Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 33

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 33
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 33 """" S Jólasveinarnir fara nokkrir saman og eru alls staðar aufúsugestir. Fríður hópur jólasveina kemur jólakveðjunum til Dalvíkinga: I rumahálfa öld hafa þeir þeyst tim á aðfangadag Sá skemmtilegur siður hefur verið við lýði á Dalvík til fjölda ára, að börn úr Dalvíkurskóla í gervi jólasveina hafa tekið að sér að bera út jólakort til bæjarbúa og hefur það þótt ómissandi þáttur í jólaundir- búningnum. Yngstu borgar- arnir bíða spenntir á aðfanga- dag eftir að jólasveinarnir banki upp á hjá þeim með til- heyrandi og nauðsynlegum hávaða og fyrirgangi. Pað þykir talsverð upphefð í því að komast í hóp jólasvein- anna og geta nemendur 8. til 10. bekkjar sótt um að komast í jóla- sveinahópinn en alls eru þeir um 20 og skiptast í 4 til 5 hópa. Jóla- bréfum og kortum er veitt mót- taka í skólanum á Þorláksmessu og er þá oft mikið fjölmenni þar. A aðfangadag fá jólasveinarnir svo rétta meðhöndlun og snyrt- ingu hjá Steingrími Þorsteins- syni, sem lengi var kennari við skólann. Þeir leggja síðan af stað undir stjórn tveggja Grýla með miklum látum og bægslagangi, sem íslenskum jólasveinum er eðlilegt og banka hraustlega á dyr og afhenda póst og fá gjarnan eitthvert góðgæti að launum. Á síðustu árum hafa jólasveinarnir tekið tæknina í sína þjónustu og þeysa um á vélsleðum til þeirra bæja, sem standa yst í bæjarland- inu. Ágóði af þessum heimsókn- um jólasveinanna á dalvísk heimili nýtist bókasafni skólans til bókakaupa. í Sögu Dalvíkur segir frá því að rétt fyrir jólin 1938 hafi Ásgeir P. Sigurjónsson, kennari, gert til- lögu um að barnadeild Ung- mennafélags Svarfdæla tæki upp þann sið að fá jólasvein til að bera út bréf og böggla í hús á Dalvík á aðfangadag. Á „litlu jólunum“ var svo tilkynnt að tek- ið yrði við jólasveinapósti á Þor- láksdag, en jólasveinninn kæmi öllu til skila á aðfangadag. Eldri deild barnaskólans veitti póstin- um viðtöku, krakkar lásu sundur og flokkuðu í húsin. Fyrsti jóla- sveinninn sem annaðist póstburð var þréttán ára strákur, Friðjón Kristinsson, sem síðar á lífsleið- inni átti eftir að hafa störf póst- afgreiðslumanns að atvinnu. í öll þessi 54 ár hafa börn á Dalvík haft þennan hátt á með útburð á jólapósti og er þetta orðinn snar þáttur í jólaundirbúningnum á Dalvík. GG Gott er að tylla sér á sleðann og hvfla lúin bein. Myndir: gg Aendi/í/ Mnutrv Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. éél KAUPÞING NORÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4 • Sími 24700 Gleðileg jóll Þökkum viðskiptin á árinu. fflO//overs/ly/^ íslands hf. Sími 23636 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. SL FATAGERÐI Grænumýri 10 • Sími 24900 3 m cp. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. STRAUMRÁS s.f Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. Vífilfell hf. Gleráreyrum • Akureyri • Sími 24233

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.