Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 14
14 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Hvemig halda þau gledileg jól? Hvernig gengur jólahaldið fyrir sig á þínu heimili? Þessi spurning var lögð fyrir fólk vítt og breitt á Norðurlandi. Margir hugsa eflaust sem svo, að jól séu alls staðar eins og gangi alltaf svipað fyrir sig frá ári til árs. Nokkuð er til í því, en þegar grannt er skoðað má finna ýmislegt sem skemmtilegt er að skoða og bera saman. Flestir hallast að því að hafa dálítið mikið tilstand á jólum, eða eins og heiðurskonan Didda á Bakka í Vatnsdal sagði, „jólin eiga ekki að vera hversdagsleg.“ Sumum fínnst þó nóg um tilstandið og að einhverju leyti á sú skoðun rétt á sér að boðskapur jólanna vilji gleymast í öllum hamaganginum. Þegar hins vegar jólin ganga í garð, nær ró og friður yfírhöndinni. Flestir viðmælendur blaðsins voru sammála um, að jólin væru fyrst og fremst fjölskylduhátíð og þau standa vissulega ávallt undir nafni sem hátíð ljóss og friðar. ☆ M ☆ ☆ Guðfinna Sigurðardóttir: Get leyft mér að borða vel um jólin Ég fer suður til Reykjavíkur og verð þar yfir aðal hátíðis- dagana,“ sagði Guðfinna K. Sigurðardóttir þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera um jólin. Guðfinna veitir líkamsræktar- stöðinni Púls í KA-húsinu for- stöðu, en stöðin hefur svo sann- arlega slegið í gegn. „Ég verð hjá foreldrum mínum en síðan kem ég heim og fer að vinna, því það verður opið milli jóla og nýárs. Ég hef hugsað mér að vera hér á Akureyri yfir áramótin, því ég hef frétt að það sé alltaf svo rosa- lega gaman í bænum á gamlárs- kvöld og ég ætla mér að kom- ast að hvort það á við rök að styðjast. Mig langar að vita hvort þessi stemmning sé til staðar." Aðspurð sagði Guðfinna að ávallt væri það sama í matinn á aðfanga- dagskvöld. „Þá er hangikjöt, en síðan er misjafnt hvað maður fær á jóladag því þá kemur öll fjöl- skyldan saman til skiptis hjá bræðrum pabba. Öll fjölskylda mömmu er í Þýskalandi og ég vildi gjarnan geta eytt jólunum þar einu sinni, en það stendur ekki til boða eins og er. Síðan verður líka að halda sér í formi um jólin, en maður borðar vel,“ sagði Guðfinna og lagði áherslu á það síðasta. „Við sem alltaf erum að æfa getum leyft okkur að borða vel. Síðan verður örugg- lega allt brjálað að gera eftir ára- mót hjá okkur. Það er í það minnsta mín reynsla." HA Halldór Blöndal: HólsfjaUahangi- lgöt á borðum ájóladag Halldór Blöndal, landbúnað- ar- og samgönguráðherra, hafði í mörg horn að líta á lokaspretti þingsins fyrir jól, en gaf sér þó tíma fyrir stutt viðtal uni jólahald á hans heim- ili. „Eins og flestir verð ég með minni fjölskyldu á aðfangadags- kvöld og við borðum kl. 6. Seinna um kvöldið munum við síðan glíma við að ráða gátur,“ sagði Halldór. Hann sagði þenn- an sið með gáturnar hafa fyrst komið til þegar Sveinn Víkingur gaf út gátubækur sínar fyrir þó nokkuð mörgum árum. Hann sagði venju að hafa rjúpur í mat- inn á aðfangadagskvöld, er hann hefði þó frétt að lítið va ri um rjúpur að þessu sinni og því aldrei að vita nema það breyttist. „Ég hef í það minnsta ekki gert neinar ráðstafanir til að nálgast þær.“ A sunnudaginn munum við síð- an heimsækja Ragnhildi systur mína og hennar mann, en þar er faðir minn einnig til húsa.“ Hann sagði fjölskylduna vanalega hafa hist á heimili foreldra sinna með- an þau héldu heimili, en systir hans hefði nú tekið við því hlut- verki. Laufabrauðsgerð kvað Halldór vera ómissandi þátt í jólaundirbúningnum og hann reyndi ávallt að finna sér stund til að taka þátt í því. Á jóladag er hangikjöt á borðum ráðherrans. Aðspurður um uppruna þess sagði Halldór: „Það er Hóls- fjallahangikjöt frá Braga Bene- diktssyni á Grímsstöðum." Að svo mæltu hvarf hann að nýju til vinnu sinnar enda mörg mál sem biðu afgreiðslu. HA f'Á Þóranna Björgvinsdóttir: Messan klukkan 16 ómissandi þátturjólanna „Ég byrja nú jólaundirbúning- inn aldrei mjög snemma,“ sagði Þóranna Björgvinsdóttir, en hún býr í Leifshúsum á Svalbarðsströnd, ásamt manni sínum Árna Sigurjónssyni. Hún sagði að sér fyndist ágætt að byrja ekki of snemma og fá frekar kökuilminn í húsið skömmu fyrir jól. Einn skemmti- legasta þátt jólaundirbúningsins sagði Þóranna vera aðventukvöld sem nemendur grunnskólans sjá um. „Það er stór hátíð og af henni vildi ég ekki missa. Það skemmtilegast er kannski hvernig börnin færast upp í hlutverkum eftir því sem þau eldast. Þau byrja sem englar og færast síðan milli hlutverka.“ „Jólin byrja í raun 2 tímum fyrr hjá okkur en öðrum þar sem messað er kl. 4 á aðfangadag. Þessi siður er í mínum huga algerlega ómissandi.“ Hún sagð- ist lengi hafa haldið í þann sið að hafa hangikjöt á aðfangadags- kvöld en nú væri það oftast hamborgarhryggur. Á undan steikinni sagðist Þóranna hafa möndlugraut með tilheyrandi möndlugjöf. Það lá beint við að spyrja hana um aðbúnað hjá málleysingjun- um um jólin. „Við reynum að gera sérstaklega vel við allar okk- ar skepnur á jólunum. Bæði þrífa vel í kringum þær og gefa besta heyið. Þá má ekki gleyma smá- fuglunum og hrossunum. Þór- anna sagði að sér fyndist ytri umgjörð jólanna oft helst til mikil. Sérstaklega væri auglýsingaflóðið í fjölmiðlunum íþyngjandi og pirrandi. „Fólk ætti að hafa hug- fast að það er innrætið en ekki verðmæti gjafarinnar sem skiptir máli.“ HA Jan Larsen: Matarvenjumar það sem helst skilur að Jan Larsen er handknattleiks- áhugamönnum að góðu kunnur, en hann er þjálfari 1. deildar liðs Þórs í þeirri grein. Jan er fæddur og uppalinn í Danmörku en eiginkona hans er íslensk. „Auðvitað er ýmislegt frá- brugðið milli þessara tveggja landa þegar kemur að jólasið- um,“ sagði Jan. „Sérstaklega er þetta í sambandi við matarvenj- ur. Við hjónin reynum að blanda þessu dálítið saman og það kem- ur bara vel út. Við höfum danskt jólahlaðborð með síld og þess háttar, en einnig t.d. hangikjöt og laufabrauð. Maturinn á aðfangadagskvöld er samkvæmt danskri venju, en þá höfum við önd og hrísgrjónabúðing. íslenskir jólasiðir eru að öðru leyti en þegar kemur að matnum, ekki svo frábrugðnir. Að vísu höfum við rauðvín með matnum en það tíðkast ekki hér. Jólagjaf- ir og ýmsir siðir þeim tengdir eru mjög svipaðir. Gamlárskvöldið er alíslenskt. Þá skjótum við upp flugeldum og förum á álfa- brennu. Brennur um áramót þekkjast ekki í Danmörku. Það er sérstaklega skemmtilegt að hugsa til þess að íslendingar borða mikið svínakjöt á jólunum en það er matur sem Danir borða í miðri viku. Þar þykir fiskur, t.d. þorskur, hátíðarmatur, en það mundi varla vera talið merkilegt hér.“ Annars sagðist Jan Larsen verða talsvert upptekinn yfir jólin vegna æfinga í handboltanum, en mótið byrjar strax 8. janúar með leik Þórs og KA. HA Kristín I. Lárusdóttir: Er ekki með því að hafa hvít jól Á Bakka í Vatnsdal í A-Húna- vatnssýslu býr Kristín I. Lárus- dóttir ásamt manni sínum Jóni Bjarnasyni. Hún féllst fúslega á að rekja jólahald á sínu heimili í stórum dráttum. Jólaundirbúningur Kristínar byrjar um 20. nóvember en þá hefst smákökubaksturinn og bak- ar hún 12-14 sortir. Þegar því er lokið snýr hún sér að niður- sneiddum lagtertunum og bakar 4 sortir af þeim. Laufabrauðs- gerðina kvað hún einnig vera ómissandi. Jólagafirnar sagði hún þau hjónin kaupa að mestu fyrst í desember. Jólahangikjötið er síðan soðið á Þorláksmessu, sem og reykt nautatunga. Á aðfanga- dagsmorgun kvaðst hún fara snemma á fætur og sjóða ávaxta- graut sem einnig er hafður á jóla- dag. Á aðfangadagskvöld er það sonur Kristínar sem sér að hluta um matseldina. í forrétt er smjörsteiktur humar en aðalrétt- urinn er hamborgarhryggur. í desert er kaffibúðingur með karamellusósa, sem Kristín sagði að hefði verið föst venia öll sín búskaparár á Bakka. A jóladag kemur fjölskyldan í heimsókn og eru þá um 20 manns í mat en barnabörnin eru orðin 11. Aðspurð um tilstand jólanna sagði Kristín: „Móðir mín sagði eitt sinn við mig að þó ég ætti eft- ir að lifa það að vera ein um jól, þá skyldi ég alltaf hafa mikið fyrir jólunum og ég hef alltaf hugsað mér það. Þó þarf það ekki að kosta mikið.“ Að lokum sagði Kristín að hún væri ekki með því að hafa hvít jól. „Ég er alltaf að hugsa um þessar skepnur sem víða eru úti og fuglana," sagði Kristín. HA Geirmundur Valtýsson: Undirbiiningurhm lendir að mestu ákonnnni „Jólahaldið á okkar heimili vill nú lenda dálítið mikið á kon- unni, enda er hún nú „bara“ húsmóðir, eins og þeir segja,“ sagði hinn kunni tónlistarmað- ur Geirmundur Valtýsson. „Konan sér um allar skreyting- ar o.þ.h. Ég hef verið svo mikið í burtu í sambandi við mína spila- mennsku og vinnu hérna hjá kaupfélaginu. Maður tekur að sjálfsögðu þátt í þessu þegar kemur fram á aðfangadaginn. í fyrra og fyrir þremur árum síðan var ég að gefá út plötu og þá kom ég ekki heim fyrr en rétt í matinn á aðfangadagskvöld. Við borðum kl. 6 og það er alltaf hangikjöt. Við erum með þennan gamla og góða íslenska sveitasið, enda er ég sveitamaður að ætt og upp- runa“. Geirmundur sagði að jólahald- ið hefði tekið nokkrum breyting-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.