Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Side 45
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 69 Afmæli Ólafur Jensson Ólafur Jensson, prófessor og for- stöðumaður Blóðbankans, til heim- ilis að Laugarásvegi 3, Reykjavík, ersjötugurídag. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1946, kandídatsprófi frá HÍ 1954, stundaði framhaldsnám við Hammersmith-spítalann í London 1955-57, við Royal Victoria Infirm- ary í Newcastle 1958 og lauk dokt- orsprófi frá HÍ1978. Hann hlaut lækningaleyfi 1957 ogsérfræðings- leyfi 1959. Ólafur var héraðslæknir 1955 og 1957, stundaði frumurannsóknir hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur 1958 og Krabbameinsfélagi íslands 1964-74, rak rannsóknarstofu í Domus Medica og víðar í blóðmeina- og frumurannsóknum á eigin veg- um 1959—76, starfaði í Erfðafræði- nefnd HÍ frá 1972, hefur verið for- stöðumaður Blóðbankans frá 1972 og prófessor við læknadeild HÍ frá 1990. Ólafur er fastafulltrúi í sérfræð- inganefnd Evrópuráðsins um blóð- bankastarfsemi frá 1972, formaður Blóðgjafafélags íslands 1981-93, stjórnarmaður í yfirstjórn mann- virkjagerðar á Landspítalalóð 1972-89, aðalritstjóri Læknablaðsins 1967-71, í stjórn Félags evrópskra mannerfðafræðinga frá 1966 og fé- lagi í Vísindafélagi íslands frá 1981. Fjölskylda Ólafur kvæntist 1.5.1953 Erlu Guðrúnu ísleifsdóttur, f. 19.1.1922, íþróttakennara. Hún er dóttir ísleifs Högnasonar, kaupfélagsstjóra og alþm., og Helgu Rafnsdóttur hús- móður. Börn Ólafs og Erlu eru Arnfríður, f. 9.11.1953, húsmóðir og háskóla- nemi í sálfræði, gift Þórði Sverris- syni augnlækni; ísleifur, f. 20.1.1956, læknir, dr. med, kvæntur Ernu Kristjánsdóttur sjúkraþjálfara; Sig- ríður, f. 14.3.1958, lífefnafræðingur, Ph.D. og húsmóðir, gift Þorkeli Sig- urðssyni augnlækni. Systkin Ólafs: KetUl, f. 24.9.1925, d. 13.6.1994, söngvari og fiskmats- maður; Guðbjörn, f. 18.4.1927, d. 19.2.1981, skipstjóri; Guðfinna, f. 2.11.1930, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Ólafs voru Jens Pálsson Hallgrímsson, f. 30.6.1896, d. 30.11. 1979, sjómaður í Reykjavík, og Sig- ríður Ölafsdóttir, f. 26.2.1895, d. 14.5. 1986, húsmóðir. Ætt Jens var sonur Hallgríms, sjó- manns ogtrésmiðs, Sveinbjörnsson- ar, Jakobsens, faktors í Glasgow- verslun og Hendersonverslun í Reykjavík, sonar Hans Jakobsens, faktors í Keflavík, er var ættaður frá Sonderborg á Jótlandi, og Ástu Ás- bjarnardóttur, b. í Njarðvík, Svein- bjarnarsonar, bróður Egils, föður Sveinbjarnar, skálds og rektors, föð- ur Benedikts Gröndal skálds. Móðir Hallgríms var Guðrún Högnadóttir frá Indriðastöðum. Móðir Jens var Guðbjörg Guð- mundsdóttir, b. á Kötluhóli í Leiru, Einarssonar, b. í Miðhúsum í Garði, Árnasonar, hreppstjóra í Miðhús- um, Einarssonar. Móðir Guðbjargar var Sólveig Einarsdóttir, b. á Núpi undir Eyjafjöllum, Valtýssonar, og Þuríðar Jónsdóttur, á Núpi og síðar MelbæíLeiru. Sigríður var dóttir Ólafs, útvegsb. í Gesthúsum Bjamasonar, útvegsb. þar, Steingrímssonar, útvegsb. á Svalbarða og Hhöi, bróður Ketils í Kotvogi, Jónssona, útgerðarb. í Mel- húsum, Ketilssoiiar, og Herdísar Steingrímsdóttur frá Dýrfinnustöð- um og Syðri-Brekkum í Skagafirði, Ólafssonar, bryta á Hólum, Jóns- sonar. Föðursystir Herdísar var Rangheiður Ólafsdóttir ljósmóðir sem lærði hjá Bjarna Pálssyni land- lækni, kona Helga, b. í Sviðholti á Álftanesi, Jónssonar. Móðir Ólafs í Gesthúsum var Sigríður Jónsdóttir, Ólaiur Jensson. hreppstjóra í Skógarkoti í Þing- vallasveit, Kristjánssonar, hrepp- stjóra í Skógarkoti, Magnússonar, frá Drumboddsstöðum í Biskups- tungum, Marteinssonar. Móðir Sig- ríðar Jónsdóttur var Kristín Ey- vindsdóttir, b. á Syðri-Brú, Hjartar- sonar. Móðir Sigríðar Ólafsdóttur var Guðfinna Jónsdóttir, b. á Deild á Álftanesi, Jónssonar, og Guðfinnu Sigurðardóttur frá Ormsstöðum og Stærribæ í Grímsnesi, Grímssonar. Móðir Guðfinnu var Vilborg Jóns- dóttir frá Stóru-Mástungu, Jónsson- ar, b. Einarssonar, bróður Gunnars íHvammiáLandi. Ólafur og Erla taka á móti gestum í dag kl 18-20 í Akoges-salnum, Sig- túni3. Páll Magnússon Páll Magnússon, útvarpsstjóri ís- lenska útvarpsfélagsins hf., til heimilis að Heiðarlundi 19, Garðabæ, verður fertugur á morg- un. Starfsferill Páll fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk stúdentsprófi frá KHÍ1975 og Fil. cand.-prófi í stjórnmálasögu og hag- sögu frá háskólanum í Lundi í Sví- þjóð 1979. Páll var kennari við Þingholts- skóla í Kópavogi 1979-80 og við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti 1980-81, blaðamaður á Vísi 1979-81, frétta- stjóri á Tímanum 1981-82, aðstoðar- ristjóri Iceland Review/Storð 1982, fréttamaður hjá RÚV-sjónvarpi 1982-85, aðstoðarfréttastjóriþar 1985- 86, fréttastjóri Stöðvar 2 1986- 90, framkvæmdastjóri hjá Stöð 21990-91 og útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélagsins hf. frá 1991. Páll sat í samninganefnd BI 1981-82, í nefnd á vegum mennta- málaráðherra til að endurskoða út- varpslög 1991. Hann æfði og keppti í knattspyrnu í Vestmannaeyjum og varð íslands- og bikarmeistari með ÍBV í 3. og 2. flokki 1970-72. Páll hefur skrifað greinar um fréttamennsku ogfjölmiðla í dag- blöð og tímarit og flutt erindi um þaumál. Fjölskylda Páll kvæntist 12.3.1988 Hildi Hilm- arsdóttur, f. 28.10.1964. Hún er dótt- ir Hilmars Ingólfssonar, skólastjóra í Garðabæ, og Eddu Snorradóttur kennara. Dóttir Páls og Hildar er Edda Sif, f.20.7.1988. Dætur Páls og fyrri konu hans, Maríu S. Jónsdóttur, eru Eir, f. 30.6. 1975, ogHlín,f. 22.5.1980. Hálfbræður Páls, samfeðra, eru Magnús Magnússon, f. 18.5.1944, d. Páll Magnússon. 10.9.1986, og Ægir Magnússon, f. 19.5.1947. Alsystkini Páls eru Sigríður Magnúsdóttir, f. 8.2.1950; Björn Ingi Magnússon, f. 18.4.1962, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, f. 2.5.1964. Foreldrar Páls: Magnús H. Magn- ússon, f. 30.9.1922, fyrrv. bæjarstjóri og ráðherra, og Marta Björnsdóttir, f. 15.11.1926, d. 24.8.1989, húsmóðir. Páll verður að heiman á afmælis- daginn. Valgeir Bjamason Valgeir Bjarnason, yfirkennari við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal, Lautarhúsi 4, Hólum í Hjaltadal, er fertugurídag. Starfsferill Valgeir fæddist í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1973, BS-prófi í líffræði frá HÍ1976 og MSc.-prófi í gróður- nýtingu frá Trinity College í Dublin á írlandi 1985. Valgeir stundaði almenn landbún- aðarstörf í Bjamarhöfn á sumrin uns líffræðináminu var lokið, stundaði rannsóknarstörf í Surtsey á vegum Surtseyjarfélagsins sumar- ið 1976, starfaði við Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins á Keldna- holti við beitartilraunir og fleiri rannsóknarstörf 1976-83, var við nám í gróðurnýtingu við Trinity College í Dublin í samvinnu við til- raunastöð í landbúnaði á írlandi 1983-84, hefur verið kennari við Bændaskólann á Hólum frá 1984 og yfirkennari þar frá 1985. Valgeir er fulltrúi Bændaskólans í tilraunaráði landbúnaðarins, full- trúi íslands í stjóm einnar skorar í NJF (Norrænu búvísindasamtök- unum), er félagi í lionshreyfingunni og tekur við starfi umdæmisritara í umdæmi 109 B á næsta starfsári, situr í hreppsnefnd Hólahrepps og er meðhjálpari í Hóladómkirkju. Fjölskylda Systkini Valgeirs eru Aðalheiður, f. 26.9.1936, húsfreyja á Ytri-Kóngs- bakka í Helgafellssveit, nú búsett í Stykkishólmi, gift Jónasi Þorsteins- syni og eiga þau þijá syni, eina fóst- urdóttur og tíu barnaböm; Hildi- brandur, f. 18.11.1936, b. og hákarla- verkandi í Bjarnarhöfn, kvæntur Hrefnu Garðarsdóttur og eiga þau þrjú böm, auk þess sem Hildibrand- ur á son frá fyrra hjónabandi sem á eittbarn; Reynir, f. 11.9.1938, d. 18.5. 1978, námsstjóri í líffræði, var kvæntur Sibyllu Eiríksdóttur tann- lækni frá Riga í Lettlandi og eignuð- ust þau eina dóttur; Ásta, f. 30.11. 1939, húsfreyja á Stakkhamri á Snæ- fellsnesi, gift Bjarna Alexanders- syni b. þar og eiga þau fjórar dætur og þrjú barnaböm; Sesselja, f. 29.8. 1941, starfsmaður Bændaskólans á Hvanneyri, gift Ríkharði Brynjólfs- syni kennara og eiga þau tvo syni; Jón, f. 26.12.1943, skólasijóri Bændaskólans á Hólum, kvæntur Ingibjörgu Kolka þroskaþjálfa og eiga þau sex börn og eitt barnabarn; Karl, f. 28.7.1945, framleiðslustjóri hjá Loðskinni hf. á Sauðárkróki, kvæntur Jóhönnu Karlsdóttur, rit- ara við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra og eiga þau tvö börn; Guðrún, f. 4.9.1946, meinatæknir við Landspítalann, og á hún eina dótt- ur; Signý, f. 9.7.1949, líffræðingur við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki, gift Hjálmari Jónssyni, prófasti á Sauð- Valgeir Bjarnason. árkróki, og eiga þau fjögur böm og eitt barnabarn. Foreldrar Valgeirs; Bjami Jóns- son, f. 2.9.1908, d. 10.1.1990, bóndi í Bjarnarhöfn, og kona hans, Laufey Valgeirsdóttir, f. 19.8.1917, hús- freyja í Bjarnarhöfn, nú búsett í Stykkishólmi. Ætt Foreldrar Bjarna voru Jón Kjart- ansson frá Skarði í Kaldrananes- hreppi í Strandasýslu og Guðrún Guðmundsdóttir frá Kjós í Árnes- hreppi í Strandasýslu. Foreldrar Laufeyjar vom Valgeir Jónsson frá Eyri í Ingólfsfirði í Ar- neshreppi og Sesselja Gísladóttir frá Norðfirði í Árneshreppi. Til hamingju með afmælið 16. júní -------------------------- Jósep Helgíison, ' Vahholtí 7, Selfossi. Jón Árnason, ■: Vest ur-Sámsstöðum 1. : Fliótshlíðai'- hieppi Skarphéðinn Sigursteinsson, Stallaseli 4, Reykjavík. Bjnrni Bjnrnason, Héömshöfða 2a/ Tiöméshreppi. Valgerður Briem, Lönguhlíö 25, Reykjavík. Ingólfur Ketilsson, Ketilsstöðum 1, Vík í Mýrdal. Ása Loftsdóttir,. : Hbf 2, Torfnesi, IsafirðL : V) Agústa M. Frederiksen, Laufskógum 8, Hveragerði. Auður Jónsdóttir, Fannafold 129, Reykjavík. Steingrímur Bernharðsson, Rimasíöu 18, AkurejTÍ. Sif Þórs Þörðardóttir, Skólagerðí 35, Kópavogi. Margrét Eggertsdóttir, Kleppsvegi 20, Reykjavík. Margrét verður sjötug á morgun, 17. juní. Eigin- maöur hennar er Sigurður Sig- urðsson. Þau eru stödd á The Ma- nor House Hotel, Seaway Lane, von, England. Gttnnar N. Guðmuadsson, Kleppsvegi 118, Reykjavík ue- Sigurður Emil Ólafsson, Fálkagötu 29, Reykjavík. Björg Dagbjartsdóttir, Lundi skólastjbúst., Öxartjarðar- hreppi. Stefán P. Stefánsson, FeHstúni d, Sauðárkróki. Þóra Björg Ögmundsdóttir, Lóurima 13, Selfossi. Herdís Hóimsteinsdóttir, Álfeheíöi 11, Kópavogí. Sigríður Inga Sturludóttir, Skipasundi 78, Reykjavík. Gunnar Júlíus Jónsson, Ægisbyggð 12, Ólafsfirði. Auðunn Sigurðsson, Heiðmörk 14, Hveragerði. Hrafnhildur G. Sigurðai-dóttir, Norðurbyggö 7a. Akureyri. Arndís ögu Guðmundsdóttir, Gautlandi 21, Reykjavik. Sigríður Jóna SvavarsdóUir, Hlíð, Suöurdalahreppi. Ragnar Már Amazcett, Flúðaseli 91, Reykjavík. Árni Snorrason, Smáratúni 7, Bessastaöahreppí. Anttn Þuríður Kristjánsdóttir, Safamýri 61, Reykjavík. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! ímarit fyrir alla A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA «27-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.