Dagur - 18.12.1992, Side 9

Dagur - 18.12.1992, Side 9
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 9 í starií kennara og leiðtoga í kristilcgu unglingastarfí hafa ntargir dagar í lífi Björgvins liðið með börnum. Ungi maðurinn á myndinni, sem tekin var fyrir nokkrum árum, heitir Guðmundur Axelsson. samkvæmt lögum KFUM urðu drengir að hafa náð 17 ára aldri til að teljast fullgildir félags- menn. Þeir drengir, sem Björg- vin starfaði með í Borgarnesi voru flestir yngri, en að sögn hans vildu þeir kalla sig KFUM- félaga. Á vegum þess félagsstarfs fór Björgvin á hverju ári með drengjahóp úr Borgarnesi í sumarbúðirnar í Vatnaskógi og dvaldi þar sjálfur með þeim í vikutíma. Þá annaðist hann einnig sunnudagaskóla í sex vet- ur af þeim átta sem hann starfaði við kennslu í Borgarnesi. Fenginn til að koma drengjastarfí á fót Þegar Björgvin Jörgensson kom ásamt Bryndísi konu sinni til Akureyrar árið 1946 var nokkurt kristilegt félagsstarf á meðal stúlkna í bænum. Ekkert drengja- starf hafði hins vegar verið þar um hríð, því starfsemi KFUM- félags, er stofnað var nokkrum árum áður hafði lagst niður. Með komu Björgvins sköpuðust möguleikar á kristilegu drengja- starfi að nýju og kom Jóhanna Þór, formaður Kristniboðsfélags kvenna fljótt að máli við hann og ræddi um hvort hann vildi taka drengjastarfið að sér. Björgvin kvaðst hafa sagt henni að hann hefði hug á að stofna KFUM-félag á Akureyri en slík félagsstofnun þyrfti nokk- urn aðdraganda vegna 17 ára aldurstakmarksins. Vinna þyrfti í nokkurn tíma með yngri drengj- um áður en þeir næðu tilskildum aldri til formlegrar félagsstofnun- ar. Farið að huga að stofnun félags Björgvin hóf þegar undirbúning að félagsstarfinu og strax fyrsta haustið á Akureyri var hann tek- inn til starfa með nokkrum drengjum á grundvelli KFUM. Fyrsti formlegi fundur eða sam- verustund þeirra var haldin 1. desember 1946 og kvaðst Björg- vin hafa valið fullveldisdaginn vegna þess að þá er frí í skólum. Björgvin byggði fundina upp á svipaðan máta og hann hafði kynnst í starfi KFUM í Reykja- vík og unnið eftir í Borgarnesi. Strax árið eftir voru drengirnir í félagsstarfinu orðnir það margir að hann skipti félagsstarfinu í tvær deildir - yngri og eldri. Á næstu árum eflist félagsstarf- ið verulega og árið 1950 er farið að ræða í alvöru um stofnun formlegs félags er yrði innan vébanda KFUM á íslandi. Oumdeilanlegt formannsefni Stofnfundur KFUM á Akureyri var haldinn 1. desember 1951. í fyrstu hafði verið áformað að stofna formlegt félag árið áður - 1950 og hafinn undirbúningur að því. Á fundi nokkurra undirbún- ingsaðila 10. febrúar 1950 var þó tekin ákvörðun um að fresta stofnun félagsins því talið var heppilegra að fleiri félagar bætt- ust í hópinn. Félögum fjölgaði og á haustdögum 1951 var ákveðið að tímabært væri að stofna form- legt félag. Björgvin Jörgensson hafði allan tímann eða í um fimm ár verið í fararbroddi þeirra er að undirbúningnum unnu og var því óumdeilanlegt formannsefni. Stofnfundurinn var haldinn í Kristniboðshúsinu Zíon og voru stofnfélagar 45 að tölu. Næsti fundur hins nýstofnaða félags var haldinn 8. janúar árið 1952 og á þeim fundi var fyrsta stjórn KFUM á Akureyri kjörin. í henni áttu sæti auk Björgvins Jörgenssonar, Anton Kristjáns- son og Reynir Valdimarsson. Lilja Sigurðardóttir og KFUK Þótt nokkurt kristilegt stúlkna- starf hafi átt sér stað var ekki um formlegt KFUK-félag að ræða. En með stofnun KFUM var brautin rudd og aðeins spurning um hvenær ráðist yrði í stofnun stúlknafélags. Björgvin sagði að um þetta leyti hafi ung kona, Lilja Sigurðardóttir flust til Akureyrar. Hún hafi kynnst Kristilegum skólasamtökum á námsárum sínum í Reykjavík og tekið þátt í kristilegu félagsstarfi. Eftir að hún kom til Akureyrar, haustið 1949 hafi hún farið að starfa að kristilegum félagsmál- um og verið ein aðaldriffjöðrin í stofnun KFUK. Félagið var síðan stofnað 15. nóvember 1952 og gengu 24 konur í félagið á stofn- fundinum. Hólavatn og Sunnuhlíð Þegar Björgvin Jörgensson var inntur eftir hver hafi verið stærstu verkefni félaganna á þessu 40 ára tímabili er hann fljótur að nefna stofnun og starf- semi sumarbúðanna við Hóla- vatn. Margir hafi lagt hönd á plóginn til að gera þessa starf- semi mögulega. Björgvin sagði að fyrsta árið hafi aðeins verið unnt að taka á móti 14 barna hópum en með tilkomu bættrar svefnaðstöðu geti um 30 börn dvalist í sumarbúðunum hverju sinni. Hann benti á að eftir því sem tímar liðu hafi þörfin fyrir sumarbúðastarfið farið vaxandi og aldrei hafi verið eins mikil aðsókn að Hólavatni og síðustu sumur. Líf Björgvins er einnig mjög samofið starfinu að Hóla- vatni því hann veitti drengjastarf- inu þar forstöðu allt frá upphafi þar til fyrir tveimur árum. Björgvin nefndi einnig byggingu félagsheimilisins í Sunnuhlíð. Lengi hafi verið draumur félag- anna að eignast eigin aðstöðu til félagsstarfsins er hafi ræst með tilkomu Sunnuhlíðarinnar. í Sunnuhlíð mun sameinað félag KFUM og KFUK eiga sér athvarf í framtíðinni. Með komu Björgvins Jörgens- sonar til Akureyrar og stofnun KFUM og síðar KFUK-félags var hleypt af stokkunum félags- starfi á grundvelli kristindómsins. Þess hafa margir unglingar notið og ekki síst þeir er eiga dvöl í sumarbúðunum við Hólavatn að baki. Sumarbúðaþörfin er vax- andi þáttur í þjóðlífinu og eflaust eiga margir eftir að ganga þann veg í framtíðinni er Björgvin Jörgensson hefur staðið fremstur í flokki við að ryðja. ÞI 'if Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári. '^BlónmhúMn 4? AKURS Kaupangi v/Mýrarveg • Símar 24800 & 24830 Sendum starfsfólki okkar og viðskiptavinum bestu óskir um gleðirík jól og farsæld á komandi ári. HF N wlSli f&£3

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.