Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 2
2 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Gleráreyrum • Akureyri Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla EIMSKIP Afengisvamanefnd A kureyrar óskar Akureyringum og öðrum Norðlendingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Án áfenais verða iólin fiátíð gleði og friðar. Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar árs og friðar þökkum við fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Skálafell sf. Draupnisgötu 4 • Sími 22255 Óskum Ólafsfirðingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. jwc Bæjarstjórn Ólafsfjaröar Líf Og fjör ■ sfldinni á Siglufírði árið 1938. Mynd: Vigfús Sigurgeirsson Slvxlda okkar að halda miiijum síldtu’- áranna tíl haga - segir Örlygur Kristfinnsson, formaður Félags áliuganiamia um minjasafii á Siglufirði Á Siglufírði hefur síðustu tvær verslunarmannahelgar verið rifjuð upp stemmning sfldar- áranna, gullaldarára í atvinnu- sögu margra byggðarlaga á Is- landi. Lengi hafa Siglfírðingar látið sig dreyma um að koma upp minjasafni um þessi góðu ár og sá draumur er nú smám saman að verða að veruleika. Árið 1977 hófst skipuleg söfn- un síldarminja á Siglufirði. Frosti F. Jóhannsson, sem þá var við nám í þjóðháttafræði í Svíþjóð, var fenginn til að taka þetta að sér og safnaði hann nokkur hundruð munum. Þrátt fyrir góð áform sofnaði málið tveim árum síðar og við því var ekki hreyft í heilan áratug. Félag áhugamanna um minjasafn Fyrir rúmum þrem árum töldu nokkrir áhugamenn á Siglufirði að við svo búið mætti ekki standa og stofnuðu með sér Félag áhuga- manna um minjasafn. Samið var við Siglufjarðarbæ um að félagið tæki við friðuðu húsi, Roalds- brakka, og ýmsum munum, sem þá hafði verið safnað. í upphafi var ekki endilega gert ráð fyrir síldarminjasafni, en þegar málið var betur skoðað töldu menn skynsamlegast að byggja upp safn um sögu síldveiða og -verkun. Með því móti væri því sköpuð ákveðin sérstaða og það gert forvitnilegt fyrir gesti. „Fyrst urðum við að bjarga Örlygur Kristfinnsson. Mynd: Ás safnmunum frá skemmdum og koma þeim í góðar geymslur. Síðan hófst frekari söfnun muna. Við höfum leitað eftir munum og okkur hefur sömuleiðis borist mikill fjöldi áhugaverðra muna,“ segir Örlygur Kristfinnsson, for- maður Félags áhugamanna um minjasafn. „Við einskorðum söfnunina ekki við Siglufjörð, því að þó að þetta heiti Síldarminja- safn Siglufjarðar, þá erum við í raun að byggja hér upp safn sem gæti alveg eins heitið Síldar- minjasafn íslands. Við einbeitum okkur að því að safna öllum minjum sem tengjast síldarárun- um, þ.m.t. skjölum frá söltunar- stöðvum, bókhaldi og reikning- um. í raun erum við að leita að öllu sem viðkemur síld og verkun síldar, bæði smáu og stóru. Ég get nefnt t.d. pækilmæli, síldar- nót eða jafnvel síldveiðiskip.“ Hluti safnsins verði í Roaldsbrakka Roaldsbrakki stendur suður und- ir svokölluðum Hafnarbökkum, sem eru við suðurhluta hafnar- innar. Húsið stóð á staurum fram í sjó, en það hefur nú verið flutt um set og í haust hefur verið unn- ið að því að koma því fyrir á nýj- um undirstöðum og klæða neðri hluta þess að utan. Á síldarárunum var geymt salt og allskyns varningur á neðstu hæð hússins og þar voru einnig geymdar síldartunnur, sem voru pæklaðar fram á vetur. Á mið- hæðinni var skrifstofa og íveru- herbergi starfsfólks og sömuleiðis á efstu hæðinni. „Ég ímynda mér að þegar mest var hafi á bilinu 50 til 60 manns búið í þessu húsi,“ segir Örlygur. Roaldsbrakki, sem að grunn- fleti er 15 sinnum 12 metrar, var byggður árið 1907. Óli Tynes, sem síðar varð þekktur síldar- verkandi, byggði húsið fyrir Roaldsfeðga, norska síldar- spekúlanta sem til fjölda ára voru á Siglufirði yfir sumarmánuðina. Gert er ráð fyrir að í Roalds- brakka verði aðeins hluti af síld- arminjasafninu, fyrst og fremst sá hluti sem viðkemur síldarsöltun og -veiðum. „Síðan sé ég fyrir mér að byggð verði skemma yfir nótabáta og veiðarfæri og stærri muni úr síldarbræðslunum," seg- ir Örlygur. Næsta skref er að endurnýja klæðningu á stöfnum Roalds- brakka og skipta um þak. Síðan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.