í fólk í Evrópu, þar af átta hundruö í börn og unglinga, þaö yngsta fjórtán mánaða gamalt. „Við teljum að ef barn er fætt heymarlaust ætti að koma þessu tæki fyrir sem fyrst þar sem allt lík- amskerfið þarf að aðlagast þessum upplýsingum," segir Thomas Seeger, forstjóri Evrópudeildar fyrirtækis- ins sem framleðir tækin. Andstaðan við tækið hófst fyrir um tíu árum þegar læknar hófu að gera aðgerðir á börnum í auknum mæli. „Þetta var einmitt á þeim tíma þegar heyrnarlaust fólk fór að vera örugg- ara með sig vegna þess að rannsókn- um á táknmáli fleygði fram,“ segir Stuart Blume, prófessor við háskól- ann í Amsterdam og faðir tveggja heyrnarlausra bama. Vítamín eykur líkur á tvíburum Konur sem taka vítamln á með- göngutímanum auka hugsanlega líkur sínar á því að eignast fleira en eitt barn. Þetta eru mðurstöður könnun- ar sem gerð var meöal rúmlega fimm þúsund ungverskra kvenna og sagt er frá í læknablaðinu New England Journal of Medicine. Þar kemur fram að konur sem tóku fjölvítamín voru líklegri til aö fæða tvíbura eða aðra fjölbura en þær sem fengu aðeins töflur með steinefnum. Af hinum síðar- nefndu ólu 2,7 prósent fjölbura en 3,8 prósent þeirra sem fengu vítamín, eöa 40 prósent fleiri. Ekki er hægt að skýra muninn með inntöku frjósemislyfja. Frummenn fóm suður austanmegin Nýjar visbendingar gefa sterk- lega til kynna að sumir af forfeðr- um okkar mannanna hafi farið suður Bandaríkin að austan- veröu en ekki vestanverðu, eins og hingað til hefur verið haldið. Fornleifafræðingar hafa fundið tönn úr filategund sem liföi í ár- daga og aðrar mannvistarleifar frá því fyrir 12.200 árum undir Aucilla ánni í Flórída. Menn hafa aimennt talið að forfeður bandarískra indíána hafi fariö yfir Beringsund inn í Alaska á ísöld en síðan haldið í suðurátt með vesturströndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.