Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 56
T I
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Au*3!ýsinyar - Áskrift - Dreifing: Sími
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994.
Veðrið 17. júní:
Hæglætisveður
og rigmng
Alþingifundar
DV kemur næst út mánudaginn 20.
júní.
Smáauglýsingadeild DV er opin í
dag, fimmtudag, kl. 9-22.
Lokað á morgun, 17. júní, og laug-
ardaginn 18. júní.
Opið á sunnudag kl. 18-22.
Síminn er 632700.
KULULEGUR
ftmfxpfi
Suduríandsbraut 10. S. 686499.
TVÖFALDUR1. vinningur
LOKI
Ég er bjartsýnismaður
og tek sólhlífina með til
Þingvalla á morgun!
„Það verður svipað veður á Þing-
völlum og í Reykjavík. Við erum að
tala um hæglætisveður en skýjað
með suðvestangolu og rigningu ann-
að slagið. Hitinn verður 10 til 11 stig,“
sagði Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur við DV um þjóðhátíðar-
veðrið á morgun, 17. júní.
Að sögn Einars verður besta þjóð-
hátíðarveðrið á Norður- og Norð-
austurlandi á morgun, sól í heiði og
hitinn 13 til 17 stig.
I morgun klukkan 10 hófst fundur
á Alþingi. Þar eru teknar til umræðu
þær tvær þingsályktunartillögur
sem verða síðan afgreiddar á hátíð-
arfundi Alþingis á Þingvöllum á
morgun.
„í dag verða báðar umræðurnar
um þingsályktunartillöguna um
stjómarskrármálið. Síðan verður
umræðu frestað og tillagan síðan
borin undir atkvæði á Þingvöllum á
morgun. Hin þingsályktunartillagan
er rnn stofnun Lýðveldissjóðs. Á
fundinum í dag fer fyrri umræða um
hana fram. Síðari umræðan og at-
kvæðagreiðsla verður á Þingvöllum
á morgun," sagði Salome Þorkels-
dóttir, forseti Alþingis.
Islensku togaramir við Svalbarða:
Veiðum ekki meðan
„Við fengum fyrirmæli um að
hafast ekkert að fyrr en eftir 17.
júní. Viö munum ekki veiða á Sval-
barðasvæðinu á meðan [norski]
kóngurinn er á íslandi en hefjum
veiðar strax og heimsókn hans er
lokið. Við höfum tilkynnt norsku
strandgæslunni þessa ákvörðun
okkar,“ segir Björn Jónasson, skip-
stjóri á Drangey SK 1, í einka-
skeyti til DV í morgun þar sem
hann var staddur á miðunum við
Svalbarða.
í skeytinu segir jafnframt að 3
íslensku skipanna á Svalbarða-
svæðinu séu á Ieið í Smuguna en
hijr bíði átekta á svæðinu.
í samtali við DV i gærkvöldi sagði
Björn ekki hafa verið um.saman-
tekin ráð að ræða að ögra Norð-
mönnum eins og Norðmenn hafa
haldið fram. „Skipstjórinn á Blika
tilkyimti norsku strandgæslunni
fyrirfram að hann væri að fara að
kasfa. Þaö var sama hvert við
keyrðum, Gæslan var alltaf á hæl-
unum á okkur. Það var annaöhvort
að kasta eða keyra í allt sumar."
sagði Bjöm.
Hann sagði stemninguna mn
borð góða og menn væru hvergi
bangnir.
„Við mmium ekki hætta veiðum
á svæðinu fyrr en við fáum um það
beina skipun úr landi. Við erum
búnir að útbúa 200 metra langa
trossu sem við drögum á eftir okk-
ur til að fæla Norðmennina frá með
klippumar".
„Við munum ekki kalla skipin
heim. Við ætlum að fá botn í þetta
mál og sættum okkur ekki við ann-
að en skýra niðurstöðu,“ segir Gísli
Svan Einarsson, útgerðarstjóri
Skagfirðings sem gerir út Drangey
og Hegranes.
sjá einnig á bls. 2 og 8
Guðrún Ágústsdóttir:
Vill skrifstofu
íráðhúsinu
Guðrún Ágústsdóttir, nýkjörinn
forseti borgarstjórnar, hefur, sam-
kvæmt heimildum DV, farið fram á
að fá skrifstofu í ráðhúsinu en það
hefur ekki tíðkast að forseti borgar-
stjórnar hafi sérstaka skrifstofu.
Ákveðið hefur verið að Kristín A.
Árnadóttir, sem á að verða aðstoðar-
maður borgarstjóra, fái skrifstofu í
húsinu. Nokkur þrengsl era í hinu
nýja húsi og aðeins ein skrifstofa
laus. Því mun um það rætt nú að
breyta tveimur fundarherbergjum í
skrifstofur.
Guðrún sagði í samtali við DV í gær
að þörf væri á vinnuaðstöðu fyrir
borgarfulltrúana í ráðhúsinu. Það
mál væri verið að skoða nú.
Flug vél brotlenti
Lítil eins hreyfils flugvél af gerð-
inni Piper PA-28, brotlenti í Lækjar-
„Það var fyrst og fremst farið yfir það sem gerst hefur í Svalbarðamálinu undanfarið. Utanríkisráðherra mætti á botnum á tíunda tímanum í gær-
fundinn og gerði grein fyrir stöðu málsins," sagði Björn Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, eftir kvöld. Tveir menn voru innanborðs
fund nefndarinnar í gær. DV-mynd GVA 0g sakaði hvorugan.
Veðrið á morgun, laugardag og sunnudag:
Lítils háttar rigning á Suðvesturlandi
Suðaustangola eða kaldi fram eftir degi en síðan stinningskaldi á stöku stað. Rigning öðra hveiju suðvestanlands en nokkuð bjart veður
á Norður- og Austurlandi en vaxandi úrkoma suðvestanlands og þykknar upp fyrir norðan og austan. Hiti á bihnu 10 til 17 stig. Á laugardag og
sunnudag verður austan- og norðaustanátt, strekkingur norðvestanlands. Skýjað og rigning víða um land, mest um landið austanvert.
Veðrið í dag er á bls. 74