Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994
23
Þau eru lýðveldisbömin:
Ætla ekki á Þingvöll
Ásta ætlar aö halda upp á afmæl-
ið 18. júní og hefur boðið stórum
hópi gesta. Hún ætlar ekki á Þing-
völl þann sautjánda þar sem undir-
búningur fyrir afmælið verður þá
á fullu. „Ég ætla að fylgjast með
dagskránni í sjónvarpinu," segir
hún. „Það hefur veriö heilmikið að
gerast hjá manni undanfarna
daga.“
Hjördís ætlar að halda upp á af-
mælið að kvöldi sautjánda og segist
hafa fengið góða hjálp við undir-
búninginn. Hún ætlar þó ekki á
Þingvöll þar sem hennar imdirbún-
ingur mun þá standa sem hæst.
Svanur hafði ekki ákveðið hvort
hann myndi „skunda á Þingvöll" á
morgun, þegar myndatakan fór
fram. Hins vegar hefur hann
ákveðið að efna til veglegrar af-
mælisveislu á þessum tímamótum
og er búinn að bjóða stórum hópi
vina og kunningja. „Það þýðir ekk-
ert annað, maður er ekki fimmtug-
ur á hverju ári,“ segir hann, og
bætir því við að það sé mjög gaman
að eiga afmæli á þjóðhátíðardegi
íslendinga.
Vilberg ætlar að vera heima í
Keflavík á lýðveldisdaginn. Hann
og hans fólk mun koma við sögu í
hátíðarhöldum á heimaslóðum á
morgun, því að snemma morguns
verður hann mættur á hátíðar-
svæðið til þess að draga íslenska
fánann að húni. Dóttir hans, Birg-
itta María, verður fjallkona og mun
flytja Keflvíkingum hátíðarljóð.
Vilberg segist ætla aö sleppa því
aö heimsækja Þingvelli á þjóðhá-
tíðardaginn. „En ég ætla að fara
þangað í ágúst þegar haustlitirnir
eru komnir."
Þessi lýðveldisafmælisbörn hafa
ekki fengið formlegt boð um að
mæta á Þingvöll þó svo að slíkt
hefði verið skemmtilegt. Ekki hafa
þau heldur fengið nein boð eða af-
mælisóskir frá þjóðhátíðamefnd.
Minnasthins
sögufræga dags
Þó að lýðveldisbörnin verði ekki
á Þingvöllum munu þau án efa
Asta Sigurðardóttir og Hjördís Smith eru stoltar af að eiga afmæii 17.
júní og ekki síst að vera fæddar á lýðveldisdaginn fyrir fimmtíu árum.
Þeir Svanur Auðunsson og Vilberg K. Þorgeirsson ætla að halda upp
á daginn með pompi og prakt enda verða þeir ekki fimmtugir nema
einu sinni. Eins og afmælisdömurnar klæddu þeir sig upp í íslenska
þjóðbúninginn fyrir DV.
Forseti hringdi aftur bjöllu og
lýðveldisfáninn var dreginn að
húni á Lögbergi. Kirkjuklukkum
um allt land var hringt í tvær mín-
útur og síðan var þögn í eina mín-
útu. Þá var þjóðsöngurinn sunginn.
Forseti hringdi aftur bjöllu og þing-
menn settust í sæti sín. Að því búnu
flutti þingforseti ávarp,“ segir í
Öldinni okkar.
Eftir að þessu var lokið var síðara
mál á dagskrá tekið fyrir, forseta-
kjörið. Sveinn Björnsson var kjör-
inn fyrsti forseti lýðveldisins og
kvað við lófatak allra þeirra þús-
unda gesta sem samankomnir voru
á Þingvöflum þennan sögufræga
dag og var forsetinn hylltur með
ferföldu húrrahrópi.
Asta fékk dóttur sína, Sesselju, i afmælisgjöf þegar hún var þritug og því mun dóttirin fagna tvítugsafmæli sínu
á morgun. Það verður því tvöfalt afmæli á því heimili. DV-myndir GVA
minnast dagsins fyrir fimmtíu
árum þegar stofnun hins íslenska
lýðveldis var formlega lýst yfir á
þingfundi að Lögbergi og fyrsti for-
seti þess kjörinn. Þeir sem þar voru
minnast hátíðleika þótt veðrið hafi
ekki leikið við landsmenn. Menn
létu það þó ekki á sig fá enda var
langþráðu marki í sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar náð.
í Öldinni okkar segir frá því aö
stöðugur straumur fólks hafi verið
til Þingvalla strax 15. júní og menn
slegið þar tjöldum. Föstudags-
kvöldið 16. júní voru komin á svæð-
ið ekki færri en fimmtán þúsimd
manns. „Um morguninn voru talin
þar um 2500 tjöld. Þá um nóttina
var versta veður, rigning og hvass-
viðri. Yfirleitt mun fólki þó hafa
liðið sæmilega í tjöldunum, en þó
voru nokkur brögð að því að vatn
kom upp í tjaldstæðunum," segir í
Öldinni og áfram er haldið:
„Á laugardagsmorguninn hélt
áfram að rigna en fólk lét það ekki
á sig fá og byijaði að streyma til
Lögbergs löngu áður en þingfund-
urinn hófst. Var og stöðugur
straumur bíla austur um morgun-
inn svo að um hádegisbil var kom-
inn þangað múgur og margmenni,
og er almennt giskað á að þar hafi
verið nálægt 25 þúsundum
manna.“
Lýðveldið ísland
Hin sögulega athöfn á Þingvöll-
um hófst um klukkan hálftvö er
Bjöm Þórðarson forsætisráðherra
setti hátíðjna. Tvö mál voru á dag-
skrá: Yfirlýsing um gildistöku lýð-
veldisstjómarskrárinnar og forse-
takjörið. „Þegar forseti sameinaðs
alþingis, Gísli Sveinsson, hafði tek-
ið fyrir fyrra dagskrármálið flutti
hann stutta ræöu þar sem hann
gerði grein fyrir þeirri ályktun Al-
þingis aö lýðveldisstjómarskráin
skyldi öölast gildi er forseti sam-
einaðs þings lýsti gildistöku henn-
ar yfir á þingfundi.
Þegar forseti hafði þetta mælt,
hringdi hann bjöllu, en þingmenn
risu úr sætum. Forseti mælti:
„Samkvæmt því, sem nú hefur
greint verið, lýsi ég yfir því, að
stjómarskrá lýðveldisins Islands
er gengin í gildi."
Velkomin!
Afar sérstakur afmælisdagur
- segja þau Ásta, Hjördís, Svanur og Vilberg sem öll verða fimmtug á morgun
„Það hefur oft verið talað við okkur
en við höfum aldrei fyrr hist,“
sögðu fjögur lýðveldisböm, Ásta
Sigurðardóttir, Hjördís Smith,
Svanur Auðunsson og Vilberg K.
Þorgeirsson er DV fékk þau til að
gerast þjóðleg og klæðast þjóðbún-
ingum í tilefni dagsins. Lýðveldis-
bömin vora ánægð með að fá tæki-
færi til að hittast og sitja saman
fyrir á mynd nú þegar þau fagna
hálfrar aldar afmæli sínu og lýð-
veldisins. Alls fæddust sjö börn,
þrír drengir og fjórar stúlkur, á
Islandi þennan sögufræga dag fyrir
fimmtíu árum. Á tíu ára fresti hef-
ur tilvera þeirra jafnan verið dreg-
in fram í dagsljósið þó aldrei hafi
þau verið leidd saman. Því miður
sáu þijú lýðveldisbörn sér ekki
fært að mæta í myndatökuna að
þessu sinni en hver veit eftir tíu
ár...?
Á undanfornum dögum hefur
mikið verið að gera hjá afmælis-
börnunum við undirbúning á þess-
um tímamótum. Þær Ásta og Hjör-
dís voru sammála um að þessi af-
mælisdagur væri afar sérstakur
þar sem í raun væri þetta stóraf-
mæli allrar þjóðarinnar. Ásta ætlar
einnig að fagna tvítugsafmæli dótt-
ur sinnar, Sesselju Tómasdóttur.
„Ég fékk hana í afmælisgjöf þegar
ég varð þrítug," segir hún stolt.
„Mér finnst alveg yndislegt að eiga
afmæli þennan dag,“ bætir hún við
og Hjördís tekur undir að það sé
mjög sérstakt.
L