Dagur - 18.12.1992, Side 29

Dagur - 18.12.1992, Side 29
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 29 Bestubæjarböm vlð jólaundirbúning: „Við viljum halda í þetta gamla, góðau J. Stefánsdóttir, leikskólastjóri — segir Helga Það leyndi sér ekki að jólin voru í nánd er blaðamaður Dags kom við á Leikskólanum Bestabæ á Húsavík, fyrsta föstudag í aðventu. Það var komið þetta eftirvæntingarblik í augu barnanna, enda var sameiginlegum jólaföndurdegi barna, foreldra og starfsfólks að ljúka. Sum barnanna voru búin að setja jólaföndurdótið upp á hillu og farin að dunda við raðmyndir eða leika sér af krafti við húsbyggingar úr dýnum. Helga J. Stefánsdóttir, leik- skólastjóri, sagði að 120 börn væru á Bestabæ, ýmist í heils- eða hálfsdags gæslu. Hún sagði að hinn árlegi föndurdagur væri ætlaður til að foreldrar gætu komið með börnunum og tekið þátt í starfi þeirra. „Foreldrar hafa mætt mjög vel og meira að segja hafa komið báðir foreldr- arnir með sumum börnunum. Dæmi eru um að afi, amma og Helga J. Stefánsdóttir, leikskóla- stjóri, telur aðventuna einn yndis- legasta árstímann. Myndir: im systkini komi þennan dag. Auð- vitað er skólinn alltaf opinn fyrir ættingja barnanna. Við reynum að breyta eitthvað til frá ári til árs varðandi föndrið, en þó er það nokkuð hefðbundið. Við viljum halda í þetta gamla, góða. Það er alltaf ákveðin eftirvænt- ,ing við að gera skóinn sem setja á út í glugga. Við erum mjög fast- heldnar á það að engir alvöru- jólasveinar birtist fyrir 12. des. Jólasveinarnir koma á réttum degi og þeir sem eru fyrr á ferð eru ekki alvörujólasveinar, börn- in vita að þeir eru plat. Verslun- areigendur mættu taka þetta til athugunar. Hefðir og siðir eru dálítið að fara úr böndunum.“ - Hvaða fleiri fastir liðir eru hefð á aðventu í Bestabæ? „Börnin gera jólagjöf handa foreldrum sínum. í ár var unnið að gerð kertastjaka, við silki- þrykk og saltþrykk. Börnin búa sjálf til jólakortin og jólapappír- inn. Við höldum hátíðlegan laufabrauðsdag, skerum út fyrir börnin með gömlu, góðu aðferð- inni en notum ekki laufabrauðs- hjól. Allir fá gott í skál, og við erum með kertaljós og jólalög. Við kappkostum að fara rólega í jólaundirbúninginn og erum ekki með þys og læti, það er nóg af því í kring um okkur. Við leggjum áherslu á rólegheit og notalegheit. Á jólaföstu höldum við kyrrð- arstundir. Við erum með dagatal og fjöllum um tilgang jólanna, að það séu ekki jólasveinaheim- sóknir heldur fæðing frelsarans sem við fögnum á jólum. Þetta eru daglegar samverustundir við kertaljós, sungin eru jólalög og sagðar sögur. Við förum í kirkju á aðventu, sr. Sigurður Guðmundsson tekur á móti okkur í kirkjunni og verð- ur með helgistund. Helgistundina reynum við að hafa sem árvissan atburð. Litlu jólin hjá okkur eru 18. des. Þá gerum við okkur daga- mun í mat og drykk. Allt starfs- fólkið kemur í jólamatinn, einnig afleysingafólk og þeir sem ræsta eftir lokun. Þar kemur jólasveinn í heimsókn og tónlistarfólk. Bæði hefur Sigurður Hallmarsson leik- ið á hljóðfæri fyrir okkur og einn- Þessar dömur voru búnar að fá nóg af jólaföndrinu þennan daginn og höfðu dregið upp gömlu góðu raðmyndirnar sem alltaf standa fyrir sínu. Það verður gaman þegar jólasveinarnir fara að koma, best að sitja prúð og stillt og bíða. Foreldrar og fóstrur unnu jólaföndur með börnunum, og fullorðna fólkið skammtaði límið á gluggaskrautið. Þessir krakkar voru búnir að vinna sinn skammt af jólaskrauti, og nú skyldi byggja hús úr dýnum af óbeislaðri atorku. ig nemendur úr Tónlistarskólan- um.“ - Er leikskólastjórinn farinn að hlakka til jólanna? „Leikskólastjórinn hlakkar ævinlega til jólanna, og það er kannski helst sá tími sem hann vildi vera í fríi til að geta dundað heimavið. Þetta er sá tími sem mér finnst einna yndislegastur á árinu.“ IM Við sendum okkar bestu jók- og nýárskveðjur til viðskiptavÍM okkar og landsmanm allra Þökkum viöskiptin á árinu J Mjólkursamlag KEA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.