Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 12
12 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Sendum viðskiptavinum og starfsfólki okkar bestu jóla- og nýársóskir Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Skóverslun M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103 • Sími 23399 Óskum viðskiptavinum okkar svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og tarsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin. Skipagötu 18 • Sími 23504 F élag aldraóra á Akureyri óskar félags- og stuðningsmönnum sínum gleðilegra jóla, þakkar störfin og allan veittan stuðning á árinu 1992. Stjórnin £ Óskum starfsfólki, viðskiptamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Jólaliátíðm og keppnisíþróttmiar: ,JJræðilegur tími íyrir þjálfarau - segir Alíreð Gíslason, handknattleiksþjáLfari „Þrátt fyrir að íþróttamenn séu í góðu keppnisformi þá geta þeir tapað því niður á hálfum mánuði,“ segir Aifreð Gíslason. Orðatiltækið „að liggja á melt- unni“ á sennilegast aldrei bet- ur við en einmitt um jólahátíð- ina. Fólki er misjafnlega um það gefið að sleppa sér lausu í hlaðborð jóladaganna en sennilegast teljast handknatt- leiksmenn til þess hóps sem spara verður við sig enda ber jólahátíðina upp á mitt keppn- istímabil þeirra. Okkur lá for- vitni á að vita hvernig þeim gangi að halda keppnisforminu yfir þennan tíma og leituðum því til Alfreðs Gíslasonar, han d kn at tlciksma nns. „Þetta er hræðilegur tími fyrir þjálfara,“ sagði Alfreð, sem er þjálfari 1. deildarliðs KA á Akur- eyri, þegar við lögðum þá spurn- ingu fyrir hann hvernig væri að fá hátíð eins og jólin inn í mitt keppnistímabilið. „Það er hætt við að menn éti sig niður úr öllu formi en ég mun ekki gefa frí nema aðfangadag og jóladag að þessu sinni. Reynslan í fyrra var sú að menn voru orðnir leiðir á að hanga heima í fjölskylduboð- um og hringdu sig saman um að fara á æfingu. Ég vona þess vegna að engin stórvandræði hljótist af þessu,“ sagði Alfreð. Af löngum keppnisferli þekkir hann vel til þjálfunar og segir staðreynd að þrátt fyrir að íþróttamenn séu í góðu keppnis- formi þá geti þeir tapað því niður á hálfum mánuði með því að leggja árar í bát í þjálfuninni. „En við erum heppnir hjá KA að því leyti að við erum með ungan hóp, stráka sem hafa ekkert ann- að að gera en æfa en þetta er erf- iðara fyrir fjölskyldumennina yfir jólahátíðina. Og ég get sagt fyrir sjálfan mig að mér líður illa ef ég hreyfi mig ekki í tvo eða þrjá daga,“ bætti Alfreð við. Á handboltaferlinum hefur Alfreð leikið bæði í Þýskalandi og á Spáni og hann var spurður hvernig jólahaldið í þessum lönd- um hafi komið honum fyrir sjónir. „Jólahaldið á Spáni var allt einhvern veginn miklu minna en hér heima. Stemmningin var miklu minni en hér heima og sama má segja um Þýskaland. Það er ekki lagt eins mikið upp úr jólahaldinu, kaupæðið er minna sem sést til dæmis á því að aug- lýsingar fara hér á fulla ferð strax í byrjun desember en úti skellur þetta yfir viku fyrir jól.“ - En hvað þá með jólahaldið hjá þér, þú hefur ekki smitast af jólahaldinu erlendis? „Nei, nei. Maður verður að gera þetta fyrir börnin. Ég held því dæmigerð íslensk jól og kon- an sér um að halda uppi aga á því sviði,“ sagði Alfreð Gíslason hlæjandi í lokin. JÓH Reikningur - frá Oluf Larsen málarameistara til ldrkjunnar í Skrave, Danmörku Tveimur boðorðum breytt og öll boðorðin tíu olíuborin kr. 2,24 Nýtt nef sett á ræningjann og hann gerður fingralengri kr. 1,02 Pílatus hreinsaður og olíuborinn aftan og framan. Loðkraginn endurnýjaður kr. 17,09 Gabríel hreinsaður og settir á hann nýir vængir kr. 3,00 Nýjar tennur settar í munn Sankti Pétri og fjaðrirnar á honum lagaðar kr. 1,30 Himinninn víkkaður og talsvert sett upp af nýjum stjörnum. Hreinsunareldurinn endur- bættur og ásjóna Djöfulsins lagfærð kr. 1,09 Heilög Magdalena (sem var hreint ónýt) gerð upp kr. 5,00 Silfurpeningar Júdasar húðaðir. Farið yfir forsjálu meyjarnar og dyttað að þeim á nauð- synlegustu stöðum kr. 1,08 Hárið á jómfrú Súsönnu endurnýjað ásamt skeifunum á hesti Elíasar. Mjói vegurinn breikkaður smávegis kr. 3,24 Gáfulegri svipur settur á Jósep. Kona Pótifars olíuborin. Heimsendir lengdur ofurlítið, þar eð hann var helst til stuttur kr. 3,19 Allur flugnaskítur hreinsaður úr Rauðahafinu kr. 3,07 Samtals Greitt 13. mars 1790, Oluf Larsen (sign) kr. 41,32 Hvaðhét húnmóðir hansJesús? Einu sinni voru tvœr kerlingar á bœ, og hófst önnur þeirra upp úr eins manns liljóði um jólaleytið eí’tir lestiu og sagði við hina kerlingmia: „Hvað hét hún móðir hans Jesús?“ „Og hún hét Máríá,“ sagði hin. „Og ekki hét hún Máríá.“ „Og hvað hét hún þá?“ sagði hin. „Og veiztu ekki, hvað móðir hans Jesús hét? Hún hét Finna.“ „Finna?“ sagði hin. „Víst hét hún Finna. Heyrðirðu ekki, hvað sungið var í sálmin- um: í því húsi ungan svein og hans móðir finna. Hét hún þá ekki Finna?“ Kerlingin lét aldrei af sínu máli, að hún hefði heitið Finna, og séu þær ekki dauðar, eru þær að deila um þetta enn í dag. Þjóðsaga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.