Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 19
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 19 Mömmmnorgnar á Húsavík: JVu hlakka ég svo til jólanna“ - segir mamma sem áður vann í búð og hafði ekki tíma til neins Jólin, hátíð barnanna nálgast og Dagur tekur forskot á sæl- una og lítur við hjá yngstu borgurunum. Það eru allar mæður velkomnar á mömmu- morgnana sem eru í félags- miðstöðinni Keldunni á Húsa- vík. Þeir eru á miðvikudögum kl. 10-12 og hafa verið frá 15. okt. í haust. Fyrir tveimur árum voru slíkir mömmu- morgnar í Kirkjubæ, en síðan varð hlé á þar til í haust. Flesta miðvikudaga mæta 10-12 mömmur með litlu börnin sín. Þegar Dagsamman leit við í Keldunni, fyrsta mið- vikudaginn í desember, hafa margar mömmurnar líklega verið farnar að huga að jóla- undirbúningnum en þar voru mættar fimm mömmur með sex börn. Það var gott að koma inn úr annríki hversdags- Iífsins og til hópsins. Unga fólkinu voru grundvallaratriði tilverunnar efst í huga, að borða, sofa, brosa og fleira. Mömmurnar fengu sér kafti- bolla og spjölluðu um með- göngur, fæðingar, jólaföndur og kökubakstur. „Tilgangurinn er að hittast og spjalla, kynnast öðrum mömm- um og leyfa börnunum að kynn- ast öðrum börnum. Við höfurn á dagskrá að fá fyrirlesara og höf- um áhuga á að halda námskeið um skyndihjálp. Það hafa verið fluttir fyrirlestrar um ungbarna- sund hjá okkur og við höfum fengið aðgang að heita pottinum í Dvalarheimilinu Hvammi. Eftir áramói ætlum við að byrja að kenna börnunum sund,“ sagði Ásdís Jónsdóttir. Flestar mæðranna voru úti á vinnumarkaðnum áður en þær eignuðust börnin. Eru mikil við- brigði að vera heima og hugsa um ungbarn? „Fyrstu mánuðina fannst mér að ég dytti út úr öllu, en svo kem- ur þetta smám saman aftur,“ sagði Kristjana Kristjánsdóttir. Ásdís sagði að sér fyndist hún lítið einangrast, hún væri virk í félagsmálum og íþróttastarfsemi. Mömmurnar voru sammála um að það væri undir þeim sjálfum komið hvað duglegar þær væru að fara út á meðal fólks, en almennt aukin atvinnuþátttaka kvenna og hraði í þjóðfélaginu hefði ekki afgerandi áhrif á hvort þær einangruðust félagslega. Þetta væri einstaklingsbundið, og svo mætti t.d. skreppa í heim- sókn til næstu mömmu. Á mömmumorgnunum bera mömmurnar saman bækur sínar og miðla hver.annarri af reynslu við lausn vandamála við ung- barnaumönnunina. Þeim finnst gott að vita að þær eru ekki einar að glíma við ýmislegt sem upp á kemur. „Mér finnst ég hafa miklu meiri tíma núna. Áður var ég að vinna í búð og fannst enginn tími vera til jólaundirbúnings, og mér fannst ég missa svo af jólunun- um. Nú hlakka ég svo til jólanna og þetta er allt annað,“ sagði Kristjana. Mömmurnar voru sammála um að aðventan væri ánægjulegur tími á heimilum yngstu borgaranna og mikið væri unnið að undirbúningi hátíð- arinnar. r ■wiurimtriiii iiiiniiiw -Ljdb i i ALÞYÐUHUSIÐ SKIPAGÖTU 14 Óskum öílum viMiptavinum okíargleðikgra jóía ogfarsæláar á komandi ári Þöfífaim samstarfið og viðsfiiptin á árinu sem er acf líða Verkalýðsfélagið Eining Símar 21794 & 23503 Hagþjónustan hf. Sími 26899 Lífeyrissjóðurirm Sameining Sími 21739 Sjómannafélag Eyjafjarðar Sími 25088 *o. Skipstjórafélag Norðlendinga ■J Sími 21870 Félag málmiðnaðarmanna Sími 26800 Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis Sími 25446 Félag verslunar- og skrifstofufólks Sími 21635 Félag byggingamanna Sími22890 Vélstjórafélag íslands Sími 21870 I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.