Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Side 47
FIMMTUDAGUR 16. JÚNl 1994
71
Afmæli
Tove Rigmor Guðmundsson
Tove Rigmor Guðmundsson hjúkr-
unarkona, Eyjabakka 1, Reykjavík,
ersjötugídag.
Starfsferill
Tove er fædd Gliese í Lellinge á
Sjálandi, litlu þorpi skammt frá
Kege, þar sem hún ólst upp í hópi
margra systkina. Hún hóf hjúkr-
unamám við Koge Sygehus og lauk
þaðan prófi 1946 og stundaði fram-
haldsnám í geðveikrahjúkrun við
Sindsygehospital Oringe í Vording-
borg veturinn 1946-47.
Tove var hjúkrunarkona við
Nakskov Sygehus 1947^49 en flutti
þá, ásamt manni sínum og tveimur
ungum börnum þeirra, til íslands
þar sem hún hefur átt heima síðan,
fyrst á Selfossi en síðan í Reykjavík.
Tove starfaði við Sjúkrahús Sel-
foss 1960-61, á Landakotsspítala í
Reykjavík með nokkrum hléum frá
1961-75, lengst af á barnadeild, og á
öldrunardeild Borgarspítalans við
Barónsstígfrá ársbyrjun 1977 og til
starfsloka í árslok 1993.
Fjölskylda
Tove giftist 6.4.1947 Guðmundi
Guðmundssyni, f. 22.6.1916, d. 21.5.
1974, mjólkurfræðingi við MBF á
Selfossi og síðar hjá Osta- og smjör-
sölunni í Reykjavík. Hann var sonur
Guðmundar Guðmundssonar, bók-
sala á Stokkseyri, og Þorbjargar
Þorbergsdóttur húsmóður.
Börn Tove og Guðmundar eru
Helen Ghese Guðmundsdóttir, f. 2.7.
1947, verslunarmaður í Hafnarfirði,
gift Sigurjóni Ríkharðssyni sjó-
manni og eiga þau þrjú börn; Jón
Gliese Guðmundsson, f. 27.1.1949,
mjólkurfræðingur í Borgarnesi,
kvæntur Sesselju Dóru Bjarnadótt-
ur verslunarmanni og eiga þau fjög-
ur böm; Eiríkur Ghese Guðmunds-
son, f. 1.5.1953, kennari á Akranesi,
kvæntur Jensínu Waage Jóhanns-
dóttur kennara og eiga þau þrjár
dætur; Guðmundur Ágúst Guð-
mundsson, f. 17.1.1958, d. 6.3.1960;
Ágúst Ghese Guðmundsson, f. 14.6.
1966, rafeindavirki í Reykjavík,
kvæntur Kristínu Arnardóttur
kennaranema og eiga þau tvo syni.
Tove átti alls níu systkini. Tvö
þeirra eru á lífi en þau búa bæði á
Sjálandi. Bróðirinn, Verner Richard
Ghese, f. 6.11.1913, en hann og kona
hans, Gerda, búa í Koge og eiga tvær
dætur, og yngsta systirin, Birgitte
Ghese, f. 13.4.1932, var ritari hjá
orkufyrirtækinu SE AS en hún býr,
ásamt manni sínum, Poul Erik
Christiensen, í Haslev á Sjálandi og
eiga þau tvö börn. Systkinin sem eru
látin vom Ellen, Carl, Kaj; Anker,
Tove Rigmor Guðmundsson.
Ove, Hans og Poul.
Foreldrar Tove voru August Gli-
ese, f. 28.8.1881, d. 4.12.1948, lengi
bæjargjaldkeri í Lellinge, og Dag-
mar Sofie Amalie Bagge, f. 3.10.1886,
d. 4.8.1967, en hún starfrækti heima-
bakarí árum saman í Lehinge.
Bjami Helgason
Bjami Helgason, bakari og tón-
hstarmaður, Engjaseh 56, Reykja-
vík, er fertugur í dag.
Starfsferill
Bjarni fæddist á Skorrastað í
Norðflrði en ólst upp á Refshöfða í
Jökuldalshreppi. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Alþýðuskólanum á
Eiðum og fyrsta bekk framhalds-
skóla, lærði bakaraiðn í brauðgerð
KHB á Egilsstöðum og lauk þar
sveinsprófi 1977.
Bjarni veitti brauðgerð KHB for-
stöðu til 1981 en flutti þá til Reykja-
víkur og hefur síðan starfað í
nokkram bakaríum á höfuðborgar-
svæðinu. Hann er nú starfsmaður
Brauðs hf. í Myhunni.
Bjarni hefur leikið í danshljóm-
sveitum frá sautján ára aldri og er
nú meðhmur hljómsveitarinnar
Saga-klass. Hann stundar slag-
verksmám við Tónhstarskóla FÍH.
Fjölskylda
Bjarni kvæntist 25.5.1976 Sigr-
únu Ágústu Harðardóttur, f. 21.12.
1952, kennara við Seljaskóla í
Reykjavík. Hún er dóttir Harðar
Zóphaniassonar, fyrrv. skólastjóra,
ogÁsthildar Ólafsdóttur, húsmóð-
urogskólaritara.
Börn Bjarna og Sigrúnar Ágústu
eru Hugrún Ósk, f. 26.8.1976, nemi
við Kvennaskólann í Reykjavík, og
Kjartan Bragi, f. 25.10.1979, nemi.
Systkini Bjama eru Gyða Árný,
f. 2.12.1955, húsmóðir og ræsti-
tæknir á Egilsstöðum, gift Sigfúsi
Þór Ingólfssyni húsasmið og eiga
þau þrjú börn; Jón, f. 16.7.1962,
húsasmiður á Refshöfða, kvæntur
Ingunni Stefánsdóttur, húsmóður
og skrifstofustúlku, og eiga þau
tvær dætur; Anna Guðný, f. 12.8.
1967, handavinnukennari á Egils-
stöðum, og á hún tvær dætur.
Foreldrar Bjarna eru Helgi Jens
Árnason, f. 7.12.1932, fyrrv. b. og
vörubílstjóri á Refshöfða, nú veð-
urathugunarmaður á Egilsstöðum,
og Auður Jónsdóttir, f. 21.4.1932,
starfsstúlka á sambýh aldraðra.
Ætt
Foreldrar Helga Jens: Árni Daní-
elsson frá Norðfirði og kona hans,
Gyða Steindórsdóttir.
Foreldrar Auðar: Jón Björnsson
frá Hnefilsdal, b. á Skeggjastöðum,
og kona hans, Anna Grímsdóttir
frá Galtastööum í Hróarstungu.
Bjarni verður staddur í Lúxem-
borg á afmæhsdaginn.
Ólafur Hólm Einarsson
Ólafur Hólm Einarsson pípulagn-
ingameistari, Skipholti 12, Reykja-
vík, verður áttræður á morgun.
Starfsferill
Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann var í Miðbæjarskól-
anum, lærði síðan gaslagningar og
öðlaðist meistarabréf í þeirri iðn-
grein 1941 og meistarabréf í pípu-
lögnum 1961.
Ólafur starfaði hjá Gasstöð
Reykjavíkur frá 1929 og hjá Hita-
veitu Reykjavíkur 1943-84. Þá
stundaði hann hljómhstarstörf á
árunum 1934-56 með ýmsum aðilum
og spilaði þá á trommur, þ.á m. með
hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og
BragaHhðberg.
Ólafur var einn af stofnendum
Félags harmóníkuleikara og Lúðra-
sveitarinnar Svans.
Fjölskylda
Ólafur hóf sambúð 31.5.1941 með
Þorgerði Ehsabet Grímsdóttur,
f.10.12.1915, húsmóður, en þau giftu
sig 23.1.1943. Hún er dóttir Gríms
Kr. Jósefssonar, jámsmiðs hjá
Reykjavíkurhöfn, ogHahdóra Jóns-
dótturhúsmóður.
Börn Ólafs og Þorgerðar Ehsabet-
ar era Steha Hólm, f. 22.6.1943, bú-
sett í London, gift Gavin Mc Farlane
lögfræðingi og eiga þau tvo syni,
Neil Gunnar skrifstofumann og
Angus Þór lögfræðing; Einar Hólm,
f. 10.12.1945, skólastjóri, búsettur í
Mosfellsbæ, kvæntur Vilborgu Á.
Einarsdóttur þroskaþjálfa og eru
börn þeirra Ingibjörg Hólm kennari
og Ólafur Hólm tónhstarmaður;
Birgir Hólm, f. 28.2.1956, pípulagn-
ingameistari og formaður Sveinafé-
lags pípulagningamanna, búsettur í
MosfeUsbæ, kvæntur Ósk Sigur-
jónsdóttur innheimtustjóra og era
börn þeirra Garðar Hólm nemi og
Berghnd Hólm nemi.
Hálfsystkini Ólafs: Gyða Jónsdótt-
ir, f. 27.9.1920, búsett í Reykjavík,
var gift Friðjóni Bjamasyni prent-
ara, sem er látinn; Erna Jónsdóttir,
f. 12.12.1922, búsett í Reykjavík, gift
Sigurði Ingasyni; Knútur Jónsson,
f. 5.8.1929, d. 1992, var búsettur á
Siglufirði og kvæntur Önnu Snorra-
dóttur.
Ólafur Hólm Einarsson.
Foreldrar Ólafs voru Einar Hólm
Ólafsson, f. 25.1.1892, d. 1915, skó-
smiður, og Gíshna Magnúsdóttir, f.
18.1.1889, d. 1986, húsmóðir.
Gíshna giftist Jóni Halldórssyni,
f. 1886, og hófu þau búskap í Reykja-
vík um 1920 en þar bjuggu þau allan
simibúskap.
Ólafur er að heiman.
• t
85 ára
Anna Þorleifsdóttir,
Garðvangi, Garði.
Jóhann Lúðvíksson,
Kúskerpi, Akrahreppi.
Árni Stefánsson,
Hringbraut 109, Reykjavik.
Sigurborg Ágústa Þorleifsdóttir,
Aflagranda 40, Reykjavík.
Guðmundur Höskuldsson,
fyrram
starfsm. SVR
ogSamvinnu- :
trygginga,
HraunbælOJ.
Reykjavík.
Eiginkona
hans er Guöný
Ásgeirsdóttir
húsmóðir. Þau
taka ámóti gestum i Félagsheimili
aldraðra í Hraunbæ 105 frá kl. 16-19
á afmæhsdaginn.
Guðrún Ólafsdóttir,
Suðurvangi2, Hafnarfirði.
Hún tekur á móti gestmn í veitinga-
sal Haukahússins við Flatahraun í
Hafnarfiröi á milli kl. 18 og 21 á
afmælisdaginn
Hafþór Jónasson,
Heíðarlundi 3h, Akureyri.
Elías Skaftason.
Seljalandsvegi 100, ísafirði.
Ólafur Snævar Ögmundsson,
vélstjóri, bú-
settur i Svíþjóð.
Kona hans er
Gunnhildur
lnga Höskulds-
dóttirsjúkra-
liði. Þau eru
stöddaöSeilu-
granda4í
Reykjavik.
Skúli Pálsson,
Friðrik Ragnar Olgeirsson.
Skriðulandi, Arnameshrcppi.
Hörður Bj arnason,
Skálagerði 9, Reykjavík.
ÞórðurÞ. Kristjánsson,
Ofanleiti 5, Reykjavík.
Hans Karl Tómasson,
Hraunbæ 86, Reykjavík.
Bára Sæmundsdóttir,
Aðalgötu 7, Ölafsfirði.
Anna Sigriður Antonsdóttir.
Furalundi lóa, Akureyri.
Jón Páisson,
Engihjalla 3, Kópavogi. ;
Guðlaug Jónasdóttir,
Melteigi 6, Keflavik.
Svanur S veinsson,
Birkigrund 61, Kópavogi.
8, Ólafsfirði.
Pálmi Karlsson,
Hlaðbrekku 16, Kópavogi.
Hergeir J.S. á Mýrini,
Suðurgötu 32, Hafnarfirði.
Svanlaug Vilhjálmsdóttir,
Þórðargötu 8, Borgamesi.
Sesselja Helgadóttir,
Vesturvangi 38, Hafnarfirði.
Guðrún Hannesdóttir,
Furugeröi 21, Reykjavík.
Erla Björnsdóttir,
Hjallaseh 16, Reykjavík.
40 ára
Sigfriður Magnúsdóttir,
Staö 1, Reykhólahreppi.
Einar Guðjón Sigurjónsson,
Engjavegi 15, ísafirði.
Björk Eggertsdóttir,
Furulundi 60, Akureyri.
Guðmundur Blöndal, '
Nónliæð3, Garðabæ.
Erna Norðdahl,
Vesturbrún 38, Reykjavík.
Auður Berglind Stefnisdóttir,
Ghtvangi 31, Hafnarfirði.
Emma Ýr Markovie,
Flúðaseli93, Reykjavík.
Helga Jónsdóttir,
Byggðarholti 6, Mosfellsbæ.
Sigurfinnur Sigurfinnsson
Sigurfinnur Sigurfmnsson, mynd-
menntakennari og listamaður, Bú-
hamri 64, Vestmannaeyjum, veröur
fimmtugur nk. laugardag.
Starfsferill
Sigurfinnur er fæddur í Vest-
mannaeyjum og ólst þar upp. Hann
útskrifaðist frá auglýsinga- og
frjálsri myndhstardeild Myndhsta-
og handí ðaskóla íslands 1965 og frá
teiknikennaradeild 1972.
Sigurfinnur var verslunarmaður
1965-67, kennari við Barnaskóla
Vestmannaeyja og við Framhalds-
og Myndhstarskóla Vestmannaeyja,
starfrækti ritfangaverslun í Vest-
mannaeyjum ásamt eiginkonu sinni
í 12 ár en er þau seldu hana helgaði
hann sig myndlistinni.
Sigurfinnur var forseti Kiwanis-
klúbbsins Helgafehs 1978-79, félagi í
knattspymufélaginu Tý og hlaut guh-
merki þess á 70 ára afmæli félagsins.
Fjölskylda
Sigurfinnur kvæntist 11.11.1965
Þorbjörgu Júhusdóttur, f. 2.2.1948,
móttökuritara. Hún er dóttir Júlíus-
ar Gunnars Þorgeirssonar verk-
stjóra og konu hans, Svandísar
Nönnu Pétursdóttur húsfreyju.
Börn Sigurfinns og Þorbjargar eru
Gunnar Már Sigurfinnsson, f. 9.1.
1965, viðskiptafræðingur og mark-
aðs- og sölustjóri hjá Flugleiðum,
Nanna Dröfn Sigurfinnsdóttir, f.
28.12.1966, húsmóðirogleiðbein-
andi, maki Óttar Gunnlaugsson sjó-
maður. Þau eiga eitt bam; Ónnu
Ester; Sigurfinnur Viðar Sigur-
finnsson, f. 9.4.1975, sjómaður.
Sigurfinnur á tvö systkyni, Einar
Sigurfinnsson, f. 14.2.1940, starfs-
maður endurvinnslunnar í Vest-
mannaeyjum, á tvö böm, og Þor-
björg Sigurfinnsdóttir, f. 5.6.1949,
verkakona, á þrjú böm.
Foreldrar Sigurfinns: Sigurfinnur
Einarsson, f. 3.12.1912, fyrrv. verk-
stjóri hjá ísfélagi Vestmannaeyja,
og Anna Ester Sigurðardóttir, f.
18.11.1919, d. 1980, húsmóðir.
Þau hjónin taka á móti gestum á
Sigurfinnur Sigurfinnsson.
heimih sínu að Búhamri 64 þann 18.
júní mihi kl. 16.00 og 18.00.