Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Page 49
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ1994 73 Fréttir Leikhús LaxaiKjós: 19 laxar og 19,5 punda sá stærsti - maríulax Ingibjargar Sólrúnar Egill Guðjonhsen veiddi fyrsta laxinn í Laxá i Kjós á þessu sumri en alls veiddust 19 laxar fyrir mat i gær. DV-mynd G.Bender Þeir voru komnir með tvo laxa um hádegi í gær þeir Ágúst Einarsson og Einar Oddur Kristjánsson, 9,5 og 18,5 punda laxar á maðk. DV-mynd G.Bender „Þetta er allt rólegt hjá okkur núna, við erum búnir að veiða tvo laxa, þeir eru 27 pund saman,“ sögðu þeir félagamir Agúst Einarsson og Einar Oddur Kristjánsson er við hittum þá við Bugðu í gær. Einar Oddur hafi veitt 18,5 punda lax en Ágúst 9,5 punda lax. „Við fengum smáhögg hérna í foss- inum en ekkert meira, við vitum ekki hvort það eru komnir laxar hingað, Bugða er aðeins lituð,“ sögðu þeir félagar og héldu áfram að renna í fossinn í Bugðu. „Það er gaman veiða fyrsta laxinn í ánni, þetta var 11 punda lax og tók maðk,“ sagði Egill Guðjohnsen en hann var við veiðar í Höklunum með Þórami Sigþórssyni. Þeir höíðu veitt þijá laxa, Egill einn en Þórarinn tvo á maðk. „Þetta er bara góð byrjun og ætli að hafi ekki veiðst næstum 20 laxar hérna fyrir mat,“ sagði Skúli Jó- hannesson en hann var við veiðar í Kvíslarfossinum og með honum son- ur hans Vilhjálmur Skúlason sem nokkrum mínútum áður en við mættum á staðinn hafði landað 18 punda fiski í Kvislarfossinum, en hann tók maðk. Laxá í Kjós gaf 19 laxa fyrir mat í gær en engan eftir hádegi. Þaö sner- ist í vestanátt og takan datt niður. Það var Helgi Eiríksson sem veiddi stærsta fiskinn í gær, 19,5 punda fisk, en allt voru þetta fallegir laxar fyrsta daginn sem Laxá í Kjós er opin. Við vorum á bakkanum er Ingibjörg Sóirún Gísladóttir veiddi maríulax- inn sinn og með henni eru Garðar Þórhallsson og Eva Kamilla Einars- dóttir. Fiskurinn var 6 pund og tók maðk. DV-mynd Brynjar Gauti Maríulax Ingibjargar Sólrúnar Veiðin gekk rólega í Elliðaánum fyrsta veiðidaginn en Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir veiddi maríulaxinn sinn í fossinum. Þetta var 6 punda fiskur og tók maðk. Löndunin stóð yfir í næstum 25 mínútur. Einn lax veiddist eftir mat svo Elliðaárnar gáfu 2 laxa þennan fyrsta veiðidag. Menning Rós í hnappagat áhugaleikfélaga Sú nýbreytni að velja áhugaleiksýningu ársins og bjóða viðkomandi leikhóp að sýna á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu hlýtur að virka eins og vítamínsprauta á alla leikstarfsemi í landinu. Auðvitað er það ævintýri eftir allt puðið og pæling- amar að standa allt í einu frammi fyrir smekkfullu húsi áhorfenda í sjálfu Þjóðleikhúsinu og sýna afrakst- urinn. Hitt er þó ekki síður mikils vert að með þessu framtaki er fengin langþráð viðurkenning á því þróttmikla leiklistarstarfi sem unnið er hjá áhugaleik- félögum víðs vegar um landið. Enda lét þjóöleikhús- stjóri svo ummælt í ávarpi við þetta tækifæri að þar lægju rætur leiklistar okkar. Leikfélag Hornafjarðar sýnir Djöflaeyjuna Það var Leikfélag Homarfjaröar sem fyrst varð fyrir valinu með sýningu sína á Djöflaeyjunni eftir Einar Kárason, í leikgerð Kíartans Ragnarssonar. Sýningin er kraftmikil og fjörleg með áherslu á hinum kímilegu efnisþáttum en víðast hvar fer minna fyrir tragískum undirtóni sögunnar sem gerist í Reykjavík eftirstríðs- áranna og lýsir hversdagsamstri, lífsbaráttu og örlög- um íbúa braggahverfis og nágrennis. Óbærilegur léttleiki tilverunnar er meginstefið en þó er forðast að gera persónumar að einhveijum grín- fígúrum nema í örfáum tilvikum. Tommi og Lína verða eftirminnileg í túlkun þeirra Ingvars Þórðarsonar og Svövu Kristbjargar Guðmundsdóttur, bæði svolitið utan og ofan við heiminn. Einkum nær Ingvar vel utan um sitt hlutverk. Elín Guðmundsdóttir er öll á hjólum í hlutverki skvísunnar Dollýjar og þeir Hilmir Steinþórsson, Júlíus Valgeirsson og Þorvaldur Hauks- son vom sérstaklega góðir í hlutverkum pottormanna Badda, Danna og Gijóna. Marglit persónuflóra skilar sér þannig mætavel í meðforum leikenda, en minnisstæðust verður Kristín Leiklist Auður Eydal G. Gestsdóttir í hlutverki Þórgunnar sem vandi er að túlka án þess aö gera úr henni skrípamynd. Kristín fór með hlutverkið af mætagóðum næmleik og skiln- ingi á bitrum örlögum og vonlausri aðstöðu hinnar einstæðu móður. Ekki bar á öðru en leikhópurinn kynni ágætlega við sig á sviði Þjóðleikhússins, þó að ívið meiri tími hefði þurft að gefast til að venjast húsinu. Sviðsmynd var skemmtilega útfærð og bæði búningar og smáhlutir valdir af kostgæfni til að skapa rétt andrúmsloft eftir- stríðsáranna. Þar átti líka prýðilega flutt tónlist sinn þátt í. Auðvitað þurfti að aðlaga bæði sviðsmynd og innkomur þessum breyttu aöstæðum og tókst það í flestum tiivikum vel. Leikfélag Homafjarðar nýtur afraksturs af margra ára kraftmiklu starfi því aö sýning sem þessi verður sannarlega ekki til alveg upp úr þurru. En ánægðastur hlýtur leikstjórinn, Guöjón Sigvalda- son, að vera með þessa umfangsmiklu og fjömgu sýn- ingu. Þar þarf mikinn kjark, metnað og ótrúlega vinnu til þess að fullvinna slíkt verkefni og árangurinn lofar meistarann. Áhugaleiksýning ársins: Leikfélag Hornafjarðar sýndi á stóra sviðinu i Þjóðleikhúsinu: Þar sem Djöflaeyjan ris. Höfundur: Einar Kárason. Lelkgerð: Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason. SÍilili ÞJÓÐLEIKHÚSID Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson í kvöld, 40. sýning, fáeln sæti laus. Siðasta sýning Þjóðlelkhússins á þessu lelkári. Miðasala Þjóðleikhússins er opln alla daga nema mánudaga kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frá kl. 10. Græna linan 99 6160. Greiöslukortaþjónusta. Leikfélag Akureyrar Sýnir á Listahátið í Reykjavik Bar Par eftir Jim Cartwright í Lindarbæ Aukasýning: i kvöld flmmtud. 16. júni. Sýning hefst kl. 20.30. Forsala aðgöngumiða er i miðasölu listahátiðar i íslensku óperunni dag- legakl. 15-19, simi 11475, sýningardaga i Lindarbæ frá kl. 19. Sími 21971. Tilkyimingar Félag eldri borgara í Kópavogi Spiluð verður félagsvist að Gjábakka (Fannborg 8) í kvöld kl. 20.30. Húsið er öllum opið. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður 18. júní. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakafFi. N1 + á Akureyri í kvöld N1 + mun leika í 1929 á Akureyri i kvöld ásamt hþómsveitinni Hunangi. 17. júní kemur hljómsveitin fram í Reykjavík í skipulagðri dagskrá Reykjavíkurborgar. Sunnudaginn 19. júni mun hún spila í Laugardalnum. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Bridgekeppni, tvímenningur, kl. 13 í dag í Risinu. Lokað á morgun í Risinu. Sögu- slóðir Dalasýslu heimsóttar 6. og 7. júli. Upplýsingar á skrifst. félagsins í síma 28812. Kaffisala Hjálpræðishersins Það er orðin hefð að Hjálpræðisherinn er með þjóðhátíðarkaffi 17. júni. Á 50 ára lýðveldisafmæli mun Hjálpræðisherinn verða með kaffisölu í Herkastalanum, Kirkjustræti 2, kl. 14-19. Aö venju verður á boðstólum úrval af heimabökuðum kökum, tertum, pönnukökum og öðru góðu. Haldin verður stutt söng- og lof- gjörðarstund kl. 18 og eru allir velkomn- ir á hana. Útivist á söguslóð í Viðey Gönguferð á laugardag hefst að vepju kl. 14.15. Gengið verður á vestureyna. Kl. 15.15 á sunnudag verður staðarskoðun. Kaffiveitingar eru á boðstólum í Viðeyj- arstofu alla daga vikunnar kl. 14-17. Báts- ferðir verða úr Sundáhöfh á heila tíman- um frá kl. 13. Lokað í Kringlunni 17. og18. júní í tilefni 50 ára lýðveldisafmælisins hefur Kringlan verið skreytt og verslanimar eru með sérstakar gluggaútstillingar. Einnig eru nú þijár athyglisverðar sýn- ingar í Kringlunni. Vegna þjóðhátíðar verður húsið lokað 17. og 18. júní en hins vegar verða verslanir í Kringlunni opnar tU kl. 20 í kvöld og veitingastaðir hússins lengur fram á kvöldið. Þjóðhátíð yngstu kynslóðarinnar íArbæ Þjóðhátíð yngstu kynslóðarinnar verður haldin í Arbæjarhverfi í dag. Allir leik- skólar Árbæjarhverfis ætla að hittast hjá Árseli kl. 10 og 14 þar sem verður skrúö- ganga, uppákoma og söngur. Hrafnseyrarhátíð 17. júní Dr. Jóhannes Nordal verður aðalræðu- maður á Hrafnseyri 17. júní þar sem Hrafnseyramefhd heldur upp á afmæli Jóns Sigurössonar á fæðingarstað hans í 15. sinn og minnist jafnframt 50 ára af- mæhs lýðveldisins. Hátíðin hefst kl. 13 A. Laugavegssamtökin Verslanir við Laugaveg og Bankastræti verða opnar til kl. 20 í kvöld en lokaðar laugardaginn 18. júni. Katfisala í Laugardal KFUM og K verða með kaffi og meðlæti í nýjum höfuðstöðvum félaganna á homi Holtavegar og Sunnuvegar laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. júní. Opið verður frá hádegi fram á kvöld. Tapað fundið Karlmannsgleraugu fundust Vönduð karlmannsgleraugu fundust við nýja bílaplanið í Tryggvagötu sl. þriðju- dag. Upplýsingar í síma 611273. ^ Barnagleraugu töpuðust Gleraugun vom liklegast skilin eftir á skólaveUinum við Hvassaleitisskóla. Þau em í silfurlitri umgjörð með grænu og brúnu í. Hafi einhver séð þau þá vinsam- legast látið vita í síma 42614 eftir kl. 17. Erling Blöndal Bengtsson Tonleikar voru haldnir á vegum Listahátíðar í Reykjavik í Islensku óperunni í gærkvöldi. Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lék einleik. A efnisskránni voru þijár af sellósvítum Jóhanns Sebastians Bachs og Dal regno del silenzio eftir Atla Heimi Sveinsson. Ekki þarf að kynna sellósvítur _ Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Bachs fyrir lesendum, slík grund- vallarverk sem þær eru meðal við- fangsefna sellóleikara. Þaö er ekki algengt að þær séu fluttar svo margar í senn á tónleikum. Það gerir miklar kröfur til flytjandans um einþeitingu og fiölbreytni í túlkun, en er að mörgu leyti skemmtilegt fyrir hlustandann. Þannig gefst tækifæri til að skoða verkin í heild og velta iýrir sér hvað í þeim er líkt og hvaö ólíkt. Athyglisverðast er hversu ekki aðeins formið heldur einnig efniviður verkanna er í raun svipaður, og einnig hve fiölbreytnin í úrvinnslu hans er mikil. Verk Atla Heimis um heim þagnarinnar er einfalt og hógvært og hljómaði mjög fahega eins og það var flutt á þessum tónleikum. Sehóleikiu" Erlings Blöndais Bengtssonar var fyrsta flokks. Hann var hreinn og skýr jafnframt því að vera tilfinningairíkur á þann hógværa hátt sem einkennir smekkvísa hstamenn. Það er mikih vandi að halda athygh hlustenda svo vel með efni af því tagi sem þama var flutt. Erling tókst það með glæsibrag. Þess má geta að blómaskreytingar voru nfiög smekklegar á þessum tónleikum og hefur svo verið um fleiri tónleika á Listahátíð nú. Má þar nefna t.d. tónleika Vladimirs Ashkenazys.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.