Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Side 24
24
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994
Visnaþáttur
Matgæðingur vikurtnar
Sigvaldi
skáldi
Jónsson
Sigvaldi Jónsson skáldi eða
Skagfirðingaskáld var fæddur á
Gvendarstöðum í Gönguskörðum
29. október 1814. Bjó hann um tíma
í Vallholti, í Sjávarborg og síðan
var hann lausamaður, oflast í
Skagafirði. Snemma vaknaði löng-
un Sigvalda til menntunar en á
tvítugsaldri kunni hann ekki að
skrifa. Fór hann þá að draga til
stafs með smalastaf sínum á fannir
og svell og hafði sér til fyrirmyndar
prentletur. Er Sigvaldi vistaðist að
Sjávarborg í Skagafirði bjó þar
bóndi sá er Bjami hét og kallaöur
var Borgar-Bjami. Var hann
grenjaskytta og var Sigvaldi látinn
vera með honum á grenjum.
Fannst Bjama til um gáfur Sig-
valda og glaðlyndi. Varð þeim vel
til vina og vistaðist Sigvaldi hjá
honum. Þar gafst Sigvalda kostm-
á að afla sér nokkurrar menntunar
og með æfingu tókst honum að öðl-
ast fagra rithönd. Siðar kenndi
hann bömum bæði skrift og krist-
indóm.
Snemma hneigðist hugur Sig-
valda til skáldskapar og orti hann
við ýmis tækifæri, svo sem brúð-
kaupskvæði, erfikvæði og sæg
lausavísna.
Kona Bjama í Sjávarborg hét
Guðrún Þorsteinsdóttir og áttu þau
margt bama. Eftir andlát Bjama
giftust þau Sigvaldi og bjuggu búi
að Sjávarborg. Lukkaðist hjóna-
band þeirra miður og skildu þau.
Eftir það var Sigvaldi jafnan
lausamaður og húskarl á ýmsum
stöðum í Skagafirði.
Um Soffiu Jónasdóttur, er hann
trúlofaðist, kvaö hann þessa vísu
Dável syngur Soffia
sú er slyng í ráðum,
foldin hringa fallega
fær giftingu bráðum.
Giftist Sigvaldi henni og átti með
henni átta böm er flest dóu í æsku.
Þröngur hagur og ástvinamissir
ollu honum með köflum nokkm
þunglyndi.
Á nýársdag 1867 orti hann þessa
vísu, þá nýbúinn að missa dóttur
sína, Sólveigu, á 15. aldursári.
Nú er árið útrunnið,
ég með támm drottin bið
mér í fári að leggja lið
og láta sár mitt fullgróið.
Á mannafundum var Sigvaldi
jafnan hrókur alls fagnaðar, þá oft
undir áhrifum víns. Einhveiju
sinni er þess getið að í brúðkaup-
sveislu lék hann fávita nokkum er
þekktur var í héraðinu. Þegar gleð-
in stóð sem hæst setti hann allt í
einu hljóðan og kvaö vísu þessa.
Myrkra andi og synda svín
sekur í vanda og böli manna,
hættu íjandi að freista mín,
flýðu á landið hörmunganna.
Yfirgaf hann þar með veislufagn-
aðinn.
Var þess getið hversu snjall Sig-
valdi var að botna vísur.
Prestur nokkur kvað.
Segðu mér það Sigvaldi,
hvað syndir þínar gilda.
Sigvaldi svaraði:
Þaö er undir áliti
alfoðurins milda.
Um vinnukonu í Stóra-Botni, sem
Oddný hét, kvað Sigvaldi:
Yndislega auðarþöll
enga finn ég slíka.
Oddný gengur ofan á völl.
Á ég að koma líka.
Eitt sinn fór Oddný þessi til
Reykjavíkur og var Auðunn Jóns-
son, er ólst upp í Stóra-Botni, í fylgd
með henni. Kvað þá Sigvaldi.
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Varaðu þig veigalín
á vífnum gandi sverða.
Auðunn við þig Oddný mín
áleitinn mun veröa.
Þá Sigvaldi kom eitt sinn að.
Efstabæ í Skorradal bar húsfreyja
honum kaffi og mun hafa verið
brestur í bollanum.
Drottinn fyrir drykkinn holla
dyggöakonan launi þér.
Þó hann væri í brostnum bolla
brotlegum það hæfði mér.
Öðm sinni var hann staddur á
fyrmefndum bæ. Vora þar ungir
menn er drógu að honum dár fyrir
hárleysi. Kvað hann þá
Heldur kýs ég hreinan skalla,
sem hylur tíðum mikið vit,
en það hár, sem er að kalla
alveg fullt af lús og nit.
Þegar farið er frá Stóra-Botni eft-
ir Botnsheiði til Skorradals er farið
upp hrygg er Svartihryggur nefn-
ist. Þegar Sigvaldi fór sína síðustu
ferð um þennan bratta og grýtta
hrygg kvað hann þessa vísu.
Mér uns yfir moldin liggur
mun ég geta þín.
Svei þér lengi Svartihryggur
svona er kveðjan mín.
Valdimar Tómasson
Sveitarstjóri
Starf sveitarstjóra Hvammstangahrepps erlausttil umsókn-
ar. Reynsla af stjórnunarstörfum æskileg. Umsóknarfrestur
er til 30. júní 1994. Upplýsingar gefur oddviti, Valur Gunn-
arsson, í síma 95-12659. Umsóknir sendist til oddvita,
Vals Gunnarssonar, Hvammstangabraut 39, 530 Hvamms-
tanga.
Oddviti Hvammstangahrepps
Pönnusteiktar
steinbítskinnar
„Steinbítskinnar hafa ekki verið
nýttar til þessa, þannig að það er
ekki gott að fá þær. En þaö er hægt
að panta þær í fiskbúðum," sagði
Hóhngeir Einarsson, verkstjóri í
fiskverkuninni Frostveri í Hafnar-
firði og matgæðingur DV. Hann
gefur uppskrift að nýstárlegum
rétti sem hann segir afar ljúffeng-
an. Uppskriftin er fyrir 4-5 og eftir-
farandi:
3-5 steinbítskinnar á mann
7-10 hvítlauksgeirar
1 laukur
1 /i paprika (græn, rauð og gul)
'/< 1 rjómi
4 sveppir
salt
sítrónupipar
svartur pipar, grófmalaður
Aðferðin
Kinnamar teknar, roðrifnar og
þvegnar vel. Þær era kryddaðar
vel með salti, svörtum pipar og sítr-
ónupipar. Kryddið er síðan látið
liggja á þeim í 10-15 mínútur.
Hólmgeir segir að gjarnan megi
strá svolitlu hvítlauksdufti yfir
kinnarnar til viðbótar viö hinar
kryddtegundimar.
Hvítlauksgeiramir marðir, lauk-
urinn, paprikan og sveppimir eru
söxuð á pönnu og steikt í smjöri í
7-10 mínútur. Þegar steikingu er
að ljúka er gott að strá svolitlum
svörtum pipar yfir pönnuna. Síðan
Hólmgeir Einarsson, matgæðingur
vikunnar. DV-mynd GVA
er grænmetið sett í skál og stein-
bítskinnamar settar á vel heita
pönnuna. Þær eru brúnaðar í u.þ.b.
tvær mínútur. Að því búnu er
steikt grænmetið sett yfir kinnam-
ar og ijómanum hellt yfir. Slökkt
er undir pönnunni, þannig að suð-
an komi rétt aðeins upp á ijóman-
um. Loks er örlitlu af svörtum pip-
ar stráð yfir réttinn. Hann er látinn
krauma í 1-2 mínútur og borinn
fram með soðnum kartöflum og
fersku grænmetissalati.
Hólmgeir segir að mjög gott sé
aö bera Garling-hvítlaukssósu
fram með réttinum, en hún fæst
t.d. í Hagkaupi. Þá ber hann fram
heil vínber og appelsínubáta í skál
og segir það bragðast mjög vel með
steinbítskinnunum.
Kolarúllur með rækjuosti
Hólmgeir gefur einnig uppskrift
að kolarúllum með rækjuosti:
Hvert kolaflak er skorið eftir
endilöngu í tvo hluta. Kryddað vel
með salti, pipar og sítrónupipar.
Síðan era flökin steikt á pönnu,
fyrst á roðlausu hliðinni, síðan á
hinni, til þess að þau tapi ekki safa.
Þau era steikt í 3-4 mínútur á
hvorri hlið.
Ofninn er hitaður í 180 gráður.
Flökin eru smurð með rækjuosti
og sítróna kreist yfir. Þá eru þau
vafin upp í rúllur og látin vera í
ofninum í 5-10 mínútur, eða þar til
osturinn er farinn að renna. Borið
fram með fersku grænmetissalati
og soðnum kartöflum.
„Ég hef einkum gaman af að leika
mér með ýmsa fiskrétti, enda hef
ég góðan aðgang að fyrsta flokks
hráefni," segir Hólmgeir. „Ég elda
til dæmis töluvert úr búra, sem
mér finnst fyrirtaksmatfiskur, svo
og skötuselur.
Hólmgeir skorar á Ævar Agnars-
son, framleiðslusfjóra í Meitlinum
í Þorlákshöfn, að láta matgæðings-
ljós sitt skína í næsta helgarblaði
DV.
Hinhliðin
Hef aldrei spil
að í lottóinu
- segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi
Sigurður Sveriisson, DV, Aktanesi:
Gísli Gíslason var fyrir skömmu
endurráðinn bæjarstjóri á Akra-
nesi. Gísli tók við starfi bæjarstjóra
áriö 1987 er Ingimundur Sigurpáls-
son, sem gegnt hafði starfinu um
nokkurra ára skeið, gerðist bæjar-
stjóri í Garðabæ. Gísli var áður
bæjarritari á Akranesi en fyrstu
árin eftir að hann settist þar að rak
hann lögmannsstofu. Gísh, gamall
fótboltajaxl úr KR og um tíma
landsliðsmaður í körfuknattleik, er
léttur í lund og féllst góðfúslega á
að sýna lesendum DV á sér hina
hliðina að þessu sinni.
Fullt nafn: Gísli Gíslason.
Fæðingardagur og ár: 9. júlí 1955.
Maki: Hallbera Jóhannesdóttir.
Böm: Magnús Kjartan, 18 ára, Jó-
hannes, 12 ára, Þorsteinn, 10 ára
og Hallbera Guöný, 8 ára.
Bifreið: Volvo ’87.
Starf: Bæjarstjóri á Akranesi.
Laun: Viðunandi.
Áhugamál: íþróttir í allri sinni
mynd, sér í lagi golf og silungsveiði.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur i lottóinu? Hef aldrei spilað í
lottóinu.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að lifa lífinu.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Mér leiðist ákaflega sjaldan
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra-
nesi.
en það er helst að skattframtalið
valdi mér ama.
Uppáhaldsmatur: Kjúklingur.
Uppáhaldsdrykkur: Tært Akra-
fjaílsblávatn.
Hvaða iþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Sigurður
Jónsson.
Uppáhaldstimarit: Newsweek.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Ég er
dálítið gamaldags og finnst Hólm-
fríður Karlsdóttir alltaf glæsileg-
ust.
Ertu hlynntur eða andvigur ríkis-
stjórninni? Hvorki né.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Nelson Mandela.
Uppáhaldsleikari: William Hurt,
við eram svo líkir.
Uppáhaldsleikkona: Hallbera Jó-
hannesdóttir, kona mín.
Uppáhaldssöngvari: Ég er undir
sterkum áhrifum frá Siggu Bein-
teins.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Andrés Ólafsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Þekki bara tvær, Flintstone og
Homer Simpson, finnst báðir góðir.
Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
vamarliðsins? Vildi gjarnan vera
án þess.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Rás 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Ólafur
Páll Gunnarsson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Mér er bannað að horfa
á Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Ólöf Rún
Skúladóttir.
Uppáhaldsskemmtistaður: Heimil-
ið.
Uppáhaldsfélag í iþróttum: IA.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Til að byija með er
markmiðið að standa mig vel sem
bæjarstjóri næstu fjögur árin.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Stefnan hefur verið sett á sum-
arhús í Hollandi með fjölskylduna.