Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 17

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 17
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 17 Islensk böm seld miUi héraða og úr landi gluggað í heimildir xun bamasölu á miðöldum Flestir íslendingar kannast við þrælasölu, þegar fólk var selt í ánauð, enda íslendingar vel lesnir og einnig hefur þetta efni verið uppistaðan í mörg- um bíómyndum og sjónvarps- þáttum. Við tengjum slíka atburði ekki við Island, en minnumst þó Tyrkjaránsins svokallaða þegar fólki var rænt héðan og síðan selt eða hneppt í ánauð erlendis. Fæstum dett- ur sennilega í hug að ætla að íslenskir foreldrar hafi selt börn sín til annarra landa og hvað þá milli landshluta, en þetta er engu að síður stað- reynd. Trúlega hefur barnasala aldrei verið víðtæk hér á landi og verð- ur að segjast að mjög hljótt hefur farið um það mál en heimildir frá 15.-17. öld geta þó um barnasölu, þannig að þetta mun varla vera kviksaga ein. í Fitjaannál 1609-1610 í ritinu Annálar 1400-1800 (Annales Islandici - Posteriorum sæculor- um) sem Hið íslenska bókmennta- félag gaf út 1928 er að finna þessa athyglisverðu heimild: „Anno 1610. Var margur drengur og stelpa á þessu ári, og nokkur fyrirfarandi sumur, flutt sunnan að og í Austfirði, af sýslu- manni þar, vegna manndauða og fólksfækkunar. Drengirnir voru seldir fyrir 60 eður 80 álnir, en stelpur fyrir 40 álnir.“ Drengir seldir til Aust- fjarða fyrir hálft kýrverð Þessi heimild um sölu barna „sunnan að“ til Austfjarða er einnig í Hrappseyjarútgáfu Skarðsárannáls og mun hafa ver- ið tekin upp víðar. Þarna er sagt fullum fetum að börnin hafi verið seld. Ekki er ólíklegt að mörgum þyki þetta sláandi tíðindi. Að vísu þykir nútímamanninum margt æði ótrúlegt sem gerðist hér á landi fyrir nokkrum öldum en barnasala er þó eitthvað sem hlýtur að vekja hroll. Maður einn sem er búsettur á Akureyri en á ættir að rekja til Austfjarða tjáði blaðamanni að hann hefði rekist á heimildir sem gætu bent til barnasölu þegar hann var að rekja ættir sínar austur. Einhver forfaðir hans hafði komið að sunnan sem barn og engar frekari skýringar gefnar á þeim flutningi. „Drengirnir voru seldir fyrir 60 eður 80 álnir, en stelpur fyrir 40 álnir“, segir í Fitjaannál. Þótt það sé æði nöturlegt að verð- leggja börn er fróðlegt að velta því fyrir sér hvaða fjárhæðir er verið að tala um. Eftir því sem Dagur kemst næst voru 120 álnir í 1 kýrverði og 1 kýrverð var sama og 6 ærverð. í dag mun kýrverðið var 90-100 þúsund krónur og ærverð- ið 15 þúsund krónur, miðað við lembda á að vori. Samkvæmt þessu hafa dreng- irnir verið verðlagðir á 45-60 þús- und krónur, þ.e. 3-4 ærverð eða um hálft kýrverð. Stúlkurnar hafa ekki kostað nema 30 þúsund krónur, eða það sama og tvær ær. Ekki er hægt að segja að börnin hafi verið mikils metin í peninga- legu tilliti. * Utflutningur íslenskra barna Frekari heimildir um barnasölu milli landshluta hef ég ekki á takteinum en allar ábendingar eru vel þegnar. Hins vegar hefur nokkuð verið skrifað um sölu íslenskra barna úr landi, sbr. grein ' Helga Þorlákssonar Útflutningur íslenskra barna til Englands á miðöldum sem tíma- ritið Sagnir birti fýrir nokkrum árum, sennilega 1985. í greininni kemur fram að á 15. og 16. öld voru íslensk börn flutt til Englands. Framan af 15. öld hét að þeim væri rænt á íslandi eða þau væru seld þaðan en síðar var viðkvæðið að foreldrarnir gæfu þau. Helgi getur um heimildir sem greina frá því að ásakanir á hend- ur Englendingum fyrir mannrán á íslandi hafi komið fram árin 1425, 1432 og 1533. Vitnað er m.a. í lýsingu Hannesar Pálsson- ar, fulltrúa Danakonungs, á framferði Englendinga á Islandi 1425: „Þeir ræna einnig fjölda fólks, börnum og unglingum á íslandi, ýmist með ofbeldi eða með því að ginna einfalda, auðtrúa for- eldra til þess að láta þau af hendi fyrir smágjafir og flytja þau síðan rænt eða keypt til Englands og halda þeim þar í eilífri ánauð til þess að þjóna sér en af þessum sökum verður landið ísland fólkslaust og leggst á mörgum stöðum í eyði.“ Hundarnir dýrir en börnin gefín Lýsing Hannesar þykir ýkt og hvergi kemur fram að börnum hafi raunverulega verið rænt, en með einhverjum hætti fóru börn héðan til Englands og gerðust lærlingar eða þjónustufólk. Talað er um að hið sérkennilega enska námskerfi og vinnuaflsskortur á Englandi á 15. öld geti að ein- hverju leyti skýrt eftirsókn Eng- lendinga eftir íslenskum börnum. Lærlingar voru ódýrt vinnuafl og eftir tilskipunina 1406, þegar svo var skipað fyrir að enginn mætti senda barn í læri eða í ann- að starf í bæ eða borg nema hann ætti 20 skildinga land, var mikill skortur á ódýru vinnuafli. En var ástandið ekki eins á íslandi eftir svarta dauða 1402-1404? Á frægu hnattlíkani Behaims frá 1492 stendur m.a. um íslend- inga: „Hjá þeim er siður að selja hunda dýrt en börn sín gefa menn kaupmönnum og fela guði á vald svo að þeir fái brauð handa þeim sem eftir eru.“ Samkvæmt þessu voru það hin- ir fátæku sem gáfu börn sín og samhljóma eru heimildir frá Peerse sem kom til íslands 1555 og Blefken sem kom 1564. Þrá- stagast var á því að hundar væru seldir en börn gefin. Líklegt er að dofnað hafi yfir útflutningi barna eftir 1523 þegar tilskipunin frá 1406 gilti ekki lengur í Englandi. Börnum fátækra manna komið í búsældarlegri héruð Til er íslandslýsing frá árinu 1589 þar sem Peerse og öðrum útlend- ingum er svarað um hundasölu og barnagjafir, en útlendingun- um láðist að geta um neyð þeirra foreldra sem áttu hlut að máli: „Vegna slíkra vanefna hins vesæla almúga tíðkast það á þessu eylandi að börnum fátækra manna er stundum komið burt í búsældarlegri héruð ...greiða for- eldrar eða ættingjar fóstrum þeirra eða væntanlegum vemdur- um eins mikla þóknun og þeir geta og sárbæna með mörgum fögrum orðum að fyrir guðs skuld sé höfð örugg umhyggja með sonunum, að þeir megi alast upp við heiðarleik og venjast við ein- hverja iðju sem að gagni má koma í lífinu.“ Arngrímur lærði hefur svipaða sögu að segja um flutning barna og unglinga af landi brott. Mörg dæmi eru um að börn hafi verið send að heiman til fósturs og í Grágás var gert ráð fyrir lögfóstri barna upp að 16 ára aldri og sér- stökum fósturlaunum. Þetta breyttist með tímanum og á 17. öld lögðu forkólfar lúters- trúar áherslu á strangt og um- hyggjusamlegt uppeldi af hálfu kynforeldra. Þá snarminnkaði eftirspurnin frá Englandi og barnasala fjaraði út. Segir þá ekki frekar af sölu á íslenskum börnum fyrr á öldum enda fremur hrollvekjandi umræðuefni eins og svo margt í þessu þjóðfélagi fátæktar og neyðar sem ísland vissulega var. SS Óskum Akureyringum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs Þökkum samstarfið á árinu Bœjarstjóm Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.