Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 20

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 20
20 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. ■fU-SAMlÆR HF VII/ Myndtxanda- og kvikmyndagerd • SJÓNVRRP RKURCVRI Grundargötu 1 • Sími 27400 Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur HUH|jMVER Glerárgötu 32 • Akureyri • Sími 23626 ; % Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Kæliverk hf. Frostagötu 3b • Akureyri • Sími 24036 BBQBBniiBI Kaupfélag Skagfirðinga sendir félagsmönnum sfnum, starfsfólki, svo og öðrum viðskiptavinum bestu óskir um gleðileg jól og farsœld á komandi ári SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM^ Hróbjartur Darri Karlsson, aðstoðarlæknir á FSA, fór „lengri leiðina“: Læknar bæði meirn og dýr Hróbjartur Darri Karlsson er annar tveggja íslenskra lækna sem hafa lært dýralækningar og síðan innritast til náms í læknisfræði. Hróbjartur Darri hefur frá því í júní sl. unnið sem aðstoðarlæknir á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. En þrátt fyrir það hefur hann ekki lagt dýralækningar á hill- una og býst fastlega við að stunda þær í afleysingum næsta sumar. Hróbjartur Darri er 31 árs gamall, fæddur á suðvesturhorn- inu og uppalinn í Mosfellssveit, sem núna heitir Mosfellsbær, en var í sveit í nokkur sumur austur á Rangárvöllum. „Nei, áhuginn á dýralækningum kviknaði ekki í sveitinni,“ útskýrði Hróbjartur. „Ég ákvað að verða læknir löngu fyrir fermingu, en þegar líða tók á menntaskólagönguna fór lækn- isfræðiáhuginn og áhuginn fyrir dýrum að renna saman í eitt og það varð úr að ég fór í dýra- lækningar. Ég hafði reyndar kynnst dýralækningum lítilshátt- ar hjá dr. Karli Kortssyni, dýra- lækni á Hellu. Hann leiddi mig í sanninn um starfið og hvatti mig til námsins og seinna varð hann, þegar leið á námstímann, lærifaðir minn um margt.“ Nám í Þýskalandi og Austurríki Hróbjartur Darri innritaðist til náms í dýralækningum í Hannover í Þýskalandi og var þar næstu sex árin. „Þetta nám var í raun mjög svipað uppbyggt og læknisfræði- nám hér heima. Fyrstu tvö árin voru kennd grunnfög eins og Iíf- færafræði, eðlisfræði, efnafræði, frumulíffræði, fósturfræði, líf- efnafræði og lífeðlisfræði. Síðan bættust við meinafræði, röntgen- fræði, lyfjafræði, landbúnaðar- fræði og fóðurfræði. Þrjú síðari árin voru svokölluð klínísk ár, þar sem sjúkdómar mismunandi dýrategunda voru teknir fyrir, auk matvælafræði, sýklafræði og fleiri faga,“ sagði Hróbjartur. Að námi loknu vann hann um nokkurra mánaða skeið við afleysingar í dýralækningum á Fróni, en fór síðan til Suður- Ameríku og flakkaði þar um tíma. Snéri síðan aftur heim og vann í hálft annað ár við dýra- lækningar. „Ég fór í læknisfræði . til Vínarborgar árið 1988. Ástæð- an var ekki sú að mér félli ekki við dýralækningar, heldur miklu fremur að áhuginn á læknisfræði lét mig aldrei alveg í friði. Ég lauk dýralæknanáminu 24 ára gamall og fannst ég hafa nægan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.