Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 3 ..........................-......... h L Endurbótum á Roaldsbrakka miðar vel. Betur má þó ef duga skal. Mynd: Ás þarf að huga að því að innrétta húsið að innan, einangra það og búa til sýningar á safngripum. Þá er gert ráð fyrir að grafa út fyrir framan húsið og smíða þar plan eða bryggju. „Við viljum fá síld- arplan þannig að hægt verði að salta síld upp á gamla móðinn, til þess að skemmta fólki og um leið að sýna gömlu handbrögðin.“ Styrkir frá stofnunum og fyrirtækjum Það segir sig sjálft að uppbygging síldarminjasafns er geysilega fjárfrekt fyrirtæki. Hvernig hefur fjármögnunin gengið? „Hún hef- ur gengið vel,“ segir Örlygur. „Við höfum fengið styrki frá Húsafriðunarnefnd og öðrum stofnunum og fyrirtækjum. Ég nefni Menningarsjóð íslands- banka, sem veitti okkur 1 milljónar króna styrk sl. vor, og einnig hafa Sjóvá-Almennar og Skeljungur veitt okkur góða styrki á þessu ári. Siglufjarðarbær hefur styrkt okkur með margvíslegum hætti, t.d. vélavinnu." Þeir munir sem þegar hefur verið safnað eru geymdir í fjór- um geymslum á Siglufirði. Fyrir um einu og hálfu ári var komið upp bráðabirgðasafni á smærri gripum í húsnæði sem Síldar- útvegsnefnd lánaði Félagi áhuga- manna um minjasafn. „Þeir hlut- ir sem þar komust inn til geymslu voru hreinsaðir og þeim helstu komið upp til sýningar. Við köll- um þetta vísi að síldarminjasafni, sem mörgum finnst bara töluvert gróskumikill vísir. Safnið hefur verið opið síðustu tvö sumur og sl. sumar var það opið upp á hvern dag. „Að okkar mati var mjög mikilvægt að geta opnað safnið, því þannig fékk það ágæt- is kynningu og við gátum sýnt bæjarbúum og öðrum að við vær- um að vinna í alvöru að þessu máli og síldarminjum væri mark- visst safnað." Örlygur segist láta sig dreyma um að síldarminjasafn í Roalds- brakka verði opnað formlega eft- ir fjögur ár. „Það er samkvæmt áætlun, en áætlanir geta auðvitað riðlast. En það kann líka að fara svo að hluti hússins verði tekinn í notkun að tveim árum liðnum.“ Jafnast á við rekstur fyrirtækis Örlygur Kristfinnsson hefur unn- ið af krafti að þessu máli á undanförnum árum. Dagleg atvinna hans felst hins vegar í kennslu við grunnskólann á Siglufirði og ekki má gleyma því að hann hefur getið sér gott orð fyrir myndlist. Örlygur viður- kennir að hann hafi orðið að fórna töluverðum hluta síns frí- tíma fyrir síldarminjasafnið. „Þetta er miklu meiri vinna en ég átti von á, í rauninni gæti það verið töluvert meira en hálft starf. Þetta er orðinn rekstur á fyrirtæki og í mörg horn er að líta. Það þarf að safna munum, skrá þá og hreinsa. Þá þarf að standa í bréfaskriftum og pen- ingaöflun, að ekki sé minnst á fjölbreytilega erfiðisvinnu. Ég hef eiginlega lagt pensilinn á hill- una í bili, en ég sakna þess ekki vegna þess einfaldlega að mér finnst mjög gaman að vinna að þessu. Mér finnst ég vera að vinna að risavöxnu myndverki, sem ég hef mín áhrif á hvernig mótast.“ Einskonar „síldarbarn“ Örlygur segist oft spyrja sjálfan sig að því af hverju hann verji flestum ’frístundum sínum í upp- byggingu síldarminjasafnsins. „Eiginlega veit ég ekki hvernig ég á að svara þeirri spurningu. Trúlega er ég að þessu vegna þess að ég er Siglfirðingur, hér er ég fæddur árið 1949, er hér eiginlega vegna góðra hafnarskilyrða og þeirrar síldarvinnslu sem hér var! Foreldrar mínir komu til Siglu- fjarðar sitt úr hvorri áttinni, faðir minn úr Eyjafirði og móðir mín úr Skagafirði. Þau hófu sambúð og ég varð til. Faðir minn rak hér ljósmyndastofu og gerði beinlínis út á síldina, myndaði öll síldar- skipin, skipshafnir og annað tengt síldinni. Ég ólst upp í síld- inni og á unglingsárunum vann ég á síldarplönum og síðar í síldar- verksmiðjunum og því fékk ég þetta allt í æð. Ég hreifst af töfr- um síldarævintýrisins og þeir hafa ekki dofnað þó tíminn líði. Siglufjörður verður alltaf gamli síldarbærinn, flest á staðnum seg- ir okkur þá sögu á einhvern hátt. Því var það skylda okkar að halda minjum þessa merka tíma til haga og koma upp myndarlegu safni. Kannski stend ég í þessu af hreinni skyldurækni,“ sagði Örlygur Kristfinnsson. óþh Framtíðarsýn Örlygs Kristflnnssonar. Roaldsbrakki suður undir svokölluðum Hafnarbökkum á Siglufirði. Síldar- bátar við bryggju. Á planinu .verði allt til reiðu til síldarsöltunar. Teikning: öriygur Kristfinnsson. Óska viðskiptavinum mfnum gledilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka viðskiptin á árinu. Haddýar-brauö Svalbarðseyri Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegm jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. VEITINGAHUSIÐ Glerár- ' f/g/rQ götu 20 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegm jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegm jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. ©Rafveita Akureyrar Þórsstíg 4 • Sími 11300 Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Verslunin Garðshorn Byggðavegi 114 ■ Sími 24400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.